Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 16

Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 16
DAGILJR RAFGEYHAR [ BlLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI Björguðu kindum úr sjálfheldu Nú í sumar, eins og undanfarin sumur, hafa verið taisverð brögð að því að kindur hafi lent í ógöngum að norðanverðu í Tindastóli í snarbröttum giljum og klettum þar sem illmögulegt hefur verið að ná þeim úr sjálf- heldunni. í haust varð vart við margar kindur í sjálfheldu þarna, og s.l. sunnudag fóru félagar úr Björgun- arsveitinni á Sauðárkróki ásamt bændum á trillu að klettunum þar sem kindurnar voru. Tókst þeim að ná 18 kindum úr sjálfheldunni og þrjár skutu þeir, þar sem ómögu- legt var að komast að þeim og þær voru bjargarlausar í sjálfheldunni. Eftir voru 13 kindur sem engin leið reyndist að ná eða skjóta. Eins og fyrr sagði, komu menn sjóleiðina að Tindastóli og fóru í land í gúmbát. Tókst þeim að klífa upp í klettana og gátu síðan komið styggð að kindunum með því að skjóta nálægt þeim þannig að þær bröltu upp á klettabrúnina þar sem aðrir menn voru fyrir og handsöm- uðu þær. G.Ó. Síðasta blað fyrir verkfall? Fari svo sem horfir og verkfall bókagerðarmanna skelli á um helgina, er þetta tölublað síðasta blað Dags fyrir það verkfall. Dagur kemur því ekki út n.k. þriðjudag komi verkfallið til fram- kvæmda, en sáralitlar líkur eru taldar á að samninganefndamenn í deilu bókagerðarmanna og við- semjanda þeirra nái að afstýra verkfallinu. Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra: Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögurnar um raðsmíði báta — sem gerir Slippstöðínní á Akureyri kleift að vera með tvo báta í smíðum í senn án þess að kaupendur séu fyrir hendi „Mér list náttúrlega mjög vel á þessar hugmyndir. Þær þýða að þó að samdráttur verði i smíði skuttogara á næstu árum þarf ekki að koma til samdráttar í innlendri skipasmíði,“ sagði Gunnar Ragnars, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar i viðtali við Dag um fyrirhugaða rað- smíði fiskibáta. „Það komst verulegur skriður á þetta mál þegar sjávrútvegsráð- herra, Steingrímur Hermannsson, kallaði mig á sinn fund í ágúst, en í framhaldi af því myndaði hann starfshóp, sem í voru Magnús Ólafsson frá sjávarútvegsráðuneyt- inu og Jafet Ólafsson frá Iðnaðar- ráðuneytinu, auk mín sem fulltrúa skipasmíðastöðvanna,“ sagði Gunnar Ragnars ennfremur. „Jú, það er rétt, ég kom á fót þessum starfshópi eftir fund með Gunnari Ragnars, þar sem ég ræddi það við hann hvort hann væri ekki tilbúinn til að setjast nið- ur og reyna að móta ákveðnar hugmyndir sem bæði skipasmíða- stöðvar og útgerðaraðilar gætu sæst á. Ég fól síðan Magnúsi Ólafssyni að móta ákveðnar hugmyndir sem bæði skipasmíðastöðvar og útgerð- araðilar gætu sæst á. Ég fól síðan Magnúsi Ólafssyni að leiða þetta starf og við höfðum samband við iðnaðarráðuneytið og buðum þeim að vera með í þessum starfshópi,“ sagði Steingrímur Hermannsson, er Dagur innti hann eftir aðdraganda málsins. Kjördæmisþing Framsóknarmanna i Norðurlandskjördæmi eystra: ATVINNUMÁL VERÐA í BRENNIDEPLI Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið á Akureyri um helgina, og er reiknað með að á milli 70-80 fulltrúar muni sækja þingið. „Helstu mál þingsins verða ef- laust tengd atvinnumálunum í kjördæminu og í því sambandi mun Þorsteinn Ólafsson viðskiptafræð- ingur flytja framsöguræðu um orku og iðnaðarmál“ sagði Snorri Finn- laugsson, framkvæmdastjóri Kjör- dæmisráðs Framsóknarmanna í Norðuriandskjördæmi eystra. „Þá verður rætt um það hvernig standa skuli að framboðsmálum fyrir Alþingiskosningar í fram- tíðinni í kjördæminu.Fram mun koma tillaga um að viðhafa próf- kjör. Þá mun þingið eflaust fjalla um tillögu S.-Þingeyinga um að skipta kjördæminu í tvennt“ sagði Snorri. Allir þingmenn Framsóknar- flokksins í kjördæminu munu sitja þingið, og auk þeirra Halldór Ás- grímsson varaformaður flokksins. Þingstaður verður Hótel KEA og fer þingið fram föstudag og laugar- dag. Sr. Birgir Snæbjörnsson sr^narprestur á Akureyri: ,Óskapleg'ar annir1 „Það er óhætt að segja að það hafi verið óvenjulegar annir hjá mér að undanförnu, enda má segja að það sé fullt starf fyrir þrjá menn, sem ég hef þurft að inna af hendi“ sagði sr. Birgir Snæbjörnsson sóknarprestur á Akureyri í sanitali við DAG, en Birgir hefur undanfarið verið eini starfandi presturinn á Akureyri. „Það var feykilegt álag í okt- óber. Þá skírði ég 18 börn, gifti 5 hjón og jarðaði 13 einstaklinga, auk þess sem ég var með 10 mess- ur. Það þurfti því að skrifa margar ræðurnar og oft hófst það verk þeg- ar aðrir voru að fara að sofa. Þá reyndi ég . að vera búinn þegar morgna tók.