Dagur - 22.12.1965, Qupperneq 37

Dagur - 22.12.1965, Qupperneq 37
JÓLABLAÐ D AGS 37 á mér hcyra annað cn ég væri henn- ar hjú. Þá leið ekki á liingn, þar til hún fór að hygla mér með mat frá sér (sem auðvitað þurfti ekki, því ég fékk nóg að borða). Hún kallaði mig fram til sín og gaf mér spen- volga mjólk og kleinur eða kringl- ur úr kistu sinni. Hálfum mánuði eftir að ég kom í kaupavinnuna að Hvanná var brúðkaupsveizla haldin á Hafra- felli. Þar gifti sig Runólfur Bjarna- son, en hann var sonur fóstra míns, og þá orðinn 43 ára gamall, en brúðurin var 20 árum yngri. Þetta var mjög fjiilmenn og rausiiarleg brúðkaupsveizla. Runólfur skrifaði mér og bauð mér að koma austur þ’ennan dag. En bréfið komst ekki til skila til mín fyrr en daginn eftir brúðkaupið. Eg varð fyrir miklum vonbrigðum. Hinumegin við Jijkulsána, aðeins innar en á móts við Hvanná, stend- ur bærinn Skeggjastaðir. Bæirnir blöstu svo hvor við öðrum, að svo mátti heita, að allt, sem gerðist á öðrum bænum, sæist frá hinum. Bæði hoiðtL þessi heimili verið um langa tíð hin mestu forstands-heim- ili og háðu nokkra keppni í vinnu- brögðum úti við. Einnig var sagt, að gömlu húsfreyjurnar hefðu metizt á um það, hjá hvorri sæist fyrr rjúka úr eldhússtrompinu á morgnana, og hefur sennilega ekki verið langur nætursvefn hjá þeim á sumrin. Gamalt vað var á Jökulsá undan Hvanná, en nú vár það víst sjaldan íiotað, enda ekki fært, nema áin væri mjög lítil. I>ó' kom það fyrir einu sinni þetta sumar, að ég fór með Jóni bónda þar yfír. Atti hann eitthvert erindi í Skeggjastaði og bauð mér með sér. Þá var áin Htil, vel í kvið, þar sem hún var dýpst. Yið útengjaheyskap vorum við sjaldan fleiri en fjögur og stundum bara þrjú. Heyið var oftast flutt heim í votabandi og þurrkað á ttin- inu. Það kom vanalega í minn hlut að leita að hestúnum, og var Jrað góður viðbætir við langan vinnu- dag. Mér er sérstaklega minnisstæð- ur einn dagur seint í ágústmánuði. Ég var sendur eftir hestunum, sem ævinlega voru einhversstaðar uppi í fjalli. Á leið minni voru gömul beitarhús, sem nú var hætt að nota, en þ(j var Jrar eitf hús ennþá, sem stóð uppi og með þaki. Við þetta hús var heyhlöðutóft með heilum veggjum og nokkuð niðurgrafin. Fé gat allsstaðar komizt upp á Jressa veggi utan frá. Leið mín lá nokkuð frá beitar- húsunum, en Jregar ég var kominn upp á móts við Jrau, tók ég eftir, að ein kind stóð uppi á hliiðuveggnum og horfði niður í tóftina. Ég stanz- aði og veitti kindinni betur athygli. Hún var eitthvað að snúast Jrarna, og þegar hún kom auga á mig, jarmaði hún svo sárt, að mér datt strax í hug, að Jretta mundi vera dilkær, og dilkurinn hefði kannski óyart fallið inn í tóftina. Ég beygði af leið og stefndi á húsin. Þegar ég kom nær Jreim, sá ég, að þetta var geld kind, áem stóð uppi á hlöðu- veggnum, og Itugsa með mér, að það taki því ekki að fara þennan krók. Þá jarmaði kindin til mín í annað sinn, svo ég hljóp heim að húsunum og stökk upp á hlöðu- vegginn. Aldrei gleymi ég þeirri sjón, sem Jrar blasti vjð mér. Átta kindur voru Jjarna niðri í hlöðu- tóftinni, fjórar Jteirra voru sýnilega nýlega komnar Jjarna niður, cn hip- ar áreiðaitlega hírzt þarna^lengi sumars. Það' hafði verið hlaðið npp í dyrnar á milli fjárhússins og hlöð- unnar, svo kindurnar voru alger- lega innilokaðar. Mér varð Jrað fyrst fyrir að stiikkva niður í tóft- ina og rífa í flýti burtti hleðsluna, senr var í dyrunnm. Cíekk Jrað fl jótt. Svo rak ég kindurnar fram í hús- garðann, og 4 Jreirra stukku yfir garðabandið og út. En hinar stóðu kyrrar. Þær treystust ekki til að fara hjálparlaust lengra. Ég térk Jrær all- ar niður og undraðist, hvað þær voru léttar. Þegar þær voru kontn- ar út, skokkuðu tvær þeirra á eftir hinum, og það gutlaði í Jreim eins og í blöndukút. Tvær voru enn verr farnar, en fóru samt strax að kroppa við húsdyrnar. Þarna varð ég að yfirgefa Jressar kindur og veit ekkert um afdrif Jjeirra. En ég vona að þær hafi allar náð sér. Sumarið leið. Vegna framboðs* funda varð bóndinn oft að vera fjarvistum frá heimilinu. Það kom stundum fyrir, eftir'að engjahey- skapur byrjaði, að ég stóð einn við slátt. Kaupakonan rakaði, og oft var gamli Kröyer líka að raka með henni. En börnin færðu okkur mat og kaffi. Þau voru prúð og vanin við að vinna. Drengirnir voru litlir og ekki til annars en smásnúninga heimafyrir. Dóttirin var dálítið eldri og mikið fyrirmyndarbarn. Oftast mun hún hafa farið á milli með heybandslestir. En þá mátti ekki hallast á, eða baggar vera illa bundnir, enda man ég ekki eftir nokkru óhappi í Jreim ferðum. Var Jaað ugglaust Jrví að Jrakka, að vel var búið upp á, og barnið gætið sem fullorðið væri. Svo allt í einu var komið fram að fyrstu göngum, og ráðningartíminn liðinn. Égjbjó mig til ferðar. Húsbónd- inn greiddi mér skilvíslega kaupið, sem var 10 þrónur.fyrir hverja viku. Ég kvaddi alla með hlýhug óg góð- um minningum. Sérstaklega var mé)r fari().að þykja.vænt um gömlu konuna, sem í fyrstu mátti ekki sjá mig iðjulausan, en síðar vildi hygla mér á margan máta. Blessuð sé hennar minning. Þessir fyrstu pen- ingar, seinæg vann mér inn á lífs- leiðinni urðu mér happadrjúgir. Þeirra vegna gat ég hafið nám í búnaðarskólanum á Eiðum. F.n það er önnur saga.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.