Dagur - 18.12.1980, Blaðsíða 18

Dagur - 18.12.1980, Blaðsíða 18
HALLDÓRA BENJAMÍNSDÓTTIR: Það var árla morguns, er ég gekk upp stigann í húsinu við endann á Laugastígnum. Ég var kominn til að heimsækja gamlan vin, æskuvininn minn úr Reykjasveit, hann Nonna. Húsmóðirin vísaði mér upp stigann, og benti mér svo á dyrnar. Hérna, hérna býr hann, þessi fylliraftur sem þér eruð að spyrja eftir, hreytti hún út úr sér, og skilaðu til hans frá mér að borga húsaleiguna sína eða ég læt lögregluna henda honum út. Já, eh ég, ég skal skila því, stamaði ég steinhissa. En konan lét ekki stöðva sig og hélt áfram, hér bý ég heiðvirð kona með tvö börn, og þau, þau þurfa að horfa upp á þennan fylliraft skríða upp til sín á morgnana, þegar þau fara í skólann. Þetta er hryllilegt fyrir vesalings börnin að horfa á þetta, og svo halda þau að þetta sé eitthvað fínt, og apa svo eftir þegar þau eldast. En bráðum líð ég þetta ekki lengur og þá skal hann hið snarasta hypja sig á brott. Hún þagnaði augnablik og leit svo á mig, svo hélt hún áfram, þú ert sjálfsagt engu betri. Og að svo mæltu, skundaði hún niður stigann. Ég stóð eftir agndofa, en svo leit ég á dyrnar, steig fram og tók í handfangið. Dyrnar opnuðust með langdregnu ískri og ég gekk inn. f herberginu var hálfrokkið og í loftinu lá sambland af megnri vínlykt, svitalykt og reykjarstybbu. Ég lét augu mín líða yfir óreiðuna í herberginu, þar ægði saman fötum, flöskum, blöðum og fullum öskubökkum, og ég veit ekki hverju. Svo leit ég á borðið, þar, á milli öskubakka og flaskna, lá maður með handleggina teygða fram á borðið. Þegar ég kom inn, hafði hann sofið, en nú rumskaði hann og leit upp, og horfði á mig sljóum augum. Þetta hafði einu sinni verið laglegur maður, það gat ég séð, en nú voru pokar undir augunum, kinnarnar innfallnar og alsettar skeggbrodd- um, og andlitið allt bar merki drykkju og þjáninga. Og þetta ... nei, þetta var ekki Nonni. Nonni hafði ekki kónganef og svona framstæða höku. En hver var þetta þá? En nú gaf ég mér ekki meiri tíma til að hugsa um það, því nú reyndi maðurinn að standa upp’en riðaði til falls svo að ég hljóp til hans og greip um axlir hans og studdi hann að dyrum, sem hann með bendingum benti mér á. Þar inni reyndist vera salerni og lét ég manninn einan og lokaði hurðinni. Nokkur andartök stóð ég kyrr, en svo gekk ég að glugganum og opnaði hann upp á gátt, og teygaði að mér hreint júníloftið. Svo snéri ég mér við og renndi augunum yfir herbergið og kom auga á rúm í einu horninu. Þangað gekk ég og tók skítug rúmfötin og bar þau út að glugganum til að viðra þau. Á meðan ég var að því, opnuðust dyrnar að salerninu og maðurinn staulaðist út, og að stólnum og féll niður á hann. En ég hélt áfram að viðra rúmfötin og þegar ég var orðinn þreyttur í handleggjunum, tosaði ég þeim inn um gluggann og að rúminu og bjó um. Að því loknu gekk ég nokkur skref aftur á bak og bjóst til að virða fyrir mér verk mitt. En svo óheppilega vildi til, að ég steig ofan á flösku og fyrr en varði, sat ég á gólfinu, og horfði ringlaður í kringum mig. Og í eyrum mínum dundi við hrossahlátur. Maðurinn hafði fylgst með aðförum mínum og þegar ég datt, gat hann ekki varist hlátri og hló svo að tárin streymdu úr augum hans. Eins og skiljankgt var, þá fannst mér þetta ekkert fyndið, svo að ég stóð upp og dustaði