Dagur - 18.12.1981, Page 26

Dagur - 18.12.1981, Page 26
EYJ AFJ ARÐARSVÆÐIÐ EIN SKIPIJFAGSHEIFD - Rætt við Bjama Reykjalín arkitekt Svo sannarlega skiptír umhverfi mannsins miklu máli — á því veltur hvort mannskepnunni líð- ur vel eða illa. Lengi vel var þessu atriði lítill gaumur gefinn en hin siðari ár hafa umhverfis- mál náð eyrum æ fleiri. Þau teygja arma sina víða og þeir menn sem starfa við skipulagn- ingu gegna ábyrgðarmiklu hlut- verki. Arkitektar hafa hlotið sér- menntun til að hanna útlit húsa, gera skrúðgarða, skipuleggja ibúðir, og ný hverfi svo eitthvað sér nefnt. Oft fá þeir orð i eyra ef almenningi finnst þeir ekki hafa ieyst verkefnin nægjanlega vel og má i þvi sambandi minn- ast Breiðholts, sem er eitthvert ómanneskjulegasta ibúðahverf- ið hér á landi. En margt hafa arkitektarnir vel gert og hér gildir það fornkveðna að sjaldan hljóta menn lof fyrir vel unnið starf. Bjarni Reykjalín starfar sem arkitekt á Akureyri og við feng- um hann til að ræða við Dag um starf sitt og viðhorf til ýmissa mála — svo sem til skipulags Eyjaf jarðarsvæðisins. Bjarni var í upphafi beðinn um að gera stutta grein á þeim mun sem er á arkitektum," verkfræðingum og tæknifræðingum, en stundum er eins og mörkin séu óljós. Eru húsbyggjendur hræddir við sérfræð- inga? „Ef við skoðum fyrri hluta orðs- ins arkitekt kemur í ljós að það er samstofna við orð eins og erkibisk- up. Fyrri hluti orðsins þýðir yfir- maður. Arkitektar í gamla daga voru einfaldlega byggingameistar- ar, yfirmenn, sem störfuðu á bygg- ingastað, fylgdust með verkinu og stjórnuðu því frá upphafi. Tæknin þróaðist og smám saman varð til stétt verkfræðinga, sem hafði það verkefni að reikna hluti eins og burðarþol húsa •— sjá til þess að húsin stæðu uppi. Arkitektamir önnuðust útlit og skipulag innan dyra. Tæknifræðingamir komu til síðar. Til að byrja með var nám tæknifræðinga framhaldsnám fyrir iðnaðarmenn og þeir áttu að vera tengiliðir milli verkfræðinga og iðnaðarmanna. Verkstjórar með tæknilega þekkingu. Nú eru þeir famir að vinna meir við hönnun en þeir gerðu áður og komin er nú stétt manna í þeirra stað — tæknar. Á seinni árum hafa tæknifræðingar farið að vinna við að teikna hús í stað þess að vinna hönnunarstörf, þó að þeirra nám sé miðað við hið síðamefnda. En það skiptir ekki meginmáli hver teiknar ef viðkom- andi býr yfir vissri grundvallar- þekkingu — aðalatriðið er með hvaða hugarfari menn vinna þau verkefni sem þeim eru falin.“ — Er þaó algengt að fólk veigri sér við að leita til arkitekta? Getur það verið að húsbyggjendur hugsi seni svo að það sé í of mikið ráðist að fara til ykkar og biðja um teikn- ingar? „Það er reynsla okkar að hús- byggjendur setji sér það í upphafi að byggja af mjkilli hagsýni og vilji ekki kosta of miklu til. Ein fyrstu fjárútlát húsbyggjandans eru teikningar og gatnagerðargjöld og þá finnst fólki það mikið að þurfa að greiða háar fjárhæðir fyrir nokkur pappírsblöð og ekkert er komið upp úr moldinni. Eftir því sem hönnunarvinnan er betur gerð, ef allar teikningar eru vel útfærðar, þá sparar það tíma svo eitthvað sé nefnt. Tími