Dagur - 12.02.1958, Blaðsíða 9

Dagur - 12.02.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 12. febrúar 1958 D A G U R 9 JONAS ÞORBERGSSON: AFMÆLISKYEÐJA TIL DAGS HERRA ritstjóri! Þú hefir verið svo vinsamlegur, að veita mér kost þess, að ganga á vit gamalla minninga og flytja Degi kveðju á 40 ára afmæli blaðsins. — Eg hefi raunar á 25 ára afmælinu, 12. febrúar 1943, flutt blaðinu kveðju mína og árn- aðaróskir og hljóta þær að þessu sinni að verða mjög hinar sömu. Frumherjum starfsins og blaða- mennskunnar á vegum Framsókn- arflokksins verður minningasamt, er þeir leiða hug sinn til byrjunar- áranna, fjóra áratugi til baka. Svo mjög sem dregið hefir til umskipta um kjör þjóðarinnar og allt starf hennar, að kalla má gersamlega nýtt landnám bæði til sveita og sjávar, er frumherjunum það ljóst, að Framsóknarflokkurinn og blöð hans áttu sitt meginfrumkvæði og þátt þeirrar nýju sóknar í lands- málum, er þá var hafin. — Sam- herjunum frá þeim árum verða hugstæðir þeir hamingjudagar, er þeir við mikla fátækt, yljaðir og hvattir af hugsjónum samvinnu- stefnunnar og ungmennafélaganna, ungir, lífsþyrstir og djarfhuga með langmið framundan, óttu þátt í frumstörfum þeirrar þjóðreisnar, sem leitt hefir til svo mikilla tið- inda. — Á þeim árum, og löngu fyrr, var fremur spurt um mark- mið, ákvörðun og árangur seinunn- innar baráttu en um laun og lífs- þægindi. — Vera má, að ungum mönnum, sem vaxið hafa upp við gerbreyttar þjóðarástæður og ekki hafa átt kost þeirrar reynslu, sem töfrar hugsjónanna veita, meti þessar hugleiðingar og aðrar þeim líkar til karlagrobbs. — En sögu- legum staðreyndum verður ekki hnekkt. Eg hefi á 40 ára afmæli Tímans síðastliðið ár ritað alllanga grein í blaðið, þar sem eg að nokkru vik inn á frásagnir og minningar minar frá fyrstu ritstjórnarárum mínum við Dag. Verða þær ekki endurteknar hér né við þær aukið til muna, enda þótt margt væri fýsilegt til frásagnar, ef rúm blaðs- ins og ástæður leyfðu. En með þessum fáu línum leyfi eg mér að senda þér stutta ræðu, er eg þá flutti í afmælishófi blaðsins, ef þú sæir þér fært að hola henni niður í blaði þínu. Ræðan hefir hvergi birzt á prenti og mér væri Ijúft, ef Dagur vildi taka hana til varðveizlu. Eg hefi trúað honum fyrir flestu af því, sem mér hefir verið annt um að mætti geymast til síðari tima. Nokkru vildi eg þó við þessar minningar bæta og minnast tveggja manna nánar en eg hefi áður gert. Finn eg mér það skylt á þessum timamótum, með því eg, vegna reynslu minnar og kunnugleika, er bær um að dæma. Ingimar Eydal tók við Degi í vöggunni og leiddi hann hin fyrstu og erfiðustu spor úr hlaði. Þetta var hjáverkastarf Ingimars, efa- laust unnið fyrir sama og engin laun. Þetta hjáverkastarf hans um tveggja ára skeið var, auk annars, framlags hans til vakningar- og viðreisnarbaráttu Framsóknar- flokksins. Ingimar ritaði alloft í blaðið á ritstjórnarárum mínum og tók síðar við ritstjórninni um skeið, einnig í hjáverkum. Þessi frumherji varð mér næsta dýr- Jónas Þorbergsson. mætur, er eg, nýgræðingurinn, tók upp starf við blaðið, og var harla gott til hans að leita um ráðagerð- ir, hversu mál skyldi upp taka og á málum halda. .Ingimar Eydal er einn hinn bezt gerði maður, sem eg hefi hitt á leið minni, um glæsi- legar gáfur, drengskap og skapfar allt. Hann er gæddur þeim hæfi- leika, að geta jafnan komið auga á broslega hlið flestra hluta og að bregða upp græzkulausum gaman- mólum. Fyrir því varð það ávallt hressing og óbrigðul unun, að blanda við hann geði. — Þessi skemmtilega kimnigáfa auk glæsi- Iegrar mælsku gerðu hann að svo skæðum keppinaut á málfundum, þar sem deilt var um landsmál, að aldrei líður úr minni þeirra, sem óttu þess kost að hlýða á ræður hans. Með okkur Ingimar tókst líka fölskvalaus órofavinátta, og óska eg að senda honum nú, á 40 ára Virðulega sanikonia. 