Dagur - 22.12.1965, Qupperneq 16

Dagur - 22.12.1965, Qupperneq 16
16 JÓLABLAÐ DAGS SÍRA ÁGÚST SIGURÐSSON: AUÐKÚLA í SVÍNADAL l. SÍRA BJÖRN STEFÁNSSON, prestur og prófastur á Auðkúlu, lét af embætti sjötugur 1951. Fór þá burt af hinu ælafoma höfð- ingja- og prcstasetri liinn síðasti ' sóknarherra og jafnframt síðasti á- búandi á Auðkúlujörð óskiptri, því að árið eftir, 1952, var Auðkúlu- prestakall lagt niður að lcigum og sóknirnar báðar, Auðkúlu- og Svínavatns-, sameinaðar gömlu Bergsstaða- og Iflöndudalshóla- prestaköllum, en prestsetursjörð- inni skipt upp í nýbýli. Alltaf má deila um réttmæti slíkra ráðstafana sem að færa prest- ból af fornum stöðum eða leggja alveg niður. Og víst'var'svó hér, að ekki voru allir á einu máli. í þessari grein verða raktif nokkr ir þættir úr mérkri sogti höfuðbóls- ins Auðkúlu í Svínadal. Xfcin þar koma fram hv.efs verð ríkisniöhn- um fyrri alda þótti þessi jörð vera, og þá einnig livert álit prestar höfðu á staðnum, en þeir tregir upp að standa, sem náðu. Þannig hafa þrem sinnum feðgar og frænd- ur ha.ldið Auðkúlu lengi í senn hver af öðrum. Og ekki mun hafa þurft að leita eftir prestum í emb- ættið á Kúlu, færri komust að en vildu. Jafnvél talið á stundum, að ekki væri allt með felldu um dauða Kúlupresta, þeim væri bein- línis magnaðar sendingar svo aðrir kæmist að. Slíkurn tiltækjum fylgdu vitanlega reimleikar. Auðkúla varð „löggilt prestset- ur“ 1520 og hélzt svo til 1952. Frá því tímabili í sögu staðarins scgir liér í gr. 6—9. Fyrst skal greint frá katólska tímanum, þegar Auðkúlu- staðir í Svínadal vorú óðal, en að sönnu prestsetur jafnframt, þótt prestur væri þá eigi ábúandi jarð- arinnar oftast heldur fengi sitt við- urhald af jarðeiganda. Á jörð, þar sem reist hefur verið guðshús, hvíl- ír sú kvöð, að kirkjunni sé haldið við upp frá því meðan trúin má blíva.1 F.n ábyrgðarmaðuf jarðar- innar verðúr að sjá kirkjunni fyrir pfesti. ■ O 2; ‘ Af fyrstú sögii Auðkúlu og Svínavatns er það að segj'a, að Ey- vindur auðkúla nam land í Svína- dal og bjó á Auðkúlustöðum, en Þorgils gjallandi reisti bæ að Svína- vatni. Kom hann út með Auðuni skökli, landnámsmanni á Auðun- arstöðum í Víðidal. Kunnar er en frá þurfi að segja, hve margir bæir taka naln sitt af landnemum og ábúendum. \bð fyrstu sýn virðist Auðkúla ekki vera mannsnafn né viðurnefni. Þannig er og'um annan bæ í þessari sveit, inni á Bug, þar sem heitir á Þröm, eða Þreini, en það er konunafn. Hér ei? ekki rúm til að rekja ná- ið heimildakönnun, en Auðkúlu- staðir koina nokkuð við sögu snemma, sbr. Sturlungu. Bjarni hét maður er bjó á Kúlu, og kallaður Auðkýlingur. Kolbeinn son halns er kunnur í skjcjlum, þar sem hann (var einn þeirra Norðlendinga, sem sóru Noregskonungi skatt 1262, en þrír bændur gildir og héraðsríkir voru látnir undirgangast tir hverju þingi. Kolbeinn Bjarnason Auð- kýlingur var einn þriggja Húnvetn- inga. Var hann riddari og má telja þægð hans að þakka að hann fékk jarlsnafn 1301, og bar hann síðast- ur manna þá tign á íslandi. Nafn- bótin var afnumin 1308. Svo vill til, að unnt er að sjá nokkurn veginn hvert ástand Auð- kúlukirkju er skömmu eftir daga Bjarna og Kolbeins jarls. Skoðunar gerð Auðunar rauðs Hólabisups lrá 1318 er varðveitt. F.n þótt höfð- ingjar þessa tíma stæði í ýmsum vafasömum máluin og vígum er víst, að vel héldu þeir kirkju sína, eða svo er a. nt. k. að sjá af rnáldag-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.