Dagur - 22.12.1965, Side 8

Dagur - 22.12.1965, Side 8
8 JÓLABLAÐ DAGS SIGURÐUR EGILSSON: Nokkrar æskuminningar op fer^asaöa frá 1901 FYRSTU endurminningar mínar, er en tolldu glöggt í minni, munu vera frá'3. og 4. aldursári. Þá var á heimili mínu gamall maður, Jósef aS nafni, sem ég tel mig ,muna allglöggt hvernig útlits var og einnig man ég vel kæk er hann var haldinn, en það var smá hóstakjöltur á undan hverri setningu er hann hóf máls á. Honum mun hafa verið ætlað að líta eftir mér úti við, en ellihrumleiki bann- aði honum að hafa hemil á sti'ák, sem var allfrár á fæti, eftir aldri og auk þess talinn óþægur. Minnist ég þess einn daginn að voi'lagi, að stór pollur hafði myndazt fram undan útgöngudyrum hússins, svo að krók varð að fara til þess að komast fram hjá honum. Var ég að spígspoi-a við pollinn og mynda mig til að vaða hann, en vissi vel að slíkt var foi'boð, hversu sem mig þó langaði til þess. í þessu kemur Jósef í dyrnar og segir um leið í fullu trausti þess, að sér verði ekki hlýtt: „Vaddu i pollinn", en það lét strákur ekki segja sér nema einu sinni og gerði enda meira, því pollinn óð hann í sprettinum og bleytti bæði lappir og rass og taldi sig gert hafa í fullri heimild. Fengu svo báðir sneypu af. Eftir þetta baðst Jósef undan eftirliti með stráknum, sem hann taldi sig engan mann til að eltast við, en sagðist fremur reyna að dvelja fyrir systur hans, ef með þyrfti, sem var tveim árum yngri og lítt gangfær, en til þess kom lítið, því gamli maðurinn fékk lungnabólgu ekki alllöngu síðar, er varð honum að aldurtila. Kemur nú næsta glögga myndin, sem ég man, á þá leið, að morguninn sem Jósef dó, fói-u þeir afi minn og paþbi inn í herbergið hans til að hagrá^Sa. iíkinu og bera út í geymsluhús á hlað- inu. Vildi ég nú óvægur fara méð þéim inn í herbei-gið, en var stjakað frá, enda þótt ég sækti allfast á, en erindið var að sjá sálina úr Jósef, sem mér hafði skilizt að væri orðin laus frá honum og þá að sjálfsögðu sýnileg og erindi feðga mundi þá vera að fást eitthvað við hana, þar sem meira mundi um hana vert en sjálfan Jósef eins og komið var. Nú var líkið borið út og lagt á fjalir úti í geymsluhúsinu. Næstu daga var ég svo á hnotskóg eftir sálinni, sem ég taldi víst að hlyti að vera á sveimi kringum Jósef, en með því að hátt var upp í gluggann á herberginu þar sem líkið stóð uppi (fjölin mun raunveru- lega hafa verið reist upp, svo að líkið ’stóð, eftir því sem mig minnir), sá ég glöggt hvaða hugmynd ég gerði mér um útlit eða eiginleika sálarinnar, en, lítil þóttist ég vita að hún vpei'i, fleyg á einhvorn máta og út um éndáþai\m- inn áleit ég hana hafa fai'ið; þegar mað- urinn dó. Það sem ég man mest fi'ásagnarvert og hægt er að tímasetja eru jai'ðskjálft- arnir 1896, sem voru allsnai'pir þó mild- ir mættu teljast heima, samanborið við það sem á gekk sunnanlands. Á mínu heimili var stórt og traust timbui’hús, sem þola mundi mjög mik- ið, en þegar stæi'stu kippirnir riðu á, hnykkti í húsinu og nötraði talsvei't, svo að mér leiddist það og var meira úti en inni yfir daginn, en man þó bezt eftir því, að ég hélt mig mikið í torf- bænum, sem var rétt hjá timburhúsinu og húsmennskufólk bjó í, því að mér fannst heyrast minna þar á og jafnvel hristast minna, en skynsemin nægði ekki til þess að vita að torfbær er vara- samari en gott timburhús þegar urn þverbak keyrir með jarðskjálfta., í þessu sambandi minni'st ég þess, að í einu baðstofurúminu var köttur á srpá- kettlingum, sem ég var að leika mér að, en gömul kona, Jakobína að nafni, sem fór til Ameríku litlu síðar, sat á rúmi gegnt mér og mun hún hafa átt köttinn. Baðstofan var þiljuð innan, en á einurn stað bak við rúmið sem kisa vai' í, hafði fjöl gefið sig frá, svo að stór í'ifa var á þilinu. En hvernig sem á þvi stóð, varð mér sú skyssa á, að missa einn kcttlinginn inn í rifuna á milli þils og veggjar og man ég enn í dag harma- tölur gömlu konunnar og ávítui', því hún áleit mig hafa gei't þetta af hrekkj- urn, enda gekk illa að ná kisa út, sem hefir víst, skrþð.ið eitthyað frá rifunni. Kaus pg því heldur að þola háváðann og hrístinginri í heimahúsibu, on .áð! eiga riléira' undir’ toi'fbæjai’vistinni. Ekki man/ég til meinnar hræðslu' við. j.ai'ðskjálfitana hjá rpér, né,, að, nokkur , ^ei'ðist,',en, pkký fi'ptjti^t; um þpíöpin og tjónið sunnanlands, fyrr en allíöngu síðar. Eins og ' altítt var um sveitadrengi, fékk ég snemma áhuga á að komast á fjárrétt og helzt í göngur og mun hafa sótt mjög fast að komast á Hraunsrétt, sem var fjárflesta réttin í S.-Þingeyjar- sýslu og sú sem flestir reyndu að kom- ast á og var mér loks lofað því að haust- ið sem ég yrði 9 ára (1901) skyldi það ske og má geta nærri hvort gefið var

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.