Dagur


Dagur - 18.12.1981, Qupperneq 17

Dagur - 18.12.1981, Qupperneq 17
Samúel Jóhannsson. £ Allir íþróttaunnendur á Akur- ” eyri, 1 og sennilega víðar á Norðurlandi, þekkja Samúel ,,Samma“ Jóhannsson, fyrrum markvörð ÍBA-liðsins í knatt- spyrnu. Samúel hefur nú lagt skóna á hilluna í bili a.m.k. enda búinn að skila sínum hlut í knattspyrnunni. Hann er þó ekki hættur afskiptum af íþrótt- um, hann fylgist vel með, og atvinna hans sem forstöðumaður i íþróttahúsi Glerárskóla auðveldar honum það. Þeir sem þekkja til, vita að Samúel er heill hafsjór af fróð- leik um íþróttir á Akureyri, a.m.k. 20 ár aftur í tímann. Okkur fannst því tilvalið að mæla okkur mót við hann fyrir stutt spjall, og eftir að við höfð- um komið okkur haganlega fyrir í kaffistofu íþróttahússins með kaffíbolla og tilheyrandi, báðum við kappann fyrst að segja okkur frá íþróttum á Ak- ureyri á uppvaxtarárum hans. — Samúel kveikir vandlega í pípunni góðu og hugsar sig um. — „Ja ég man það nú ekki svo glöggt hvenær það var sem ég byrjaði í íþróttunum, ætli það hafi ekki ver- ið um leið og ég sleppti bleiunum. Annars var ég alltaf í sveit á sumrin til 12 ára aldurs að Kothvammi í Miðfirði.1' Satágirðingunni — Vargottaðveraþar? „Æ ég veit það ekki, en maður lifði það af. En aldrei fékk ég að fara í fótbolta, þótt þeir væru með fótbolta hinu megin girðingarinn- ar. Sambandið hjá mér og karlin- um var nú ekki betra en það að ég mátti sitja á girðingunni, en fékk ekki að fara yfir. Svo fann ég upp ágætt ráð gegn karlinum. Ég bað stelpuna sem var með mér í sveit að biðja um leyfi, og þá var allt í lagi. Hann gerði það fyrir stelpuna að leyfa mér að fara í fótboltann. Hlítt tilkvenna,kallinum. — En þótt sveitastörfin væru vettvangurinn á sumrin þá komu eyður inn á milli, vor og haust þar sem Sammi gat tekið þátt í leikjunj félaga sinna á Eyrinni, og þar voru margir sem síðar áttu eftir að gera garðinn frægan í knattspyrnunni á Akureyri. ,,Það var aldrei neitt keppt í fs- landsmóti í yngri flokkunum á 16- DAGUR - 18. desember 1981 Dýrasta vítaspyrnan! ,,Sem dæmi um áhugann hér áður fyrr get ég nefnt að það kom oft fyrir að áheit væru á leikmenn ÍBA-liðsins fyrir leiki. Ég get í því sambandi nefnt sem dæmi dýrstu vítaspyrnu sem tekin hefur verið á Akureyri. ÍBA átti 1973 að leika gegn Keflavík sem var taplaust í mótinu og við vorum ekki búnir að tapa í fjórum eða fimm leikjum í röð. Ég man að það stóð fyrir dyr- um að fara í skemmtiferð eftir að mótinu lyki til Ítalíu og bjóða kon- unum með, og við vorum búnir að safna peningum til ferðarinnar með tombólum og fleiru í þeim dúr. Fyrir þennan leik voru áheit í gangi á okkur ef við ynnum Kefl- víkingana, og það voru komin á annað hundrað þúsund krónur í pottinn, þetta var fyrir átta árum svo þetta var sæmileg upphæð." , ,Staðan í leiknum var jöfn þegar um fimm mínútur voru eftir. Þá var Sigbirni Gunnarssyni skipt útaf fyrir Jóhann Jakobsson, en Sigur- björn var þá vítaskytta liðsins. Það skipti hinsvegar engum togum að Donni byrjaði á því að fiska víta- spyrnu, en það þorði enginn að taka hana. Sævari Jónatanssyni var loks beinlínis þröngvað til þess að taka spyrnuna, og hann var svo hræddur við að skjóta yfir að hann fór allt of mikið yfir boltann og hann rétt drullaðist að markinu og var varinn. Aumingja Sævar var alveg ómögulegur maður langt fram á vetureftirþetta." — t>að væri eflaust hægt að sitja klukkustundum saman yfir kaffi- bolla með Samma og ræða um íþróttir. Hann er óþreytandi að tjá sig um ýmis mál sem tengjast íþróttum á Akureyri, og það er ekki komið að tómum kofanum. En nú er mál að linni og því setjum viðpunktinnhér. 