Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 9

Dagur - 12.11.1981, Blaðsíða 9
HtiGUR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsimar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamenn: Áskell Þórisson, Gylti Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Endurnýjun bátaflotans Að tilhlutan Steingríms Her- mannssonar, sjávarútvegsráð- herra, hefur nú verið gerð áætlun um innlenda endurnýjun bátaflot- ans á næstu 3-4 árum, en á þessu tímabili er gert ráð fyrir að leyfð verði smíði 5-7 skipa á ári. Þessi áætlun var unnin af starfshópi, sem sjávarútvegsráðherra setti á laggirnar, og í voru fulltrúi skipa- smíðaiðnaðarins, sjávarútvegs- ráðuneytisins og iðnaðarráðu- neytisins. Þessar áætlanir hafa nú verið samþykktar í ríkisstjórn og sendar Fiskveiðasjóði tii umsagn- ar. Markmið þessarar áætlunar er að gera endurnýjun bátaflotans mögulega, byggja skip fyrir ís- lenskar aðstæður, stuðla að lækkun kostnaðar við smíði skipa með raðsmíði og hagkvæmari vinnutilhögun og að endurnýjun fiskiskipa fari fram með reglu- bundnari hætti en verið hefur og að tekið verði mið af framleiðslu- getu og mögulegri verkaskiptingu skipasmíðastöðvanna til lengri tíma litið. Eins og áður sagði gerir áætl- unin ráð fyrir smíði 5-7 skipa næstu 3-4 árin, undir 39 m að lengd og með vélarstærð undir þúsund hestöflum. Ef nauðsyn krefur verði veitt ríkisábyrgð vegna þessara smíða á þann hátt, að Slippstöðin á Akureyri fái ábyrgð fyrir 2 skipum hverju sinni, Stálvík fyrir einu skipi og Þorgeir og Ellert fyrir einu, en þessar stöðvar skulu leitast við að hafa samvinnu við og miðla verkefnum til annarra skipasmíðastöðva. Lán vegna þessara fiskiskipa verði látin njóta forgangs hjá Fisk- veiðasjóði. Gert er ráð fyrir að lán geti numið 90% af smíðakostnaði og að ríkissjóður ábyrgist 80% verðsins. Innflutningi fiskiskipa verði haldið í algjöru lágmarki, en þó verði mönnum gert kleyft að kaupa skip erlendis frá, einkum til staða sem búa við ótryggt at- vinnuástand. Lánamöguleikar verða hins vegar lakari en til kaupa á innlendri smíði. Þá er gert ráð fyrir að úreldingarsjóður verði efldur, en ekki er stefnt að aukn- ingu sóknarþunga. Þessi áætlun er mjög þörf, eins og nú háttar. Bæði er, að íslenski bátaflotinn er gamall og að mörgu leyti úreltur, og verkefnaskortur blasti við skipasmíðastöðvunum, vegna sjáanlegs samdráttar í smíði skuttogara. Með raðsmíði er unnt að stytta smíðatímann, stór- spara hönnunarkostnað og skipuleggja starfsemi stöðvanna ásamt innkaupum betur. Þá er geysilega mikilvægt fyrir stöðv- arnar að geta hafist handa við smíði þó kaupendur séu ekki fyrir hendi, svo samfelld vinna og skipulagning geti átt sér stað. Krakkarnir voru ekki scin á sér að velja kökur þegar Pétur Axelsson bauð fólki að gjöra svo vel. Veitingar voru fram bornar á a.m.k. fjórum stöðum og erfitt að velja á milli girnilegra tegunda. Krakkarnir voru greinilega ánægðir með skólann, en tæplega eru þeir allir farnir að stunda nám f honum. Myndirráþ. Grenvíkingar fagna nýju skólahúsi: Það virðist sem 13 sé örlagatala í sögu þessa húss — segir Björn Ingólfsson skólasf jóri ,,Það virðist sem 13 sé örlaga- taia í sögu þessa húss. Fyrsti fundur byggingarnefndar var haldinn 13. janúar. 13. fundur nefndarinnar var haldinn dag- inn, sem fyrsta skóflustungan var tekin, en sá viðburður bar upp á 13. september. Skólinn var formlega tekinn í notkun við skólasetningu í haust, 13. október. Ef talið er saman allt starfslið skólans þ.e. kennarar, bílstjórar, ræstingakonur, og skólanefnd, þá er það 13 manns. í haust var hafln hér kennsla í 7. bekk, en í þann bekk koma nemendurnir 13 ára. Það kemur að vísu ekki byggingunni við, en svo merki- lega vill til að einn af kennurum skólans, Sigríður Sverrisdóttif, hefur um þessar mundir kennt við þennan skóla í samtals 13 ár og í haust voru liðin 13 ár síðan ég tók við starfl skólastjóra hér.