Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 14

Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 14
Akureyrarprestakall: Sunnu- dagaskóli Akureyrarkirkju verður n.k. sunnudag kl. 11 f.h. Öll börn velkomin. Afmælis- messa verður i Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Prófast- ur Eyjafjarðarprófastsdæmis séra Stefán V. Snævarr predik- ar. Sálmar: 218, 300, 287, 286, 288. Kvenfélagið verður með basar og kaffisölu að Hótel KEA eftir messu. Messað verð- ur á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri n.k. sunnudag kl. 5 e.h. Sóknarprestur. Laugalandsprestakall. Messað verður að Grund, sunnudaginn 15. nóv. kl. 13.30 í Saurbæ 22. nóv. kl. 14.00. Sóknarprestur. Stórutjarnarskóli. Guðsþjón- usta verður í Stórutjarnarskóla sunnudaginn 15. nóv. kl. 14.00. í lok æskulýðsmóts. Unglingar syngja og tala og flytja helgi- leiki. Fólk á skólasvæðinu hvatt til að fjölmenna. Messukaffi í boði unglinganna. Sóknar- prestar. Hjálpræðisherinn. Sunnudag kl. 17 er almenn samkoma að Hvannavöllum 10. Mánudag 16. nóv. kl. 16 er heimilasam- band fyrir konur. Verið vel- komin. Fyrir börn er á sunnu- dögum sunnudagaskóli kl. 13.30 (Hvannavöllum) og á fimmtudögum fundur kl. 17. (Strandgötu 21). Öll börn vel- komin. Kristniboðshúsið Síon sunnu- daginn 15. nóv. sunnudagaskóli kl. 11. Öll börn velkomin. Sam- koma kl. 20.30. Anna María Reinholtsen talar. Allir hjart- anlega velkomnir. Fíladelfía Lundargötu 12. Fimmtudaginn 12. nóv. biblíu- lestur kl. 8.30. Sunnudgur 15. nóv. Sunnudagaskóli kl. 11 f.h. Öll börn velkomin. Almenn samkoma kl. 17. Allir velkomn- ir. I.O.O.F. 2 —16211138 Vi I.O.O.F. Rb. 2 = 13111118 Vi = 9III □ RtJN 598111117— 1 □ RÚN 598111138 = 2 I.O.G.T. Stúkan ísafold — Fjallkonan nr. 1 fundur fimmtudaginn 12. þ.m.kl. 9e.h. í félagsheimili templara Varð- borg. Fundarefni Vígsla nýliða, vetrarstarfið. Eftir fund félags- vist, kaffi. Æ.t. Kvenfélagið Aldan heldur muna- og köku- og laufa- brauðsbasar í Freyvangi sunnudaginn 15. nóv. kl. 3 e.h. Kaffisala, hlaðborð. Allur ágóði rennur til Systraselssöfnunar- innar. Kvenfélag Akureyrarkirkju heldur basar og kaffisölu að hótel K.E.A. sunnudaginn 15. nóv. kl. 15.15. Kvenfélagskonur eru beðnar að skila basarmun- unum í kapelluna laugardaginn 14. nóv. kl. 14-16. I.O.G.T. Bingo í hótel Varðborg föstudaginn 13. þ.m. kl. 8.30 e.h. Stórglæsilegir vinningar. I.O.G.T. bingo. Félagsvist í kvöld. Spilum félagsvist að Bjargi fimmtudag- inn 12. nóv. kl. 20.30 í kvöld. Mætum vel og stundvíslega og tökum með okkur gesti. Allir velkomnir. Spilavist Sjálfs- bjargar. I515| U.M.S.E. mVfáfcj Blaðabingó.Nýjar tölur: Basar og kaffisala verður í Dal- bæ, heimili aldraðra á Dalvík, sunnudaginn 15. nóvember og hefst kl. 14. Á boðstólunum verður handavinna heimafólks og verður hún seld á föstu verði. Einnig verða seldar kaffiveit- ingar, sem undirbúnar eru af starfsfólki og heimafólki í sam- einingu. Ágóði af kaffisölunni rennur í handavinnusjóð. