Dagur - 18.12.1980, Blaðsíða 31
Kauptu miða handa Stjána lfka,
elskan. Ég gleymdi að bjóða honum
i brúðkaupið, svo ég bauð honum
bara i brúðkaupsferðina.
Fylgist nú vel með — og ef þið
verðið ekki ánægð með sýninguna
fáið þið peningana aftur.
Já, þú hlærð, en í gamla daga voru
allir í brynjum. Auk þess sem kött-
urínn braut í sér tvær tennur áðan.
Prentað í Prentsmiðju Jóns Jóns-
sonar, Hamravík.
Þetta er þó tilbreyting frt gömlu
Hlaðir í Hörgárdal
— norðtenskt svsitahehnlll f
byrjun 20. aldar
eftir Steindór Stelndórsson
fyrrv. skólamelstara
Hlaðir í Hörgárdal er þjóðháttalýs-
ing frá fyrstu áratugum þessarar
aldar. Höfundurinn, Steindór
Steindórsson fyrrv. skólameistari,
rekur þar daglegt líf á norðlensku
sveitaheimili, þar sem mætast
hættir og viðhorf tveggja alda,
annarsvegar stendur heimilið föst-
um fótum i viðhorfum 19. aldar-
innar, en hinsvegar er þar tekið
feginshendi vinnubrögðum og við-
brögðum þeirrar framfaraöldu,
sem barst islenskum landbúnaði og
sveitalífi í upphafi aldarinnar.
Þannig verður hér til einskonar brú
milli gamals og nýs tíma. Umhverfi
og húsaskipan er lýst, svo og lifi
fólksins við störf og hvild, vinnu-
brögðum, klæðnaði, mataræði,
menntun o.s.frv. Þetta er tvímæla-
laust bók sem allir unnendur þjóð-
legs fróðleiks munu hafa mikla
ánægju af.
Bókin er 142 blaðsíður, prentuð
og bundin í Prentverki Odds
Bjömssonar og útgefandi er Bóka-
forlag Odds Bjömssonar á Akur-
eyri.
Skuggi úlfsins
eftir James Barwick
Að kvöldi hins 10. maí 1941 stökk
annar valdamesti maður Hitlers-
Þýskalands, Rudolf Hess, í fallhlíf
úr flugvél yfir Skotlandi. 1 þessari
bók er reynt að geta sér til um
ástæður þessa ferðalags, en Hess
var handtekinn í Bretlandi og er
enn á lífi í Spandau-kastalanum í
Vestur Berlín. Þar er hann fangi og
vilja Bandamenn ógjaman gefa
honum frelsi, þó oft hafi það komið
til greina. Að öllum líkindum óttast
þeir að vitneskja hans um einstakl-
inga og pólitíska atburði gæti orðið
hættuleg ef hún yrði gerð opinber. í
bókinni er sagt frá öðmm manni
sem var með Hess í flugvélinni og
varð það hlutskipti hans að af-
henda mönnum í Bandaríkjunum
upplýsingar frá Hess. Þessi maður
hét Alfred Hom og hin stórkostlegu
ævintýri hans í Bretlandi og
Bandaríkjunum fá lesandann til að
standa á öndinni af spenningi.
Þetta er hrollvekjandi saga af
mannaveiðum og stórkostlegum
áhættum. Frá sögulegu sjónarmiði
em getgátur bókarinnar jafn
furðulegar og ægilegar eins og
raunvemleikinn.
Skuggi úlfsins er 224 blaðsíður,
prcntuð og bundin i Prentverki
Odds Bjömssonar á Akureyri og
úlgcfandi er Bókaforlag Odds
Bjömssonar. Þýðandi er Hersteinn
Pálsson.
