Dagur - 18.12.1981, Side 10
EFNI FYRIR BÖRNIN
LITLA JÓLASTJARNAN
Einu sinni var lítil stjarna.
Hún var svo anga lítil, að
hún var lang minnsta stjarn-
an á öllum himninum.
Aumingja litla stjarnan, hún
var ósköp leið yfir þessu.
— Af hverju þarf ég endi-
lega að vera svona pínu lítil
en allar hinar stjörnunar
svona stórar og fallegar,
andvarpaði litla stjarnan
döpur í bragði.
En hinar stjörnurnar
reigðu sig allar og lýstu svo
rnikið, að fólkið niðri á jörð-
inni sagði:
— En hvað himininn er
stjörnubjartur og fallegur í
kvöld. Svona höfum við al-
drei séð hann áður. Og allir
Stjörnufræðingarnir sögðu
hver við annan:
— Þetta er furðulegt, al-
deilis furðulegt. Þeir gátu
ekkert annað sagt.
— Mikið vildi ég, að ég
væri svolítið stærri og fall-
egri, hugsaði litla stjarnan.
Þá gæti ég lýst alla leið til
jarðarinnar. Og hún stundi
þungan.
— Af hverju ertu svona
döpur, litla stjarna, spurði
lítið snjóský, sem átti leið þar
framhjá rétt í þessu.
— Hún er svo lítil, litla
greyið, sagði stór stjarna,
sem var þar nærstödd.
— Það sér mig enginn,
sagði litla stjarnan hrygg.
— Ég er engum til gagns.
Og lítið tár læddist niður
eftir henni.
— Heyrðu mig, hlustaðu
nú vel, sagði litla snjóskýið.
— Ég veit hvað þú skalt
gera. Þú skalt setjast á mig og
ég skal svífa með þig nær
jörðinni. Eftir því sem nær
dregur verðurðu stærri og
stærri í augum jarðarbúa og
ef til vill veitirðu birtu, ein-
hverjum, sem þarfnast
hennar. Litla stjarnan varð
himinglöð. Hún flýtti sér að
setjast á snjóskýið og svo
svifu þau af stað. Þau fóru
hraðar og hraðar. Stóru
stjörnurnar skildu ekkert í
þessu og litu undrandi hver á
aðra. — Hvað gengur eigin-
lega á? spurði ein þeirra.
— Þetta er litla stjörnu-
krýlið, sem var að væla áðan,
ég held að hún sé orðin galin,
sagði önnur.
En litla stjarnan og snjó-
skýið skeyttu ekkert um hvað
hinar stjörnurnar sögðu. Þau
létu sem þau heyrðu það
ekki. Þegar þau nálguðust
jörðu, fór snjóskýið smám
saman að draga úr þraðan-
um. Loks staðnæmdist það
alveg.
— Þetta var garhan, sagði
litla stjarnan glöð í bragði.
— Ég hélt um stund, að ég
mundi fjúka af þér, við fór-
um svo svakalega hratt.
En niðri á jörðinni, stóðu
Heiðdís
Norðfjörð
stjörnufræðingarnir alveg
agndofa.
— Ég hef fundið nýja
stjörnu, sagði einn þeirra
spekingslega.
— Hún er alveg frábær,
alveg stórkostleg. Hún er
stærri en allar hinar. Hann
stóð við stóra stjörnu-sjón-
aukann og vildi helst ekki
leyfa öðrum að komast að,
því að hann var svo æstur.
— Má ég sjá, má ég fá að
sjá, hrópuðu hinir stjörnu-
fræðingarnir hver í kappi við
annan.
..... En í dimmum og
draugalegum skógi, langt,
langt fjarri öllum manna-
byggðum, var lítill drengur
einn á ferð. Hann var orðinn
rammvilltur og vissi ekkert
hvernig hann átti að rata
heim til mömmu sinnar.
Myrkrið var svo kolsvart, að
hann sá ekki einu sinni niður
fyrir fætur sér. Hann var
alltaf að detta og hann grét
hástöfum, auminginn litli.
En nú víkur sögunni aftur
til litlu stjörnunnar og snjó-
skýsins.
— Mér heyrist einhver
vera að gráta, sagði litla
stjarnan.
— Heyrir þú ekkert?
Snjóskýið hlustaði og
hlustaði.
— Nei, jú, nú heyri ég
eitthvað.
Nú heyrðu þau greinilega
að einhver kallaði: —
Mamma, mamma mín.
— Við verðum að athuga
þetta nánar, sagði litla
stjarnan. Snjóskýið færði sig
aðeins neðar og í sömu svif-
um kom tunglið þeim til
hjálpar. Það lét einn af litlu
geislunum sínum lýsa á
snævi þakinn skóginn, þar
fyrir neðan.
