Dagur - 12.02.1958, Blaðsíða 15

Dagur - 12.02.1958, Blaðsíða 15
Miðvikudaginn 12. febrúar 1958 D A G U R 15 -L itisKðr (Framhald af 5. síðu.) vötnum. Hann er harla ólíkur venjulegum fiski að útliti, minnir miklu fremur á froskdýr. Hann er oft að heiman og er þá að leika sér að því að klifra í trjánum og stökkva grein af grein, líkt og íkorni á milli þess, sem hann veið- ir sér flugur; grípur hann þaer á flugi með því að hoppa í loft upp. Útlit hins eiginlega kliírara (sjá mynd) er ærið furðulegt. Höfuðið er hálfhnattlaga, munnurinn stór og augun ákaflega útstæð. Hann hefur 2 stóra bakugga, og eyrugg- arnir eru ummyndaðir í nokkurs konar hreyfa, sem eru aíbragðs góð klifurtæki. Sumar landgöngu- tegundir, skyldar klifraranum, gera lítið að því að klifra tré, heldur leika sér með alls kyns „kúnstum" á jafnsléttu eða stunda flugna- veiðar af kappi, aðrar klifra langt upp eftir trjánum í leit að maur- um, en þessum fiski virðist þeir vera meira hnossgæti en flest ann- að. Venjulega er það ekki svo, að einn og einn fiskur sé á ferðinni, heldur heill sægur, en flestir bíða við trjáraeturnar, meðan fáir einir klifra tréð í því skyni að rífa í súndur maurabúin. Mestur hluti „góðgætisins" hrynur auðvitað nið- ur og fer þá í svanginn á þeim, sem bíða. Þetta minnir óneitanlega á söguná áf strákahópnum, sem stalst inn í aldingarðinn, til þess að hnupla eplum. Þeir sendu djarf- asta strákinn upp í tréð, til aö ryðja niður eplunum. Hver veit nema fiskarnir geti verið eins mis- munandi hugdjarfir? Til eru alimargar fiskategundir, sem eru útbúnar með vel þrosk- uðum gangtækjum og jafnvel klif- urtækjum, en stíga þó aldrei „fæti sínum“ á þurrt land. Fiskar þessir, sem flestir lifa í ám eða vötnum, láta sér nægja að spígspora um vatnsbotninn. Ef til vill hafa þeir einhvern tíma í fyx-ndinni arkað um engi og skóga, en þeir svo orð- ið leiðir þar á lifinu og snúið heim fyrir fullt og allt. Eg var búinn að segja frá land- göngufiskum, er veiða sér flugur, en það gera Ííka aðrir fiskar, enda þótt þeir yfirgefi ekki vatnið. Eg efast þó um, að nokkur fiskur stundi þær veiðar á jafn frumleg- an hátt og vatnsspýtirirm, sem á heima í tjörnum og ám á Indlandi. Hann laumast upp að árbökkun- um, rekur hausinn upp úr vatninu og skimar eftir flugum í hinu háa sefi sem vex fram með ánni. Sjái hann flugu, kemur vatnsbogi snögglega út úr kjaftinum á hon- um í stefnu á fluguna, sem fellur við skotið, og samstundis gleypir fiskurinn hana. Eftir örstutta stund er næsta skot tilbúið. Ingimar Óskarsscn. Stúlka óskar eftir einhvers konar á daginn. vinnu eftir kl. 3 Uppl. í síma 1067. Athugið! Mig vantar dökk-rauðskjóttan fola, veturgamlan. Nánari upp- lýsingar í síma 1049. , Asmundur Pálsson, Lundgörðum. Rautt belti af kjól tapaðist á leið frá Gufu pressunni, Glerárgötu, út í Eyrar veg. Finnandi geri vinsamlega að- vart í síma 2340. - Var rauði flugnasveppurinn... - Helgi Kristjánsson Framhald af bls. 12. hafði hann til sagnagerðar, var glöggur á mál og stíl og ritaði fallega hönd. Þessum þætti ætl- aði