Dagur - 22.12.1965, Blaðsíða 35

Dagur - 22.12.1965, Blaðsíða 35
JÓLA'BLAÐ D A G S 35 beint tib mín. >Þegar eftir var sem svarar 20 faðmar/þorði ég ekki að bíða, en sendi herini banaskot. Veslingurinn. Ævinlega fer um mig einhver tómleikakennd, blaiid- iri sektartilfinningu þegar ég hef fellt grenlægju, en mannkindin er riú svona forhert, að engin við- kvæmni má konjast að, þegar tófan er annars vegar, en falleg verk eru þetta ekki. Nú va;i' sólin komin upp Og hraðaði ég itfér til félaga míns, og nú heyri ég: engar hrotur, en æði frosin virtigt.mér augu hans, þótt veður væri.hlýtt-. Sagði ég hon- um að nú skyldihann sofa tihkl. 5, en leggja þá af staÖV og koma með mat og drykk, ertdara þá upp með hrauninu, sem var íjiorðvestur frá greninu og taka vél eftir öllú, Þeg- ar hann er fariíin athuga ég gren- munnann vandlega, og kalla lágt matargagg. í næstu andrá kemur yrðlingur frá evinstri fyrir gat- ið, lítur út, en vjrðist illa una sólar- birtunni og hverftir til hægri. Síðan kemur annar og.þriðji og haga sér að öllu leyti eins ;og sá fyrsti. Þrír, já, þeir eru ekkiinema þrír, mátu- lega stálpaðir til dð gegna kalli, en aðstaða er hreint fráleit og braut ég nokkra stund heilánn um, hvernig ég skyldi fanga þá. Loks fann ég aðferð, sem vert væri að reyna þeg- ar þar að kæmi. Brá ég mér niður fyrir brúnina á hæðinni ef ske kynni að Rebbi hefði séð til féiaga rúíns, er hann hir héim, því oft kemur þa fyrir að þeir nálgast gren- ið. Áður en ég fór breiddi ég jjoka fyrir grenmtmnann til vondra vara. Rorraði ég nú þarna til kl. 8, en nú syfjaði mig allmikið eftir að fór að hitna, enda taldi ég nti engar líkur fyrir að húsbóndinn kæmi úr þessu fyrr en með kvöldinu. Lædd- ist ég nú heim á grenið, en þar var allt með kyrrum kjörum og lét ég umbúnaðinn vera, en fann mér hag stæðan stað og var sofnaður eftir litla stund. Kl. öýó kom félagi rninn tneð allskonar gó'ðgerðir og nóg að drekka. Ennfremur kom hann með þær fréttir frá oddvita, að fyrir tveimum sólarhringum hefði verið skotinn refur nokkuð langt frá. Giskaði ég á, að það mundi hafa verið refurinn frá þessu greni, og ef við yrðum ekki varir við refinn í nótt, skyldum við koma heim á morgun þegar við hefðum náð yrðlingunum. Við vöktum báðir alla nóttina, félagi minn var við grenið, en ég var á líkum stað og uóttina áður, en við urðum einskis varir. Á leið minni heim á grenið skaut ég kjóa. Opna ég hann og maka út með innvolsi sínu, svo hann lyktaði sem mest. Nú sagði ég félaga mínum ráðagerðina., Hann átti að skríða undurhægt fram á klapparbrúnina yfir munnanum, en ég myndi láta læðuna við gatið, hafa á henni band ,og draga hana til mín. Ef hann sæi yrðling konra út, átti hann að vísa þumalfingri hægri handar upp, en þaðan, sem ég ætlaði að vera gat ég ekki séð neitt ofan í bollann við grenið. Ef hann gæfi mér merkið ætlaði ég að draga tófuna upp tir bollanum, og ef bragð mitt heppnaðist, myndu yrðlingarnir elta, og þegar sá síð- asti færi upp úr bollanum átti liann að demba sér niður og byrgja gatið með sjálfum sér og gætum við þá gripið þá. i Tók ég} nú> kjóann, ^etti lianrtrí . ginl tófunnarog batt ör.uggilega með spotta,i svo harth ifæri rekki, þt. 4r hen-ni i þó yrðlingarnir kipptu ! í hann. Þár næst batt ég líingui bandi um háls dýrsins, lÆddist ofán í boll- ann og lét tæfu tæpan faðm frá gatinu og rakti hönkina til baka. Nú gaf ég félaga mínum merki um að vera vel á verði, því næst hermdi ég eftir tófu, sem er með bráð í kjaftinum og rétt á eftir sé ég að félagí nrinn snýr upp á puttann og stefnir honum til lofts. Þá tók ég að draga bandið og nú kernur lraus- inn upp fyrir brúnina og ég sé einn yrðling reyna að ná í kjóann, og í sömu andrá annan, þá tekur félagi minn viðbragð, en nti fór í verra. Félagi minn var svo búinn, að hann var í stórri, síðri kuldaúlpu, en er hann skreið fram á brúnina, gætti hann þess ekki, að hann lá með hnén ofan á jaðrinum að neðan. I stað þess að svífa léttilega niður, þá snérisl hann við.og kom niður á höfuðið og herðarnar, en fæturn- ir, sem voru í gúmmístígvélum, slengdust síðast til jarðar, með helvíta miklu bomsi, en við aðfarir þessar.brá ýrðlingunum svo, að þeir létu kj(ia vera, en endasentust í átt til holunnar, ég á lappir og lukk- aðist að ná einum á bollabarmin- um, en annar var þá að smjúga und ir kvið félaga míns, sem var alveg ruglaður og kominn á fjéjrar fæur, en sá þriðji, sem ég sá aldrei, var kominn inn. Ég spann og bölvaði hroðalega. Þctta, sem ætlaði, að verða svo einstaklega auðvelt, var allt farið í handaskol. Farið það bölvað. En þá brá fyrir hugskot mitt myndinni af félaganum, þegar hann slengdist, Og ég fór að hlæja. Já, ég hló hverja rokuna eftir aðra, en þeir, sem áttu fótum sínum fjör að launa hlóu víst ekki. Þýðingar- laust mundi að reyna við þá fyrr en eftir 1—2 sólarhringa og greyin væru orðriir„uógúi hungráðir. Við i byrgðuni; gatið vandlega imeð stein- jum-'dg héldinní síðnir hoim. Eftir tvœ dágajfórtimivið aftur og- náðum þeirri þá auðvéldlega. . i .. n i n iÞessm sögukornii en Jokið og má segja að vel haff farið eftir atvikum, þar sem sumt reiknaðist rétt en annað skakkt og aldrei verður lært til fulls í bók hvað gera skal hverju sinni, því dýrin eru misvitur eins og mennirnir, en við skrifum síður niður sögur, sem fara illa, manni misleggjast hendur og veðurfarið snýst jafnvel dýrunum í hag, en þær .sögur eru líka til.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.