Dagur - 22.12.1965, Qupperneq 22
n
eftir 12 ára þ'jónustutíma fluttist
hann að Litla Dal, jörð kirkju
sinnar, og bjó þar þau 7 ár, sem
hann átti ólifað. í Æfiskrám íær
síra Sigurður þann vitnisburð, að
hann var mikill búmaður og dreng-
lyndur.
9.
Eftir er nú aðeins að geta síð-
ustu aldarinnar á Auðkúlu. 1856—
1951 sátu staðinn þrír Prestaskóla-
kandidatar, hinn fyrsti 29 ár, ann-
ar 36 ár, en hinn þriðji 30 ár. Eru
þetta þeir síra Jón Þórðarson, síra
Stefán M. Jónsson, tengdasonur
hans, og síra Björn, son síra Stefáns,,
sem síðastur presta fer frá Auðkúlu
1951. Hafði nú brugðið til hins
fyrra, að prestar héldist lengi á Auð-
kúlu. Kennir liér aftur gamallar
festu og er vel eftir breytileik ár-
anna 1828-1856.
Jón Þórðarson var fæddur á
Bessastöðum á Álftanesi 1826, son
Þórðar síðar prests á Mosfelli og
Guðnýjar skólaþjónustu á Bessa-
stöðum Magnúsdóttur. Síra Jón á
Auðkúlu var góður prestur, sem
kallað er, og fróður og safnaði þjóð-
sögum. Var hann tvisvar prófastur
í Húnavatnssýslum. Hann var
kvæntur Sigríði Eiríksdóttur sýslu-
manns Sverrissonar og eru öll þessi
nöfn algeng mcð niðjum þeirra.
Theodór son þeirra, f. 1866, var
prestur að Bægisá um 51 ár og dó
þar 1949 síðastur istáðarpreSta. Vilí-
borg dóttir þeirra Aúðkúluhjóna
giftist síra Eiríki (Jíslasyni á Stað U:
Hrútafirði, og búa niðjar þéirra þar
fcnn. Guðný átti Brynjólf í Skild-
inganesi við Sker jafjörð, preðal
margra barna þeirra eru síra Éirík-
ur á Útskálum og síra Gísli á
Kirkjubæjarklaustri. Yngst Auð-
kúlusystkinanna var Þóra, síðari
kona síra Stefáns á Auðkúlu.
Stefún Magnús Jónsson var fædd-
ur í Reykjavík 1852, bróðurson
Magnúsar fraters guðfræðings frá
Skinnalóni Eiríkssonar, en rnóðir
JÓLABLAÐ DAGS
hans var Hólmfríður Bjarnadóttir
á Bæ i Hrútafirði Thorarensens.
Vígðist síra Stefán að Bergstöðum
vorið 1876, en kom að Auðkúlu eft-
ir síra Jón 1885. Þar sat hann svo í
embætti til vors 1921, er síra Björn
son hans tók við. Síra Stefán dó á
Auðkúlu vorið 1930 hjá syni sínum
og Valgerði Jóhannsdóttur frá
Toríastöðum í Svartárdal síðari
konu hans. Síra Stefán var orðlagð-
ur söngmaður og nokkuð fékkst
hann við ritstörf, eru til eftir hann
blaðagreinar og prentaðar hugvekj-
ur. Sá er þetta ritar hefur lesið eina
ræðu eftir síra Stefán. Er það löng
hjönavígsluræða, óprentuð, en í
varðveizlu Önnu Sigurjónsdóttur
ljósmóður á Þverá í Öxnadal, en
yfir foreldrum hennar var ræðan
haldin í Auðkúlukirkju á brúð-
kaupsdegi þeirra. í þessari ræðu
kemur fram mikið þunglyndi og
svartsýni: „ef svo kynni að fara, að
sól skini einhverntíma á veg ykkar
— varizt, að það villi ekki um,
því að áður en varir skyggir að“.
Þegar þess er gætt, að nokkru áður
en giftingin fór fram hafði síra
Stefán misst konuna, Þorbjörgu
Halldórsdóttur frænku sína frá
Úlfsstöðum í Loðmundarfirði, og
næstu árin á undan mörg ung börn,
er skiljanlegt að stefið í ræðu hans
er þunglyndi — eins og trega-
stemrna. Fimm af tíu börnum
þeirra hjóna kornust upp: síra
Björn', Isíra Eiríkur á Torfastöðum,
Lárus’ ' dyrakörður í Reykjavík,
Hiimar bankastjóri og Hildur, sem
átti Pál kaupmann í Færeyjum
Ólafsson frá Hjarðarholti, en Guð-
rún Sigríður alsystir hans var fyrri
kona síra Björns Stefánssonar, lézt
ineðan þau voru á Bergstöðum.
Síra Stefán og síðari kona hans,
Þóra þ'msdóttir frá Auðkúlu, áttu
aðeins eina dóttur, er upp komst,
Sigríði, sem giftist síra Gunnari
Árnasyni presti til gömlu Blöndu-
dalshóla- og Bergstaðaprestakalla.
Var 'síra Gunnar síðasti presturinn
á Bergstöðum, Jxví prestbólið var
flutt, Jxaðan snemma í embættistíð
hans í þessum sóknum að Æsustöð-
um í Langadal.
10.
Frá Jxví segir í upphafi Jxessarar
greinar, að með burtför síra Björns
Stefánssonar frá Auðkúlu væri lok-
ið sögu Jxessa seturs í eiginlegum
skilningi. Með Jxví er á engan hátt
gert lítið úr búskap nú eða framtíð-
arhorfum. Hið fyrra er farið, allt
er orðið nýtt. Mest endurreisn stað-
arins væri fólgin í miklum og þrif-
legum búnaði, enda eru landgæði
Auðkúlujarðar sú undirstaða, sem
öll ytri vegsemd höfuðbólsins hef-
ur um aldir ljómað af. En þótt aðal-
bólinu hafi nú verið skipt upp í
nokkur nýbýli, sem að fprnu jarða-
mati væri nefnd útjarðir, má ekki
gleyma Auðkúlukirkju. Hvorki
sögu hennar né framtíð. Fámennur
söfnuður Jxarf nú að reisa nýja
kirkju, og þó hún geti ekki orðið í
ætt við kirkjuhúsið 1318 að veg-
leika og fegurð, er vandinn mikill.
Um leið og ríkissjóður hefur yfir-
tekið prestsetrið á Auðkúlu og not-
að til annars, er ekki aðeins vert að
minnast erfðaskrár Gottskálks bisk-
ups 1520 um ævinlegt prestból á
Auðkúlu, heldur og hins, að kirkj-
an á Auðkúlu hefur frá því hún
fyrst var reist á þjóðveldistímanum
átt alla jörðina. Ábyrgðarmaður
jarðarinnar, sem nú er ríkissjóður,
er skyldur til, alveg eins og ríkis-
menn fyrri alda, að halda við og
endurbyggja kirlcjuna.
En hversu höfðinglegt. það er, að
afhenda fáeinum bændafjölskyld-
um kirkju og ætlast til að byggi upp
án hins gamla viðurhalds, sem jarð-
irnar voru, geta menn séð af því
hve heiðarlegt það er.
(Hclzlu heimildir: ísl. fornbrétasafn, ísl.
æviskrár, Slurlunga, Prestátal og prófasta,
Þjóðs. Jóns Árnasonar og Ólafs Davíðssonar.)