“ Þannig komst Björn Ingólfsson, skólastjóri barnaskólans á Greni- vík að orði, í ræðu er hann hélt s.l. sunnudag, en þann dag fögnuðu íbúar í Grýtubakkahreppi þeim áfanga sem náðst hefur í skólamál- um hreppsins. Fjöldi fólks kom í nýja húsið, hlýddi á ræður og þáði glæsilegar veitingar sem fram voru bornar. Björn bætti því við að sumir segðu að 13 væri óhappatala. „Við skulum vona að svo verði ekki hér heldur verði raunin þvert á móti. Ef ég gæti vildi ég segja: Mæli ég um og legg ég á að 13 verði happatala Grenivíkurskóla.“ Saga nýja skólahússins á Greni- vík er ekki löng. Þann 5. nóv. 1973 gerði skólanefnd Grýtubakka- skólahverfis bókun á fundi sínum, Bjöm Ingólfsson. þar sem sagði m.a. að nú væri full- komlega tímabært að hefja byggingu nýs skóla í hreppnum. í marsmánuði 1974 samþykkti hreppsnefnd að hefja byrjunar- framkvæmdir við skólabyggingu. I ársbyrjun 1976 var Haukur Har- aldsson, tæknifræðingur á Akur- eyri ráðinn til að teikna húsið og byggingarnefnd var skipuð í árs- byrjun 1977. Þann 13. september 1977 var fyrsta skóflustungan tekin. Pétur Axelsson, formaður byggingarnefndar framkvæmdi at- höfnina. Næsta ár tókst að Ijúka við að steypa upp kjallarann og veggi efri hæðar. Arið 1979 komst húsið undir þak. I byrjun þessa árs stóðu leikar þannig að múrverk var langt komið á efri hæð og miðstöð komin í allt húsið, en flest annað vantaði. „Hér á efri hæðinni var enginn milliveggur, engin raflögn, engar hurðir, engin loft, engin ljós. Það er því ljóst að hér hafa orðið mikil stakkaskipti á þessu ári. Að vísu er, eins og allir geta séð, ýmis- legt sem á eftir að ljúka við. En hvað sem því líður þá höfum við hér í dag vel búið og glæsilegt skólahús, sem við íbúar þessa sveitarfélags getum verið stoltir af,“ sagði Björn. „Þegar byrjað var að teikna voru hér í skóla um 60 börn. Því var áætlað að hæfilegt mundi að byggja hús sem rúmað' gæti um 70 ncmendur frá forskóla upp í 7. bekk. Nú fjórum árum síðar er þessi nemendahópur orð- inn 85. Nú vitum við ekki um mannfjölgun hér á næstu árum frekar en um aðra óorðna hluti, en haldi svo áfram sem verið hefur hin síðustu ár, þá verður þessi skóli ekki ,,stór“ ncma fáein ár í við- bót.“ Einnig tóku til máls Stefán Þórð- arson, sveitarstjóri, Stefán Val- geirsson, alþingismaður og Hall- dór Blöndal, alþingismaður. Pétur Axelsson stjórnaði athöfninni. Það kom fram hjá Stefáni Þórð- arsyni að sé byggingarkostnaður færður til núvirðis er hann nálega 5,5 milljónir króna óg hefur ríkið greitt um 40% af öllum kostnaði við bygginguna. Húsið er 619 m á tveimur hæðum eða alls 1238 m' þar af 879 m skólahúsnæði. Það pláss, sem ekki er byggt sem skóla- húsnæði, er hluti af bókasafni og óraðstafað rými í kjallara. Bygg- ingameistari hússins er Þorgils Jó- hannesson, Svalbarðseyri. Hciðurskonan hún Sigrún í Höfða (önnur frá hægri) lét sig ekki vanta á staðinn. Sigrún spurði Ijósmyndarann hvort hann væri nokkuð að spila með sig þegar hann tók þriðju inyndina en að sjálfsögðu var svarið neikvætt. Nýi skólinn, vestur- og norðurhlið. Á litlu innfclldu myndinni má sjá gamla skóla húsið. 8 - DAGUR - 12. nóvember 1981 MARKAREGN ER ÞOR SIGRAÐI REYNISMENN Og Þór hefur aðeins tapað einu stigi í 3. deildinni Leikur Þórs og Reynis frá Sandgerði var að flestu leyti frekar tilþrifalítill. Jafnræði var með liðunum framan af og í hálfleik var staðan 13 mörk gegn 11, Þór í vil. Reynismenn misstu alveg móðinn í seinni hálfleik og Þórsarar unnu stó- ran sigur, skoruðu 35 mörk gegn 26. Það voru Þórsarar sem tóku forystuna í byrjun, 2-0, en Reynismenn jöfnuðu og liðin skiptust á um forystuna lengi framan af. Þegar um 20 mín. voru af leik, var staðan 7 gegn 6. Þá tóku Þórsarar upp á því að taka Guðmund Arna Stefánsson, lang atkvæðamesta mann Reynis, úr umferð. (Af 6 mörkum Reynis hafði Guðmundur Arni skorað 4). Og það hafði sitt að segja. Þórsarar fóru að síga framúr og náðu fjögurra marka forskoti. Sem