Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 5
Bílaleiga Akureyrar „FLUGLEIÐIR UNDIR- BYÐUR BILALEIGUR“ * og lofar hærri umboðslaunum til erlendra söluaðila en tíðkast hefur Eigendur Bílaleigu Akureyrar hafa ritað Steingrími Her- mannssyni, samgönguráðherra bréf, en í því vilja þeir vekja at- hygli á því að á sama tíma og Flugleiðir sækjast eftir fjár- hagslegum stuðningi „undirbýð- ur fyrirtækið bflaleigur hér á landi og lofar einnig umboðs- launum til erlendra söluaðila sem eru mun hærri en tíðkast hafa hér á landi a.m.k. um háferðamannatímann, en það er á tímabilinu frá júni fram yfir miðjan ágúst. Til staðfestingar á því að hér er ekki um fyllyrðingar úr lausu lofti gripnar leggjum við fram hér með fylgirit sem staðfesta þetta. Hér er um að ræða ljósrit af telexskeytum sem farið hafa á milli tiltekinna aðila erlendis og Flugleiða“ segir í bréfinu. „Með þeirri tilhögun að undir- bjóða þjónustu sem sanngjamt er að selja fullu verði til útlendinga um háferðamannatímann kemur flugleiðir þeim aðilum sem hafa bílaleigu að aðalatvinnurekstri í opna skjöldu og gera þeim alla samkeppni með öllu óvinnandi. Ekki þarf að benda á þá staðreynd að auk þess hafa Flugleiðir lykil- aðstöðu um alla sölu á þjónustu hvað ísland snertir bæði varðandi bílaleigu, hótelrekstur og fleira." „Þykir okkur næsta óréttmætt að slík framkoma skuli fá áheyrn og undirtektir því að um leið og farið er fram á styrk til Flugleiða grefur fyrirtækið undan öðrum atvinnu- rekstri á Islandi." „Enn fremur hefir það heyrst að Flugleiðir hyggist nú enn ætla að gera alvöru úr því að stofan til rekstrar á bílaleigu frá afgreiðslu sinni við Akureyrarflugvöll um n.k. áramót. Við sem stundum slíkan rekstur í dreifbýlinu teljum slíkt með öllu óviðunandi að svo stóru félagi verði leyft að eyðileggja lífs- afkomu okkar og starfsmanna okkar, þar eð félag þetta flytur flugleiðis flesta þá viðskiptavini sem við veitum þjónustu. Og eru Flugleiðum hæg heimatök að bjóða viðskiptavinum sínum bíla- leigubíla við flugafgreiðsluborð á hinum ýmsu flugvöllum landsins. Fyrirtækið Flugleiðir hlýtur að geta vel við unað að hafa nær alla aðkomuferðalanga til íslands, flest hótel og öfluga og vel rekna bíla- leigu í Reykjavík og þess má geta hér og nú að við greiddum Flug- leiðunt umboðslaun fyrir s.l. ár sem nema lauslega áætlað um 32.000,00 íslenskum krónum af þeim bilum sem söludeildir félagsins pöntuðu hjá okkur." Á mánudaginn opnaði verslunin Pedromyndir aftur eftir breytingar, hefur m.a. stækkað nokkuð. Verslunarstjóri er Friðrik Vestmann. Pedromyndir er nú orðin eina Ijósmyndavöruverslunin á landinu, sem býður upp á framköllun og kópier- ingu á svarthvitum myndum. (Ljósm. KGA.) „Sterkasti maður heims“ — sýnd í Borgarbíói Klukkan 15 á laugardag verður kvikmyndin „Sterka ;ti maður heims“ sýnd í Borgarbíói. Myndin er um Reyni Leósson, sem á sínum tíma sýndi ótrúlega krafta m.a. með því að brjótast út úr rammgerðum fangaklefa á Keflavíkurflugvelli og lyfta vörubílum, slíta keðjur sem þola yfir 6 tonna átak o.s.frv. Einnig er í myndinni greint frá uppfinningum Reynis. Myndin er 40 mínútna löng, en auk þess verða sýndar myndir af lífshættulegum akstri á fólksbíl sem Reynir fram- kvæmdi, m.a. til að sýna hvernig bregðast ætti við óvæntum uppákomum á vegum. T.d. sýnir Reynir þar útafakstur á miklum hraða til að komast hjá árekstri, með væntanlega mun alvarlegri afleiðingum. Reynir Leósson. Nýtt heildar- skipulag Unnið er að nýju heildarskipu- lagi fyrir Raufarhöfn hjá skipu- lagsstjóra ríkisins. Fyrsta verk- efnið er að skipuleggja svæðið neðan Aðalbrautar frá Hafnar- götu suður að tjörn. Víkurbraut liggur þar samhliða Áðalbraut og hefur nú þegar verið úthlutað einni lóð við þá götu til Guðmundar Lúðvíkssonar, segir í fréttabréfi frá Raufarhafnarhreppi. Ennfremur kernur frant að unnið hefur verið við breytingar á skipu- lagi við Tjarnarholt ,og Melás. Fiskvinnslustöð KEA í nýja viðbyggingu