Dagur - 18.12.1980, Blaðsíða 26

Dagur - 18.12.1980, Blaðsíða 26
— Hagleiksmaður í Kinn Framhald af bls. 23. annast uppsetningu á 50 kílóvatfa rafstöð á Eyvindarstöðum í Sölvadal í Eyjafirði. Björn er dverghagur maður eins og faðir hans, Þórhallur Björnsson, fyrr- um sntíðakennari við Laugaskóla og bóndi á Ljósavatni. Á síðari árum hefur verið reynt að miða við 20 kílóvatta raforku þar sem vatnsaflstöðvar hafa ver- ið byggðar á sveitabæjum. Er þá vel fyrir þeim þætti séð, enda þótt mikla raforku þurfi við súg- þurrkun heys á sumrin á venju- legurr. bóndabýlum. Eflaust hefur Jón þurft nokkuð fyrir því að hafa fyrst í stað, að reikna út hvað unnt væri að fá mikla raforku við hin ýmsu skil- yrði á bæjum, sem ætíð eru ólík frá einum bæ til annars. Þar þarf mæla vatnsmagnið, fallhæðina og fleira og í upphafi þarf að gera sér grein fyrir því, hvort hægt er að ástengja rafal og vatnsvél í stað þess að nota reim. en ástenging gefur meira afl og þarf að smíða vatnsvélina eða túrbínuna með tilliti til þess. Gerir það málið nokkuð flóknara. Jón hefur ástengt vélar fyrir 180 metra fallhæð og niður i 1,80 metra fallhæð. Minnsta fallhæðin. 1,80 metra fallhæð. er í Svartárkoti og svipað í Holtakoti. þar sem Björn á Ljósavatni lagði hönd að verki að mestu. Þar kemur sumt af hjólinu ofan við vatnsborð og þykir dá- lítið einkennilegt. Sjálfsnám Jóns í Árteigi og tveggja vetra nám í Laugaskóla á sínum tíma, auk tilsagnar fróðra manna, svo sem Þorgeirs Jakobs- sonar frá Brún, sem gat útvegað Jóni nauðsynlegar bækur og Guðmundar verkfræðings Björnssonar frá Kópaskeri, sem hvergi sparaði að miðla Jóni af þekkingu sinni, skiluðu honum langt og gerðu honum kleift að vinna mörg þau verk, sem aðeins eru talin á fperi langskólageng- inna manna i verklegum fræðum. Jón í Árteigi er nú, þegar þetta er sett á blað, haustið 1980. að smíða vatnsvél í áðurnefnda Ey- vindarstaðarafstöð og aðra, sem verður sett upp vestur í Tálkna- firði og er 25 kílóvatta. Einhverjir hinna mörgu, sem eflaust hafa í huga byggingu heimilisrafstöðva og hafa leitað umsagnar Jóns, láta sennilega til skarar skríða og ráð- ast í framkvæmdir. Kemur þá einnig til kasta Jóns Sigurgeirs- sonar, ef að líkum lætur. Rafstöðvar kosta um 20 milljónir Kostnaður við nýja vatnsafls- stöð~ er mismunandi á bæjum, enda aðstæður ólíkar. Húsafells- stöðin. sem auðvitað myndi nægja mörgum sveitabæjum kostar sennilega 20 milljónir. En aðstaða var m.a. þannig, að grafa þurfti mikinn skurð langan veg vegna vatnsins. En stöðvar fyrir einstaka bæi er varlegt að áætla innan við 10 milljónir króna. En það er þriðjungur eða fjórðungur ibúðarverðs um þessarmundirog þá ekki miðað við húsnæði fram yfir þarfir. Þá er þess að geta um ■itöðvar Jóns, að þær eru þriggja fasa, en ekki einfasa, svo sem bændur með samveiturafmagn kvarta mest yfir. Verðmismunur fyrir einfasa- og þriggjafasa raf- mótora er ótrúlega mikill, þriggjafasa stöðvunum í hag. Nótur sem ég sá nýlega yfir jafn stóra einfasa og þriggjafasa mótora, færðu mér heim sanninn um það, að þriggjafasa mótorinn kostaði ekki nema þriðjung á við hinn, gróflega reiknað. Það mun samróma álit flestra eða allra, sem reynt hafa, að vel gerðar heimilis-vatnsaflsstöðvar borgi sig á tiltölulega fáum árum 26.DAGUR en endist mjög lengi með litlum viðhaldskostnaði. Og þar sem virkjunaraðstaða er hagstæð, má telja hana til jarðarhlunninda. ekki síður en reka og æðarvarp. Fyrir kemur, að stöðvarnar reynast