Reynismenn náðu að minnka í tvö mörk áður en flautað var til hlés —13 gegn 11. Þórsarar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik — gættu Guðmundar Árna vel, og sá Rún- ar Steingrímsson um gæsluna. Reynismenn virtust hálfvegis hafa misst áttirnar, og Þórsarar gengu á lagið og juku forskot sitt jafnt og þétt. Um miðjan hálf- leikinn voru þeir komnir sjö mörk yfir, 23 — 16. Svo til Guð- mundar Árnalausir Reynismenn fengu enga rönd við reist og Þórs- arar bættu enn við muninn og unnu stóran sigur, með níu marka mun—35 gegn 26. Þórsarar skiptu nokkuð bróðurlega með sér markaskor- uninni, mest skoraði Guðjón, 7 mörk. Guðmundur Árni var af- gerandi bestur Reynismanna, en eins og fyrirskrifað er, naut hann sín ekki til fulls í leiknum, skoraði þó9mörk. tapaði Ekki tókst Dalvíkingunum að sigra Reyni í leik liðanna um helgina, og hafa Dalvíking- arnir enn ekki hlotið stig í 3. deildinni. Þeir töpuðu fyrir Reynis- mönnum með 20 mörkum gegn 25 eftir að Reynis-menn höfðu leitt í hálfleik 14:12. Enn leikur Magnús Guðmundsson þjálfari Dalvíkinganna ekki með liðinu, hann á í meiðslum og er óvíst hvort hann verður með fyrr en eftir áramótin. Ámi Stefánsson skorar skemmtjlega af línunni, í leik Þórs og Reynis. (Ljósmynd KGA.) Óvíst með úrslitin í 2. aldursflokki Knattspyrnuráð Akureyrar hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilky nningu: „Knattspyrnuráð Akureyrar gerir kunnugt hér með að þar sem kærumál fyrir Héraðsdómi ÍBA er enn óútkljáð hver er sigurve- gari í 2. flokki karla í Akureyrar- móti 1981. Fyrir þá sem ekki eru máli þessu kunnugir greinir á um það hvort 2. flokkur Þórs hafi unnið Akureyrarmeistaratitil á hag- stæðara markahlutfalli og þar af leiðandi úrslitaleikur er K.A. vann gagnslaus varðandi úrslit móts þessa.“ f.h.K.R.A. Marinó Viborg Marinósson, formaður. Liðin léku 2 leiki í Akureyrar- mótinu og unnu sitt hvorn, en Þór hafði hagstæðara markahlutfail. Þriðji leikurinn var settur á og þá sigraði KA með einúmarki. Hin- svegar telja Þórsarar að reglur segi til um að markahlutfall ráði verði lið jöfn að stigum eftir 2 leiki og því kærðu þeir úrslit þriðja leiksins sem þeir telja að hafi verið óþarfi að leika. Kæra þeirra hcfur ekki hlotið af- greiðslu, en Knattspyrnuráð afhenti KA sigurlaunin í hófi á dögunum. Fyrstu deildar lið UMSE í blaki lék um helgina í Reykjavík við Víking. Eyfirðingarnir töpuðu öllum hrinunum, og áttu mjög slæman leik að þessu sinni. „Það gekk ekkert upp hjá okk- ur að þessu sinni," sagði einn leikmanna UMSE eftir leikinn. Á sunnudag léku tveir Eyfirð- ingar í úrvalsliði Blaksambands- ins gegn norska liðinu KFUM Osló. Það voru þeir Aðalsteinn Bernharðsson og Stefán Magnús- son. Ólafsfirðingarnir settu heimsmet Ólafsfirðingar héldu upp á það um helgina að iþróttafélagið Leiftur á Ólafsfirði er 50 ára um þessar mundir. Þess var minnst með íþróttasýningum ýmissa flokka félagsins, og svo var öllum Ólafsfirðingum boðið til kaffisamsætis í Tjarnarborg. Hápunktur hátíðarhaldanna var þó sá að skíðagöngumenn Leifturs hófu boðgöngu á föstu- dagsmorguninn kl. 08.00 og gengu stanslaust í 36 kl.st. eða til kl. 20.00 á laugardagskvöldið. Það voru sex göngumenn á aldrinum 17 til 23 ára sem gengu í eina klukkustund hver. Þeir höfðu gott skíðafæri og gengu samtals 746 kílómetra, og gekk hver maður um 20 km á kl.st. sem er mjög góður gönguhraði. Margir Ólafsfirðingar höfðu heitið á íþróttafélagið 10 aurum á hvern kílómeter sem genginn var. og með þessu söfnuðu strákarnir töluverðum peningum fyrir félag sitt. Þetta sama gerðu göngumenn frá Ólafsfirði árið 1979 en þá gengu fjórir menn samtals 510 km, eða svipuð vegalengd og frá Ólafsfirði og til Reykjavíktir. Þetta afrek Ólafsfirðinganna mun vera heimsniet. þvi svona löng boðganga mun ekki hafa áður verið gengin á skiðum. USME Enn tapar Dalvík 12. nóvember 1981 - DAGUR - 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.