Dagur - 22.12.1965, Qupperneq 12

Dagur - 22.12.1965, Qupperneq 12
12 JÓLABLÁÐ DAGS Ekki man ég nú hvað á valsinum var hjá Eiriki, en upphafið man ég, sem hljóðaði svona: „Eins og þið vitið, þá er ég sú mesta hermikráka, sem heim- urinn á og nú ætla ég að syngja fyrir ykkur lag eftir Bjai’na gamla sölu- stjóra..“ Síðan söng Bjarni lagið „Þú stjarnan mín við skýjaskaut", en mun hafa byrj- að fullhátt og sprakk á hæsta tóninum, sem að vísu jók heldur á hrifningu til- heyrenda, en dró ekki úr. Þar á eftir spiluðu allir hálftólf fram á nótt, þar sem Grímur naut sín ágæt- lega, því að hann keypti oftast þar til hann sprakk (dins og það heitir í spil- inu), en var áður búinn að sýna mörg andlit og margs konar látbrögð. Leið nú brátt að jólum og enda þótt ég yndi hag mínum hið bezta í Ærlækj- arseli, hlaut sú ákvörðun að standa, að ég kæmi heim fyrir jól, enda kom vinnumaður, Aðalgeir Flóventsson, að sækja mig skömmu fyrir þau. Ifafði hann með sér skíðasleða, bæði undir dót, sem raunar var lítið, en þó einkum til þess að geta ekið stráknum, þegar hann uppgæfist, því 9 ára gemsanum yar miður vel treyst til svo langrar og kannske nokkuð erfiðrar göngu, því að færi var ekki í allra bezta lagi og gat auk þess versnað fyrirvaralaust á þess- um árstima. Færið var nú samt sækj- andi, því vetur hafði verið snjóléttur það sem af var. Yfir þrjár ár var að fara í Sandinum og eina háa og bratta heiði, Tunguheiði, nema farið væri þá kring Tjörnes, sem í lengstu lög var forðazt, sakir vegalengdar og gat einn- ig verið snjór á þeirri leið, en tæplega eins mikill og minni hætta á dimmviðri eða veðurofsa. Sjálf Jökulsá, sem var austast var ísi lögð, en Bakkahlaupið prijiið meira vatnsfall og ffsrjað, en Stqr- áin að mig minnir jafnVel enn vatns- fneiri, enda,ferjuð frá Nýjabæ af Guð- mundi eldra, er þar bjó þá. Nú er Stór- áin komin öll í Bakkahlaupið og því ekki til lengur. , < i < Á Grund, litlu býli þarna skammt frá, (nú í eyði), bjó Friðrik, kallaður Breiði Filli, sem bauð okkur inn til kaffidrykkju og gekk með okkur spotta korn, og minnir mig að ég settist þá stundarkorn á sleða . Á Fjöllum, því alkunna gestrisnis- heimili, var stanzað og veitingar þegn- ar, enda munu fá dæmi þess hafa þekkzt um langt árabil, að nokkur legði á Tunguheiði án viðkomu og tafar á Fjöllum, og mörgum mun hafa verið fylgt þaðan áleiðis upp á heiðina, og jafnvel yfir Spóagil og upp á Gerði- brekkubrúnina, sem ey há og brött og oft torsótt nokkuð, en eftir að hún er sigruð, hallar brátt undan fæti norður af. Talsverður þæfingur var á Tungu- heiði, en heita mátti að ég gengi alla leiðina, og mun hafa fengið hrós fyrir, enda gerði ég betur en ætlazt hafði ver- ið til. Næturgistingu tókum við svo í Syðri- Tungu norðan helðar, sem svipað mátti segja um og Fjöll hvað gestrisni og við- komur ferðamanna snerti, og á þeim árum var mikið um ferðalög á þessum slóðum, meðal annars í verzlunarerind- um Keldhverfinga og Söndunga, áður en kaupfélagið hóf starfsemi á Kópa- skeri. Reykjaheiði var einnig mikið far- in allt frá fornU fari, en að vetrinum mjnna, sakir þess hve langt er milli bæja, enda oft vandratað. í Tungu var fremur lítií baðstofa, miðað við það, sem þurft hefði, en í henni svaf allt heimafólk og gestir einn ig, enda mun oft hafa verið þröngt og stundum þrímennt í rúmum og að þessu sinni var ég við þriðja mann og svaf iekki sem bezt, enda óvanur slíku umhverfi, því að í Ærlækjarseli var vel rúmt um alla og gott loft. Heim var svo komið snemma dags við góða heilsu og ástúðlegar móttökur skyldra og vandalausra, en næstu tím- ar þarna á eftir eru mér að mestu horfn ir í þoku gleymskunnar. <S? -^<S? 4* - Frá Mainz til Hóla . i / ;■ f : i: j ., ■ ■ i : 1 Fránih. af blk. 71 1 ' 1 'firerftHiiM á Hólum? Það ætti ís- leridíngum að verd viði'á'ðanlegf, — 'sé 'ékki haft til-fýrírmyndar Gúten- bergssafiíið dg;:styttári miklá í Ma- inz. Fyrirmynd prentsmiðjunnar væri hægt að sækja til Mainz, ef ekki til þjóðminjasafna hér eða á Norður- löndum. Til er lýsing á prenthúsinu frá 1703, er það var endurreist á sama stað og fyrra húsið hafði verið, — spölkorn vestur af dómkirkjunni. „Það var í 6 stafgólfum með 14 stoðum, 7 bjálkurri og sþerrum, 5 glergluggum og kakalofni." Hvað mundi vera því til fyrii- stöðu — nema ef til vill skortur á þjóðarmetnaði og framtaki — að endurreisa Hólaprentsmiðju á sama stað og hún áður var, og þá með tilheyrandi bókasafni? Öll þjóðin á Hólum skuld að gjalda, ekki sízt vegna Guðbrands Þorlákssonar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.