ekki að öllu leyti eins og talið var í upphafi. Til þess geta margvíslegar orsakir legið. Einu sinni sagði Jón mér frá rafstöð sem hann smíðaði og setti niður vestur við Arnarfjörð. Þar notaði ég, sagði hann, nælon í fóðringar á vatnsvél. Það þrútnaði í vatninu og allt sat fast. Eftir að ég skipti um og setti koparfóðringar í staðinn, gekk allt eins og til stóð. Hann sagði mér einnig eftirfar- andi: Það bar til fyrir nokkru á Botni í Súgandafirði, að stöð sem ég hafði endurnýjað og stækkað skilaði ekki fuilum afköstum, sem ég liafði reiknað út og sagði bónda að hún myndi skila. Þetta þótti mér ákaflega leitt, fór yfir útreikninga mína á ný en fann ekki skekkju í þeim. Við stækkun stöðvarinnar framlengdum við aðrennslisrörið til að auka vatns- kraftinn. Þegar ég setti í gang kom í ljós, að stöðin vann ekki eðlilega og vantaði ofurlítið upp á full afköst, samkvæmt því sem ég hafði reiknað. Bóndinn, sem er einkar greindur maður, varð ekki gramur, svo sem eðlilegt hefði þó verið, en hæfni mín beið hnekki í hans augum og mjög að vonum og þótti báðum miður. Lét hann þó lítt á því bera. Renndi ég út túðuna og jókst framleiðslan svo- litið en ekki var ég ánægður. Svo liðu mánuðir og einhver ár, en þá varstöðun stækkuð á ný og veru- Iega, með því að auka enn fall vatnsins. Vatnið var leitt í gamla surtarbrandsnámu og þaðan var það leitt í pípu heim í rafstöðina. En dageinn hringdi bóndinn til mín að vestan og sagði hann mér, að þegar hann hefði rifið sumdur göntlu inntaksleiðsluna hefði spýta staðið þar þversum. Var þar komin skýring á reikningsskekkj- unni. Enn sem fyrr er verkaskipting- in veruleg nauðsyn og framúr- skarandi handverks- og hugvits- menn ómetanlegir sinum sveit- um. Hinn merki hagleiks- og umbótamaður, Bjarni Runólfs- son frá Hólmi, á langa röð ljósa í slóð sinni um Norðurland fyrir hálfri öld. Þeir Jón Sigurgeirsson í Árteigi og Björn Þórhallsson á Ljósavatni eru síðar á ferð, búnir hugviti, hagleik og djörfung til að leysa hin ýmsu vandamál á sínu sviði og einnig búnir þeim eigin- leika að hafa meiri áhuga á að ljúka viðfangsefni en fá laun sín greidd. ESBHHSSlsllilHIslHESEHEHlHlHHHSBIalBlHllHlBlHlElslBSIsHslSBBlHlSlHllHllHlSlsllslBBHBSIsllslBSHIslHSSHHS H H H H H H H H H H H B B H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H B H H 1 H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H B H H B H H H H H H H H H H H Eyðileggið ekki jólaskapið með óvarfærni Gerið yðar til að slys varpi ekki skugga á jólahátíðina. + Akið variega. + Farið varlega með eld. Verum samtaka um aó halda gleðileg jól! SJÓVÁ býður yður allar tegundir trygginga á hagkvæmum kjörum. SjóvátrygyífijÉlag Islands Þakka viðskiptin á árinu sem er að hverfa í aldanna skaut, og óska öllum viðskiptavinum mínum gleðilegra jóla og góðs komandi árs. Kristján P. Guðmundsson, Glerárgötu 20, sími 22244, 4 línur. Sjóvá tryggt - er vel tryggt H H H H H H H H H H H H H H H H 'H H H H H H B H H H H H H H H H H H H B H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H H B H H H B H HHHHHSESSBEEEHHEHHHHHBHSslHHHHHHHHHHHHHHHEEHBHHBEEHHHHHHHHHSHHEHE Óskum viðskiptavinum vorum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Landsbanki íslands Strandgötu 1, Akureyri Brekkuafgreiðsla, Kaupangi Raufarhafnarafgreiðsla Óskum Húsvíkingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Þökkum samstarfið á árinu Bæjarstjórn Húsavíkur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.