Dagur - 22.12.1965, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ DAGS
29
Þeistareykjum. Kring um bæinn eru
grundir, sléttar og greiðfærar til
slægna. Þar er nokkur raki í jörð og
jörðin hlý svo að þar bregzt natimast
spretta og kjarngott er heyið, kallað
töðugæft. Víða má einnig heyja í gras-
hvömmum og lágum.
Sumarland er gott og mjólkuðu kví-
ær vel og mjólkin reyndist feit og kost-
góð. Því var það einhverju sinni er
Sigurður var gestkomandi í Skörðum
að sumarlagi, að húsfreyjan spurði
liann eftir málnytu á Þeistareykjum og
hvernig sméraðist. Sigurður sagði
henni hve margar kvíærnar væru og
hve mikið smjör fékkst úr dagsnytinni.
„Ætli það sé munur eða hérna“ sagði
hún og nefndi ærfjölda hjá þeim „og
dagsdamlan er ckki nema rétt eins og
mannssnýta." „Þú þekkir það, heillin,11
sagði þá bóndi hennar og hló,
Fjallagrös vaxa víðast hvar í Þeista-
reykjalandi og víða er mikiö af þeim.
Fjallagrös þóttu á þeim tíma ein
drýgsta björg í bú, þar sem til þeirra
náðist. Þá var algengt að fólk af nokkr-
um bæjum niðri í dölum sló sér saman
í hóp og fór til grastekju austur í Þeista
reykjaland og lá þar við í tjaldi dögum
og jafnvel vikum saman. Frá Þeista-
reykjabæ var ekki nema skammt að
fara í grasaland, en meiri munu grösin
hafa verið á ýmsum stöðum lengra frá.
Vafalaust hefur Sigurður og fjölskylda
hans notað grösin mikið til búdrýginda.
Skortur á neyzluvatni hefur jafnan
verið talinn mikill ókostur á Þeista-
reykjum. í jarðabók Árna Magnússon-
ar segir svo um eyðibýlið Þeistareyki:
„Vatnsból er ekkert utan ein leir-
tjörn, sem stundum þornar". Sú tjörn
er enn við lýði, nokkurn spöl frá bæjar-
stæðinu. Hún er grunn og hefur að lík-
indum grynnkað frá dögum Árna. Það
er afar ólystugt vatnsból. Annað vatns-
ból er þar þó, en langan spöl frá og illt
aðgöngu. Er það undir gjávegg og
þarf að klöngrast yfir stórgrýti, langt
niður í jörðina meðfram gjáveggnum til
þess að ná vatninu. Eitthvað mun hafa
verið sótt af drykkjarvatni þangað, en
þó lítið, því að það var bæði tímafrekt
og erfitt.
Skömmu eftir að Sigurður kom að
Þeistareykjum gerði hann tilraun til
þess að grafa brunn í brekkuhalla
skammt neðan við bæinn. Þarna reynd-
ist grunnt á vatn, ekki dýpra en svo, að
seilast mátti af brunnbarminum niður
í vatnið. Þarna hafði Sigurður síðan
vatnsból sitt og hlóð brunninn innan
með hraungrjótí. Ekki var vatnið álit-
legt við fyrstu sýn, því að það var volgt
og sterkur hvera- eða brennisteins-
keimur af því og heldur leitt til neyzlu.
Fljótlega komst þó fólkið að því, að ef
vatnið úr brunninum var látið standa
Sigurður Sigurðsson.
í opnu íláti og kólna vel, hvarf af því
brennisteinskeimurinn og reyndist þá
bragðgott. Sá ókostur fylgdi þó þessum
brunni, að í volga vatninu þreifst ágæt-
lega slý og ýmis vatnsgróður. Þess
vegna þurfti að ausa úr brunninum og
hreinsa rækilega ' nokkrum sinnum á
ári ef vel átti’að vera.
Eftir að byggð lagðist niðúr á Þeista-
reykjum, var bfunnurinn notaður sein
vatnsból, af gangnamönnum og:'öðrum
ferðamönnum, sem leið áttu þar um, en
ekki var hirt um að hreinsa þann og
varð vatnið í honum fljótlega ókræsi-
legt. Seinna kom upp kvittur, að ein-
hverjir, sem; fóru um, hefðu umgengizt
brunninn óþverralega. Þá mun hafa
verið hætt að nota hann.
\
Sigurður lagði kapp á að fjölga fé
sínu rneðan hann var á Þeistareykjum
og var þá oft fremur lítið lagt til bús af
kjötmeti að haustinu. Reyndi hann því
jafnan, að afla matar til heimilisins að
öðrum leiðum, því illa kunni hann því,
að heimilisfólk hans þyrfti að líða skort,
eða að ekki væri hægt að seöja gest,
ef að garði bar.
Þess vegna stundaði hann dcrgveiði
í Mývatni eitthvað hvern vetur meðan
hann var á Þeistareykjum. Líklega hef-
ur það verið síðasta vetúrinn, að hann
var 12 vikur samfleytt við dorgveiði.
Hélt hann þá til ó Syðri-Neslöndum og
lifði hann þá að mestu á silungi, sem
var soðinn fyrir hann og drakk soðið
með. Á hverjum laugardegi hélt hann
heimleiðis til þess að vita hvernig liði
heima. Bar hann þá með sér siginn sil-
ung, svo sem honum þóttl þægilegt.
Síðdegis á sunnudögum lagöi hann
svo af stað fram í sveit til þess að vera
tilbúinn að hefja veiðar í birlingu á
mánudagsmorgun.
Þegar setið \rar við dorgveiði dag-
langt, urðu menn að vera vel og þykkt
klæddir, því að frostið var áleitið, en
óheppilegt þótti að hreyfa sig mikið við
vökina því að það gat fælt silunginn
fró. Flestir munu hafa haft þann sið,
að binda gæruskinn á bak sitt og snúa
ullinni inn. Þar yfir klæddu mcnn sig í
hríðarúlpu eða hríðarhempu. Þær flík-
ur voru úr þykkum og þéttum striga,
eða úr togdúk, og voru ætlaðar til að
verja innri fatnaðinn fyrir snjó. Þega/'
komið var á veiðistöðvarnar varð að
hreinsa krap og ísskæning af dorgvök-
inni, eða höggva nýja vök. Oft var sama
vökin notuð dag eftir dag ef hún reynd-
ist, sæmilega aflasæl. Síðan settist hver
við sína vök. Flestir höfðu með sér
skrínu undir silunginn. Hún var með
burðarhanka og var borin á bakinu til
og frá veiðunum. Meðan setið var á
dorginni var skrínan notuð fyrir sæti
og breiddu sumir poka eða annað slíkt
á ísinn undir fætur sér, til varnar gegn
fótakulda. Oft var það, þegar menn
höfðu Setið lengi og fór áð kólna, að
menn hættú veiðum í bili, gengu saman
í hópa og flugust á, eða reyndu sig í
öðrum íþi'óttum, þangað til þeim hitn-
aði. Stundum var glímt, en líklega þó
sjaldan, því að dorgbúningurinn hefur
sennilega ekki verið heppilegur glímu-
búnaður.
Svo er frá sagt, að einhvern laugar-
dag, þegar Sigurður ætlaði að leggja af
stað heimleiðis, a'ð þá var brostin ó
stórhríð, svo liann hætti við að fara;
vildi ekki leggja norður heiðina, undir
nótt í slíku veðri, en hugðist taka dag-