föt mín, og leit móðgaður á manninn. En ekki lengi, því að hlátur hans smitaði mig og við skellihlógum þarna báðir. En svo byrjaði maður- inn að hósta og blánaði upp, svo að mér varð ekki um sel og þaut á fætur og sló á bakið á honum. Og hann jafnaði sig smátt og smátt og svo rétti hann mér hendina og kynnti sig. Reynir Sigurðsson heiti ég og komdu sæll og takk fyrir hjálpina. Já, komdu sæll, sagði ég. Ég heiti Bjarni Ásgeirsson og ég kom hérna til að heimsækja vin minn, Jón Finnsson, en hann er víst ekki hérna lengur, er það? Já, nei hann er fluttur, hann fór upp að Sigöldu til að vinna og kemur víst ekki í bráðina svaraði Reynir og svo bætti hann við, en var það eitthvað áríðandi, sem þú vildir finna hann með, ef svo er, þá get ég náð sambandi við hann, fyrir þig. Ha, nei nei ég kom bara til að hitta hann, flýtti ég mér að segja. Ég er bara í heimsókn í Reykjavík og datt í hug að líta til hans. Æ, það var slæmt ungi vinur, en fyrst þú ert nú kominn hingað þá má kannski bjóða þér kaffi, það er að segja ef eitthvað er til, mælti Reynir og lét augu sín hvarfla yfir skítugt herbergið. Já takk, ef eitthvað er til, þá mundi ég gjarnan þiggja það, svaraði ég því að ég hafði það á tilfinning- unni að Reynir vildi gjarnan hafa mig lengur. Jæja sagði Reynir, kannski að maður reyni að rutta svolítið til, svo að þú getir að minnsta kosti setið. Svo byrjaði lagfæringin, Reynir staulaðist fram í eldhúskrókinn og í rusl- inu þar, gróf hann upp poka sem hann henti til mín og ég greip hann og byrjaði að tína flöskur ofan í hann. Reynir reyndi að laga eitthvað til í eldhúskróknum, og þegar ég leit upp frá flöskutínslunni, þá var hann að koma vatni í ketil og setja hann í samband, svo fór hann að leita í skápunum eftir kaffi, og eftir mikla leit, fann hann krukku með neskaffi í. En svo einbeitti ég mér að flöskunum. Þegar ég bar pokann fram í eld- húsið, þá barst ilmandi kaffilykt á móti mér. Ég lét pokann frá mér í eitt hornið og settist svo niður og beið og ekki leið á löngu, þar til Reynir birtist, með bolla í annarri hendi og ketilinn í hinni. Hann lagði þetta snyrtilega á borðið og fór svo fram eftir bollanum sínum og neskaffinu, og því sem verra var, hann kom líka með vínflösku. En ég lét sem ekkert væri og hann settist og við fengum okkur kaffi. Reynir slokaði í sig kaffinu í mesta flýti, og hellti svo víni í bollann, og eftir smá hik, spurði hann mig, hvort ég vildi. Nei takk, ómögulega, var svarað heldur hryssingslega frá mér. Reynir lét flöskuna frá sér á borðið og leit á mig. Við horfðumst í augu nokkra stund en svo leit ég undan. Gott hjá þér ungi maður, þú skalt reyna að byrja ekki að drekka, því ef þú tekur fyrsta sopann, þá kemur annar og svo næsti og fyrr en varir, ert þú ofdrykkjumaður. Hann þagnaði, en hélt svo áfram beiskri röddu, ég kannast allt of vel við þetta, ég er drykkjuræfill og verð það. Ég er orðinn of háður víninu til þess að geta hætt. En ungi maður, ég ætla að gera nokkuð sem ég hefði aldrei gert hvorki fullur né ófullur. Ég ætla að segja þér sögu mina í stórum dráttum, svo að það fari ekki fyrir þér eins og mér. Reynir þagnaði, og virtist hugsa sig um, en byrjaði svo á raunasögu sinni. Ég fæddist héma í Reykjavík fyrir rúmum tuttugu árum og foreldrar mínir voru, Sigurður Jónsson yfirlæknir og Jónína Reynisdóttir. Ég