hann að helga frístundir sínar meira en áður, þegar mestu önn- um ævistarfs væri lokið, þótt þetta færi á annan veg. Fáir munu betur hafa goldið fósturlaun en Helgi fyrir son sinn Hrein, því að auk þess að greiða fósturforeldrunum uppeldið, tók hann þau að sér þegar þau þurftu stuðnings við og annaðist þau til dauðadags. Sýnir þetta dreng- skap hans og mannkosti. Helgi Kristjánsson var frétta- maður Dags um langt árabil og var jafnan gott til hans að leita og þakkar blaðið ánægjulega samvinnnu af heilum hug og flytur honum hlýjar kveðjur og þakkir við leiðarlok. E. D. Framhald af bls. 11. Norðaustur-Asíu hefur brenni- vínið smám saman rutt sveppun- um af stalli. í bók, sem prentuð var í Stokkhólmi 1730 lýsir Sví- inn F. J. Stralenberg sveppa- drykkjusiðum Korjakkanna á Kamtsjatka (Rússar tóku Stral- enberg til fanga í orrustunni við Poltava árið 1709 og sendu til Sí- beríu og þar lifði hann í 12 ár). Þjóðverjinn G. W. Steller gekk í þjónustu Péturs mikla og ferðað- ist með hinum fræga Dana Vitus Behring þvert yfir Kamsjatka. — Segir hann að hinir innfæddu Korjakkar og Júkagirar noti flugnasvepp til að verða mjög fullir. En -rússneskir nýbyggjar noti hann ekki sjálfir heldur selji frumbyggjunum þurrkaða svepp- ina. Báðir þessir höfundar segja frumbyggjana oft drekka sig fulla í þvagi hinna drukknu. „Prijatel“, þ. e. vinur, sögðu þeir við Bergmann árið 1922, „hefur þú flugnasvepp handa okkur?“ En ekki heyrði Peter Freuchen neitt um flugnasveppaverzlun á Kamtsjatka á ferð sinni þar árið 1937. — Sænski lífeðlis- og sveppafræðingurinn, Th. Mörner, lýsir í sveppariti sínu árið 1919 sveppaeitrun, sem líkist mjög berserkjagángi. Ilann segir líka frá því, að í norsk-sænska ófriðn um 1814 hafi deild hermanna frá Vermalandi t. d. gengið berserks- gang. Þeii‘ grenjuðu og felldu froðu. Rannsókn leiddi í ljós, að hermennirnir höfðu etið flugna- svepp til að efla bardagakjark sinn. Þeir hafa þekkt áhrif hans. Iivergi munu hafa fundizt örugg- ar heimildir fyrir því að berserk- irnir hafi neytt „bardagalyfja", en sterkar líkur benda til flugna- sveppsins. Talið er að árið 1005 hafi berserksgangur verið bann- aður í Noregi með lögum. Þá vav líka talið refsivert að stöðva ekki berserksgang annarra. Varla hefðu slík lög verið sett, ef ekki hefði verið litið á berserksgang- inn sem • eitthvað er mönnum væri sjálfrátt og ættu að geta hindrað ef þeir vildu. Berserks- gang'urinn virðist líka hafa a. m. k. rénað mjög eftir þetta. Vínið varð líka smám saman betra og leysti sveppinn af hólmi. Manni verður á að spyrja: Skyldu ber- serkirnir til forna hafa geymt rauðan, þurrkaðan flugnasvepp í pússi sínu og neytt hans áður en ganga skyldi til orrustu? Jurtir hafa margar aðskiljanlegar nátt- úrur. Ingólfur Davíðsson. IIULD, 59582127 — IV/V — 2:: I. O. O. F. — 1392148V2 — I. O. O. F. Rb2 — 1072128V2. IMessað í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Föstuinn- gangur. Altarisganga. Sálmar: 166, 231, 330, 213, 596, 599, 603 og 171. — K. R. Föstumessa í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 19. febrúar kl. 20.30 e. h. — Þessir Passíusálmar verða sungnir: Fyrsti sálmur, 1.