Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 11

Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 11
„Vilt þú taka viðtal við mig. Ég hef ekki frá neinu merki- iegu að segja en ef þú endilega vilt þá mátt þú reyna að kreista eitthvað út úr mér“ sagði Sigtryggur Júlíusson hárskerameistari á Akureyri er við höfðum samband við hann og föluðumst eftir við- tali. Það varð að samkomulagi að við myndum hittast á rak- arastofu hans eftir vinnutíma, og skildi þá láta á það reyna hvort tækist að „kreista eitt- hvað upp úr honum“ eins og Sigtryggur orðaði það. Síðasti viðskiptavinur dags- ins sat í stólnum þegar við mættum á Rakarastofuna við Byggðaveg, og er hann og Sig- tryggur höfðu kvaðst með virktum hófum við spjallið og báðum Sigtrygg fyrst að segja okkur eitthvað af sjálfum sér, uppvaxtarárunum og fleiru í þeim dúr. „Ég er fæddur 1914 að Hóli í Svarfaðardal en foreldrar mínir voru þar í húsmennsku sem kall- að var. Ég var á öðru árinu þegar þau fluttu til Akureyrar og aðal- lega áttum við heima á Eyrinni, ég var Eyrarpúki. Pabbi átti húspart í Lundargötu og auðvitað lék ég mér þar með mínum jafn- öldrum við strákapör af ýmsu tagi og leiki eins og gengur og gerist. Reyndar var ekki úr miklu að spila þótt pabbi hafi alltaf haft atvinnu þannig að við lifðum ekki skort. En það var alltaf talsvert atvinnuleysi, alveg fram að stríð- inu. Menn stóðu í biðröðum eftir vinnu.“ „Hafði rétt matinn í sig.“ ,,Já, þetta voru erfiðir tímar víða, það var slæm afkoma hjá fólki. Ég var í sveit í 6 sumur, tvö þeirra á Hallanda hérna fyrir handan fjörðinn, tvö á Möðru- völlum og tvö í Bárðardalnum. Ég var átta ára fyrst þegar ég fór í sveit og maður var látinn fást við ýmis störf s.s. að reka kýr og taka til hendi við heyskapinn en þá var auðvitað allt handselgið og störf- in erfið. Þetta var enginn bú- skapur og t.d. á Hallanda var þetta ósköp aumt og fátæktin mikil, maður hafði rétt matinn í sig. Það var mjög mikil fátækt til sveita yfirleitt. — „Annars má geta þess í leiðinni að ég missti alveg úr einn vetur á barnaskóla- árunum, lá þá bara í rúminu veikur. Ég var með magabólgur en hef síðan alla tíð verið stál- hraustur.“ „Átti ekki að verða rakari“ „1930 byrjaði ég að læra hár- skurð, þá 15 ára, en ég lærði hjá verða það. Hann var einu ári yngri en ég en stærri, og það var búið að ráða hann um vorið. En hann vantaði kjark þegar til átti að taka og það varð úr að ég fór, og ég hef aldrei séð eftir því. Ætli ég hefði ekki orðið smiður ef þetta hefði ekki komið til. Pabbi fékkst dálítið við smíðar, átti hef- ilbekk og fleiri áhöld og mér dett- ur helst í hug að ég hefði lagt fyrir mig smíðar ef ég hefði ekki farið íraksturinn.“ „Gekk út á mínútunni“ „Ég held að lengstu ár ævi minnar hafi verið þessi fjögur, þegar ég var að læra, mér leiddist alveg ógurlega, og þetta var af- 1,50 krónur og raksturinn 40 aura. Ég var orðinn svo þreyttur á þessu að sama daginn og ég lauk námi, hætti ég klukkan 6 og gekk út þótt nóg væri að gera á stof- unni. „Þegarégvar búinn aðlærafór ég til Siglufjarðar og var þar í nokkurn tíma. Þangað kom til mín maður og bauð mér að verða meðeigandi rakarastofu á ísafirði með rakara þar. Ég asnaðist