Dagur - 18.12.1980, Blaðsíða 11

Dagur - 18.12.1980, Blaðsíða 11
Skólabörn svara Jólasveinarnir Jólasveinar ganga um gólf með gylltan staf i hendi. Móðir þeirra sópar gólf og strýkir þá með vendi, skarpan Itafa þeir skólann undir hendi. (Gamall þjóðkvœði.) Það hefur víst ekki verið fyrr en á síðustu áratugum, að íslendingar breyttu hugmyndum sínum urn jólasveina til hins betra. Áður fyrr, voru þeir notaðir til þess að hræða börn á þeim, en nú eru þeir aufúsugestir á hverju heimili, hvar sem er og koma, að því að börnunum er sagt, með jólagjafirnar. Að öllum líkindum hafa þarna komið til áhrif frá Santi Kláusi, frænda íslensku jólasveinanna, en hann á heima í „útlandinu" og er sagður mjög bamgóður og er varla hægt að tala um slæm erlend áhrif á ís- lenska menningu í þessu sam- bandi. Á 18. öld var sagt, að jóla- sveinar væru jötnar á hæð, ljótir og luralegir. Þá áttu þeir að hafa verið i röndóttum fötum, með stóra gráa húfu á höfðinu og hafa haft með sér stóran gráan poka eða stóra kistu til að láta óþekk böm í og einnig „guðlausa menn.“ Á nítjándu öld var talið, að þeir klæddust algengum íslenskum bændafötum og væru með skegg niður á tær, en eru yfirleitt taldir nokkru fríðari en á öldinni á undan. Minna var þá um það, að þeir tækju með sér óþekk börn. Á þessari öld — þeirri 20. — verða svo jólagjafir almennari, og er þá jólasveinunum falið það hlutverk að koma með þær, til barna og fullorðinna, og nú er svo komið, að þeir eru taldir mjög góðir í sér. Jón Árnason þjóðsagnasafnari, hefur þetta um jólasveinana að segja: Jólasveinarnir voru synir Grýlu og Leppalúða. Raunar er það sumra manna mál, að Grýla hafi átt jólasveinana áður en hún giftist Leppalúða. Jólasveinar heita svo eiginlegum nöfnum: 1. Stekkjastaur, 2. Giljagaur, 3. Stúfur, 4. Þvörusleikir, 5. Potta- sleikir, 6. Askasleikir, 7. Falda- feykir, 8. Skyrgámur, 9. Bjúgna- krækir, 10. Gluggagægir, 11. Gáttaþefur, 12. Ketkrókur og 13. Kertasnýkir. En því eru þeir þrettán að tölu, að hinn fyrsti kemur þrettán dögum fyrir jól, síðan einn á hverjum degi, og sá síðasti á að- fangadag jóla. Á jóladaginn fer hinn fyrsti burt aftur, svo hver af öðrum og hinn síðasti þráttánda dag jóla. Jólasveinarnir hafa, eins og foreldrar þeirra, verið hafðir til að hræða með börn, en einkum um jólaleytið. Áttu þeir þá að koma af fjöllunum, ofan til mannabyggða til að fremja þá iðn, sem hver þeirra tamdi sér og flest nöfn þeirra eru kennd við. En allir voru þeir eins vísir til að taka börn þau, er hrinu mjög, eða voru á annan hátt óstýrilát. Ekki hefur öllum borið saman um fjölda jólasveinanna. Segja sumir, að þeir hafi ekki verið fleiri en níu, og bera fyrir sig þulu þessa, sem allir kannast við: Jólasveinar einn og átla ofan komu affjöllunum. tfyrrakvetdþeir fóru að hátta þeir fundu hann Jón á Völlunum. En Andrés stóð þar utan gátta, —þeirœlluðu að fcera hann tröllunum, en hann beiddisl af þeim sátta, óhýrustu köllunum, ogþá var hringt öllum jólabjöllunum. (Úr Æskunni 1971). Svör skólabarna í prófum, geta oft verið mjög hugmyndarík og sniðug. Hér á eftir fara nokkur dæmi um það: Hvaða merkur útlendingur gekk í lið með Bandaríkja- mönnum í frelsisstríðinu? — Guð. {hvaða röð eru guðspjöllin? — Hvert á eftir öðru. Hvaða skepna verður hændust að manninum? — Konan. Hvaða þjóð byggir Pódalinn? — Pódælingar. Fólkið, sem bjó í Egyptalandi í fomöld, er kallað múmíur. Sá er helsti munur á lofti og vatni, að hægt er að auka raka í lofti, en ekki í vatni. Kettir eru ferfætlingar og venjulega eru fæturnir sinn í hverju horni líkamans. Maginn í flestum dýrum er rétt sunnan við rifin. Maðurinn er eina dýrið, sem kann að kveikja ljós, og ekkert annað dýr kann heldur að snýta sér. Guð lét syndaflóðið koma, af því að mennirnir voru svo óhreinir. Maðurinn er dýr, sem klofið er upp að miðju, og gengur á klofna endanum. Hænur eru fallegir fuglar. Þær eru búnar þannig til, að aðrar hænur liggja á eggjum og unga þeim út. „Gleðileg jól“ á 14 tungumálum Um gervallan heim óska menn hver öðrum gleðilegra jóla, þegar hátíðin fer í hönd. Hér á eftir getur að iíta, hveraig óskað er gleðilegra jóla á 14 tungumálum. Daaska: Glædeligjul. Finnska: Hyfiá jouíu. Enska: Merry Christmas. Þýska: Fröhlichc