Dagur - 22.12.1965, Blaðsíða 9

Dagur - 22.12.1965, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ DAGS 9 eftir á því loforði. Faðir minn og Jó- hannes bróðir hans fóru ætíð á 1. Hraunsrétt og var lagt af stað í svarta myrkri, þegar dimmt var í lofti'eða úr kl. 5 að morgni (fljót klukka) og komu þeir oftast með þeim fyrstu á réttina þrátt fyrir viðkomu í Yztahvammi, þar sem boðið var til morgunkaffidrykkju mörg ár í röð og var þá fastur áætlunar- liður. Oft voru hestar hafðir úti á túninu nóttina áður en farið var, en ekki hýst- ir og varð þá stundum leit að þeim og farið hestavillt, einkum þegar brúnir eða jarpir hestar áttu í hlut og margar byltur fallnar í kargaþýfðu túninu, eins og þeirrar tíðar tún voru yfirleitt, en um þetta var ekki fengizt og gleymdist jafnóðum í ferðaáhuganum. Ekki minnist ég frásagnarverðra atvika úr þessari fyrstu réttarferð, þótt ævintýraleg væri að sjálfsögðu þá, en rennur saman við aðrar sem farnar voru árlega næstu 26—27 árin. En þetta haust og vetur til jóla, skeðu ýmsir atburðir, er enn tolla mér í minni og margir ljóslega. Skal þeirra hér að nokkru getið, þó kannske geti ekki til stórfróðleiks talizt. Árlega voru gengnar þrennar göngur í heiðarnar norður og austur af Reykja- hverfi og kölluðust Brúnagöngur, en svo bar við þetta haust, að tíð var mjög góð og mun fé hafa runnið til heiða aftur, auk þess sem oftast vill verða eftir í hinum reglulegu göngum, >svo að nokkrir menn voru kvaddir til sjálf- boðavinnu og látnir fara í 4. göngur. Var þá hvorki lítill aldur né annað mannskapsleysi gild hamla á því að geta gerzt gangnamaður og notaði ég mér það og bauðst að gerast sjálfboða- liöi, enda hafði ég tryggt mér reið- skjóta og var boðinu tekið. Gangna- foringi ó okkar svæði var árum saman Jón Ágúst í Skörðum og urðu mín gangnaskil ekk; önnur en þau, að ríða í slóð gangnaforingjans og pabba míns, sem einnig var með og lengst af í grennd við Jón. En mikil var frægðin þegar heim kom, að vera búinn að fara austur fyrir Höskuldsvatn, upp að Nykurtjörn, austur að Jóhannsgili og Sæluhússmúla, suður og austur með Höfuðreiðarmúla, gegnum Jónsnípu- skarð og ofan Geldingadal, kunnir stað- ir að nafni en óséðir áður. — Einu eða tveim árum seinna mun ég svo hafa verið tekinn gildur sem gangnamaður og áreiðanlega eins snemma og frekast varð varið. Þó þetta væri mikill atburður, skeði þó annar meiri litlu síðar sama haust. Foreldrar mínir höfðu haft þann sið um nokkur ár, að fara kynnisför aust- ur í Axarfjörð, oftast að haustla|*i, að heimsækja afa minn og ömmu, sem bjuggu í Ærlækjarseli í Austur-Sandi. Þegar hér var komið, var Sigurður afi minn dáinn, en Kristín Björnsdóttir frá Laxárdal í Þistilfirði ekkja hans, bjó með tveim sonum sínum, Birni og Stefáni í Ærlækjarseli, miklu myndar- búi og var nú ferð foreldra minna ákveðin norður, eins og það var orðað, upp úr göngunum og það sem meira var, ég átti að fá að fara með, því eftir reynsluna í aukagöngunum, þótti ég tækur í væntanlega langferð, ef hent- ugur reiðskjóti fyndist, en á því voru nokkur vandkvæði, með því að slíkum höfðingja mátti ekki bjóða neina mó- truntu eða hvað sem var, en mikið úr- val hesta var ekki á heimilinu. Þó áttu hjónin ætíð tvo reiðhesta og á þessum árum hafði móðir mín átt einn fegursta og mesta gæðing og fjör- hest er þá var í Þingeyjarsýslum, Goða að nafni, en nú var hann kominn yíir tvítugt og búinn að lifa sitt fegursta