Dagur - 22.12.1965, Page 3

Dagur - 22.12.1965, Page 3
JÓLABLAÐ DAGS 3 ÓLAFUR ÓLAFSSON KRISTNIBOÐI: Mainz til Höfuðatriði í ævisögu Jóhannes- ar Gensfleisch zum Gutenberg, eru auðtalin: Hann var fæddur 1394 í Mainz á 4>-ýzkalandi, fann upp prentlistina 1446, gaf út fyrstu Biblíuna á prenti 1455 og dó 1468, þá 74 ára gamall. Furðu lítið meira er vitað með vissu um manninn, sem vegna upp- fyndingar sinnar og frábærs al'- reksverks, varð einn af mestu menningarfrömuðum mannkyns- ins. Nefna má það, sem víst er talið, að hann lifði ákaflega hamíngju- snauðu lífi. Hann átti í skuldabasli miklu, varð tvívegis gjaldþrota, lenti í málaferlum, varð tilneydd- ur að lokum að láta af hendi prent- smiðju sína við forheVtan lánardrott inn. Hann var fertugur, þegar hon- um var stefnt fyrir að hafa rofið hjúskaparheitið. Hann . kvæntist aldrei. i > i >. Til eru heimildir er benda til > ' Jress, að hann .yarð 'sndmma hag- leiksmaður ágætur. Hann lyar gull- smíðameistari, fágaði dýra steina og smíðaði málmspegla fyrir tildur- drósir. Að sinni miklu uppfyndingu vann liann í hjáverkum og með leynd í tíu ár. 'Síðustu æviárin mnn hann hafa verið blindur. Aðrir tileinkuðu sér heiðurinn af að hafa l'nndið upp prentlistina og högnuðust á stór- kostlegri sigurför hennar um lönd og álfur heims. bœw , ;an Myndastytta Gutenbergs í Mainz, gjörð af Thorvaldsen Jóhannes Gutenberg vann tvö- faldan stórsigur. Meginatriði uppfyndingar hans var lausaletur og prentjrrýstivél, eða pressa. Á því hvorutveggja bygg ist öll prentun enn, eftir fimrn alda Jrróun. Notagildi uppfyndingar sinnar sannaði hann einnig sjálfur, með útgáfu fyrstu bóka prentaðra með lausaletri — og þá fyrst og fremst með útgáfu Bókarinnar, senr enn þykir bera af flestum bókum öðr- um. Biblían hefur að eintaka fjölda náð meiri útbreiðslu en nokkur bók (önnur. Síðan gengið var frá fyrstu ritaðri ittgáfu hennar, eins og við nú hcöfum hana, á fjórðu öld eftir Krist, hefur ritum hennar ver- ið snúið á 1233 tungumál, sem áætlað er að 96 hundraðshlutar mannkynsins geti skilið — ef ekki vantar lestrarkunnáttu. Slíkt und- ur hefði ekki gerzt án prentlistar- innar. Tvo fyrri Jrriðjunga Jreirra 16 alda, sem saga Biblíunnar nær yfir, eða nálega tíu aldir, átti útgáfa hennar cinkum skjólshús í kristn- um klaustrum, — framan af aðal- lega í Egyptalandi og Sýrlandi. Öld eftir öld unnu þúsundir munka að afritun bóka í Jrágu kirkjunnar og stofnana hennar. Og hvergi hafa handrit varðveitzt bet- ur frá sagga loftsins og ránshendi mannsins en innan klausturmtira.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.