Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 7

Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 7
Engir, Comet, Geislar, Nafn- leysingjar, Treflar og Bassar. Ailt eru þetta nöfn á gömlum og góðum (að sumra mati) hljóm- sveitum. Hljómsveitarmeðlim- irnir voru flestir snyrtilegir ung- ir menn, vel klipptir með lakk- rísbindi í háhæluðum bítlaskóm. Fullorðna fólkið hristi höfuðið yfir þessum peyjum — rétt eins og fullorðna fólkið er margt hvert ekki yfir sig hrifið af æsk- unni í dag. Hvar eru þessir gæjar, sem heilluðu ungu stúlkurnar upp úr skónum? Þessi spurning vakn- aði hjá Dagsmönnum þegar þeir komust yfir bækling, frá árinu 1965, en á forsíðu hans stóð stórum stöfum: Bítlatónleikar í Nýjabíói. { bæklingnum, eða dagskrá tónleikanna öllu heldur, voru myndir af fimm hljóm- sveitum, sem tóku þátt í gamn- inu og þar má sjá ýmsa mæta menn. Einn þeirra hefur gert tónlist að ævistarfi, en það er Kári Gestsson, fyrrv. skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkur. Og þá var komið að því að finna fyrrverandi bítla. Vísifing- ur blaðamannsins staðnæmdist við mynd af Árna Þorvaldssyni, afgreiðslumanni í Teppadeild KEA. Árni var í Nafnleysingj- um. „Stólpagrúbba“ var Saló- monsdómur blaðamannsins og hringdi í Árna, sem reyndist til- búinn til að mæta f yfirheyrslu. Þegar hann kom nokkrum dög- um seinna hafði hann með sér til trausts og halds Kristján nokk- urn Gunnarsson, sem einnig var í þessari hljómsveit, sem var á margan hátt dæmigerð fyrir þær hljómsveitir sem spruttu upp um miðjan síðasta áratug. Nafn- leysingjar og Johnny! En auðvitað spiluðu allar hljómsveitirnar og áheyrendur greiddu atkvæði um hver væri best. Niðurstaðan varð sú að Engir höfnuðu í 1. sæti, Comet í 2. sæti og Nafnleysingjar voru í 3. sæti. Samt höfðu þeir í Nafnleys- ingjunum að skipa frábærum söngvara, Jóni Stefánssyni „Johnny“ sem hafði mun betri framburð á enska tungu en flestir ef ekki allir hinir söngvararnir. Hann hafði alist upp við ensku og ■var því fljótur að ná enskum textum. Það hefur e.t.v. ráðið úr- slitum að í salnum voru nokkrar „grúbbur“ sem kusu sina menn hvað svo sem á dundi. Nú er svo komið að á Akureyri starfa varla fleiri en 3-4 hljóm- sveitir og þar af eru a.m.k. tvær þeirra í föstu starfi í veitingahús- um bæjarins. Ástæðurnar fyrir þessari hnignun eru vafalaust margar, og sögðu þeir félagar að á þessum tíma hefðu sunnlenskar atvinnuhljómsveitir lagt leið sína norður yfir fjöll og sveitamenn- irnir á Akureyri og í nágrenni uppgötvuðu að til voru miklu betri hljómsveitir. Fóru sem sagt að gera kröfur til sinna manna sem þeir gátu tæpast staðið undir. „Annars man ég ekki eftir nema einni hljómsveit sem gat virkilega staðið undir nafni og það voru Hljómar," sagði Ámi. „Til að standast samkeppnina þurfti líka betri hljóðfæri og þau voru svo dýr að enginn okkar a.m.k. hafði efni á slíku.“ Þetta voru ekta hljómlcikar. Fólkið stóð upp og veinaði og ef vel er að góð má sjá trefla á lofti. Að sjálfsögðu voru það aðdáendur hljómsveitarinnar Treflar sem voru þar á ferð. - Jörundur sagði brand- ara 1966 Auðvitað dreif ýmislegt á daga Nafnleysingja og fleiri störfuðu í þeim. Menn voru ekki alltaf á eitt sáttir og eitt sinn var trommaran- um sparkað og inn kom Jörundur Guðmundsson, sem þá bjó við Eyrarveg. „Hann var alltaf að segja brandara. Það má kannski segja að hann hafi sinnt þeim miklu meira en að spila — mátti varla vera að því að æfa, en það var ekki fyrr en mörgum árum síðar að hann varð frægur brand- arakarl. Það er sjálfsagt að nokkru leyti okkur að þakka því hann notaði okkur sem tilrauna- dýr.“ Og Kristján hlær. Jörundur kom til sögunnar á dansleik sem Nafnleysingjar héldu í Lóni — sem nú heitir Dynheimar. Þetta var á margan hátt fremur gott ball og það var haldið um áramót. Krakkarnir í 4. bekk í Gagnfræðaskólanum fjölmenntu á ballið og vildu ekki sjá sitt eigið i skólanum. Sverrir Pálsson, skólastjóri, fór í Lón og ávarpaði samkomugesti og skor- aði á samkomugesti úr 4. bekk að koma hið fyrsta upp í skóla. Fáir létu til leiðast. Þarna var dansað frá 10 til 04 og menn skemmtu sér konunglega — sumir að vísu með aðstoð Bakkusar. Tómar flöskur daginn eftir báru þess glöggt vitni. „Við nefnum éngin nöfn. Sumar sem voru þarna og hopp- uðu hæst eru nú virðulegar hús- mæður hér í bæ.