Weihnaehten. Hollenska: Vroolijk Kerstfeest. Spánska: Feliccs Natale. Franska: Joyeux Noel. Griska: Cala Heistougena. Rússncska: Se Rozhdestvom Christovym. Pólska: Wesoiych Swiat. Kínverska: GungTsu Yeh Su Sun Tau. Indverska: Christntas Mubarik. Tékkneska: Vesele Vanoce. Skrýtlur Skrýtlur Lítill drengur lá á sjúkrahúsi. Hann las bænirnar sínar á hverju kvöldi og horfði jafnframt á englamynd, sem hékk á veggnum fyrir ofan rúmið hans. En rétt fyrir jólin, þegar gert var hreint á sjúkrahúsinu, tók hjúkrunarkona englamyndina og sagðist ætla að þvo hana. Um kvöldið, þegar drengurinn hafði lesið bænirnar sínar, andvarp- aði hann og mælti svo: — Góði Guð, viltu vaka yfir mér í nótt, því að englamir eru í þvotti. — Dísa, sem er þriggja ára, er háttuð og á að fara að sofa. — Ég vil ekki vera ein, ég er svo hrædd. — segir hún volandi. — Þú þarft ekki að vera hrædd, guð er hjá þér. — segir mamma. Hún kyssir Dísu og fer svo fram. Eftir litla stund opnast dyrnar á svefnherberginu og Dísa stendur volandi í gættinni. — Mamma, okkur guði leiðist svo.— Jónas litli var að leika sér úti við, og kom hlaupandi inn. — Mamma, viltu lána mér hamar. — — Hvað ætlarðu að gera við hann? — spurði mamma. — Ég þarf að reka nagla í vegginn. — sagði Jónas. — Þá færðu hann ekki, þú ert vís til að berja þig í fingurna og meiða þig, — sagði mamma. — Engin hætta, mamma, ég læt Sigga halda um naglann. — Þegar Jens var þriggja ára gam- all, fékk hann að fara með móður sinni til nágrannakon- unnar til að sjá nýfætt barn hennar. — Þegar konan sýnir þér bamið — sagði móðir Jens, — átt þú að segja eitthvað fallegt um litla angann. — Jens lofaði því, og svo lögðu þau af stað. Þegar konan lyfti barninu upp, til að sýna það, sagði Jens, er hann hafði horft litla stund á bamið. — Ja, það má nú segja, að litli drengurinn hefur bæði löng og falleg eyru. — — Flestir stóru fiskarnir í sjón- um lifa aðallega á smásíld, — segir kennslukonan í dýra- fræðitíma. — Ég trúi því nú ekki, — segir Edda litla, — hvernig fara þeir að því? — — Hvað er það, sem þú skil- ur ekki? — segir kennslukonan. — Ég skil ekki hvernig þeir fara að því að opna dósirnar. — Prestur var að hlýða börnum yfir kafla úr biblíusögunum, sem þau höfðu átt að læra ut- anbókar. Kaflinn byrjaði svona: — Það boð gekk út frá keis- aranum Ágústusi, að allur heimurinn skyldi skattskrifast. Einn drengurinn, sem var nokkuð gjarn á að lesa skakkt, þuldi þetta þannig: — Það roð hékk út úr keisaranum í ösku- stó, að allur heimurinn skyldi gatrífast. — Gagnsær hlutur, er eitthvað, sem hægt er að horfa í gegnum, t.d. skráargat. Beinagrind er maður, sem vantar á bæði húð og hár. Vinstra lungað í manninum er dálítið minna en hægra lungað, af því, að sálin er rétt hjá því. Besta ráðið til að stöðva blóðrás úr fæti er það að vefja fætinum utan um líkamann, rétt fyrir of- an hjartað. Besta ráðið til að mjólk súrni ekki, er að geyma hana í kúnni. Skrýtlur Pabbi var að hjálpa Nonna með málfræðina, nánar tiltekið, um tiðir sagna. — Sjáðu nú til, — sagði liann, — hvaða tíð er þetta: Ég þvæ mér, þú þværð þér, hann þvær sér, hún þvær sér, við þvoum okkur, hvaða tíð er þetta? — Nonni hugsar sig lengi um. En allt í einu rennur ljós upp fyrir honum, og andlit hans ljómar af gleði. — Þetta hlýtur að vera að- fangadagskvöld. — Nonni: Er það satt að litli bróðir hafi komið frá himnum? Mamma: Já, já. Nonni: Það er ekki nema von, englarnir hafa verið orðnir dauðþreyttir á þessari vælu- skjóðu. Inga litla (íbúðinni): Ég ætla að fá spegil. Búðarstúlkan: Á það að vera handspegill? Inga: Ég vildi gjarnan geta séð andlitið líka. Anna og Bjössi eru að leika sér úti i garði. Eftir litla stund fara þau að rífast og Anna hendir bílnum hans Bjössa út á götu. Þá fer Bjössi að skæla svo hátt, að Anna verður hrædd og fer að skæla líka. Þá hættir Bjössi að skæla og segir byrstur: — Þegiðu Anna, það er ég sem á að skæla. — Kvikmyndahúseigandi í Skot- landi vildi vera höfðinglegur við bíógesti sína. Hann lét mála skilti yfir dyrnar á kvikmynda- húsinu, og þar stóð letrað stór- umstöfum: — Allir, sem komnir eru yfir áttrætt, fá ókeypis aðgang, ef þeir eru í fylgd með foreldrum sínum. — DAGUR.11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.