Dagur - 18.12.1980, Blaðsíða 10

Dagur - 18.12.1980, Blaðsíða 10
Jólaefni barnanna Umsjón: Heiðdís Norðfjörð JÓLIN Einu sinni endur fyrir löngu átti lítil stúlka, sem hét Kata, heima í borg einni í Kanada. Uppáhalds- tími ársins hjá Kötu voru jólin. En í ár hlakkaði hún óvenjuiega mikið til þeirra. Þessi jól yrðu alveg sérstök, því að nú var hún í fyrsta skipti nógu gömul til þess, að taka þátt í helgileiknum í kirkjunni. Á hverju ári komu allir nánustu ættingjar hennar í heimsókn, til að vera um jólin. Hver, hafði sitt hlutverk á heimilinu. Amma ætti annríkt við bakst- urinn og eins við að undirbúa steikina. Afi myndi ná í kalkún- inn, sem hann hafði verið að fita allt árið. Pabbi hennar og bræður hans færu út í skóg, til þess að höggva stærsta tréð sem þeir gætu fundið. Það yrði sko ekki amalegt jólatré. En Kata, ásamt frændum og frænkum, myndi búa til poppkorn og svo myndu þau gera skreytingar til þess að hengja á jólatréð. Mamma hennar og móðursystur myndu skreyta allt Jólin Ennþá brosa blessuð jól, búin hvítum vetrarkjól, flytja sátt og frið í heim, fagnar allt og heilsar þeim. Ennþá logar ljósaröð, litlu börnin syngja glöð, hafa yndi öll af því, alltaf verða jólin ný. Verum alltaf glöð og góð, gagn og sómi okkar þjóð, vinhir allra alls staðar, eins og jólabarnið var. Sig. Júl. Jóhannesson. Það er talið að fyrstu jólatrén hafi verið skreytt með eplum og öðrum ávaxtum, og í þá daga trúðu menn því, að öll tré hefðu blómgast og borið ávöxt á jólanóttina. Marteinn Lúther er talinn fyrstur manna hafa fundið það upp, að setja ljós á jólatré. Áttu Ijósin að tákna stjörnur himinsins. Gamall siður, sem er enn við líði víða í Austur-Evrópu, er að láta logandi kerti vera í gluggum alla jólanóttina. Á þetta að tákna það, að jólabarnið væri úti í myrkrinu og þyrfti á leiðsögn ljóss að halda. Talið er að siður þessi muni eiga rætur sínar að rekja til írlands. Það er gömul trú víða um heim, að þegar klukkan er eitt á jólanótt, snúi allar kýr sér í austurátt og leggist niður á framfætur sínar til að vegsama frelsarann. Þá á haninn enn- fremur að gala venju fremur ha jóladags- morguninnm Heilagur Frans frá Assisi er talinn vera upphafsmaður að sang jólasálma. Hann kenndi mönnum einföld og/alleg lög, sem sungin voru tíð frelsarans, og hafa verið sungin á jólunum æ síðan. (Úr Æskunni) HENNAR KÖTU húsið með Kristsþyrni og Misttil- teinsgreinum. Allir kæmust í reglulegt jóla- skap. Og svona varð þetta. Kata var svo himinlifandi glöð. Hún fór að hugsa um Santi Kláus. Santi Kláus, var jólasveinn allra bamanna í Kanada. Hann flaug um stjörnubjartan himininn á jólanótt og lét gjafir handa börn- unum, í sokka, sem þau höfðu hengt upp, við arininn. En einmitt nú í ár, kom dálítið hræðilegt fyrir. Á aðfangadag, bilaði kirkju- klukkan. Hún gat ekki hringt. En kirkjuklukkan, gegndi miklu hlutverki á jólanótt. Það var sið- venja í borginni hennar Kötu, að hringja kirkjuklukkunni um mið- nætti á jólanóttina, til þess að segja Santi Kláusi, að öll börn borgarinnar væru háttuð og sofnuð, og einnig, að þau hefðu verið þæg og góð. En ef klukkan hringdi nú ekki, myndi Santi Kláus halda, að börnin væru óþæg og væru ekki sofnuð enn. Kata hafði mjög miklar áhyggjur af þessu með kirkjuklukkuna, en enginn i borginni, virtist vita hvað að væri. Kata sagði við pabba sinn og mömmu: — Ef Santi Kláus heyrir ekki í kirkjuklukkunni, kemur hann ekki og það er ranglátt, því að öll börnin hafa verið svo dæmalaust þæg og góð, allt ár- ið. — Mamma Kötu sagði: — Elsku Kata mín hafðu ekki svona mikl- ar áhyggjur, þetta hlýtur að lag- ast. Farðu nú bara að hátta og sofa eins og öll hin börnin. — Kata gekk hægt upp stigann. Hún var að hugsa um, hvað hún gæti gert. Og þegar hún hengdi upp sokkinn sinn, viðarininn, svo að Santi Kláus gæti sett í hann gjafirnar, fór hún með dálitla bæn, til viðbótar við þær venju- legu. — Góði Guð, ég veit að þú heyrir til mín. Þú veist, að allir krakkarnir hafa verið þægir og góðir í ár. Viltu nú ekki láta kirkjuklukkuna hringja, svo að Santi Kláus heyri, þá fer hann ekki framhjá borginni okkar, og bömin verða ekki fyrir vonbrigð- um á sjálfan jóladaginn. — Kata sat við gluggann, og horfði út. Nóttin var mjög fögur. Stjömurnar glitruðu hátt uppi á himninum, og yfir jörðinni lá ný- fallin mjöllin, eins og skínandi ábreiða. Landið leit út, eins og mynd á jólakorti. Kötu fannst tíminn standa í stað. Það var komið miðnætti. En rétt í sama bili og Kata fór upp í rúmið sitt, heyrði hún klukkna- hljóm. Þetta var kirkjuklukkan, sem hringdi. Og eins og í fjar- lægð, heyrðist í sleðabjöllum, og hljómfagra röddin hans Santi Kláusar óskaði öllum börnum gleðilegra jóla. Litla stúlkan sofnaði, með sælubros á vörum. Nú vissi hún að allt yrði eins og það átti að vera á jóladagsmorgni. En hvað það var, sem kom klukkunni til að hringja, yrði víst alltaf leyndarmál. Á spjöldum þeim, sem þessi skötuhjú halda á, eru falin tvö nöfn á islenskum kaup- stöðum. Getið þið fundið nöfn þeirra? Hér sjáið þið lítinn músajóla- svein. Langbesta sælgæti sem hann fær er hunang. Hún músa-grýla, mamma hans, lof- aði að gefa honum heila krukku af hunangi, bara ef hann gæti náð henni sjálfur. En það er nú dálítið erfitt fyrir hann. Getið þið hjálpað hon- um? Teikningar: Sigurlaug Halla Júlíusdóttir ip,cmm*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.