1 annarri Mósebók Gamlatesta- mentisins er greint frá því, hversu Móse leiildi þjóð sína úr ánauðinni í Egyptalandi yfir Rauðahafið og Síaníeyðimörkina til fyrirheitna landsins. Þessi mikli leiðsögumaður og leiðtogi átti sér merkilegan töfra- staf. — Með þessum staf sínum klauf Móse Rauðahafið, svo að ísraelsmenn gcngu þar yfir þurr- um fótum, cn Faraó, sem veitti þeim eftirför, drukknaði og lið hans allt. Og er ísraelsmcnn scttu her- búðir sínar við Refcdín, þjáðust bæði menn og skepnur af mcgn- um þorsta, en þar var ekki vatn afmæli Dags, hjartanlega vinar- kveðju með þökkum fyrir alla hjálp í starfi mínu og öll okkar kynni og vináttu fyrr og síðar. Oddur Björnsson, prentmeistari, er annar þeirra tveggja manna, er eg á mest að þakka frá starfsárum minum við Dag. Oddur var mjög skemmtilegá gerður, gæddur fá- gætu Jifsfjöri, atorkusemi listfengi og smekkvísi í starfi og svo kröfu- harður bæði við sjálfan sig og aðra um reglusemi og fulla orðheldni í starfi, að fágætt mátti teljast. Sam- starf mitt við Odd Björnsson leyfði mér aldrei minnsta undanslátt um kröfur til sjálfs mín og hann varð mér bæði fyrirmynd og fordæmi, sem á byrjunarárum mínum mót- aði starfshug minn og starfshætti þannig, að orðið hefir mér hug- stætt og giftusamlegt ávallt síðan. Samstarf mitt við Odd Björnsson varð mér eftirminnilega ánægju- legt svo og við starfsmenn prent- smiðjunnar alla, ekki sízt son hans, Sigurð O. Björnsson, sem með svo miklum myndarskap hefir haldið uppi merki föður síns, fyrirtæki hans og lífsstarfi. Leyfi eg mér við þetta tækifæri að senda Prent- smiðju Odds Björnssonar, prent- smiðjustjóranum og starfsliði hans þakkir minar og árnaðaróskir. Að lokum óska eg að árna blað- inu allra heilla á þessu merka af- mæli. — Mér er ánægja að "geta látið í ljós það álit mitt, að Dagur hefir með fullri sæmd svarað því hlutverki, sem honum var ætlað og upphaflega var til stofnað. Hef- ir hann verið málsvari samvinnu- stefnunnar og hófsamlegrar fram- sækni í Iandsmálum, og hann hefir verið málsvari Norðlendingafjórð- ungs í landsmálum og menningar- málum. Verður það lokaósk mín til Dags, að hlutur hans megi haldast og vaxa á ókunnum árum til geng- is og sæmdar landi og lýð. Jónas Þorbergsson. að fá. Þá tóku menn að mögla og sögðu við Mósc: „Hví fórstu mcð oss af Egyptalandi, til þess að láta oss, börn vor og skcpnur far ast hér úr þorsta?“ — Þá sló Móse staf sínum á klettinn á Hóreb. Og sjó: Þar spratt fram tær vatnslind og menn og skepn- ur svöluðu þorsta sínum. Mér licfur oft orðið hugsað til stafsins hans Móse, þegar eg hef huglcitt leiðsögn og afrck stór- menna okkar Islendinga á 19. öld og fyrstu áratugum þessarar ald- ar: Þcirra, sem leiddu okkur úr nálega sjö alda ánauð til fyrir- heitna landsins, þeirra, sem áunnu okkur að nýju sjálfsfor- ræði, slitu af okkur verzlunar- liclsi Dana og reistu land og þjóð úr rústum. — Eg hygg, að Fjölnismönnum, Jóni Sigurðs- syni, Skúla Magnússyni, forvíg- ismönnum samvinnufélaganna, ættjarðarskáldunum okkar, for- göngumönnum í sjávarútvegs- málum og ræktunarmálum hafi öllum verið fenginn þcss háttar töfrastafur í liönd, mcð því að jeir rufu hvcrja hindrun og slógu livarvctna fram af bergi tregðunnar, vanans og deyfðar- innar tærar uppsprcttur lífs- magns og vaxtar. '--s Og hverjir voru svo töfrar þessa stafs, scm forfcðrum okkar og forvígismöjinum var í hendur fenginn? — Það voru töfrar þjóðarsársaukans. töfrar harms- ins yfir glötuðu frelsi og glataðri reisn, töfrar hugsjóna og fram- tíðarhyllinga, töfrar hugrekkis, töfrar fórnfýsinnar við mcjm og málefni, — töfrar þess hugarfars manna, karla og kvenna, sem fórnuðu lífi sínu og hjartablóði í þrotlausu striti við skort’ og áþján, til þcss að börn framtíðar- innar mættu öðlast fyrirheitna landið. Þetta samkvæmi hér í kvöld er haldið, til að minnast þess at- burðar, er gerðist fyrir fjörutíu árum, að blaðið Tíminn var stofnaður og Framsóknarflokk- urinn hóf þjóðmálabaráttu sína. — Yfir þcssu samkvæmi, jafnt og