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður RÓSU SIGURÐARDÓTTUR Svalbarði Dalvík Börn og tengdabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför RÓSU JÓNSDÓTTUR Þverá Ari B. Hilmarsson og aðrir vandamenn. Faðir okkar \ JÓN HALLGRÍMSSON lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginr 31. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Auður og Heiður Jónsdætur. Faðir okkar JÓN ÓLAFSSON frá Ytri-Bakka andaðist í Landsspítalanum 3. nóv. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. nóv. kl. 13.30. Steinunn J. Steinsen, Gíslína Jónsdóttir. Sveinbjörg Sigurðardóttir Minningarorð Fædd 16. nóvember 1905 - Dáin 3. október 1981 Þegar ég frétti lát Sveinbjargar að morgni 3. október brá mér við, því svo snöggt fannst mér þetta bera að, því aldrei kvartaði hún þó lasin væri. Á þesnnan hátt hefði hún ör- ugglega viljað fara hefði hún mátt ráða, snögglega og hljóðlega, og þurfa ekki að verða neinum til byrði. Hennar líf snerist fyrst og fremst um að hjálpa öðrum og þegar hún veiktist var hún stödd hjá systur sinni norður í landi til að veita henni liðsinni. Okkar kynni hófust, þegar ég 11 ára gömul þurfti að fara að heiman til að ljúka minni barnaskólagöngu og vorum við samtímis á heimili systur minnar sem gift er Friðbirni syni Sveinbjargar. Hún var ekki sú manneskja sem lét auðveldlega tilfinningar sínar í ljós, en sem barn fann ég fljótt að hjá henni átti ég tryggan vin og hefur sú vinátta haldist í 27 ár og eigum ég og mín fjölskylda henni margt að þakka. Sveinbjörg var sérstæður per- sónuleiki, hún var greind kona og hafði lifandi áhuga á atvinnu- og þjóðfélagsmálum. Jafnréttismál voru henni afar hugleikin, og finnst mér að hún sé fyrsta og sannasta jafnréttis- manneskjan sem ég kynntist, enda gat hún talað af eigin reynslu, kom sínum tveim börnum til manns og mennta að mestu stuðningslaust, þrátt fyrir heilsuleysi á sínum yngri árum, og hefur það örugglega oft verið erfitt. Barnabörnin hafa misst mikið, svo sterk ítök hefur hún átt í þeirra uppeldi og umönnun. Hún var heimilisföst hjá systur minni og mági og sá um heimili þeirra, þannig að sín uppvaxtarár þurftu börnin ekki að líða fyrir flæking og ókunnar hendur, þó foreldrarnir ynnu báðir úti, enda eru þau ömmu sinni til sóma, og á hún þar ekki svo lítið lífsstarf að baki. Barnabarnabörnin fengu einnig að njóta hennar, og voru þeir ófáir dagarnir sem hún fóstraði þau og var það ekki talið eftir. Ég vil þakka fyrir að hafa kynnst henni og fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, fyrir öll heilræðin sem hún gaf mér, þegar ég stofnaði heimili, þau hafa komið sér vel og að síðustu þakka ég fyrir umhyggjuna sem hún veitti mér sem barni fjarri mínum foreldrum. Bjössi minn og Sissa,. Elsa og Óskar, ég votta ykkur og börnun- um mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Sjana. Kveðjuljóð Sigurður Geirfinnsson, Landamóti Jarðsunginn 2. maí frá Ljósavatni, Mörg eru lífsins Landamót Ehnþá hljómar í huga manns lágirgarðar og háir. sú heiðbjarta söngrödd hann hafði Af vinsemd kennir um