til þess að taka boðinu og fór þang- að og var þar nokkra mánuði. Okkur eigendunum samdi hins- vegar ekki svo dvölin þar varð stutt, og ég hélt til Akureyrar og hér hef ég starfað síðan, þar af í 17 ár á Byggðaveginum, og mér hefur aldrei liðið betur en hér. “ „Allir með bursta“ „Eftir að ég byrjaði að klippa og fram að stríðsárunum voru all- ir eins klipptir, hárið var klippt mjög snöggt. Á stríðsárunum þegar kaninn kom, breyttist þetta hinsvegar og svokölluð bursta- klipping varð mjög vinsæl og má segja að það hafi allir verið með þessa brodda á hausnum, bæði strákar og fullorðnir menn. Svo kom auðvitað bítlatímabilið þeg- ar ungir menn söfnuðu hári niður á herðar en það er löngu hætt og í dag vilja menn ganga um stutt- klipptir og snyrtilegir. “ „Það var einnig öðruvísi hér áður fyrr að á jólum og stórhátíð- um vildu allir vera nýklipptir, og á ég þá við að það þurfti að klippa hárið daginn fyrir stórhátíðina eða helst samdægurs. Oft var það þannig á Aðfangadag t.d. að maður var að klippa alveg þang- að til hringt var til messu kl. 6. Eins var þetta þegar Litlu-jólin voru hjá krökkunum í skólunum, þá voru 20-j0 krakkar hjá manni á stofunni í einu því allir þuftu að fara með glænýja klippingu á samkomuna. Nú hefur þetta breyst, því í dag vilja menn láta klippa sig viku eða hálfum mánuði fyrir jól og fleiri stórhá- tíðir. íslandsmeistari í golfi — Sigtryggur á auðvitað sínar frístundir eins og aðrir menn. Margir vita að hann fæst við að mála í frístundum sínum en áður en við ræðum það áhugamál hans spjöllum við dálítið um golf- íþróttina en Sigtryggur hefur lengi tölt á eftir hvítu golfkúlunni á golfvöllum Akureyrar. „Ég hef verið í golfinu meira og minna á hverju sumri síðan Golfklúbbur Akureyrar var stofnaður, ég var þó ekki einn af stofnendum klúbbsins en byrjaði mjög fljótlega eftir það. Ég var íslandsmeistari í golfi 1946 góði minn. Þá var ég búinn að spila mikið því það verður enginn Is- landsmeistari í golfi án þess að vinna mikið í því, en niótið þetta ár var haldið á gamla golfvellin- um sunnan Þórunnarstrætis. Annars var fyrsti golfvöllurinn á Akureyri niður á Eyri þar sem Slippstöðinernúna.“ „Snobbíþrótt“ „Golfið var á þessum árið talið vera ,,snobbíþrótt“ og það voru ekki margir í þessu til að byrja með. Ég get nefnt menn eins og Helga Skúlason, Gunnar Schram, Jakob Frímannsson og Pétur lækni. Það var álitið að þetta væri einungis íþrótt fyrir einhverja fyrirmenn en það álit er nú breytt sem betur fer því þetta er ákaflega skemmtileg og holl íþrótt fyrir fólk á öllum aldri sem sést best á því að í Golfklúbbi Ak- ureyrar eru nú um 300 félagar. Ég ari 3 ár í röð. En var ekki golf- ið sem þá var leikið frábrugðið því sem er í dag? „Jú þetta var allt öðruvísi golf, það má segja að það hafi enginn kunnað að spila golf enda enginn kennari,tilstaðar. Reyndarfeng- um við skoskan kennara til að koma nokkrum sinnum en það nægði bara ekki þótt það væri til bóta. Það voru líka eingöngu eldri menn sem spiluðu golf á þessum tíma en nú má sjá unga drengi í golfi og þeir slá allt upp í 200 metra högg. Ég efast um að við höfum nokkru sinni slegið lengraen 150metra.