öðrum samkvæmum okkar Is- lendinga nú á dögum, verður, svo sem vert er, bæði gleði og glæsi- bragur. — Eg þakka þá sæmd, sem mér og konunni minni er vottuð með því, að bjóða okkur hingað. — En látum okkur nú í kvöld, þótt ckki sé ncma í bak- þanka veizluglaumsins, og að þessum fagnaði Ioknuin, minnast þess, að atburðurinn fyrir 40 ár- um var eitt af ævintýrum þjóðvið rcisnarinnar og ckki hið ómcrk- asta. — Lótum okkur minnast þeirra manna, scm þar voru að verki og flestir cru nú gengnir úr leik fyrir elli sakir cða cru liorfnir af þessum heimi. — Og umfram allt látum okkur minnast þess, að yfir atburðinum hvíldu töfrar stafsins góða; — töfrarnir, sem eg ncfndi hér á undan: að forvígismennirnir slógu fram af þungu bcrgi lamandi fortíðar tæra lind, lífsmagnaða hugsjón- um, sem streymdi -fram og varð að miklu fljóti og. sem heldur áfram að strcyma inn í ókomna framtíð. Lindin, sem brýzt fram af bergi landsins, fellur samkvæmt lögmáli sínu um víðar lendur tímans, cýkur sífellt lindasvæði sitt, tckur í sig margar þvcrár og verður að miklu fljóti. — í bráð- um Ieysingum verður fljótið korgað og fer hamförum. — En í miðjum straumál fljótsins fcllur enn og óvallt hin tæra upp- sprettulind, — hið fyrsta uppliaf hins mikla straumþunga. Fyrir 40 árum spratt fram úr hugardjúpum ungra manna Iivarvetna um land upphafslind Framsóknarflokksins, helguð og skírð hugsjónatöfrum samvinnu- félaganna og ungmennafélag- anna. Þcssi lind cr fyrir löjigu orðin að miklu fljóti, hcfur fallið um víðar lcndur og tekið í sig margar þvcrár. — Hún hefur fallið gegnum tíma bráðra levs- inga þjóðlífsins og mikilla upp- Iausna eldri þjóðhyggju og þjóð- hátta. — Þessari lind hcfur verið og verður ávallt sú hætta lniin, að korgast um of og hverfa í of urflóði aðfallandi straumvatna. — í kvöld fagnið þið Framsókú- armcnn yfir unnum árangri, yfir breidd og straumþunga þessarar elfu og þið cigið samúð mína fullkonma. — Eg sjálfur hef nú svo lengi staðið hlutlaus álengd- ar, að mér bæri ekki að dæma um það, sem miður kann að hafa farið, heidur viðurkenna og fagna yfir því, sem lengst hefur verið komizt í upphaflega átt stefnunnar. — Eg geri ekki ráð fyrir því að eg, héðan af, cldist í þessum efnum frá æsku minni. — Eg stend enn svo föstum fót- um á upphafsstöðvum samvinnu- stefnunnar og ungmennafélag- anna í landinu, að mér verður ein áliyggja jafnan hugstæð. — Fyrir því langar mig nú til — um leið og cg fagna með ykkur í kvöld, að cnda þessi fáu orð mín nveð varnaðarorðum og brýningum til ykkar. Gætið þess, Framsókivarmcnn, að mcginstraumþungi þeirrar elfu, scm ber franv stefnu ykkar og starf, verði ávallt helgaður a£ upphaflcgum hugsjónunv þessar- ar viðleitni; að upphafslindin lvaldist hrein og tær í miðjum straunvál. — Því að eins og sá nvaður, sem stjórnast af síngirni cinni saman, verður fcyskinn kvistur á meiðinum og óhlut- gengur þjóðfélagsþegn, eins vcrður og sérhver stjórnnvála- fylking, senv ckki er borin uppi og efld af hugsjónum, feigðinni mörkuð. Takist ykkur lvins vegar, að helga meginstefnu ykkar upplvaf- lcgunv hugsjónunv flokksins, — varðvcita upphafslindina hreina og tæra í miðjum straunvál, nvun elfa ykkar falla franv unv sífellt víðari lendur. — Hún mun falla með vaxandi straunvþunga langt inn í ókonvnar tíðir. Eg óska Tímanunv allra hcilla og ykkur Framsóknarnvönnunv, gömlunv og ungunv, árna eg gengis og góðra verka. Jónas Þorbergsson. EiSí? spurði maðurinn (Framhald af 6. síðu.) eg núna í 27 herbevgja einbýlis- húsi með kjallara og tveimur bílskúrum og 18 metra háum út- sýnisturni. Stundum fæ eg ægilega mar- tröð. Mig dreymir að eg sé enn að byggja. Eg byggi hverja hæð- ina upp af annarri. Esjan er orð- in að pínulítilli hundaþúfu langt fyrir neðan mig. Eg get ekki hætt. Næsta hæð kostar ekki neitt. RÆÐ A flutt í afmælishófi að Hótel Borg á 40 ára afmæli Tímaiis, 18. marz 1957

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.