Dagur - 18.12.1980, Blaðsíða 12

Dagur - 18.12.1980, Blaðsíða 12
Ég rétti könnuna í gegn um litla lúgu á járnhurðinni og fæ könn- una fyllta af kaffi. „Góðan dag“ heyri ég að fangavörðurinn segir og ég svara hinu sama. „Góðan dag“ hugsa ég og velti fyrir mér hvað þessi dagur beri í skauti sér fyrir okkur. Ég segi „fyrir okkur“ því ég á líka við Egil, en hann er klefafélagi minn. Egill er stór og sterkur mið- aldra maður, og kemur frá litlum bæ við sjávarsíðuna. Við erum raunar mjög ólíkir, sérstaklega hvað snertir fortíð okkar, og erum klefafélagar þrátt fyrir mjög ólík afbrot. Þrátt fyrir það kemur okkur vel saman. Við tölum saman, borð- um saman og sofum í sitt hvorri kojunni. Öðru hvoru hlægjum við meira að segja, en hvers vegna veit ég ekki. Þessi vist skal sko ekki brjóta mig niður. Ekki karlmann fædd- an í Vatnsmerkinu. Ég er að vísu svolítið hjátrúarfullur. En ekki það þó ólöglegt. Ég spyr sjálfan mig aftur og aftur hvers vegna ég hafnaði hér. Ég sem geri yfirleitt aldrei nokk- uð af mér, ekki einu sinni þó ég hafi fengið mér aðeins neðan í því. En i þetta sinn gerði ég víst nokkuð i fylliríi. Ég verð því að kenna áfenginu um hvernig nú er komið fyrir mér. ... • • • Egill stöðvar allt í einu hugs- anir mínar, og segir að við verð- um að laga til í klefanum. Þetta verður að vana. Búa um rúmin. þvo gólfið, þurrka ryk og ýmislegt svoleiðis smávegis. Við Egill er- um í þessu fangelsi fyrir mis- munandi sakir, en reglur ríkis- fangelsins gera engan mun á okkur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er í fangelsi. Er ég virkilega orðinn afbrotamaður? „Gangster" heitir það víst líka. Félagar mínir hér í fangelsinu segja að vísu að ég þurfi ekki að vera að kvarta. Ég hef þó verið hér í einn mánuð og á að vera í þrjá til viðbótar. Get ég verið hér mér að meinalausu í þennan tíma? Verð ég kannske betri maður þegar ég kem út? Nei, ég býst ekki við því. Ef til vill læri ég eitthvað, en það er líklegast að ég verði bitur og sár út í allt og alla. Auðvitað gæti þetta verið ennþá verra. Margir félagar mínir hér þurfa að vera hér í mörg ár. Ungur piltur þarf að afplána fimmtán ár, og margir aðrir hafa æfilangan dóm. Ég finn til með þeim öllum. Morguntónleikar eru í útvarp- inu frammi á gangi. „Hamingjan kemur og ham- ingjan fer“ heyri ég að verið er að syngja. Já, það er víst alveg ábyggilegt, hugsa ég og brosi út í annað munnvikið. Klukkan er ellefu, og nú fáum við að fara út í garð í eina klukkustund. Að fá frískt loft er vel þegið, þrátt fyrir að umhverfis garðinn séu múrar með gadda- vírsgirðingu ofan á. Við fáum að ráða okkur sjálfir í garðinum, fá okkur reyk, tala saman, liggja í sólbaði ef svo viðrar, hlaupa, hoppa og gera hvað sem okkur dettur í hug. Þetta verður hins vegar að vana því á hverjum degi gerum við það sama, alltaf á ákveðnum tímum. • • • Allt frá því í apríl hefur allt gengið á afturfótunum fyrir mér. Það byrjaði með því að kærastan mín hljóp frá mér. Hvers vegna? Ja, það veit ég raunar ekki. Það virðist ótrúlegt en satt, að ég hef mjög góða menntun og hafði ágætis starf. Allt gekk mér í hag- inn. Nú sit ég hins vggar hér innilokaður. Svo fljótt hélt ég að lífið gæti ekki breyst. Skyndilega langar mig í bjór- glas. Nei, það er alveg satt, hér fæ ég bara vatn. Þegar ég slepp út héðan skal ég svo sannarlega breyta mínum lífnaðarháttum. Ég má þó ekki lofa of miklu Ég hugsa til þess dags sem ég slepp úr þessu víti. Vonandi hitti ég einhverja góða og þolinmóða stúlku, sem getur hugsað sér að gerast minn lífsförunautur. • • • Nú er klukkan tólf og kominn hádegismatur. Fangavörður opn- ar klefann og einn strákurinn á ganginum lætur okkur fá matinn. Sláturkássa með kartöflum og sætsúpa í eftirmat. Maturinn hér er ekki til að hrópa húrra fyrir honum og margir kvarta. En hvað þýðir það? Við erum bara fangar. Skrifblokkin mín og penninn eru eitt það nauðsynlegasta sem ég hef hér. Ég skrifa mikið. Til vina minna, fjölskyldu og yfirleitt til allra sem ég þekki. Það dreifir huganum að skrifa og um leið og ég skrifa bréf, lifir vonin um að sá hinn sami muni svara bréfinu mínu. Því miður verð ég oft fyrir vonbrigðum. Hvernig verður það þegar ég kem út? Verð ég ávallt stimplaður „gangster“ eða geng ég hvítþveg- inn héðan út. Ég get hins vegar vel skilið fólkið sem stimplar mig þegar ég kem út. Ég