“ „Holaíhöggi“ „Ég get nefnt sem dæmi um það hversu langt við slógum að þegar ég fór holu í höggi, á holu sem var um 90 metra löng, notaði ég til þess 3 tré, þetta slá menn í dag með9 járni.“ — Sigtryggur heldur að hann hafi verið fyrsti íslendingurinn sem sló holu í höggi. Þetta gerðist á gamla vellinum á Eyrinni, og hann endurtók afrekið síðar á vellinum sunnan Þórunnarstræt- is.“ — Sigtryggur var í knatt- spyrnu hjá Þór á sínum yngri árum allt fram yfir tvítugsaldur. „Ég var í marki og einu sinni þeg- ar skorað var mark hjá mér utan af miðjum velli þá hætti ég. Við vorum að spila við Isfirðinga og þetta atvik varð til þess að ég steinhætti íknattspyrnunni.“ „Mála aðallega landslag“ - Þótt Sigtryggur sé þckkastur manna á meðal fyrir starf sitt sem rakari, þá eru einnig margir sem þekkja hann sem afkastamikinn málara, og hann hefur selt mikið afmyndumsínum. „Ég hafði alltaf mjög gaman að því að teikna, og ætli ég hafi ekki verið 15 ára þegar ég byrjaði að mála. En ég hef enga tilsögn fengið aðra en þá sem ég fékk í skólanum í fríhendisteikningu sem var auðvitað ekki neitt neitt.“ „Ég mála aðallega landslag, og mínir uppáhaldsstaðir cru í Mý- vatnssveit og á Þingvöllum, þar hef ég málað mest. Ég hef haldið eina sýningu hérna á Akureyri og seldi þar um 40 myndir en mig minnir að það hafi verið á milli 60 og 70 myndir á sýningunni. Ég var frekar ódýr í verðlagn- ingunni." „Nei, það hefði ekki verið neinn grundvöllur fyrir því að lifa af málaralistinni, ekki nokkur. Ég held að þeir séu allir að drep- ast sem eru í þessu, enda eru þeir orðnirsvomargir.“ — Er Sigtryggur rakari farinn að hugsa um að leggja klippurnar áhilluna? „Nei, ekki á meðan ég hef „Ég átti aldrei að verða rakari - heldur bróðir minn“ - segir Sigtryggur Júlíusson hárskurðarmeistari sem heffur starfað við hárskurðinn í rúmlega hálfa öld og er ekkert á því að fara að leggja skærin á hilluna Jóni Einarssyni sem var fyrsti rakarinn á Akureyri og ég var eini lærlingurinn sem hano út- skrifaði, en tveir eða þrír aðrir höfðu hafið nám hjá honum á undan mér en gefist upp. En ann- ars átti ég aldrei að verða rakari, það var bróðir minn sem átti að skaplega leiðinlegurtími. Vinnu- tíminn var til hálf sex á daginn og hálftíma síðar þurfti ég að vera kominn í skólann sem stóð yfir til klukkan 10 á kvöldin. Þannig var þetta í fjóra vetur. Kaupið var 90 krónur á mánuði en til viðmiðun- ar má nefna að klipping kostaði — Nú hafa auðvitað á öllum þeim tíma sem þú hefurfengist við að klippa hár manna, orðið mikl- ar breytingar á því hvernig menn vilja vera klipptir, tíska hvers tíma og annað spilar auðvitað þar inn í. hef því miður ekki getað stundað þetta nógu vel undanfarin ár en ég ætla að breyta því, ég loka þá bara stofunni og fer í golf Þess má geta að Sigtryggur vann til margra verðlauna í golfinu þegar hann var upp á sitt besta, varð m.a. Akureyrarmeist- heilsu til þess að starfa við þetta, ég hef ekki við neitt annað að vera. Þó er ég kominn á ellilaun, búinn að fá tvisvar borgað. Ég var einmitt að fá greidd ellilaun í dag, 1480 krónur sem er sú upp- hæð sem greidd er mánaðarlega. Það lifir enginn á þeirri upphæð.“ 12. nóvember 1901- DAGUB -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.