Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 4

Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 4
Vélarhlutunum var rennt fram að dyrum P.O.B. þar sem lyftari tók við og sfðan krani,, sem hffði stykki fyrir stykkí upp á vörubflspall. Myndir: K.G.A. Prentvel Dags flutt Á laugardag var prentvél Dags flutt úr Prentverki Odds Björnssonar, þar sem hún hef- ur verið til húsa frá því hún var keypt, í hið nýja húsnæði Dags við Strandgötu, en þar mun Dagur eftirleiðis verða prent- aður. Setning, umbrot og filmugerð verður áfram í P.O.B. þangað til öll starfsemi Dags og Dagsprents flyst í Strandgötu um áramótin. Á föstudag var hafist handa við að hluta prentvélina í sundur og önnuðust það Ársæll Ellertsson, sem sjá mun um prentun blaðsins á nýja staðnum, og Ken Morgan, sérfræðingur frá bandaríska fyr- irtækinu sem framleiddi vélina. Lyftari, krani og þungaflutninga- bíll voru notaðir við flutning á vélinni. Strax á laugardag var svo hafist handa við að setja vélina saman á ný og unnið hefur verið við að leggja rafmagn og annað tilheyr- andi að henni. Vélin hefur nú verið reynd eftir flutningana og þetta er fyrsta blaðið sem prentað er á nýja staðnum. Prentsalurinn er á neðri hæð hússins að Strandgötu 31, en um áramótin flytur ritstjórn Dags og önnur starfsemi blaðsins á efri hæðina, svo og setning, umbrot og filmugerð. Verður þá öll starf- semi Dags og Dagsprents h.f. undir einu þaki. öll stykkin komin inn á gólf og þá voru ekki liðnir nema fimm stundarfjórðungar frá þvi sfðasti hlutinn var fluttur út úr P.O.B. Eftir tengingu var vélin prufukeyrð og þetta blað er það fyrsta sem prentað er f henni eftir flutninginn. W- Wjjk 4 - DAGUR - 12. nóvember 1981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.