Gunnlaugur Ingvarsson lét í haust af starfi frystihússtjóra hjá Fiskvinnslustöð KFA í Hrísey, og mun Jóhann Þ. Halldórsson hafa það starf með höndum framvegis ásamt starfi útibússtjóra. í framtíðinni verð- ur allt skrifstofuhald félagsins í eyjunni til húsa í nýrri viðbygg- ingu sem verið er að reisa við frystihúsið og mun Jóhann hafa þaðan umsjón með allri starf- semi félagsins I Hrísey. Hin nýja viðbygging er urn 400 fermetrar að stærð og mun bæta mjög alla aðstöðu Fiskvinnslu- stöðvarinnar. Á neðri hæðinni verður fiskmóttökunni komið fyrir og við það skapast svigrúm til að hagræða allri vinnslunni frá því sem nú er. Á efri hæð verða skrif- stofur og starfsmannaaðstaða, sem mjög brýn þörf var að bæta frá því sem nú er, en starfsmannaaðstaða Fiskvinnslustöðvarinnar hefur til þessa verið mjög ófullnægjandi. Rekstur Fiskvinnslustöðvarinnar hefur gengið vel miðað við það sem almennt gerist í landinu. Almannavarnir á Akureyri: Meira unnið en víða á öðrum stöðum „Ég get ekki sagt annað en að ég sé þokkalega ánægður með ástandið eins og það er í dag, því það verður að segjast eins og er að Almannavarnanefndin á Akureyri hefur starfað vel og gert meira en margar aðrar nefndir í Iandinu“ sagði Guð- jón Petersen framkvæmda- stjóri Almannavarnarnefndar ríkisins í samtali við DAG. Guðjón var á Akureyri um helgina og átti þá fundi með Almannavarnarnefnd Akur- eyrar. ,',Neyðarskipulagið sem starfað er eftir er mjög gott og stjórn- stöðin í kjallara Lögreglustöðv- arinnar á Akureyri er með þvi besta sem þekkkist í þeim efnum hér á landi. Það sem hins vegar er brýnast að vinna að á Akureyri er að koma upp viðvörunarkerfi og ekki hefur verið unnin könnun á skýlishæfu rými.“ Gísli Ólafsson er fram- kvæmdastjóri Almannavarnar- nefndar Akureyrar. Hann sagði í viðtali við DAG að unnið væri að því að koma á fót viðvörunar- kerfi. Tilboð hefur borist í slíkt kerfi erlendis frá, en það var mjög hátt. Er nú unnið að athugun á því hvort ekki fæst hagstæðara tilboð frá innlendum aðilum. Þá sagði Gísli að könnun á neyðar- skýlum í bænum stæði yfir, og væru þetta þau tvö verkefni sem aðallega væri unnið að um þessar mundir. Ljós er að yfir höfuð eru mál í góðu lagi hjá Almannavarnar- nefnd Akureyrar, og að nefndin hefur unnið vel og markvisst. Helgi Bergs bæjarstjóri er formaður nefndarinnar. Þórhallur sækir um Þórhallur Höskuldsson. prestur á Möðruvöllum, hefur sótt unt Ak- ureyrarprestakall. Áður var Jón Baldvinsson, prestur á Staðarfelli búinn að sækja um brauðið. Um- sóknarfrestur um Glerárhverfis- og Akureyrarprestakall rennur út um helgina. Blásarar á Norðurlandi Trómet blásarasveitin, sern skipuð er blásurum í framhalds- skólum í Reykjavík er á tón- leikaferð fyrir norðan um næstu helgi. Blásarasveitin leikur á Húsavik 12. nóvember og síðan í „Möðru- vallakjallara" Menntaskólans á Akureyri, sunnudaginn 15. nóvem- ber og hefjast tónleikarnir kl. 5. í hljómsveitinni eru 20 blásarar, en stjórnandi þeirra er Þórir Þóris-. son. Efnisskráin er fjölbreytt, lög eftir Bach, Gabrielli. Handel, Mozart. Jón Ásgeirsson og að lokunt svíta með lögunum úr túnskildingsóper- unni eftir Kurt Weil. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Kirkju- dagur á Akur- eyri Hinn 17. þ.m. eru liðin 41 ár frá vígslu Akureyrarkirkju. Af- mælisins verður minnst n.k. sunnudag 15. nóv. Prófasturinn séra Stefán V. Snævarr mun prédika í messunni. Safnaðarfólk hefir jafnan fjöl- mennt í afmælismessurnar í þakk- lætisskyni fyrir athvarfið í kirkjunni og helgar stundir. Kvenfélag kirkjunnar, sem unn- ið hefir ómetanlegt starf fyrir kirkjuna og lagt mikið fram til fegr- unar henni, verður með fjáröfluo þcnnan dag að Hótel K.E.A. Á basarnum verður margt eigulegrij muna, og kaffið þeirra félags- kvenna og veislubrauðið hefir allt- af verið rómað. Vonandi verður þarna margt um manninn að venju. Fréttatifkynnihg. 12. nóyember 1981 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.