“ „Á þessu balli spiluðum við nærri stanslaust frá því klukkan 10 um kvöldið til klukkan 4. Ég efast um að nokkrar hljómsveitir geri þetta í dag nema fá góðar pásur á milli. Við fórum í pásur til skiptis svo fólk gæti haldið áfram að dansa og skemmta sér. Þetta gerði lítið til eftir klukkan 12 því þá var bróðurparti samkomu- gesta orðið nokkuð sama um hljómlistina." Kristján samsinnir þessum orðum Árna. „Þetta var eina ballið, held ég, þar sem við höfðum þó nokkra peninga út úr öllu saman. Við tókum húsið á leigu með sælgætissölu og öllu saman. Þetta var ógurleg vinna. Tilvonandi eiginkonur og kær- ustur unnu í sjoppunni, en Matt- hías Einarsson og bróðir hans stóðu við dyrnar og gættu þeirra. Þetta varum áramótin 1965-1966. Um vorið hættum við og hvorug- ur okkar hefur nokkru sinni komið nálægt hljómsveitarstússi á nýjan leik.“ fóru auramir í áfengi því Nafn- leysingjar voru svo gott sem templarar og fundu snemma út að áfengi og spilamennska áttu illa saman. „Ef þú skoðar dagskrá tónleikanna í Nýja bíói sérðu að þar er auglýsing frá JMJ. Þar stendur að Nafnleysingjar séu í fötum frá JMJ. Vestin glitruðu og við vorum í svörtum fallegum buxum. Til að fullkomna verkið vorum við í blúnduskyrtum. Vil- helm var á þessum tíma innan- búðarmaður hjá JMJ og það var hann sem sá fötin og sagði okkur Unglingarnir görguðu og öskruðu 0 „Stemningin í húsinu var al- veg sérstaklega skemmtileg og það var mikið öskrað“ sagði Haraldur Sigurðsson, en hann var cinn þeirra manna sein höfðu veg og vanda af bítla- hljómleikunum f Nýjabiói fyrir hönd KA. 0 „Það var alveg sérstaklega gaman að standa í þessu, enda hef ég alltaf haft mjög gaman af að vera innan um ungt fólk. Þarna slepptu unglingarnir fram af sér bcislinu i smástund, görg- uðu og öskruðu og brutu reynd- ar einnig nokkra stóla. Ég man að Oddur apótekari varð leiður yfir því“ # „Það var fastur liður hjá KA á þcssum árum að halda eitt- hvað í likingu við þessa tónleika þegar komið var tómahljóð í kassann. Hallbjörg Bjarnadóttir kom mjög oft og bitlastrákarnir unnu þctta af áliuga og tóku ekki krónu fyrir. Þetta er ekki hægt i dag. Núna er ekki hægt að fá neinn, sem ekki hefur komið fram áður, til þess að gera það án þess að til komi greiðsla.“ eins og pönkarar gera í dag. Bindið og greiðslan eru a.m.k. svipað og hjá þeim. Tími sveitaballa er liðinn — næstum því. Þegar bítlahljóm- sveitirnar við Eyjafjörðinn áttu sem mestri velgengni að fagna var algengt að dansað væri á þremur stöðum í nágrenni bæjarins, í Freyvangi, í Laugaborg og í Ár- skógi. Það var ódýrt að fara á ball og menn misstu ekki heyrnina við að standa nálægt senunni. „Þetta var bara tíst miðað við hávaðann í dag,“ sagði Kristján. Ágóði af dansleikjum var sjaldnast mikiíl, ef hann var þá nokkur, en opin- ber yfirvöld voru á þeirri skoðun að þetta væri mikil gróðalind og siðspillandi og það varð sífellt erfiðara fyrir hljómsveitirnar að fá leyfi fyrir dansleikjunum. Op- inberir starfsmenn gerðu þeim erfitt fyrir og Árni minntist þess að eitt sinn var ófært í Laugaborg á laugardegi. Gifurlegur snjór var á þjóðveginum, en veður var annars mjög gott, sól og hiti. Það varð að aflýsa ballinu og hljóm- sveitarmeðlimir örkuðu niður á pósthús og ætluðu að senda skeyti til auglýsingadeildar útvarpsins. Símadaman neitaði þeim um að segja í skeytinu að ballinu væri aflýst vegna ófærðar, nei, vegna veðurs og þar við sat. Og Nafn- leysingjar voru ekki nógu frægir til þess að tekið væri mark á mótmælum þeirra. Var gaman að vera poppari? Kristján sagði svo vera. „Þaö var oft erfitt að standa í þessu, en við vorum ungir og hvað er ekki hægt þegar viljinn er fyrir hendi? (fötum frá JMJ Og hvert rann ágóðinn af ára- mótadansleiknum. Þeir félagar hugsuðu stíft og rifjuðu upp. Ekki frá þeim. Þau voru dýr og ágóð- inn af áramótaballinu fór i að greiða þau.“ Þegar öllu er á botninn hvolft þá virðast þeir félagar í Nafn- leysingjum — og raunar í fleiri góðum hljómsveitum hafa litið út PÁyHst & 12. n'óvembér l S81- DAGUR - T

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.