18. desember 1981 - DAGÚR - 17 komu um 3000 manns á völlinn hvað eftir annað, þetta kom fyrir eina þrjá leiki í röð eitt árið. í sumar var það toppurinn þegar KA var í færi við titilinn að það komu um 1600manns.“ — En hver er útkoman ef þú berð saman þá kanttspyrnu sem leikin er í dag og hinsvegar þegar IBA-liðið var upp ásitt besta? ,,Það er auðvitað gefið mál að þetta breyttist allt til hins verra bara við það að breyta þessu úr gamla ,,föndrinu“ þegar fimm menn voru í sókn og leikinn var leikaðferðin 3-2-5 eins og það lítur þó fáránlega út á blaði upp á að verjast. Þetta var allt öðru vísi, og andinn í kring um ÍBA-liðið t.d. var allt öðru vísi en nú er í kring um félagsliðin. Menn eins og Jón Stef- ánsson, Kári Árnason og, Pétur ,,Drési“ Sigurðsson voru allt að því bæjarhetjur, og það var ekki óal- gengt að fólk hringdi í leikmenn í vinnuna til þess annaðhvort að ^skammast eða hrósa, svona lifði fólkið sig allt meira inn í það sem var að gerast. Svo er því ekki að neita að knattspyrnan var léttari, það var meira um einstaklings- framtak leikinna manna en nú er. Fólki finnst ekki eins gaman að fara á völlinn og áður var, það er hugsanlega vegna þess hversu breytt leikaðferð er notuð í dag, þetta er orðin mun harðari íþrótt en áður.“ þessum árum, en þeim mun meira hamast á gamla moldarvellinum, við hliðina þar sem íþróttavöllur- inn er núna, þar var fótbolti á dagskránni frá 2-10 alla daga. Og svo voru auðvitað minni vellir, t.d. einn niður við frystihúsið, við hjall- ana, þar áttum við pollarnir okkar heimavöll og svo var farið í heim- sóknir á milli strákavallanna. Þess- ir vellir niðri á Eyri voru aðal upp- eldisstöðvarnar.“ — Hverjir voru þarna með sem þú gœtir nefnt svona ífljótu bragði? um og ég átti að spila með KA. Ég man ekkert hverjir mótherjarnir voru, en einhverra hluta vegna varð ekkert úr því að ég spilaði með, hvort ég kom of seint eða eitt- hvað svoleiðis, ég man það ekki en ég var skrifaður í Þór, viku seinna. Það var Atli ,,Ríta“ sem sá um það.“ Með leyfi foreldra, að sjálf- sögðu. Allir uppnefndir ,,Það voru allir uppnefndir á Eyrinni. Sævar Jónatansson var „Snati“ og Magnús brððir hans var aldrei kallaður annað en Dinglan. Og svo var það Pétur Sigurðsson sem varkallaður ,,Drési“. „Svo voru leikir á milli strákalið- annaáEyrinni, þá voru það „Ytra- liðið“ og „Syðraliðið" sem áttust við og það var oft gaman að þessu, talsverður rígur á milli. Ég man eftir nokkrum góðum úr þessum liðum. Þar var „Tátitla“, einn var „þuðð, þuðð“, hann náði ekki essinu blessaður, Palli Magg var þarna og fleiri góðir. “ — Komust engar aðrar íþrótta- greinar að nema fótboltinn? „Jú það kom fyrir, þótt fótbolt- inn væri alltaf í fyrsta sætinu. Þarna var einhver aðstaða fyrir stangar- stökk og Drési varð svo frægur að horfði á þetta fyrstu árin á meðan maður fékk ekki að vera með, og eftir að það fékkst, var maður þarna öllum stundum, maður át stundura ekki fyrir þessu. Þetta er að mestu hætt. Svona kverfaleikir. Nú sjást strákar að vísu vera að leika sér með bolta á litlum malbik- uðum völlum, en leikir á milli strákaliða með öllu því sem tilheyrði, spennunni og keppninni, sjást ekki lengur. Enda man ég ekki til þess að félögin á Akureyri hafi verið með skipulagðar æfingar fyrir yngri flokkana á þessum tíma.