Dagur - 22.12.1965, Qupperneq 11

Dagur - 22.12.1965, Qupperneq 11
JÓLABLAÐ DAGS 11 súkkulaðibollum, sem buið var að hella í þegar ég settist, hvernig sem á því hefir staðið. Súkkulaðibollinn leit mjög sakleysislega út og girnilega og inni- haldið sýndist vera mundi ylvolgt með því að ekkert rauk upp úr bollanum. Saup ég því hiklaust vænan sopa, en hann reyndist mér sá hvimleiðasti er ég hafði sopið og hefi raunar sopið síð- an, þvi undir skáninni sem myndast hafði á yfirborðinu var sjcðheitt súkku- laði og hefi ég aldrei í verra komizt. Að spýta út úr sér eða stökkva frá borðinu, fannst mér hvorttveggja ófært, þótt mér kæmi það raunar fyrst í hug. Var þá ekki eftir nema sú eina lausn, að kyngja sopanum hvað sem tautaði. Um þessa skömm mátti enginn vita fyrr né síðar og þær sáru kvalir, auk sneypunnar, reyndi ég að bera með sjálfum mér, en langur tími leið þar til fullgróið var, og lítið gagn vafð mér að góðum og girnilegum veitingum á Skinnastað að því sinni, enda kom ég engu niður. En þessi reynsla hefir dug- að mér ævilangt ó sínu sviði og nú veit ég að mjólkin í súkkulaðinu átti sökina vegna þess eðlis síns að leita á að mynda skán á yfirborði þegar hún er hituð eða soðin. Einhverntíman snemmá vetrar var frænka mín dóttir Björns skírð með all- mikilli viðhöfn nafni ömmu sinnar, og komu þá gestir af næstu bæjum, eink- um Skógum, næsta bæ fyrir vestan, en þar var mannmargt heimili, stórmynd- arlegt og náið frændfólk okkar, enda vinátta góð og samneyti mikið á milli heimilanna. Var nær daglega sótt vatn í lind hjá Skógum, því ekkert neyzlu- vatn fékkst í Ærlækjarseli, en þvotta- vatn yar sótt í tjörn hjá Hróastöðum, næsta bæ austanvið. Oft kom ég í Skóga, mór til stórrar ánægju, þar sem viðtöfcúr og viðmót allt var ákjósan- legt. Þá var langamma mín Rannveig á 'lífi á níræðisaldri að mig minnir, en fögzt í kör; þó vel málhress og talaði heilmikið við mig. Þótti mér nokkuð unu vei't að hafa séð langömmu mína, sem þá var sjaldgæfara að mönnum auðnaðist, en á seinni árum síðan meðal mannsævin lengdist og ömmurnar fóru að verða yngri eða réttara sagt ungu ömmunum og langömmunum fór að fjölga. Einn viðburðurinn var sá, að Björn frændi þurfti út í Grjótnes á Sléttu og auðvitað varð ég að fara með, en svo óheppilega vildi til, að hann þurfti að koma við á tveim eða þrem stöðum og sitja alllangan fund á Snartarstöðum, svo að við lentum í myrkri talsverðan hluta leiðarin.nar og ég gerðist syfjað- ur og naut verr ferðarinnar en ella gat orðið. Þó fór svo, að næst þegar ég ferðaðist um Sléttuna meira en 50 ár- um seinna, var ég þar ekki með öllu ókunnugur. Man ég enn eftir sumu er fyrir bar í ferðinni og þar á meðal nokkuð glöggt eftir mönnum er á fund- inum áðurnefnda voru, svo sem Jóni á Brekku, Ingimundi á Snartarstöðum, Þorsteini á Daðastöðum, Pétri á Odds- stöðum, Jóni á Ásmundarstöðum o. fl., en einhverjir þessara manna munu og hafa komið í Ærlækjarsel á meðan ég var þar. Þegar heim kom úr Sléttuferðinni, sfcyldi setzt að náminu, en áhugi minn var meiri á því verfclega og samneyti við lifandi fólk, en á bókverkinu, svo að notaðar voru tylliástæður til undan- komu. Biblíusögurnar þóttu mér miður trúlegar sumar, en að vísu ekki leiðin- legar allar, eins og t. d. um Davíð og Golíat, en mér var illa við allt óraun- verulegt, eins og mér skildist að segja mætti um biblíusögurnar hvaðan sem ég kann að hafa fengið þá