Dagur - 22.12.1965, Qupperneq 19

Dagur - 22.12.1965, Qupperneq 19
JÓLABLAÐ ÖAGS 19 var í hans hlut, og Eyvindárstöð- uin við Egil Grímsson, en mat þeirra jarða var jafnt. Þannig hafa varðveitzt í heimildum ýmsar samn- ingsgerðir barna og niðja Bjarnar ríka um Aiiðkúlu og „fylgijarðir" hennar. 1511 verður upphaf svo- nefndra Auðkúlumála. Olafur Filippusson selur með samþykki Einars sonar síns Cfottskálk bisk- upi á Hólum Auðkúlu í Svínadal fyrir jarðirjrar Ytri- og Syðri-Borg í Vesturhópi. Einar ungi hafði tekið Auðkúltijarðir í arf eftir Solveigu móðurmóður sína, en hún áður fengið af bræðrum sínum. En ekki hafa þeim Óíafi og biskupi þótt kaupin örugg, því að þeir skilmálar fylgja, að biskup fengi Borgir báð- ar dómlaust aftur, ef hann „fengi ekki haldið Kúlu fyrir ofríkis sak- ir“. Kyrrt var [ró um hríð, því árið eftir selur Olafur enn biskupi erfða- jarðir sonar síns; Hrafnabjörg, Ljótshóla, Sriæringsstaði, Geit- hamra, Mosfell, Þremi tvenna svo og skóg í Blöndugiji, sem allt hafði átt Solveig Björnsdóttir, en biskup geldur í mó'ti jarðirnar Arnarstapa á Vatnsnesi, Hvol og Vatnsenda í Vesturhópi, Galtarnes í Víðidal. Friðurinn hélzt ekki lengi, því að ári síðar en Gottskálk biskup hafði keypt allar Auðkúlujarðirnar af erfingja Solveigar eru fyrrgreind kaup dæmd ógild, á. Léiðarhólms- þingi í Döhurí, af tylftardómi, sem Jón Sigmundss'orí lögmáður Út- riefndí.1 Krafðist Bjötn Guðnasrin, sýslumaður í ()gri, gárðsins á Auð- kúlli og rrieðfyígjandi eigna, en Björn var kvæntur ÞórU laundótt- ur Bjarnar ríka. Dómsforsendur lögmanns og tylftardóms voru, að Ólafur Filippusson hefði ekki leyfi til jarðasölunnar þar sem Einar son hans væri ekki erfingi að. Ávirðing- ar Ólafs við víg Ásgríms Sigmunds- sonar bróður Jóns lögmanns í Víði- dalstungu 1483 gerði hjúskap hans ólögmætan. Enn líður ár. Á engja- slættinum 1514 úrskurðar tylftar- dóníur klerka útnefndur af Gott- skálk biskupi, ’að jón Sigmundssbn hefði alla vansæmd af víginu í Víði- dalstungugarði, en Ólafur sýkn þar af. Svo og væri hjúskaparband Ólafs og Vigdísar Jónsdóttur fulhnynd- ugt eftir úrskurði Stefáns biskups (í Skálholti) og kaup þeirra herra Gottskálks og (ólafs um Auðkúlu lögfullt, og þeir í banni fullu, er því vilja ekki hlíta. Öll skjöl Jóns lögmanns væri ónýt og að engu haf- andi, „því að hann var sannreyndur að mörgum falsbréfum". Mál þessi urðu enn lengri ög flöknari, því að á góunni 1515 sver Vigdís áð því bókareið á"Auðkúlu, að Ólafur bóndi sinn hefði ekki að sínu viti verið í neinurn þeim sök- um eða sifjum eða mægðum né nokkurri útlegð, að það mætti hindra þeirra hjónskap. Alls eru til 14 bréf og vitnisburðir um vígið í Víðidalstungu sem var undirrót að yfirskini allra þessara deilna. Það var löngu eftir að Auðkúlu- mál voru úr sögunni, að Valgerður nokkur Gunnlaugsdóttir gat borið um það vitni hvenær Solveig Björrísdóttir dó. Hafði hún verið vinnukona á Kúlu í sóttinni miklu og gat lýst því, að þá andaðist þar Solveig Björnsdóttir. Fyrst dó þar á staðpum Jón Pálsson sonur Solveig- ar af því fólki sem kom vestan frá Skarði méð Solvéigu, þar á' !éftir tvær brleðrádætur heh'nar, ÓlÖf bsr Þbrbjörg, en síðkst sálaðist Sdlv'éig. Plágarí herjáði 1495,'svo'að alllaríjft leið fr.j' burtfor' Solvbigar til loká arfamálánna. • ' 11 '' Anno 1520 gerir Gottskálk bisk- up sitt testamenti. Leggur hann þar þrjá staði, sem hann á, Auðkúlu, Urðir og Víðidalstungu með sínum kotum til beneficium, Það er: ger- ir að prestsetursjörðum eftir sinn dag. Ásamt með Auðkúlu koma fram í erfðaskránni allar fylgijarð- ir hennár, sem áður voru nefndar. Er þess sérstaklega getið, að Holt og Grund standi báðar fyrir kirkju- gózinu á Kúlu, en Litli-Dalur tal- inn séreign kirkjunnar. V. L 6. Aðeins sárafárra presta getur beint á Auðkúlu allan katúlska tím- ann, enda hvorki áttu þeir né sátu jörðina. Þjónustan var unnin í kirkjunni, en sjaldan að þeir menn, sem ekki áttu eignir mætti sin svo mikils að kæmi við skjöl, nema að undirskriftum sem vitundarvottar. En slík þátttaka í opinberu lífi seg- ir fátt um marininn. Engra presta á Auðkulu verður því getið hér l'yrr en síra Eiríks Magríússonar, sem kom að kallínu 1575. Að vísu er vert að geta þess, að Jón Arason síð- ar biskup íslendiríga mun hafa haldið Auðkúlu unr hríð, er átökin voru um jarðirnar, en hann var þá Hólaráðsmaður. Ekki mun hann hafa setið þar, fremur en í Odda, sem hann fékk að erkibiskupsveit- ingu 1519, en lraft aðstoðarpresta á báðum stöðum. Eiríkur Magnússon var fyrst djákni hjá síra Birni á Mel. í sið- skiptadeilunum fer lrann að Efra- Núpi og er þar nær 30 ár áður kemur að Auðkúlu. Hann er talinn merkisprestur, enda búhöldur góð- ur, og naut nú þess, að herra Gott- skálk hafði gefið Kúlu til prestset- urs. Eíttnig el' álitið, að liáhri væri s'káldmæltur, þotl 'ckki ‘sé uíint áð 'sýná h'éÍ'.!íKbriii hans ’var'. öuðrún Þriíkél's'fíó'ftíf.' Efn íriafgfa dætra þ'birfa, 'íJelgá, ílentis't í Áuðkuíu- [Viriguiíi'/áttí'i'yff Iilugá' Grimssórí'í Stóra Dal, síðar Halldór Pálsson á Grund. Einkason Auðkúluhjóna tók við embættinu að fullu 1596, en hafði þá verið kapelán nokkurn tírna. Var það síra Magnús Eiríks- son, og hélt hanrí Auðkúlupresta- kall í rösklega hálfa öld. Gaf hann upp brauðið í hendur síra Sigurðar sonar síns árið 1653.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.