“ — En hvað með vetraríþróttirn- ar? , ,Það var nú svo skrýtið með það að þegar ég var orðinn 15-16 ára þá var enginn handbolti í Þór, en KA var með meistaraflokk og svo kvennaflokk, það voru engir yngri flokkar í gangi. Þá var æft í litla íþróttahúsinu í Laugargötunni við hliðina á sundlauginni, það var eina húsið og salurinn ekki mikið stærri en einn badmintonvöllur. Ég fór að hamast í handboltanum og fékk að vera með KA, en Gísli Bjarnason stjórnaði þessu öllu eins og herforingi. Svo var spilaður handbolti úti á sumnrin, suður á túninu þar sem nýja íþróttahúsið er „9 púkar af Eyrinni“. — Körfuknattleikslið Þórs á árum áður var skipað fjölmörgum „Eyrarpúkum". Aftari röð frá vinstri: Bjarni Jónasson, Magnús Jónatansson, Pétur Sigurðsson (Drési), Anton Sölvason, Ingólfur Hermannsson, Jón Frið- riksson, Guðni Jónsson. Fremri röð frá vinstri: Ævar Jónsson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Valsteinn Jónsson, Númi Friðriks- son, Sævar Jónatansson. I þessum hóp eru þrennir bræður. Magnús og Sævar - Guðni og Ævar og loks Jón og Númi. „Þessir skrautlegustu? Sævar Jónatansson, Magnús bróðir hans sem var aðeins eldri, Skúli Ágústs- son, Þormóður Einarsson. Nú Beggi,,Skans“ var þarna auðvitað, Ævar Jónsson, Guðni „Trölli“ Jónsson, Númi Friðriksson og Jón Friðriksson og margir fleiri kapp- ar.“ „Annars man ég ekki nógu mikið eftir þeim sem voru aðeins eldri. Á þessum árum var það þannig að annaðhvort varstu jafngamall, miklu eldri eða miklu yngri ef það munaði tveimur árum.“ „Ég man eftir því að það átti að spila þarna leik einhverntíma, en þá var ég ekki genginn í Þór. Ætli ég hafi ekki verið 10 ára og þessi leikur átti að vera á moldarvellin- etja þar kappi við einhverja stærri og eldri stráka. Þessir eidri voru búnir að stökkva einhverja ákveðna hæð en Drési komst hana ekki. En hann gast ekki upp. Það voru ailir löngu farnir heim en Drési hélt áfram að reyna í myrkr- inu. Svo kom hann einhverntíma seint og um síðir hinn hróðugasti og sagði: „Ég fór það strákar", og það rengdi hann enginn. Hann var svo svakalega þrár drengur, að menn vissu að hann hefði ekki hætt fyrr en hann komst yfir. “ Stórleikir á hverju kvöldi „En fótboltinn var alltaf númer eitt og þarna voru stórleikir hvert einasta kvöld niðurfrá. Maður núna, alltaf æft tvisvar í viku. En einu íþróttamannvirkin á þessum árum voru moldarvöllurinn við Glerárgötuna, tvö pínulítil iþrótta- hús með sali eins og badminton- velli og svo útisvæði sem strákarnir fundu sér hér og þar og bjuggu til velli. — En hvað með hinar eiginlegu vetraríþróttir, skíðin ogskautana? „Moldarvöllurinn var sprautað- ur á veturna og svo var hamast þar á skautum, það var eina skauta- svellið. Hokkíið og skautahlaupið var hinsvegar iðkað inn á leirun- um, þegar ármynnið fraus þarna fyrir innan flugvöll. Ég man eftir skautahlaupi þar innfrá, íslands- móti. Örn Indriðason var íslands- meistari í skautahlaupinu ár eftir ár enda einn albesti skautahlaupari sem við höfum átt. Björn Baldurs- son var einnig mjög sterkur. Hann var íslandsmeistari í mörg ár á- undan Erni. Skúli Ágústar var líka góður skautamaður. Skúli virtist geta farið í hvaða íþrótt sem var, hann var svo fjölhæfur að hann gat allt í öllum greinum íþrótta að manni fannst nema í sundinu. Þar lá oftast við drukknun þegar hann varáferðinni.