“ Sr. Birgir Snæbjömsson. Birgir hefur einnig kallað saman og hafið undirúning fermingar með 260-270 börnum, sem eiga að fermast á Akureyri í vor. Það eru öll fermingarbörnin sem prestarnir þrír, sem verða starfandi hér eftir áramótin, eiga að ferma, nema fjögur börn úr Grímsey sem hrein- lega hefur ekki verið hægt að ná til ennþá sökum tímaskorts. Birgir tjáði Degi að vonast væri til að hægt yrði að halda prestkosn- ingar á Akureyri fyrstu helgina í desember. Þá yrði hægt að telja at- kvæði 10. desember og svo yrði að sjá til hvort hinir nýju prestar gætu hafið hér störf um jólin. „Það verða óskaplegar annir um jólin og ef ég verð einn sé ég ekki betúr en að það geti orðið um miðnæturgift- ingar að ræða“ sagði séra Birgir. „Ég er nú að senda þessar tillög- ur til Fiskveiðasjóðs til umsagnar, en ríkisstjórnin er búin að sam- þykkja þær fyrir sitt leyti. Ég mun einnig ræða þær á L.Í.Ú.-þingi í næstu viku. Meginefni þessara til- lagna er það, að reynt er að gera íslenskum skipasmíðastöðvum kleyft að keppa við erlendar, fyrst og fremst með meiri lánafyrir- greiðslu ef smíðað er innanlands. Um er að ræða lán frá Fiskveiða- sjóði, en einnig heimild til að taka hagkvæm útflutningslán erlendis vegna véla- og búnaðar og auk þess lán úr Byggðasjóði, þannig að heildarlánið gæti numið 90% af smíðaverði. Jafnframt er ekki lok- að fyrir smíði erlendis, en út á slík lán er aðeins veitt hámark 61% lán. Samþykkt var að veita ríkisábyrgð fyrir fjórum skipum í senn. Hug- myndin er sú að leyfð verði smíði innanlands á 5-7 fiskiskipum á ári næstu 3-4 árin, undir 39 metrum að lengd og með vélarstærð undir 1000 hestöflum. Sem dæmi má nefna, að Slippstöðin á Akureyri getur haft tvö skip í smíðum án þess að kaupandi sé fyrir hendi, sam- kvæmt ríkisábyrgð,“ sagði' Stein- grímur Hermannsson að lokum. f Sérfræðingar og launa- viðræður Nú eru hafnar viðræður laun- þega og atvinnuveitenda. Ef að líkum lætur verða samningar þessara aðila gerðir enn flóknari, illskiljanlegri. Innan verkalýðshreyfingarinnar, svo og hjá atvinnurekendum, er rlsin upp stétt manna sem hef- ur það eltt verkefni að skilja og túlka samninga, sem eru orðn- Ir svo flóknir að það er ekki á færi nema lærðra manna að vita um hvað þeir fjalla. Flokkaskipting og skipting innan flokka og prósenta hér og prósenta þar, ásamt flókn- um klausum á sérfræðinga- máli fæðfr af sér enn flóknari grelnar og svo koll af kolli. Sá maður sem stingur upp á ein- földun þessara hluta yrði án efa hrópaður niður af báðum aðilum, enda er atvinna sér- fræðinganna í stórhættu ef fer að rofa tll í samningaheimin- um. O Sprengja í póstinum Starfsmenn Bögglapóststof- unnar á Akureyri hrukku illi- lega við á dögunum er þeir voru að ganga frá póstsend- ingu austur á land. Þeir heyrðu „tikk“ í einum bögglinum og var engu Ifkara en að sprengja væri i sendingunni. j örvænt- ingu sinni opnuðu þeir pakk- ann titrandi höndum, en þeir gátu andað léttar þegar út úr honum kom klukka sem Jón Bjarnason úrsmiður á Akureyri var að senda austur á land eftir að hafa gert við hana. £ Prestkosn- ingar og aðrar kosningar Eins og kunnugt er verða prestkosningar á Akureyri í byrjun desember. Frambjóð- endur eru þegar farnir að kynna sig og sína, og einn þeirra a.m.k. hefur sent kynn- ingarbækling i hús í öðru prestakallinu. Löngum hafa verið um það skiptar skoðanlr hvort prestkosnlngar ættu rétt á sér og verður ekki tekin af- staða til þess hér, en hitt er svo aftur annað mál að það gætir töiuverðs ósamræmis milli ráðnlngarmáia presta og flestra annarra opinberra starfsmanna. Því þurfa t.d. starfsmenn bæjarfógetaem- bættisins ekki að bjóða sig fram ef þeir hafa hug á starfi hjá embættinu? Kennarar þurfa ekki að bjóða sig fram og ganga í gegnum þann hreins- unareld sem kosningar af þessu tagi munu vera, en þeir og aðrir opinberir starfsmenn ættu e.t.v. að gera það. Ef þetta fyrirkomulag yrði tekið upp ættu áhugamenn um kosning- ar Ifka að fá næg verkefni við hæfi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.