—8. vers. Annar sálmur, 16.— 20. vers. Þriðji sálmur, 10.—13. vers og tuttugasti og fimmti sálmui', 14. vers. Sungin verður litania. — K. R. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju er á sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h. 5—6 ára börn í kapellunni og 7—13 ára börn í kirkjunni. — Sálmar no.: 4, 207, 646 og Ástarfaðir himin hæða. Bekkjarstjórar, munið að mæta tímanlega. Dýralæknar. Helgidagavakt um næstu helgi og næturvakt næstu viku: G. Knutzen, sími 1724. Stúdentafélagið á Akureyri heldur þorrablót að Hótel KEA laugai'daginn 15. febrúar n. k. og hefst með borðhaldi kl. 19.30 — Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að láta skrá sig á lista í anddyri hótelsins fyrir föstu- dagskvöld. - Göfugesli ávöxtur. . (Framhald af 7. síðu.) hvað kitlandi var við taumhaldið. Hann fann livatningu í orðum hús- bóndans og örvun í hreyfingum hans, hann langaði til að stíga lið- ugra, en eitthvert hik var í sporinu, eins og hann væri í vafa um, hvaða gangi hann ælti að bregða fyrir sig. En það var aðeins augnablik. Guð- mundur keipaði við tauminn, létt og mjúklcga, örvaði og hvatti. Sleipnir skaut til eyrum, teygði úr hálsinum og brá á brokk. Hann skokkaði létt og liðlega og hvatti sporið. Guðmundur tók í hægri tauminn og beygði af stefn'Uhni. Sleipnir hlýddi á augabragði, en hægði ekki ferðina. Þannig héldu þeir áfram um stund, að Guðmund- ur lét Sleipni að mestu sjálfráðan um áframhaldið en sveigði liann með hægð sitt á hvað til beggja hliða og var ánægður mcð, hvað folinn var léttur í taumum. Eftir litla stund steig Guðmund- ur af baki. Slcipnir hristi höfuðið, frísaði hraustlega og neri sér tipp við húsbóndann. Þeir voru báðir í góðu skapi og Guðmundur síhjal- andi við folann að þakka honum fyrir þægðina og lipurðina. Og til frekari áherzlu orðum sínum klapp- aði hann Sleipni um brjóst og bóga, lagði hélað hiifuðið undir vanga sinn, en Sleipnir teygði þá fram snoppuna, og Guðmundur kyssti á blautann flipann. Augnablik naut folinn atlota húsbóndans... en svo var eins og folinn áttaði sig. Hann hóf upp liöfuðið, skaut til eyrum. japlaði á méiunum og fór að snú- ast í kringum Guðmund." Hér fór allt eins og bezt mátti verða, og varð tamning þessa hcsts auðveld, þótt, geðríki yrði seinna heizt um of og hesturinn ekki allra meðfæri. —------- Við skulum treysta böndin. Samskipti manns og hests voru svo rnikil og samofin lífi og starfi íslendinga fram undir síðustu ár, að þau m'unu fylgjast að i sögunni. En eigum við ]>á að slíta tengslin við hinn trygga förunaut vegna vclamenningar ltins nýja tíma? Nei, gerum hestinn að félaga okkar á ný og nú báðum meira til skemmtunar en áður \ar. Hests- efnið og gæðingurinn hafa upp- eldislegt gildi fyrir æskuna og veit- ir unaðsstundir öllum þeim, sem njóta kunna. Jafnframt því að íslenzki liestur- inn hefur fjölhæfastan gang allra hesta í veröldinni, er hann fjörug- ur, vitur og býr yfir feikna mikilli orku, og er íslenzkari en allt, scm íslenzkt er í okkar landi. — E. D. Skotventlar Gufukranar Kontraventlar Ofnkranar Vatnskranar Blöndunartæki Stálvaskar Handiaugar Baðker, tvær stærðir Salerni, complet W.C.