“ Skíðabrekka í miðbæn- um ,,Á skíðin var ekki farið neitt langt. Aðalsvæðið var í brekkunni sunnan við þar sem stúkan á íþróttavellinum er í dag og þar var alla daga og öll kvöld mikill fjöldi af krökkum. Aðalhetjurnar fóru hinsvegar upp í Lallabrekku og svokallaðar Miðhúsaklappir fyrir ofan bæinn en þar var stökkpallur ogbetri aðstaða fyrirþá sem lengra voru komnir og nenntu uppeftir. Á þessum tíma var verið að hefja framkvæmdir fyrir alvöru í Hlíðar- fjalli og þarf ekki að fara mörgum orðum um það hvað aðstaðan hef- ur breyst eftir að ,,Fjallið“ komst fyrir alvöru í gagnið.“ „Já. Maður var mikið á skíðum, á gömlu skíðunum hans afa sem voru svo bein framúr að maður greindi ekki beygjuna framan á þeim nema að ,,flúgta“ þær. Svo voru bindingarnar ekkert til að hrópa húrrafyrir. „Mér fannst alltaf nóg við að vera á veturna, þeir byrjuðu þarna með körfuboltann líka og margir á aldur við mig fóru í körfuboltann og náðu því síðar að spila í 1. deildinni, menn eins og Magnús Jóntansson, Drési, Jón Friðriks- son, Guðni „Trölli,“ Ævar og fleiri. Þetta var nokkuð harður kjarni. En KA hafði verið með körfubolta í ein 10 ár, menn eins og Hörður Túliníus, Jón Stefánsson og Skjöldur Jónsson og fleiri góð- ir.“ „Ég man eftir því að á vorin komu oft lið í heimsókn og þá var spilaður handbolti og körfubolti úti. Ármann kom oft og ÍR. Ég man eftir að þetta þótti ávallt tals- verð hátíð á vorin. Nú þekkist það varla orðið að fara í handbolta eða körfubolta á sumrin, þótt svo að- staðan sé orðin allt önnur en var, malbikuð svæði við skólana þar sem upplagt er að stunda þetta.“ IBA-liðið og skiptingin — Nú vendum við okkar kvæði í kross og það sem næst er tekið á dagskrá er knattspyrnulið IBA, það lið sem keppti í Islandsmótinu í knattspyrnu í mörg ár fyrir hönd akureyrskra knattspyrnumanna. Liðið lék fyrst í 1. deild 1956 og þegar fyrst var leikin tvöföld um- ferð í 1. deild 1959 var ÍBA í 2. deild og hafði reyndar verið það einnig árið áður. En 1960 var liðið aftur komið í 1. deild. Upp úr því var gengi liðsins æri misjafnt. Liðið féll í 2. deild 1963, lék í 2. deild árið eftir, en upp úr því kom besta tíma- bilið. ÍBA hafnaði í 3. sæti í 1. deild 1965, tveimur stigum á eftir KR og Akranesi, árið eftir var 3. sætið einnig hlutskipti liðsins, tveimur stigum á eftir Val .og Kelfavík og þriðja árið í röð, 1967, var þriðja sætið liðsins, nú einu stigi á eftir Val og Fram. Margir telja hinsveg- ar að sumarið 1968 hafi liðið verið hvað sterkast. Þá leiddi ÍBA mótið en slæmur kafli undir lokin sem stafaði ekki hvað síst af miklum meiðslum leikmanna varð til þess að liðið mátti enn gera sér þriðja sætið að góðu. ÍBA hafði því hlotið 3. sætið í 1. deild fjögur ár í röð, en nú fór að síga á ógæfuhliðina. Liðið féll í 2. deild 1969 en fékk samt sæti í 1. deild ári síðar vegna fjölgunar þar. Aftur féll liðið 1971 og enn 1974, og þá var ákveðið að „stokka