Dagur - 22.12.1965, Blaðsíða 40

Dagur - 22.12.1965, Blaðsíða 40
40 JÖLABLAÐ DAGS og þann jarpa lét ég stundu síðar í skiptum iyrir gráan. Nenni ég ekki að rekja þessi hrossakaup leng- ur, nema að þetta gekk svona allan daginn. Tíu hestakaup voru gerð og ég átti jafn mairga hesta um kvöldið, sem um morguninn. En mér taklist svo til, að ég hefði hagn- ast sem svaraði tæpu hestverði — að ég hefði þá í raun og veru eignast Löngumýrar-Jarp eða aðeins vant- að Í0 krónuf uppá. Og það voru góð kaup. En L.iingumýrar-Jarpur hafði komizt í mínar hendur nokkr- um dögum áður, og með þeim hætti, sem nú skal greina. Ég var þá í póstferð í Búðardal. Pósturinn frá Hrútafirði kom og Jtangað með nokkra hesta, sem áttu að fara til SLykkishóIms. Jarpur hestur var einn Jreirra, fallegur, en vanskapaður af spiki og var orðiun uppgefinn. Jón póstur hafði fengið hann í skiptum fyrir annan hest en vildi nú losna við hann og bauð mér hann. Ég var alltaf til í hesta- kaup og skipti við hann, lét hann fá í staðinn Ijómandi fallegan fola, rauðan að lit og gott hestefni. I)cgar ég fór af stað lagði ég á Jarp, eh kom honum naúmast úr sporunum. Batt ég |)á upp á hon- um taumitm og rak hann með fausu hestunum og sleppti honum í haga þegar heim kom. Það var eitthvað við þennan hest, sem ég gerði mér ekki fyllilega grein fyrir, hvað var. En í |ressari fyrstu fcrð með Jarp, kom [rað atvik fyrir, að er ég rak hrossin um ltlaðið.á Stað- arfelli hljóp forstöðukonan, Ingi- björg frá Löngumýri í Skagafirði til Jarps, klappaði honum og spurði mig hvernig á því stæði að Jarpur sinn væri Jrar kominn. Ekki hafði ég neina hugmynd um það, aðra en þá að þessi bykkja hefði verið svik- in inn á mig í ferðinni og ekki hefði ég stoíið henni, sagði ég. En ef henni værí ekki sarna um klárinn, gæti hún fengið hann fyrir áætlað sláturverð. Það vildi hún ckki. En ég sagði henni, að tilboðið stæði ckki nema Jrá stund sem ég væri á Staðarfelli. Um veturinn tók ég Jarp á lu'ts og gerði vel til hans. Fór ég svo að liðka hann. Eannst mér, að hér væri kominn annar hestur en sá, sem ég hafði gengið af um sumarið og Jtá ckkert komst úr sporunum. Er skemmst af Jiví að segja, að hér var viljamikill og fal- legur góðhestur, reistur töltari óg hinn ágætasti gripur. Vildu margir eignast hann. M. a. bauð kunnur hestamaður, P;íll Sigurðsson, síðar í Eornahvammi, mér fyrir hann vindóttan fola, fallegan og tv<) hest- verð í milligjöf. Mér urðu leiðindi að ágirnd manna í jre'nnan hest. Einna vcrst þótti mér, að strax og ég kom heim með Jarp um sumar- ið, sagði ég Magnúsi í Bæ frá hon- um og gaf hann hálfvegis falan. Ég sá eftir J>ví. Mér snerist alveg hug- ur og sagði Magnúsi, að Jatpur væri ekki nógu mikil bykkja handa (Framhald af bláðsíðu 27.) ingar eins og títt er um stráka, sem lcngið liala nýtt reiðhjól. Mitt hjól var biksvart á lit, ég kallaði það Blakk. Og sem ég nú er að þessu hringíóli á hjóJinu kom andinn yf- ir mig og innan stundar var ég bú- inn að setja saman vísu. Ég man hana enn, liún var svona: Alla lamar landskjálltinn og leiðurn veldur sálarpínum. En bJessunin hann Blakkur minn bætir helzt úr raunum mínum. Ekki ýkja merkilegur skáldskap- ur, munu menn segja. Satt er Jaað, skáldskapurinn er ekki upp á marga fiska. En vísan hefur 'þó nokkuð til honum! Skeð gæti, að eittlivað væri hægt með hann að gera og Jaað mætti ekki koma fyrir, nema sem hreint slys, að liann fengi Jrannig hest! Já, svona var orðbragðið okk- ar í milli og ekki var Jrað fallegra, sem Magnús sagði við mig. En við áttum mörg hestakaupin, bæði fyrr og síðar. Og það væri synd að segja, að þeir liestar hafi allir verið gæð- ingar, sem á milli okkar fóru. En J)etta var jafnt á báðar hliðar. En það er frá Jreim jarpa að segja, að lrann var tekinn í misgripum norð- ur í Skagafirði, fyrir annan jarpan og er það önnur saga. En einmitt vegna Jreirra misgripa komst hann i mínar hendur. Þetta var einn sá bezti og skemmtilcgasti hestur, sem ég hefi nokkru sinni átt, og gaf ég hann síðar dóttur minni, til áð losna við nöldur Jreirra, sem vildu eignast hestinn. Hann var felldur þegar við flutt- um hingað norður. E. D. skráði. síns gildis: Hún er ofurlítil sam- tímaheimild um atburð, sem hafði sterk áhrif á íbúa* byggðarlags og' mun sein( fyrnast í hugum Jreirra, sem komnir voru til vits og ára liér þann ógleymanlega dag 2. júní 1934. P. S. Þegar ég sil hér við að skrifa nið- ur þessar minningar, sem láir eða engir liafa ritað um mér vitanlega, tilkynnir útvarpsþulurinn, að á fimmtudagskvöld verði flutt erindi á kvöldvökunni um jarðskjálftana á Dalvík. Skrýtin tilviljun það. y £S>*v- vt'rS- ££>'’É vdS- CS>^ v.í't' £í>^~ í i» £2*>- v’i'-S*- ££• - Þegar jörðin skalf H. E. Þ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.