Dagur - 22.12.1965, Blaðsíða 14
14
JÓLABLAÐ DAGS
rekan glamraði við eitthvað með
hljóði, sem snart hann svo, að hann
fór að athuga það; reyndist þetta
vera spjótsoddur, og ennfremur sá
hann rák el'tir gjörfúið skaft. Hætti
hann þá þegar greftrinum.
Þórarinn Björnsson, skólameist-
ari á Akureyri, var þá staddur aust-
ur í Kelduhverfi, en þar er hann
barnfæddur. Héðinn hafði nýlega
frétt, að hann og Kristján Eldjárn
þjóðminjavörður hefðu mælt sér
þar mót, mjög bráðlega. Hringdi
hann því í Þórarin oybað hann að
láta þjóðminjavörð vita hvers hann
hefði orðið var, þegar furtdum
þeirra bæri sarnan, sem hann og
gjörði.
Litlu síðar kom Kristján Eldjárn
á staðinn, ásamt Þórarni skólameist
ara; þágu þeir veÍLÍngar hjá Þór-
arni bónda í Vogum (nýbýli úr
Grásíðu), en rufu síðan hina nokk-
uð umtöluðu „Grásíðu-dys“. Þegar
þjóðmin javörður kom aftur frá
því, sýndi hann þeiní á bænum höf-
uðkúpuna með því fágæta ein-
kenni, að þar vantaði hægri inn-
framtönn í efri góminn, — sem
aldrei liafði vaxið. Kom þá í ljós,
að þrír þarna nærstaddir Keldhverf-
ingar báru þetta sama auðkenni, og
svo hafa þeir fleiri verið, allt fram
á okkar daga. Ekki er vitað að þetta
einkenni þekkist víðar á landinu.
Litlu síðar frétti Héðinn að búið
væri að grafa í Grásíðu-dysina,; ög
spurði hvað fundizt hefði. Var Hon-
um sagt að fundizt hefðii beinagirind
Og vopn. Spurði hann þegar hvort
beinagrindin hefði veríð heil. Var
honum sagt að vantað hefði aðra
höndina. „Og hvora?“ spurði hann
þegar, spenntur. Var honum sagt
að það hefði verið sú hægri. Innti
hann fast eftir því, en sá sem hann
átti orðastað við fullyrti að það væri
hægri höndin sem vantaði. Missti
þá Héðinn allan áhuga fyrir hand-
ar-hvarfinu, og s\o gleymdist það í
dagsins önn.
Svo bar það við árið 1950, að
Héðinn var einu sinni að leggja
fyrir rafmagni niðri á Víkingávatni;
þar lá fyrir honum á borði, dót sem
hann þurfti að rýma frá sér, m. a.
bók. Þegar liann færði bókina,
hrökk hún opin, — og sá hann á
opnunni nafnið sitt. Þar sem hann
vissi ekki að það stæði víða í bók-
um, fé>r hann að athuga fyrst hver
bókin væri. Var þetta þá bók dr.
Kristjáns Eldjárns, „Gengið á
reka“; hafði Héðinn hitt á kaflann
um Grásíðu-manninn. Las hann þá
kaflann — og þá fyrst fékk hann að
vita að það var vinstri höndina, senr
vantaði á Grásíðu-manninn.
Þess má geta að grundin sem
vantaði, í draumi Héðins, hefur
þykknað að mun í tíð hans, af fram-
burði lækjanna og áfoki. Á seinni
árum hefur lækurinn þó grafið sig
niður í grundina, en vinnst nt'i
hægar en fyrr — því nú er hann
víða kominn ofan á hraun, sem lík-
ist því sem Héðinn sá í draumnum.
Héðinn telur sig geta bent á stað-
inn — næstum sporin, sem hann
stóð í, þegar hann barðist fyrir lífi
sínu, við ofsóknara sinn í draumn-
um. Fremur þótti Héðni þeir lágir
vexti, þessir vígamenn sem hann
sá í draumnum, og fer það mjög í
sömu átt og álit beinafræðinga nú-
tímans, sem telja sögualdarmenn
hafa verið smávaxna.
Að lokum vil ég aðeins bæta því
við, að ætti ég nú að svipast um
meðal samtíðarmanna minna eftir
lvliðstæðu þeirra vígamanna sem
fornsögúr okkar greina'frá, ótrauðra
og reifa á hverju sem gengur, þá
staðnæmdist ég einna fyrst við Héð-
in á Fjöllum.
(Skráð eftir frásögn Héðins á
Fjöllum af Guðmundi Þorsteins-
syni frá Lundi eftir uppkasti, sem
lvann staðfesti sjálfur 6. jan. 1965).
Sandvík 4. nóv. 1965.
MeS hesta
ÞETTA var í aprílmánuði 1918,
ísa- og frostaveturinn rnikla, þegar
gengið var svo vikum skipti rnilli
Hríseyjar og lands.
Eg var þá bóndi á Brekkukoti í
Svarfaðardal, kem frá miðdegis-
verði út á hlað og sé mann koma á
hraðri ferð sunnan að bænum. Er
það Vilhjálmur Einarsson bóndi á
Bakka 02; er nokkur asi á honum.
Hann segist koma í þeim erindum
að fala hjá mér hey handa vini sín-
um Þorsteini Jörundssyni í Hrísey,
hafi hann skrifað sér og beðið sig
um hey og að skjóta því yfir til sín
meðan hægt sé að korna við sleðum
á milli lands og eyjar. Komi hann
nú frá Júlíusi Daníelssyni í Syðra-
Garðshorni, sem lofað hafi að láta
liey af líendi og hafi þeir komið
sér saman um að fara með heyið