spilin upp“ og senda eftirleiðis tvö lið frá Ákureyri í deildarkeppnina, KA og Þór. Við spurðum Samúel um það hvernig þessi ár hafi verið og hvort einhugur hafi verið um þessa uppstokkun á sínum tíma. „Þegar ég kom að þessu liði 1963, þá 16 ára, vorum við þarna margir sem höfðum leikið okkur saman á Eyrinni sem stráklingar, menn eins og Sævar Jónatansson, Magnús Jónatansson, Skúli Ágústsson, Guðni Jónsson, Ævar Jónsson og fleiri. Svo voru eldri jaxlar eins og Jón Stefánsson, Ein- ar Helgason, Haukur Jakobsson, en um þetta leyti var að eiga sér stað mjög mikil skipting í liðinu, eldri menn að hætta og við komum þarna inn nokkrir ungir strákar.“ „Það komu aldrei nokkurn tíma upp nein vandræði í ÍBA-liðinu sem rekja mátti til þess að þarna voru bæði leikmenn úr Þór og KA. Við höfum einmitt rætt þetta oft í seinni tíð leikmennirnir, og það eru allir sammála um það að andinn í liðinu var alltaf góður. Hinsvegar voru það gömlu karlarnir sem mundu þá tíma er Þór og KA léku sem tvö lið á gamla Þórsvellinum þar sem Linda er núna, sem virtust eiga erfitt með að sætta sig við að félögin skyldu keppa undir einu merki. Margir áttu líka erfitt með að sætta sig við þá stöðu að það voru fleiri Þórsarar í liðinu Iengi vel, það kom fyrir að það voru 10 Þórsarar inná af 11 leikmönnum. Þeir voru þarna frá KA, Jón Stef- ánsson, Kári Árnason og Skúli Ág- ústson allt landsliðsmenn, allt hitt leikmenn úr Þór og sú staða kom upp að meiðsli gerðu það að verk- um að 10 leikmenn úr Þór léku. Þetta þoldu sumir ekki, en þetta skapaði aldrei nein vandræði hjá leikmönnum liðsins. En þetta breyttist og um 1970 var komið mun meira jafnræði á þessa hluti. En þótt andinn í liðinu væri alltaf góður þá var grunnt á ýmsu þegar Þór og KA léku innbyrðis.“ — Svo kom skiptingin 1975, manst þú hvaðan þœr hugmyndir komufyrst? „Það var oft búið að ræða þessi mál síðustu árin þegar illa gekk hjá sáum ekki tilganginn í því að vera með tvö lið þar sem nógu erfiðlega hafði gengið að fjármagna eitt lið. Þetta var að mörgu leiti ódrengi- lega að farið. því það var ekki talað við hinn hlutann eða IBA, bara haldinn einn fundur og málin ák- veðin.“ — Þetta segir þú þótt Þórsari sért? „Já. Ég get sagt þér góðar sögur um þetta. Það var svo mikill hiti í mönnum, að um það var rætt að láta standa öðruvísi að þessu og gera það á öðrum tíma þegar fyrir- sjáanlegt væri að þetta væri betur framkvæmanlegt." „Afleiðingar skiptingarinnar urðu þær að meiri gróska varð strax í yngri flokkunum og starfinu þar, en í meistarflokksliðum félaganna er alltaf sami fjöldinn af akur- eyringum. Það hafa aldrei verið eins margir aðkomumenn í fótbolt- anum hérna og undanfarin ár, og það hafa aldrei farið jafn margir Handknattleikslið KA frá árunum 1965-1966. Aftari röð frá vinstri: Jón Steinbergsson, Hafsteinn Geirsson, Stefán Tryggvason, Halldór Rafnsson, Björn Einarsson, Ævar Karlesson. Fremri röð frá vinstri: Þorleifur Ananíasson, örn Ingi Gislason, Ólafur Ólafsson, Bjarni Bjarnason. ÍBA-liðinu, þá komu þessar raddir alltaf upp, og oftast frá einhverjum öðrum en þeim sem störfuðu og spiluðu. Það kom einhver ,,Jónsi“ út í bæ, eldheitur félagsmaður sem sá milljón iðkendur upp um allar hlíðar. Þessu var skipt og það voru Þórsararnir sem skiptu þessu alfar- ið. Það var boðaður fundur