Dagur - 22.12.1965, Page 36
36
JÓLABLAÐ DAGS
í KAUPAVINNU
AI) HVANNÁ
Minningaþáttur eftir Bjarna Ilalldórs-
son, fyrrum skrifstofustj. á Akureyri
ÞAÐ var árið 1908. Ég var orð-
inn sextán ára og hafði fcngið þá
grilln í. höfuðið, að nú þyrfti ég að
betrumbæta þekkingu mína í al-
mennum fræðum. En það kostaði
peninga, og þeir voru engir fyrir
hendi. Ég ræddi þetta við fóstru
mína, og luin stakk upp á því, að
ég réði mig hjá vandalausum upp
á kaup. Bóndi hennar studdi það
ráð.
Þá var talsvert um það austan-
lands, að bændur héldu vinnuhjú,
sem tóku allt sitt kaup í fóðrum og
fatnaði, cn fátt um kaupafólk, enda
bændum hvorki létt né Ijúft að
greiða fólki peninga. Þetta leit því
ekki sem bczt út fyrir mig. Þó
bauðst mér nolckru síðar að gerast
kaupamaður lij;í Jóni bónda og al-
þingismanni að Hvanná, og tók ég
því boði fegins hcndi.
Hvannárbóndinn hafði gert mér
orð að hitta sig á frámbóðsfundi við
Lagarfljótsbrú seint í júlí, en þetta
sumar stóðu alþingiskosningar fyr-
ir dyrnm, og Jón á Hvanná í fram-
boði.
Við urðum þrír sámferðá frá
Lagaffljótsbrii norður á Jökuldal,
því að Jón á Hvanná var ekki að-
cins að taka á móti nýjum kaupa-
manni, heldur einnig nýjtim sókn-
arpresti, séra Haraldi Þórarinssyni,
scm var að taka við Hofteigspresta-
kalli og lengi átti síðan eftir að
þjóna þar.
Jón á Hvanná mun á Jtessum ár-
um hafa verið talinn til stórbænda
þar á Dal, en þéá verður heimilis-
fólk hans ekki talið neinn fjöldi.
Auk hjónanna og þriggja barna
þéirra, en þau voru þá öll nokkuð
innan við fermingu, voru þarna ,
tengdaforeldrar Jóns, Kristján
Kröyer, og kona lians, Margrét Þor-
grímsdóttir. Þá voru á heimilinu
ein kaupakona, einn kaupamaður
að hálfu og ég. En þá er fólkið upp
talið.
Fyrsta verk mitt á Hvanná var að
hjálpa til við rúninginn á ánum.
En á því verki var sá háttur hafður,
sem einnig tíðkaðist á Héraði og
víðar, að ánum var stíað í vikutíma
eða svo, og voru þær svo rúnar í
ígripum kvölds og rnorgna, sérstak-
lega á kvöldin, en setið yfir þeim á
daginn. Fráfærur voru þá lagðar
niður á flestum bæjum, cn Jretta
enn alsiða. Féð var þá rekið heim
á kvöldin og ærnar látnar hlaupa
stekk eins óg það var kallað, Jr. e.
lömbin tekin ’frá þeim yfir nóttína.
Ærnar voru 1 svo mjólkaðar að
morgnimtm óg látnar lemlja sig,
]r. e. finna lömb sín, mcð miklum
jarmi.
Eg kunni strax vel við mig parna
á Hvanná. Niður árinnar fannst
mér svo seiðandi og jafnframt ró-
andi, að hvergi hef ég sofið værar
eftir erilsaman dag en á Hvanná.
Túnaslátturinn er mér minnis-
stæður. Það var sterkjuhiti og sól-
skin á hverjum degi, cn mikið dögg
fall um nætur.
Við vorum því vaktir kl. 5 til að
fara út að slá, fengum kaffi kl. 7 og
morgunmat kl. 10., Svo fengum við
oftast kafli um liádegi. Kl. 2 var
svo kallað á okkur til miðdegisverð-
ar, og eftir máltíð liigðum við okk-
ur og sváfurn til kl. 5, en þá fengum
við kaffi með kandís. Kl. 8—9 var
svo kvöldmatur borðaður o«' hvílt
o
sig klukkustund. Þá var aftur farið
út að slá og staðið til kl. 12 eða 1,
en ]>á var oftast bezt að slá. Þessi
vinnuháttur var aðeins hafður með-
an við vorum að slá túnið, og mun
]>að mest hafa skapazt af hinum
rniklu þurrkum, sem stóðu þennan
tíma. Taðan var þurrkuð jafnóð-
um og sett í bólstra. Beið hún þar,
þangað til mestur hluti túnsins var
sleginn. Þá var farið að binda liana
og bera heim í kúahlöðuna. Hvers
vegna liestar voru ekki sóttir, veit
ég ekki, en sennilega hefur það þótt
of mikil töf að lcita uppi hestana,
sem ætíð voru langt uppi í fjalli,
sem kallað var. Baggaburðurinn
var mér erfiðastur af öllu, sem ég
varð að gera þetta sumar. Eg ætlaði
oft að leka niður á miðri leið, enda
var ég ekki fullþroskaður og mjög
kraftasmár. Jón mun hafa séð, livað
mér leið, og valdi mér því léttustu
baggana. Eftir túnasláttinn fór Jón
í framboðsfundahöld og var í þeim
leiðangri í rúman mánuð, kom að-
eins heim stöku sinnum á því tíma-
bili. Kona hans, Gunnþórunn, og
faðir hcnnar Kristján Kröyer, sögðu
fyrir verkum á þessu tímabili.
Kröyer hafði verið mikill búmað-
ur og atorkumikill, en nú var hann
þrotinn að kröftum og bar ekki við
að snerta orf. Hann gekk þó að
rakstri, þegar verið var að þurrka
heima við. Margrét kona hans hafði
verið búkona mikil og ýtin við
vinnufólk sitt. Hún tók nú aðsegja
mér fyrir verkum. Ef hún sá mig
koma inn og tylla mér, þá sendi
hún mig eftir taði eða afraki, lét
mig bera út skolp o. s. frv. Ég gerði
þetta möglunarlaust og lét aldrei