og orðinn þjáll í meðförum, svo að mér var treyst til að sitja hann og honum þá að bera mig, þótt fætur væru nokk- uð farnir að lýjast. Móðir mín, sem var mikil reiðkona og hafði haft taumhald á Goða í fullu fjöri hans, enda talið að hann væri rólegri undir kvensöðli en hnakk, hafði nú fengið annan reiðhest, því þetta átti að verða síðasta för Goða gamla og varð svo, því eftir heimkom- una fótbrotnaði hann í haganum. Snemma morguns var lagt af stað, austur Reykjaheiði, í blíðu veðri, því þetta haust og fram á vetur, mun hafa verið öndvegistíð á þessum slóðum. Rið- ið var austur Bláskógaveg og komið fyrst að Undirvegg í Kelduhverfi, en ekki tafið fyrr en á Meiðavöllum er standa á vestri bakka Ásbyrgis. Var þar drukkið kaffi hjá kunningjafólki. Því næst var riðið um í Ásbyrgi að vestan og út að austan og var það enginn smá viðburður að vera búinn að sjá Ásbyrgi, mest umtalaða stað allra er ég þekkti og þann sem allir útiendingar og lang- ferðamenn töldu siálfsagðan á ferða- áæt’un sinni, en ólíkt er nú umhorfs í Ásbyrgi eða var um aldamótin, þegar mestallur skógur hafði verið beittur og höggvinn til óbóta um langa tíð, en samt fannst mér mikið til hans koma. Var nú skammur spölur til forynj- unnar Jökulsár, sem þá var óbrúuð og Vigfús Hjörleifsson á Ferjubakka, skaut mönnum yfir á prammakænu sinni með hestana syndandi í eftir- dragi. Ljót þótti mér áin, sem von var til, en hræddur var ég ekki á leiðinni yfir, hvort sem valdið hefir skilnings- leysi á óhemjunni og hættunni sem af henni gat stafað, eða viðkynni mín við Laxá hina fögru en þó nokkuð straum- þungu t. d. á Fossavaði, hafa dregið úr óhugnaði sem búast mátti við er óvanir fara yfir úfin og ljót vatnsföll. Um kvöldið náðum við svo í Ær- lækjarsel eins og ætlað var, þar sem okkur var tckið opnum örmum með miklum fögnuði. í Ærlækjarseli var all- stór og reisulegur bær og baðstofa væn með panelhvelfingu vel málaða. Fannst mér hún bæði stór og fögur og hinn úlitlegasti verustaður, enda mun ég þá strax um kvöldið hafa hvíslað því áð foreldrum mínum að ég ætlaði að verða eftir, því áður en ég færi að heiman, hafði mér verið gerður kostur á að verða eftir, ef mér litist vel á aðstæður og dvelja þá allt til jóla. Ég hefi alla mína ævi haft hinar mestu mætur á gamla baðstofulífinu og hvergi kunnað betur við mig innan húsa en i íslenzkri sveitabaðstofu, þó fæddur og alinn sé upp í margra her- bergja timburhúsi, þar sem nokkur tvístringur var á heimilisfólki, þó að vísu væri sameiginleg dagstofa þar sem setið var að ýmiskonar vinnu og hús- lestrar fyrir allt heimilisfólkið voru lesnir. Má vera, að kynni mín og vera í Ærlækjarselsbaðstofunni þennan vetr- arpart, eigi þarna í mikinn þátt, enda var þar fjörugt og skemmtilegt heimilis- líf og gestakomur tíðar. Þarna var set- ið að margskonar vinnu, enda mjög rúmgott og bjart og mikið talað um hin fjölbreyttustu efni og eitthvað lesið lika. Ekki man ég samt eftir rímna- kveðskap. Amman sat ætíð á sínu rumi og spann á tvíspóla rokkinn sir.n, því hún var tóskaparkona mikil, en meiri frægð h'aut hún þó fyrir ostagerð sína, sem var annáluð á stóru svæði. Vilborg kona Björns frænda míns, sat við ýmis- konar hannyroir, þegar ekki þurfti að gegna frammiverkunv, en hún var raun- ar aða húsmcðirin enda þótt gamla kon- an réði því sem hún kærði sig' um. Sumir piltanna, sem voru 3 eða 4 auk

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.