hugmynd. Um dönskunámið er svo sú saga, að ég átti að læra 40 tima í dönsku eftir Þóru Friðriksson og byrjaði þá með því er bókina sjálfa snerti, að ég harðneitaði því að kona gæti verið sonur einhvers, svo að þar sem augljós lygi stæði fram- an á bókinni mundi innihaldið reynast varhugavert, eins og líka fljótlega kom á daginn. í fyrsta tímanum kom fyrir orðið paa, sem var þýtt með íslenzka orðinu á, en í fyrsta kaflanum stóð svo setningin: „paa een Gang“, sem Vilborg sagði mér að ætti að þýða „í einu“, og var mér þar með nóg boðið, ef telja ætti mér trú um að sama orðið. þýddi bæði á og í og væri það rétt, vildi ég ekki leggja erfiði í að læra slíkt tungu- mál og lauk þá dönskunáminu að því sinni. i Á meðal margra gestá er þ'árria körhu var t. d. Villi Hansarson, sá er átti hestinn Svip er frægur var og sá Villi er varð þess megnugur, einn af fáum, að gera vart við sig eftir vistaskiptin miklu. Hesturinn þótti gæðingur mikill en eigandinn sérkennilegur. Hann var barngóður mjög og lagði sérstaka vin- áttu á Guðmund son Björns og þegar hann kom á mitt æskuheimili færði hann okkur systkinum fagrar olíu- myndir af Maríu mey og trú von og kærleika. Dvaldi hann oft nokkra daga á sama bæ og taldi sér heimili í Ær- lækjarseli nokkuð lengi þó hann væri þar ekki stöðugt. Maður var nefndur Eiríkur Þorbergs- son, sem átti heima á Húsavík fyrir og um 'aldamótin, en fór til Ameríku. Ilann var trésmiður að iðn, en grúskari að eðlisfari, enda fjölhæfur maður og fékkst við fleira en handiðn sína, svo sem Ijósmyndatöku, enda frumkvöðull á því sviði hér um slóðir. Fyrstu tré- smíðavélar innleiddi hann hér og virkj- aði læk til þess að hreyfa þær o. fL Hann kom með fyrstu kvikmyndavél- ina til Húsavíkur, sem þó ílentist þar ekki. Hins vegar sýndi hann kunningj- um sínum einhverjar myndir og þar á meðai eina er sýndi aftöku Maríu Antoinettu hinnar frönsku og varð ég sVo frægur að sjá þá mynd hjá honum. Myndirnar titruðu svo mjög að ónota- legt var á að horfa og sótti mig loks svefn um stund, en ég hrökk upp við það, að höfuð Maríu hentist frá fall- öxinni í áttina til áhorfenda. Nokkru fyrir jólin 1901 kom nefndur Eiríkur í Ærlækjarsel til gistingar við annan mann og .hafði meðferðis áhald, sem hann nefndi „fonograff" og sem síðar hlaut íslenzka nafnið hljóðriti. Var það áhald nýuppfundið og á leið til heimsfrægðar. Aðalhlutar áhaldsins voru sívalningur úr mjúku efni, sem hringsnerist í legum fyrir fjaðrakrafti, en nál í sambandi við svokallaðan hljóð nema setti rispur á valsinn um leið og hann snerist og festi það sem sagt var eða sungið í hljóðnemann á valsinn. Af valsinum var svo hægt að láta hljóðið verða heyranlegt aftur, með snúningi á valsinum, en allstór trekt tengd við valsinn til að auka hljóðið og dreifa því. Var 1 þetta 1 sannkallað undratæki á þéirH tíð: að; minnsta; kosti, enda höf- úndurirtri, Édison, orðinn heimsfrægur. Aðaíeihndi Ei'íks á þessar slóðir mun hafa Verið að skemmta fólki og kynna því h'ýjungarnal', því að fróðleiksfúsum og nýjungagjörnum mönnum er það sönn lífsnautn að miðla öðrum af sinni þékkingu og það án endurgjalds eða hagnaðarvona. Víst er það, að lengra varð ekki komizt í því að skemmta fólki en gert var þetta vetrarkvöld í Ærlækjarseli með tóli Eiríks og leikara skap Gríms Sigurjónssonar, félaga Ei- ríks, sem var hinn mesti fjörkálfur og spilagosi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.