Dagur - 18.12.1980, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON
Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Gleðileg jól!
Jólin ganga nú senn í garð;
uppskeruhátíð höndlara, eins og
sumir vilja vafalaust nefna þau,
hátíð Ijóssins og barnanna í hug-
um annarra. Þegar betur er að gáð
eru þetta ef til vill ekki eins miklar
andstæður og í fljótu bragði sýn-
ast. Jólin hafa ætíð verið árstíð
gleði og nýrra vona, samfara
hækkandi sól. Þá viija menn
gjarnan gieðja ástvini sína og
vandamenn og í þeirri veröld vel-
megunar og neyslu sem við lifum
í, þykja sumum margar og miklar
jólagjafir auðveldasti gleðigjafinn.
Á hinn bóginn eru þessir hlutir
komnir út í algjörar öfgar, eins og
svo margt annað í okkar verð-
bólgubrenglaða þjóðfélagi.
Það er að vissu leyti gleðilegt,
að sú velmegun sem við lifum við
skuli gera flestum kleift að gleðja
með góðum gjöfum. Hins vegar
hefur það gleymst í velmegunar-
kapphlaupinu, að það er hægt að
veita meiri gieði með mörgum
þeirra gjafa sem ekki verða réttar
yfir búðarborðið.
Séra Jón A. Baldvinsson á
Staðarfelli segir svo í jólahug-
vekju sinni í Degi: „Til allrar ham-
ingju þurfum við íslendingar ekki
iengur að bera kvíðboga fyrir því
að eiga ekki brauð handa börnun-
um okkartil næsta dags. Áhyggjur
okkar snúast um annað. Þær snú-
ast t.d. um það hvort við munum
standast efnalega samkeppni við
náungann eða hvort við fáum
svalað hégómlegri löngun okkar í
veraldleg gæði. Neysla hverskon-
ar ávana- og vímuefna skilur eftir
sig óhamingju sem ekki verður
með orðum lýst og tilfinningalíf
margra er í rústum vegna sið-
ferðilegs skeytingaleysis. Þetta
eru aðeins fáeinir fylgifiskar
þeirrar velmegunar sem með réttu
hefði átt að færa okkur sanna
hamingju og velferð.. . . Það er
vandi að halda jól, að skapa þeim
umgjörð við hæfi. Það er svo
margt sem yfirgnæfir, gengur
jafnvel á svig við þann boðskap
sem þau bera.“
Eftir áramótin verður væntan-
lega tekist á við mörg og erfið
vandamál í þjóðfélaginu, verð-
bólguna og efnahagsmálin. Það
eru hins vegar önnur mál sem
meiru skipta um raunverulega
velferð og lífshamingju, en þau
verða menn að rækta með sér
sjálfir.
Dagur óskar lesendum sínum,
viðskiptavinum og velunnurum
um land allt gleðilegra jóla.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Heimsóknartími um jól og áramót 1980.
Aðfangadagur:
Klukkan 18.00-21.00.
Heimsóknartími kl. 15.00 fellur niður.
Jóladagur:
Klukkan 14.00-16.00 og kl. 19.00-20.00.
Annar í jólum:
Klukkan 14.00-16.00 og 19.00-20.00.
Gamlársdagur:
Klukkan 18.00-21.00.
Heimsóknartími kl. 15.00 fellur niður.
Nýjársdagur:
Klukkan 14.00-16.00 og 19.00-20.00.
Aöra daga er heimsóknartími óbreyttur
(frá kl. 15.00-16.00 og 19.00-20.00).
I
r.v
1
Nýjar búðir i
sérflokki:
KOMPAN
$ SKIPAGÖTU 2 AKUREYRI
I *
Lundia-hillur
|j: Borð og stólar
Tré- og leðurvörur
■5: Postulín o.fl.
SKIPAGOTU 5 AKUREYRI SlMI 22150
Tískufatnaður
Skór
Töskur - Veski
o.fl o.fl.
Hér erum við
maltöl
á jólaborðið
ÖLUMBOÐIÐ
Hafnarstræti 86
Sími 22941
Allt í jóiamatinn
Rjúpur,
aðeins kr. 2.900
Pekingendur
Gæsir
*ul' vHgnHBplHBpHBfö
ú'íMf
>: "v :**»■ ■ . : i . ■ «
n :. < --V 1
4.DAGUR