Dagur - 18.12.1980, Side 25

Dagur - 18.12.1980, Side 25
„Dagdvelja“ Umsjón: Jón Gauti Jónsson og Bragi V. Bergmann O 9 Hve marga þríhyrninga sérðu á myndinni? Hvað heitir maðurinn? Hálft er nafnið á himni uppi, en hálft niðri í kolagröf. Aðgreindu stjörnurnar frá hver annarri með sem fæstum línum. Völundarhúsið 0 J Með því að færa tvær eldspýtur til á að vera hægt að mynda fjóra feminga sem eru jafnstórir þeim fimm, er hér að ofan eru sýndir. Erfða- skráin Öldungur nokkur, allvel fjáð- ur lét svo ummælt í erfðaskrá sinni að stofna skyldi að hon- um látnum, sjóð af eigum hans og skyldi sjóðnum varið til styrktar gömlu fólki í bæn- um, sem hann bjó í. Hver sá karl sem kominn væri yfir sjötugtskyldi fá úrsjóðnum 60 Nýkr. á ári, en konur á sama aldri skyldu fá 45 Nýkr. á ári. En til þess, að geta orðið styrksins aðnjótandi urðu þeir, sem óskuðu hans að senda inn umsókn. Síðan dó maðurinn. I bæn- um voru alls 800 manns og konur, sem höfðu aldur til að njóta styrksins. En fyrsta árið sóttu aðeins tveir af hverjum þremur karlmönnum um styrk en 8 af hverjum 9 kon- um. Nú er spurningin: Hve mikla upphæð þurfti stjórn sjóðsins að borga út fyrsta árið Kaðalstiginn Seglskúta siglir inn Eyjafjörð og kastar akkerum á Pollinum. Kaðalstiga er hent útbyrðis, því ferja á mannskapinn í land. Hálfur meter er á milli þrepa á kaðalstiganum og þarf að nota 10 þrep til að komast ofan í ferju- bátinn. Þetta gerðist á háflóði, en þegar skipsfélagar sigla aftur um borð er komin fjara og hafði lækkað í sjónum um 2 metra. Hvað þurfa þeir nú að fara upp mörg þrep á kaðalstiganum til að komast um borð? Hér birtist annar þáttun nn undir þessu nafni. Ekki vitum við, hvemig lesendum hefur litist á efni fyrsta þáttar eða gengið að leysa þær þrautir og gátur er þar birtust. Lausnirnar er að finna hér að neðan, og mun sá háttur verða á, að lausnir verði kynntar u.þ.b. viku frá birtingardegi. Þessi þátt- ur er áþekkur þeim síðasta, hvað varðar efnisval, en allar ábend- ingar um efnisval eru þegnar með þökkum. Jafnframt eru gátur eða þrautir vel þegnar, og óskast þær sendar skrífstofu Dags ásamt með lausnum. Að endingu óskum við lesendum Dags gleðilegra jóla og vonum að þrautir þær er hér birt- ast geti dvalið um fyrir einhverjum yfir hátíðina. Utanáskrift: „Dagdvelja“ c/o Dagur Tryggvabraut 12 600 Akureyri. Af átthagafélagi Hér á landi er starfandi átthagafélag, eitt af mörg- um, en þetta félag er mjög fámennt og fjárvana. Það reynir þó að standa fyrir sínu, eins og önnur átt- hagafélög og heldur sína árlegu árshátíð í mars. En þetta er svo fátækt félag, að það hefur ekki efni á því að auglýsa árshátíðina. Upplýsingar um hana verða því að berast út meðal manna. Einn af fé- lögunum, sem við skulum kalla Jón, vissi hvað til stóð, og hringir í formann- inn til að spyrjast frétta, en svo illa stóð á að formaður varekki heima. Jón hringir því í einn meðlim félags- ins. Sá sagðist ekki vita upp á hvaða dag hátíðina bæri, en eitt væri v* st að hún væri fyrir 17. mars. Jón var ekki ánægður með þetta svar og hringir því í annan, og tjáði sá Jóni, að hann væri ekki heldur viss, en öruggt væri að dagsetn- ingin bæri upp á tölu í þriðja veldi. Jón hringir nú í þann þriðja, og þar var honum sagt að ekki ætti að halda árshátíðina á degi, sem bæri upp á tölu í öðru veldi. Ekki gafst Jón upp og hringir nú í þann fjórða. Þar fékk hann það svar að öruggt væri að halda ætti hátíðina eftir 15. mars. Jóni fór nú að leiðast mál- ið, en hringir samt í þann fimmta. Lítið var ástandið betra þar, og það eitt vitað að halda ætti hátíðina á degi sem bæri upp á odda- tölu. í mikilli bræði hringir Jón nú aftur í formanninn, sem nú var viðlátinn og hellir úr skálum reiði sinn- ar. Eftir að formaður hefur hlustað á raunasögu Jóns, segir hann, að þetta séu að ýmsu leyti mjög merkileg- ar upplýsingar, sem Jón hafi aflað sér, því aðeins einn mannanna hafi haft rétt fyrir sér, allir hinir rangt. Og nú er komið að ykkur lesendur góðir, að hjálpa Jóni, svo hann missi nú ekki af árshátíðinni. Upp á hvaða dag í mars ber árshátíðina? Lausnir á síðustu „Dagdvelju6í Ferðalagið: Snigillinn kemst upp á kassann á 16. degi, því þann dag nær hann upp á brúnina og sígur því ekki neitt til baka. Hvað er það ...: Hóffjöður. Hvað heitir maðurinn: Krist- mundur. Bókaormurinn: Hann skriður alls 20 cm. Til þess að fá rétt svar er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hvernig bækur snúa í bóka- hillu. Athugaðu bókahilluna hjá þér. Þá sérðu að aftasta síða fyrstu bókar er vinstra megin. Ormurinn skríður því í gegnum 2 stök kápu- spjöld og 3 heilar bækur. Eftirhvern ervísan: Kristján Níels Jónsson (Káinn). Eldspýtnaþraut: Lausn á síðasta völundarhúsi. DAGUR.25

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.