-skálar W.C.-kassar, tvær tegundir Miðstöðvarofnar o. m. fl. Kaupfél. Eyfirðinga Miðslöðvadeild — Sími 1700 Munið B—listaskemmtunina annað kvöld kl. 9. Miðar afhent- ir endurgjaldslaust í dag og á morgun. Að öðru jöfnu sitja írambjóðendur og starfsmenn fyrir miðum. Talið við skrifstof- una. Dánardægur. Nýlátinn er Ás- geir Áriiason yfirvélstjóri á Hamrafelli. Hann var kunnur borgai'i á Akureyri, en nýfluttur til Reykjavíkur. Sigríður Guðmundsdóttir kona Jónasar Kristjánssonar Mjólkur- samlagsstjóra andaðist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri sl. laugardag eftir langvarandi van- heilsu. K.A. félagar, skíðamenn! Áríð- andi fundur verður í lesstofu ísl. ameríska félagsins (húsi Kr. Kristjánsson) n. k. fimmtudag kl. 8.30 e. h. — Kvikmyndasýn- ing o. fl. — Skíðadeild. Innanfélagsmót K.A. í badmin- ton hefst í íþróttahúsinu n. k. sunnudag kl. 2 e. h. í einliðaleik kat'la. Þátttaka tilkynnist Her- manni Sigtryggsyni, sími 1546. K. A. Tannhvöss tengdamamma. Sýn ing í kvöld og annað kvöld. Sýn- ingar standa yfir fram í næstu viku. — Á mánudaginn var lék frú Emilía Jónasdóttir hlutverk sitt í hundraðasta sinn. Sýning- in var það kvöld fyrir M.A. — Steindór Steindórsson mennta- skólakennari og Guðmundur Gunnarsson fluttu ávörp við það tækifæri, gesti Leikfélagsins til heiðurs sérstaklega. Leikurinn er vel sóttur. Aðgöngumiðasími er 1073. Júlíus Bogason tefldi fjöltefli í félagsheimilinu að Reistará 2. febrúai' sl. við 15 skákmenn úr Ai'narneshreppi. Hann vann 11 skákir, gerði tvö jafntefli og tap- aði tveim. Þeir, sem unnu Júlíus, voru: Oskar Axelsson og Stein- berg Friðfinnsson. Munið spilakvöid Léttis sunnu dagskvöldið 16. febrúar kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu. Aðalíundur kvenfélagsins Hlíf- ar verður haldinn þriðjudaginn 18. febrúar kl. 9 e. h. í Ásgarði. Fundarefni: Venjuleg aðalfund- arstörf. — Takið kaffi með. — Stjórnin. Ný litkvikmynd frá Konsó í Eþíópiu verður sýnd á almennri samkomu í kristniboðshúsinu Zíon n. k. laugardag kl. 8.30 síð- degis. Aögangur ókeypis óg allir velkomnir en giöfum til starfsins veitt viðtaka þakksamlega. — Ólafur Ólafsson. Frá starfinu í Zíon. Næstkom- andi sunnudag. Almenn sam- koma kl. 8.30 síðdegis. Ólafur Ólafsson, kristniboði, talar. — Allii’ velkomnir! Stúkan Brynja no. 99 heldur fund í Landsbankasalnum fimmtudaginn 13. þ. m. kl. 8.30 é. h. -— Inntaka nýrra félaga. — Innsetning embættismanna. Hag- nefnd fræðir og skemmtir. Hjálpræðishcrinn. Sunnudag: kl. 14, sunnudagaskóli, kl. 20.30 almenn samkoma. — Mánudag: kl. 16, Heimilissamband, kl. 20.30 æskulýðssamkoma. — Velkomin. Ilalló Þórsfélagar! SKEMMTUN í Bankasalnum, föstud. 14. þ. m., kl. 9 e. h. Félagsvist. Tízkusýningar. Hvað skeður kl. 12? Dans. Rúbín-kvartettinn og Óðinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.