var einkabam og var af þeim sökum spilltur af eftirlæti og fékk allt sem ég bað um og gat baðað mig í ástríki móður minnar og föður. Ég fór í skóla sex ára, og varð strax stór strákur, af því að ég var sá eini sem þorði að rífast við kennarann, sem var gömul kona og auk þess var ég sterkasturaf strákunum. Þeir voru hræddir við mig og litu upp til mín og það notfærði ég mér óspart, og ef einhver neitaði að gera það sem ég skipaði honum, þá var honum gefið á kjaftinn og oft laminn sundur og saman. En hinir strákarnir stóðu hjá aðgerðarlausir, því að þeir vissu, ef að þeir blönduðu sér í þetta, þá gátu þeir orðið fyrir barðinu á mér líka, og vissu að ég réð við þá alla saman. Og oft og oft hringdu reiðar mæður í foreldra mína og kvörtuðu undan að synir þeirra hefðu verið allir bláir og marðir undan mér, þegar þeir kemu heim úr skólanum. En þegar foreldrar mínir báru þetta undir mig, þá laug ég mig út úr vandræðunum og sagði að þeir hefðu ætlað að ráðast á mig, og hvað gat ég annað gert en varið mig. Og þau trúðu mér alltaf og ég var meira og meira spilltur af eftirlæti. Svona gekk þetta alla tíð, alla mína skólagöngu alveg fram að ellefu ára aldri. Þá varð faðir minn, vitni að einum slagsmálum mínum og það breytti heldur áliti hans á mér og hefur æ síðan minnkað. Hann hafði séð mig berja átta ára strák af því að hann vildi ekki kveikja í ruslatunnu þar nærri, því ég var of mikið lítilmenni til þess að gera það sjálfur. Eftir vel gert verk að mér fannst, snéri ég mér við og bjóst til að ganga leiðar minnar. En þá stóð ég augliti til auglitis við föður minn. Svipur hans var ægilegur og grönnu brúnu hend- umar hans krepptust saman og opnuðust á víxl eins og klær tilbúnar að grípa mig. Ég var gripinn ofsa hræðsiu og snérist á hæl og tók á rás inn götuna, inn í garðinn hjá frú Jónsson og út á næstu götu. Ég hljóp eins og ég ætti lífið að leysa og hjartað barðist um í brjósti mér, og mér fannst ég heyra fótatak föður míns á eftir mér. Reynir þagnaði, eins og að hann væri að gefa mér tíma til að melta þetta, og það var sem hann vaknaði af dvala þegar hann spurði mig hvort mér leiddist. Nei ég hélt nú ekki, forvitni mín var að fullu vakin, og það var eins og mig þyrsti að fá að vita meira um þennan sérkennilega drykkjumann. Og mér varð að ósk minni en áður en hann byrjaði aftur á sögu sinni, hafði hann hellt víni í bollann og teygaði það eins og vatn. Svo leit hann á mig og brosti afsakandi. Þetta skerpir minnið, en, jæja en ég verð að drekka, ef ég fæ ekki vín þá er ég búinn maður. Vínið er orðinn hluti af mér, ég get ekki án þess verið. Jæja, en nú áfram, ég ætla að hlaupa yfir fáein ár. Já, þegar ég var sextán ára, þá var ég byrjaður að smádrekka, ástandið heima fyrir var ömurlegt, faðir minn fyrirleit mig, en móðir mín reyndi sífellt að bera í bætifláka fyrir mig og þau rifust oft. Nú var ég orðinn mikill gæi meðal skólafélaga minna, því að ég reif kjaft við kennarana, var farinn að vera með stelpu og drakk þar að auki. Ég var sjaldan heima við, heldur slæptist um og leiddist út í meiri drykkjuskap og vitleysu. Svo var það um vorið þegar ég lauk gagnfræðaprófi. Um morguninn höfðu foreldrar mínir og ég, mætt við athöfn niðri í skóla og ég fékk afhentar einkunnir mínar. Þrátt fyrir að ég væri sjaldan heima og slæptist um með alls konar lýð, þá