gerði það víst sjálfur hér áður fyrr þegar ég var í þess sporum. Egill spyr mig hvort við eigum að taka eitt jatzy. Auðvitað vil ég það. Hann hefði líka getað spurt mig hvort við ættum ekki að drepa tímann. Það er það sem við erum að gera hér í fangelsinu. Hvað við gerum skiptir ekki máli, heldur aðeins að drepa tímann. Enn hugsa ég um framtíðina. Ég verð að fá mér góða vinnu þegar ég kem út. Ég hef þegar nokkur störf í huga, sem ég ætla að sækja um. Skyldu þeir vilja mig í vinnu? Ég má ekki segja þeim að ég hafi verið hér. Jú, ég varð. Þeir fá hvort sem er alltaf einhverntímann að vita það. Það verða mörg vandamál að glíma við þegar ég kem út. Flaskan hjálpar alltaf svo lengi sem eitthvað er í henni. Nei, svona má ég ekki hugsa. Hversvegna ekki. Það er henni að kenna að ég er hér núna. Ég verð reiður og sár þegar ég hugsa um það. Egill var að þvo föt af sér og þurrkar þau á snúrunni sem strengd er fyrir gluggann hjá okkur. Þar hengir hann skyrtu, sokka og einar buxur. Það skiptir engu máli þó hann hengi föt fyrir gluggann. Því það eru grindur fyrir honum að utan- verðu. Hljóðin utanfrá heyrast hins vegar til okkar. Ég heyri í bílum og fólki. Það kemur og fer. Kvöldmaturinn kemur inn í gegn um lúguna á hurðinni. Það er kaffi og brauð, og einnig klína af margaríni. Ofanálegg fengum við fyrir þremur dögum og það átti að nægja fyrir alla vikuna. Krukka með marmelaði, ein dós af sardínum í olíu, og einn tómatur. Við sveltum sko ekki hér. Við tölum saman á meðan við borðum. Ómar frá útvarpinu berast inn til okkar. Þetta eru ró- legog falleglög, og við komumst í betra skap. Ég tek til eftir matinn, Bursta tennurnar, skrifa og les svolítið. Þá er að hátta sig og hverfa á vit draumanna. Einn dagur er liðinn ogannar kemur á morgun. • • • Þormóður þjálf- ar hjá Magna Ungmennafélagið Magni á Greni- vík hefur nú gengið frá ráðningu þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Þormóður Einarsson var ráðinn en hann þjálfaði Magna fyrir nokkrum árum, þegar þeir unnu þriðju deildina og komust í aðra deild. Vera þeirra þar var að vísu ekki löng en það afrek þeirra, og áhugi vakti landsathygli. Ásamt meistaraflokki mun Þormóður þjálfa tvo yngri flokka, en þeir hafa hug á að taka þátt í íslandsmóti yngri flokkanna. Önnur þriðju deildar lið á Eyjafjarðarsvæðinu eru nú að huga að þjálfurum og verður skýrt frá því jafn óðum og fréttir af því berast. Fjögur í starfi æsku- lýðsfulltrúa á Siglifirði Þrjár umsóknir bárust um starf æskulýðsfulltrúa á Siglufirði. Æskulýðsráð ákvað að ráða þau hjónin Guðna Sveinsson og Helgu Sigurbjörnsdóttur og Hreiðar Jóhannsson og Mar- gréti Jónsdóttur i starfið, sem er eitt launað starf samkv. 13. launaflokki B.S.R.B. Færeyingafélag á Norðurlandi f lok nóvember komu saman Færeyingar búsettir á Akureyri og nágrannabyggðum, til að kanna áhugann fyrir stofnun Færeyingafélags á Norðurlandi. <,Á íslandi eru starfandi tvö Fær- eyingafélög, annað í Reykjavík en hitt á suðurnesjum. Á Akur- eyri var árið 1947 stofnað félag Færeyinga búsettra á Akureyri, en félagið starfaði aðeins stuttan tíma. Við nánari athugun og eftirgrennslan hafðist upp á bók- um félagsins frá 1947. Var því ákveðið að endurreisa hið gamla félag, með smábreytingum á fé- lagssamþykktum þess, sem í stór- um dráttum ganga út á að við- halda móðurmáli þess fólks, sem hefur tekið sér búsetu hér á landi, auðvelda fólki, sem áhuga hafa á færeyskum málefnum að gerast fé- stuðla að vinsamlegum samskipt- um milli íslands og Færeyja, og á allan hátt vinna að hverju því máli er kann að verða íslensku og færeysku þjóðinni að sem gagni. Það eru því eindregin tilmæli Færeyinga á Norðurlandi, fólks af færeysku bergi, svo og þeirra Islendinga, sem áhuga hafa á færeyskum málefnum að hittast, lagar. Nafn félagsins er Föringafelag á Norðurlandinum og geta þeir sem vilja gerst félagar snúið sér til einhvers af undirrituðum úr stjóminni. Niels J. Erlingsson fornt., sími 22843, Jastrid Pétursdóttir ritari, sími 21278, Hans M. Jensen gjaldkeri, sími 24679, Ragna Fossadal meðstj., sími 21964, Erhard Joen- sen meðstj., sími 33141. ^^mmm^^m^^mmmmmmmm^mmmmmm Kaþólska kirkjan, Eyrarlandsvegi 26, Akureyri. Messa aófangadags- kvöld kl. 12 e.h. og jóla- dag og annan í jólum kl. 11 f.h. Allir velkomnir. 12.DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.