á Varð- borg um þetta mál og þar var það keyrt í gegn með ‘átkvæðagreiðslu, en það var ekki til að það væri ein- hugur á bak við þetta. Við vorum mótfallnir þessu margir, því við Snilldartaktar á árum áður. ÍBA skorar hjá Val i Islandsmóti i knattspyrnu á knatt- spymuvellinum á Akureyri. stofna nýtt fótboltafélag, þeir hinir gætu þá bára átt það sem þeir vildu. Við vildum bara halda hópinn sem höfðum verið í fótboltanum hérna. Sjálfsagt ræðst þetta eitthvað af því að þér þykir vænt um sjálfan þig, þú vilt ekki fara í 3. deild með til- heyrandi riðlaskiptingu og öðru. Við vorum svo heitir sumir Þórsar- ar að það var rætt um það að spila þá bara með KA, við vildum ekkert hafa með þá menn að gera sem væru að ráðskast með okkur að vild. Við vorum állir á móti þessu fótboltamennirnir á fundin- um í Varðborg en hinir voru bara fleiri.“ Mikiðhitamál — Þetta var mikið hitamái og þeir sem samþykktu voru logandi hræddir við málið, og við gerðum í því að auka á hræðsluna. Við sögð- um þeim að enginn yrði eftir í Þór til að spila og menn töluðu varla um annað en þetta. Ég man svo langt að ég var stoppaður í vinnunni og spurður hvað ég fengi borgað fyrir að fara í KA. Ég sagði að það yrði frítt rafmagn í eitt ár og fyrsta útborgunin af láni í íbúðinni, og þessu var trúað. Þetta var nú það eina sem við fengum út úr skiptingunni fyrstu vikurnar, það var að stríða þeim sem höfðu staðið að henni.“ „Það var sett nefnd á laggirnar, tveir frá þeim sem vildu ekki skipt- inguna svona, og aðrir sem vildu hana strax og fundað um málið. Við Þröstur Guðjónsson vorum í henni talsmenn þeirra sem vildu gera þetta á annan hátt. Við vildum meistaraflokksmenn úr liðunum á Akureyri í litlu félögin hérna í næsta nágrenni. Þannig að ef akur- eyringarnir úr Þór og KA eru tekn- ir út úr, þá er það bara eftir eins og í eitt IBA-lið. Svo er bara bætt við. Við erum ekki nægilega góðir í fótbolta og þá þarf bara að fá mannskap einhversstaðar að. Eins og ég sagði áðan þá hefur starfssemin í yngri flokkunum aukist mikið. Nú eru t.d. bæði fé- lögin með 2. flokk og leggja rækt við hann sem ekki var áður. 1. flokkur hefur hinsvegar alveg tap- ast úr tvö síðustu árin. 1. flokkur- inn var varaliðið áður og ef hann er virkur þá fara þeir menn sem þar eru ekki í burtu. Það er dæmalaust að sjá það að eftir að um 30 menn hafa tekið þátt í þrekæfingum frá áramótum þá er hópurinn minnk- aður niður í 16 manns þegar kemur að sjálfum knattspyrnuæfingun- um, og hinir fá ekki einn einasta leik allt sumarið. Þetta er hastar- legt, því ef menn í aðalliðinu detta út vegna meisla, þá þarf að fara að sækja menn niður í 2. flokk.“ — Nú er liðinn langur tími frá skiptingunni, hver er skoðun þín á henni í dag? Viss „karakter“ horfinn „Ég held að þrátt fyrir allt hafi þetta verið rétt. Hinsvegar er því ekki að nelta að síðan skiptingin varð, hefur viss ,,karakter“ sem var yfir ÍBA-liðinu horfið. Ég veit líka að það er stór hópur af fólki sem hefur ekki farið á völlinn síðan skiptingin varð. Sjáðu til. Það kom fyrir á árum ÍBA-liðsins að það - Rætt við Samél Jóhannsson um „Eyrarpúkalíf64 á árum áður og ýmislegt nfjað upp varðandi íþrottalíf á Akureyri ÞAR VORU „SNATI44 - „DINGLAN“ - „DRÉSI“ - „TÁT1LJAN“ OG FLEIRl

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.