Þá komu þau auga á Iitla
drenginn, sem rataði ekki
heim til sín. Hann stóð þarna
svo aleinn og umkomulaus,
grátandi á
og kallaði
mömmu sína.
— Ég ætla að hjálpa hon-
um, sagði litla stjarnan
ákveðin.
— Já, það skaltu gera,
sagði snjóskýið.
— Á meðan fer ég í smá
flugferð, bætti það við og
þaut á brott með ógnarhraða
svo að það stóð strókur aftur
úr því. Litla stjarnan kom sér
nú vel fyrir. Síðan lýsti hún
eins vel og hún mögulega
gat, niður á dimma skóginn,
svo að þar varð skínandi
bjart.
Litli drengurinn horfði
undrandi í kringum sig. Allt
var orðið breytt og undur
fallegt. Það glampaði á snjó-
inn, svo að snjókornin litu út
eins og milljónir glitrandi
demanta. Og þegar drengur-
inn leit upp í stórt grenitré.
sem stóð þar skammt fra‘ sá
hann stóra blikandi stjörnu,
sem sat á toppnum á því.
— Nei, sko, hrópaði hann
glaður, — þetta er jóla-
stjarnan, nú rata ég heim til
mömmu minnar, því að
blessuð stjarnan, vísar mér
veginn. Svo hljóp hann af
stað, léttur í spori og var von
bráðar horfinn úr augsýn.
Litla stjarnan varð
óumræðilega glöð. Nú hafði
hún gert gagn og það þegar
jólin sjálf voru í nánd. Hún
hlaut að vera jólastjarna.
Köttur út í mýri
setti upp á sér stýri,
úti er ævintýri.
En auðvitað var þetta bara
ævintýrastjarna. Þið vitið
öll, að hin raunverulega
jólastjarna var sú, sem vísaði
vitringunum veginn að fjár-
húsinu í Betlehem, þar sem
Jesúbamið fæddist, hina
fyrstu jólanótt.
Frumsamið
Heiðdís Norðfjörð.
Kennarinn: Á hverju þekkir þú
kú?
Óli litli: Hún er með brjóstin á
maganum.
*
Kennarinn: Hvers vegna komstu
ekki í enskutímann í gær, Einar?
Einar: Ég var svo kvefaður, að ég
gat ekki einu sinni talað íslensku,
hvað þá ensku.
*
Kennarinn (í dýrafræðitíma):
Getur þú, Júlíus litli, nefnt nokkurt
tannlaust dýr?
Júlíus: Langömmu mína.
Nanna litla er þriggja ára. Hún
hlustar mikið á útvarp. Ekki aðeins
bamatíma, heldur allskonar tónlist,
fyrirlestra og fréttir. Hún hlustar
einnig á þulinn, sem kynnir dag-
skrána.
Kvöld eitt, er hún liggur í rúmi
sínu og hefur lokið við að fara með
kvöldbænina sína, þegir hún litla
stund, en bætir síðan við:
Næsta kvöld klukkan 19, send-
um við sömu dagskrá frá sömu
.mustöð.
Jólagjöf
til mömmu
Magga hlakkaði mikið til jól-
anna.
Þá fengi hún jólagjafir, jólaföt og
jólamat.
Möggu langaði mikið til þess að
gleðja mömmu sína með því, að
gefa henni sjálf jólagjöf.
En viti menn, hún ætlaði að gefa
mömmu kristalsvasa.
En hún vissi, að hann var alltof
dýr.
Þá ákvað hún að gefa henni eitt-
hvað annað, kannski hálsfesti.
Nei, hálsfestin var líka of dýr.
En bók? Já ... hún hljóp upp í
herbergið sitt, tók sparibaukinn
sinn og skar gat á hann.
Hún tók peningana og taldi þá.
Hún átti nóg fyrir einni bók.
Hún labbaði niður í bæ.
Hún keypti bókina um Snorra
Sturluson.
Sú bók kostaði 200 krónur en
Magga átti 213 krónur.
Síðan labbaði Magga heim og
faldi pakkann.
Loksins komu jólin.
Magga tók pakkann og skrifaði
utan á hann til Mömmu frá Möggu.
Um kvöldið tóku þau upp pakk-
ana.
Magga sagði: — Hér kemur
pakki til þín mamma mín, hann er
frá mér. —
— Frá þér? ■— Já, sagði Magga.
Bæði mamma og pabbi urðu
himinglöð.
Höfundur:
Halldór Jóhannsson,
9 ára.
10- DAGUR - 18. desember 1981