vegamót og hlýða á meitlað málfar hans afvarúð í merki spáir meðan við stétt hans tafði. löggœslumaður við leiðamót, Aldreiskoðun tilskiptarans sem löngum að umferð gáir. ískrúðfellda dulúðhann vafði. Afgóðvild við sérhver gleðimót til gœfublóma oft sáir. Úrdálitlu hverfi við deilum þér þökk því dvölinni er lokið að sinni. Fósturjörð öllum faðmslengd Ijær. Sorgin erfjarri. Aðeins kynleg klökk Fer þar að gömlum lögum erum knúin af þakklátssemi. - hvortsemhannheiðurskrossafœr - Og brúnin á fjallinu er blá, engin dökk eða kynnist afhljóðlátum brögum. blika úr fjarlœgðinni. En hvar sem að stendur bóndabœr, byggður afhug órögum, Það bjarmar afvori yfir Köldukinn. með tún sem um morgna glitrar oggrœr Klakinn svitnar um rinda. - þaðgeymistílandnámssögum. Ihljóði er biðjandi hugurinn til himinsins œðstu linda Nágrannakvöð ber þér lítið Ijóð. að vorbláminn þíði veturinn Það var líknsemd afgóðum kynnum. svo víkki til efstu tinda Hversem á vöxtum á svo góðan sjóð og segl gefi nýtt og sigur þinn með sólgullfrá drukknum minnum fyrirsumarsins kátu vinda. hann vermist við minning, sem gefursvo góð, og gleður hann mörgum sinnum. JónJónsson, Fremstafelli. - ámnn uein.1. ' 1 Brúðhjón: Hinn 7. nóvember voru gefin saman í Hjónaband á Akureyri Harpa Jónsdóttir verkakona og Guðjón Eiríksson verkamaður. Heimili þeirra verður að Búrfelli í Miðfirði. ER LOKIÐ 75 ára varð laugardaginn 7. nóv. Kári Baldursson skipasmiður Laxagötu 4. Kári er fæddur á Lómatjörn í Grýtubakkahreppi, 7. nóv. 1906. Hann er einn af eigendum að skipasmíðastöð- inni Vör h.f. og er enn í fullu starfi. Sé tekið tillit til stöðvunar um jólin, þá er lokið svokölluðum skrapdögum togara á Dalvík. Togarinn Björgvin kom inn til löndunar s.l. mánudag með 162 tonn af blönduðum afla, mest ýsu. Frá áramótum hefur Björg- vin komið með að landi 2252 tonn miðað við 3239 tonn á sama tíma í fyrra. En eins og flestir vita þá var togarinn frá veiðum í um fjóra mánuði á þessu ári vegna vélarbilunar. Togarinn Björgúlfur hefur kom- ið með að landi í ár 3184 tonn miðað við 3311 tonn á sama tíma i fyrra. Einnig hjá honum hefur vél- arbilun valdið frátöfum frá veiðum í þrjár vikur s.l. vetur. Meðalafli togaranna Björgvins og Björgúlfs í veiðiferð er um 125 tonn og er það heldur minni afli en í fyrra. Hlutdeild þorsks er einnig minni eða um 60% af heildarafla. Því veldur aukin tilskipuð skrap- veiði sem gerir bæði afkomu skip- anna og vinnslunni erfiðara fyrir og veldur aukinni birgðasöfnun. Togarinn Dalborg er einnig bú- inn með allt sitt skrap, en Dalborg er einnig búin að veiða um 75 tonn af rækju í ár og um 1300 tonn af bolfiski. Að auki fór Dalborg í söluferð erlendis og seldi um 70 tonn af óunnum afla fyrir viðun- andi meðalverð eða um 9 krónur hvert kg. Framundan er því þorskveiði hjá togurunum og aukin verðmæta- sköpun. Mikill munur er á verð- mæti þorsktúra og skraptrúa, bæði varðandi verðmæti afla og afurða eftir vinnslu. 14-DAGUR- 12, iióveihbér H 981

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.