*
DAGTJR
Á bókamarkaði
Verndarenglar
eftir Sidney Sheldon
í þessari bók segir frá Jennifer
Parker, sem er gáfuð, glæsileg og
einörð. I fyrsta réttarhaldinu sem
hún vann að sem laganemi verður
hún til þess að saksóknarinn sem
hún vinnur með tapar málinu, sem
snerist gegn Mafíunni. Leggur
hann hatur á hana fyrir vikið og
gerir allt sem í hans valdi stendur til
að útiloka framtíð hennar sem lög-
fræðings. En allt kemur fyrir ekki.
Jennifer Parker vinnur sig upp með
þrautseigju, með því að taka að sér
mál alls kyns hópa, sem enginn
lögfræðingur vill láta bendla sig
við. Árangurinn lætur ekki á sér
standa, hún verður einhver mest
hrífandi og eftirsóttasti lögfræðings
Bandaríkjanna.
Jennifer Parker er stórbrotnasta
persóna sem Sidney SQheldon
hefur skapað — kona, sem með því
einu að vera til, hvetur tvo menn til
ásta og ástðna ... og annan þeirra
til óhæfuverka. Áður hafa komið út
eftir sama höfund bækumar Fram
yfir miðnætti, Andlit í speglinum
og Blóðbönd, sem allar hafa verið
kvikmyndaðar og sýndar hér á
landi.
Bókin er 280 blaðsíður, prentuð
og bundin í Prentverki Odds
Bjömssonar og útgefandi er Bóka-
foflag Odds Björnssonar. Þýðandi
er Hersteinn Pálsson.
Kvæðið festist
mér í minni
Sigríður Helgadóttir, fyrrum á
Kálfborgará í Bárðardal,
lærði eftirfarandi kvæði mjög
ung af móður sinni, Þuríði
Sigurgeirsdóttur á Kálfborg-
ará. Ekki veit hún um höf-
undinn, en telur að hann hafi
verið á förum til útlanda og
kvatt land sitt og unnustu á
þennan hátt. Sigríður segist
hvergi hafa séð kvæði þetta á
prenti og efast um að það sé til
annars staðar en í huga sér því
hún hafi aldrei sett það á blað.
Af einhverjum ástæðum hafi
hún aldrei gleymt kvæði þessu
þótt margt annað, sem hún
lærði á sama tíma eða fyrir 70
árum, sé fyrir löngu horfið sér
úr minni.
E.t.v. geta einhverjir veitt
upplýsingar um höfundinn og
væru þær kærkomnar. E.D.
Hlýt ég nú nauðugur héðan að hverfa
hjartkærum vinum og ættjörðu frá.
Grimmar að brjóstinu sorgimar sverfa
sár em forlög er stríða mig á.
Sárt er að hljóta að sigla frá löndum
svífa á fjarlægum ógnbylgjusjá
þar sem að hjartað í blíðunnar böndum
bundið er kærasta vininum hjá.
Kveð ég nú ættjarðar ískrýndu tinda
iðgrænar hlíðar og rennslétta grund
kveð ég nú hjalla-kveð ég nú rinda
kveð ég nú skógarins blómgaða lund.
Kveð ég nú lindina og lækina bláu
liljumar björtu og fjólurnar smá.
Kveð ég nú fossinn í fjallgljúfrum háu
fjörðinn minn tæra og straumharða á.
Kveð ég þig ástmey og aldrei þér gleymi
okkar þó skilji nú samverutíð,
mína í hjartanu mynd þína geymi
minningin lifir æ, fögur og blíð.
Verði þín ævi í aldanna heimi
indæl og fögur sem blómaríkt vor.
Alvaldur drottinn þig annist og geymi
öll svo til farsældar liggi þín spor.
KAUPFÉLAG
SKAGFIRÐINGA
SENDIR FÉLAGSMÖNNUM SfNUM,
STARFSFÓLKI, SVO OG ÖÐRUM VIÐSKIPTAVINUM,
beztu óskir um gleðirík jól
og farsœld á komandi ári
SAUÐÁRKROKI - HOFSÓSI - VARMAHLÍÐ - FLJÓTUM
DAGUR . 31