Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 15

Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 15
Barnastúkan Sakleysið 95 ára á þessu ári Á Akureyri starfa nú þrjár barnastúkur og á ein þeirra, Sakleysið nr. 3, 95 ára afmæli á þessu ári. Gæslumenn stúkunn- ar eru þau Sveinn Kristjánsson og Sigurlaug Jónsdóttir. Mikið verður um að vera í tilefni af afmælinu og m.a. mun foreldr- um og umráðamönnum þeirra barna sem í stúkunni eru verða boðið á heilmikla afmælishátíð. Hinar tvær stúkurnar eru Von og Samúð. Alls starfa um og yfir 100 börn í hverri stúku. Dagur ræddi við Svein Kristjánsson í tilefni af afmælinu. Stofnuð 10. júlí 1886 „Starfssvæði barnastúkunnar Samúð er á brekkunni, börn af eyr- inni eru í barnastúkunni Sakleysið og í Glerárþorpi starfar stúkan Von. Barnastúkan Sakleysið var stofnuð 10. júlí 1886 af Friðbirni Steinssyni, en hann var aðalhvata- maður að stofnun fyrstu stúkunnar Sveinn Kristjánsson. hér á landi. það var stúkan ísafold, sem var stofnuð 10. jánúar 1884 í Friðbjarnarhúsi, en það hús á nú góðtemplarareglan á Akureyri og er það minjasafn hennar. Ákveðið hefur verið í tilefni af 95 ára afmæli barnastúkunnar Sakleysið að halda mikla afmælisveislu og þangað verður foreldrum barnanna boðið og fleirum. Pessi veisla verður í þessum mánuði. Þar sjá krakkarnir sjálf um skemmtiatriði, seinna verður farið með krakkana í ferða- lag, haldið verður dikótek og stórbingó svo eitthvað sé nefnt.“ Samfélag barna ogunglinga Hvert er markmiðið með starfi barnastúku? Það kom fram hjá Sveini að barnastúka er samfélag barna og unglinga undir leiðsögn eins eða fleiri gæslumanna. Starfi barnastúka er ætlað að miða að því að hjálpa félögum til að forðast áfengis- og tóbaksnautn, innræta þeim góðvild í garð alls sem lifir, venja þá á að vinna saman að góð- um og gagnlegum málum, æfa þá í fundastjórn og fundasköpum og veita þeim holla og þroskandi skemmtunog tómstundaiðju. Á fundum sjá félagsmenn sjálfir um atriði til fróðleiks og skemmt- unar. Gæslumenn eru þeim til að- stoðar og leggja stundum til efni. Hver barnastúka er sjálfráð um starf. Á fundum eru t.d. fluttir leikþættir, farið í leiki eða glímt við þrautir, spilað bingó eða félagsvist. Dansæfingar hafa farið fram á veg- um barnastúkna. Efnt hefur verið til skemmtunar til styrktar líknar- félögum og fleiri leiðir til fjáröflun- ar í því skyni hafa verið farnar. Fengnir hafa verið menn til að kynna störf sín, félög éða stofnan- ir. Vetrarstarf er gjarnan endað meðferðalagi. Böm og unglingar á aldrinurn 13 til 14 ára aldurs kunna vel við hið sérstaka fundarform og þátttaka í starfi er góð. Hins vegar er erfitt að fá gæslumenn og háir það starfi. Vormót fyrir norðan Efnt hefur verið til vormóta á vegum Unglingareglunnar undan- farin ár norðanlands og sunnan. Nyrðra hafa verið eins dags sam- komur og m.a. hefur þar verið kepptííþróttum. Unglingareglan, sem er sam- band barnastúkna Góðtemplara- reglunnar er elsta starfandi félag fyrir börn og unglinga hér á landi, var stofnað í maí 1886 í Reykjavík, átt frumkvæði að Viku gegn vímu- efnum á barnaári 1979. Þrjár stúkur fyrir fullorðna Sveinn var einnig beðinn um að gera nokkra grein fyrirstúkum full- orðinna á Akureyri. Hann sagði að þær væru þrjár talsins, stúkan ísa- fold nr. 1, stúkan Brynja nr. 99 og Akurliljan nr. 275. Þær hafa nú hafið vetrarstarf og eru með fundi á mánudögum og fimmtudögum. Fyrirhugaður er stór útbreiðslu- fundur í vetur, en Góðtemplara- reglan hefur samstarf við mörg fé- lagasamtök. „Svo verða áfram hin vinsælu I.O.G.T. bingó í Varðborg í vetur,“ sagði Sveinn. ©NESTIN Heitt kakó m/rjóma. Milkshake um helgar. GRILL Hamborgarar á bakka með osti, ananas, sósum, lauk, frönskum kartöflum og hrásalati. Hamborgarar í brauði með sósum og lauk. sþ Kaldar samlokur. Heitar samlokur. íj: Is og Milkshake um helgar. ÁTTU TÖMSTUNDIR? Sænskar trévörur Vorum að taka upp mikið úrval af trévörum s.s. hillur, kertastjaka, lampa og margs konar smávörur, einnig mikið úrval af jólaskreytinga- efni. Gerið svo vel að líta inn. IHANDVERKI Strandgötu 23, --s,mi 25020. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 73., 76. og 79. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á fasteigninni Tjarnarlundi 10B, Akureyri, þinglesin eign Birgis Eiríkssonar, fer fram eftir kröfu Kristjáns Eiríkssonar hrl. og Jónasar A. Aðalsteinssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 16. nóvember 1981 kl. 16,30. BÆJARFÓGETINN A AKUREYRI. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða LÆKNARITARA á bæklunarlækningadeild, Vá starf. Umsóknir skulu hafa borist framkvæmdastjóra í síðasta lagi 19. nóvember 1981. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Atvinna Stýrimann og annan vélstjóra vantar á 150 tonna bát sem fer á línuveiðar frá Ólafsfirði. Upplýsingar í síma 62347 Ólafsfirði. Atvinna Matreiðslumaður óskast til starfa á Akureyri. Áhugasamir leggi inn upplýsingar um fyrri störf á afgreiðslu Dags fyrir 20. nóv. 1981 merkt A-81. AKUREYRARBÆR Starfskraft vantar fyrir þroskaheft barn fyrir hádegi í Leikskólann Ár- holt, æskilegt væri að umsækjandi væri þroska- þjálfi. Upplýsingar gefur forstöðumaður Árholts f. 26. þ.m. Dagvistarfulltrúi. AKUREYRARBÆR Húsvörður óskast til umsjónar með leiguíþúðum í eigu Akureyrar- þæjar. Starfið felst í eftirliti með húseigunum, minni háttar lagfæringum. Hér er um fullt starf að ræða. Uþþlýsingar um starf þetta veitir undirritaóur Félagsmálastjóri Akureyrar, Strandgötu 19b sími 25880. Félagsmálastjóri. Afgreiðslustarf í sérverslun Óskum að ráða fyrir einn af viðskiþtavinum Vorum starfsstúlku til afgreiðslustarfa. Möguleiki er á tveim hálfsdags störfum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu vorri. 7I ■nnniraM wwv, 'íi.ia Ldl Reikningsskil og rekstrarráðgjöf Kaupvangsstræti 4, Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 108. og 113. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 og 3. tbl. 1981 á fasteigninni Birkilundur 18, Akureyri, þingl. eign Frí- manns Gunnlaugssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og Iðnaðarbanka fslands h.f. á eigninni sjálfri þriöju- daginn 17. nóvember kl. 17.00. BÆJARFÓGETINN A AKUREYRI. 12. nóvember 1981 - DAGUR -15

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.