Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 6

Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 6
Nafnleysingjar og Johnny. Þessi hljómsveit var stofnuð 7. október 1965. F.v. Kristján Gunnarsson lék á píanó. Hann kom fyrst fram með skólahljómsveit 1962. Vilhelm V. Steindórsson lék á rythmagítar. Hann kom fyrst fram með skólahljóm- sveit 1962. Vilhelm V. Steindórsson lék á rythmagítar. Hann kom fyrst fram með Bössum 1964. Sitjandi er sjálfur Johnny — Jén Stefánsson — söngvari hljóm- sveitarinnar. Þetta var f fyrsta skipti sem Jón kom fram á sviðið með hljómsveit. I dagskrá hljómleikanna er stór auglýsing, en í henni stendur: „NAFNLEYS- INGJAR OG JOHNNY ERU f FÖTUM FRÁ JMJ“. Árni Þorvaldsson. Þorvaldur skírði „Það var alltaf viss aðdáenda- hópur sem fylgdi hljómsveitinni. Gúi Kalli var fastur hjá okkur sem nokkurskonar rótari. Launin hans voru víst þau að hann fékk að syngja á æfingum.“ Ámi fékk sér sæti og Kristján hellti kaffi í bollann sinn. Sá síð- arnefndi vinnur nú í mjólkur- samlagi KEA, en hann spilaði á orgel og Ámi sló á gítarstrengi meðan þeir voru í poppinu. Eftir nokkra sykurmola og góðan skammt af Braga kaffi (það er ekki boðið upp á annað en það besta á ritstjórn Dags) kom í ljós að Kristján hóf sinn tónlistarferil í skólahljómsveit Gagnfræða- skólans rétt eftir 1960. Árni byrj- aði í Bössum sem var heilmikið band, en það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar að hann stofnaði Nafnleysingjana ásamt þeim Vilhelm Steindórssyni, nú- verandi heitaveitustjóra, Haraldi Tómassyni, Sigurði Ringsted (Sigurðar, bankastjóra), verk- fræðingi hjá Slippstöðinni, Reyni Adólfssyni, ferðaskrifstofueig- andi á ísafirði og Jóni Stefáns- syni, bifvélavirkja á Akranesi. Kristján kom til sögunnar síðla árs 1965 og um svipað leyti yfir- gáfu skútuna þeir Reynir, Har- aldur og Sigurður. Ásamt Krist- jáni kom Sigurður Ringsted (Baldvins tannlæknis). Að sjálf- sögðu átti nafngiftin sér vissan aðdraganda — hljómsveitin spil- aði eitt sinn í pásu hjá Ingimar Eydal og í hléi, þegar átti að kynna þá pilta, spurði Þorvaldur Halldórsson, söngvari, strákana að því hvað hljómsveitin héti. Þeim var stirt um svar og Þor- valdur skírði krógann með það sama: Nafnleysingjar. Fengu gítara að láni Þeir félagar voru strax sam- mála um að bítlatónleikarnir í Nýja bíói þann 3. desember 1965 hefði verið hámarkið á þeirra tónlistarferli. Þessir tónleikar voru reyndar ekki þeir einu sinn- ar tegundar því næsta vetur voru aðrir sem ekki voru síðri á sinn hátt. Ekki virðist Dagur hafa haft mikinn áhuga á þessu skralli þann 3. desember 1965 því ekki er hægt að sjá neitt um það í blað- inu. Alls komu fimm hljómsveitir fram, Comet, Treflar, Engir, Geislar og Nafnleysingjar. Salur- inn í Nýja bíói var fullur af Kristján Gunnarsson. skrækjandi ungmennum, sem flest eru nú virðuleg foreldri sem ekki mega vamm sitt vita. Um- sjónarmaður tónleikanna, Har- aldur Sigurðsson, kennari, reyndi að sussa á liðið, sem „fílaði stað- inn í botn“ eins og það heitir á nútímamáli. Þessir tónleikar voru ekkert einkaframtak Haraldar, hann hélt þá fyrir K.A., og hljómsveitirnar fengu bara ánægjuna fyrir að koma fram. Hver hljómsveit fékk einar 20 mínútur til umráða og það var eins mikið pínt út úr hljóðfærun- um og þau gátu látið í té. „Ætli maður hafi ekki verið 17 ára þegar þetta gerðist og við vorum afskaplega spenntir. Það var ekki á hverjum degi sem við gátum spilað á tónleikum. Húsið var troðfullt. Þegar við byrjuðum að spila var hávaðinn geysilegur og það hefur sjálfsagt verið lítið vit í fyrstu mínútunum. Ég var ekki með mitt eigið hljóðfæri, það var ekki hægt að hver hljómsveit kæmi með sitt úthald og því fékk ég orgelið hans Egils Eðvards- sonar," sagði Kristján um upphaf tónleikanna og Árni bætti því við að hann og Vilhelm hefðu komist að þeirri niðurstöðu að gítararnir væru „ekki nógu fínir,“ og því var gripið til þess ráðs að fá fallegri gítara að láni. „Ég held að það hafi ekki haft góð áhrif á þetta heldur.“ Johnny syngur af mikilli tilfinningu. Bítlatónleikar í Nýja bíói þriðja desember 1965: Engir hét hljómsveit. Hún var stofnuð veturinn 1960-61 og fram til 1965 hafði hún heitið fjórum nöfnum: E.E., Echo, Lubbar og Engir. Tólf menn höfðu kom- ið við sögu, en aðeins einn þeirra, Haukur, hafði verið með frá upphafi. í hljóm- sveitinni voru: Júlíus Fossberg, Reynir Adólfsson, Egill Eðvarðsson og Haukur Ingibergsson. Þetta voru miklir tónlistarmenn. Haukur iærði fyrstu gítargripin 4ra ára, Egill var 7 ára þegar hann byrjaði á píanó, en Reynir tók fyrstu gripin með Nafnleysingjum. Havaðim var geysi- legur og lítið vit í fyrstu mmutunum r r Hljómsveitin Comet var stofnuð í júní 1965. Hún var þannig skipuð: Brynleifur Hallsson, Theodór Hallsson, Óskar Kristjánsson og Bjarki Jóhannesson. Til fróðleiks má geta þess að Bjarki hafði ieikið með Rúbín, Mánum og Comet, Óskar aðeins með Comet, Theodór með Mánum og Comet og Brynleifur sömu- leiðis. 6 - DAGUR - 12. nóvember198l

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.