stundaði ég nám mitt. Og það sýndi sig með því, að ég fékk prýðiseinkunn í öllum fögum. Móðir mín var mjög hreykin af mér, og faðir minn gat ekkert út á mig sett. Svo um kvöldið, átti að vera skemmtun í samkomuhúsi skólans, og ég ætlaði að fara, en móðir mín hafði boðið heim nokkrum gestum og ætlaði mér að vera heima og vera þeim til skemmtunar. En ég brást reiður við, og sagði að hún hefði engan rétt til að ráðstafa mér eins og einhverju barni. Ég sá að þessi orð særðu móður mína, en skeytti ekkert um það, mér var það mest í mun að komast á skemmtunina. En móðir mín lét sem ekkert væri og tók um hönd mér og horfði ástúðlega á mig. Svo strauk hún mér um vangann og bað mig um að koma ekki seint heim. Síðan gekk hún erinda sinna inn í stofuna. En ég stóð eftir og hugsaði um það í fyrsta skipti hve móðir mín gæti þolað mér þetta lengi. En svo komu félagar mínir og ég hratt þeim hugsunum frá mér og við gengum kátir og spaugandi niður í samkomuhúsið. Þegar við komum þar að, dundi músíkin út á götuna og fólkið streymdi að, prúðbúið í júníblíðunni. Við gengum inn í húsið, í salinn og settumst við eitt borðanna og pöntuðum okkur gosdrykki. Litlu seinna komu ungu stúlkurnar og við stóðum upp heldur mannalegir og buðum þeim í dansinn og dönsuðum góða stund. Svo urðum við þreyttir og settumst við borðið og fengum okkur gosdrykki. Svo var dregin upp vínflaska við mikinn fögnuð, og hellt óspart í glösin. Þegar hún var tóm, var undir eins dregin upp önnur og ekkert til sparað. Ég var orðinn vel kenndur og þegar stúlkurnar fóru að hvíslast á og flissa um ástand okkar, þá þreif ég í eina þeirra og dró hana út á gólfið og dansaði við hana til að sýna að ég væri enn vel fær um að standa á fótunum. En þar sem ég hafði drukkið ótæpt, hafði vínið svifið á mig og ég var heldur óstöðugur á fótunum og átti það til að rekast heldur óþyrmilega á fólk í dansinum. Stúlkan skammaðist sín fyrir að dansa við mig og reyndi ákaft að koma mér út af gólfinu, en ég þóttist vera maður með mönnum og fór hvergi. Svo komu félagar mínir, engu betur á sig komnir en ég og þarna vöfruðum við um á gólfinu og létum ekki sem best. En svo sáum við dyravörðinn stefna í átt til okkar, og höfðum okkur þá hið snarasta af gólfinu og settumst við borðið. Enn var dregin upp flaska og við fengum okkur í glösin og var þá farið að metast um, hver af okkur félögunum gat drukkið meira en hinir. Þar fóru leikar svo, að ég og annar strákur að nafni Einar höfðum yfirburði yfir hina og reyndum nú sem ákafast að drekka hvorn annan undir borðið. Og enn sýndi ég yfirburði mína og teygaði úr glasi af óblönduðu víni, en þá var sem eldur kviknaði í hálsi mér og mér fannst ég vera að kafna og dró að mér andann í stórum sogum. Einari tókst ekki að leika þetta eftir og var ég úrskurðaður sigurvegari. Einhvern veginn tókst mér að hafa mig á fætur í maí var sagt frá því hér í blaðinu að JC Akureyri hefði veitt nokkrum unglingum í skól- um Akureyrar verðlaun fyrir rit- gerðir, sem allar áttu það sammerkt að fjalla um vímu- gjafa. Saga sú sem birtist í opnunni vakti sérstaka at- hygli dómnefndar- innar og þótti ástæða til að veita höfundinum viður- kenningu. Sagan er eftir Halldóru Benjamínsdóttur, nemanda í Gagn- fræðaskóla Akur- eyrar. SAGA DRYKKJUMANNS 18.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.