er pen- ingar og það er dýrt að geta ekki haldið áfram vegna þess að ekki er nógu vel vitað hvérnig framhaldið á að vera. Fólk má með öðrum orðum ekki einblína á hvað teikn- ingarnar kosta heldur hvað það fær fyrir peningana; Hægt hefði verið að koma í veg fyrir mistök „Oft hefur komið fyrir að það hefur verið leitað til innanhúss- arkitekta eftir að húsið hefur verið gert fokhelt, eða lengra á veg kom- ið, því þá hafa uppgötvast hönn- unarmistök. í sumum tilfellum hefði verið hægt að komast hjá þessum mistökum ef haft hefði verið samband við fagmann strax í upphafi.“ — Er það ekki svo að mesta af tíma arkitekta fer í vinnu fyrir opinbera aðila? „Jú, mest er það fyrir þá. Einkum eru það opinberar byggingar eins Dg skólar, sjúkrahús og ýmsar stofnanir sem arkitektar vinna við hönnun á.“ — Máltækið segir: Sjaldan lýg- ur almannarómur. Þvi hefur stund- um verið haldið fram að arkitektar hafi leyft sér heldur mikið við hönnun á slíkum mannvirkjum, hafi ekki haft i huga að slflc tilrauna- starfsemi er ákaflega dýr. Hvað vilt þú segja um þetta? „Fyrir einum eða tveimur ára- tugum var litið á arkitektinn sem allt að því óskeikula í þessum mót- um. Hann ætti að fá að ráða öllu og menn skyldu hlýða fólki sem stundar nám í arkitektúr að hafa náið samráð við þá sem eiga að nota bygginguna.“ — Hafa þeir arkitektar sem eru orðnir gamlir í hettunni e.t.v. skemmt fyrir þeim sem nú eru að hefja störf? „Það getur verið að þeir hafi fallið fyrir þeirri freistingu að reisa sér minnismerki. Því miður er svo- lítið til í þessu, en tæplega eru arkitektar neitt verri að upplagi en fjöldinn, mannlegir ef svo mætti að orði komast. Arkitektar hafa unnið góð verk og er það ekki svo að yf- irleitt er talað um það sem miður fer? Tökum flötu þökin sem dæmi. Arkitektum er yfirleitt kennt um þau, en þeir hafa ekki teiknað nema hluta af þeim húsum sem eru með flöt þök.“ Nánari samvinna nauð- synleg — Skipulagsmál eru stór þáttur i starfi arkitekta, en er það ekki svo að þeirra upphaflegu hugmyndum er oft ekki nægjanlega fylgt eftir? Er það ekki ein ástæðan fyrir ósamræmi i arkitektúr í íslenskum bæjum? „Jú, það má segja það. Til að skýra það nánar þá er skipulags- vinnunni skipt niður í þrjá þætti. Sá fyrsti er undirbúningsvinnan. Þá kannar arkitekinn þær þarfir sem verða fyrir hendi og ákveður fyrir hvað hann ætlar að skipuleggja. Annar þátturinn er hin eiginlega skipulagsvinna. Þá er t.d. bæjar- hluti teiknaður upp og hafðar að leiðarljósi þær forsendur, sem fengnar voru í fyrsta hluta. Þriðji þátturinn er framkvæmdin. Ég held að það væri hagkvæmt fyrir bæjarfél: g ef skipulagshlutinn og framkvæmdin væru í nánari tengslum. jtökum sem dæmi íbúðahverfi. Nánari samvinna myndi leiða til betri heildarsvips á hverfinu ef húsin væru teiknuð miðað við þær hugmyndir sem voru uppi þegar hverfið var skipu- lagt. Of víða er ekki hugsað um hverfið sem heild heldur um hverja einingu, hvert hús út af fyrir sig. Hvert hús verður einskonar tilraun. Til að fyrirbyggja misskilning vil ég taka það fram að ég á ekki við að einhver einn aðili teikni öll húsin í hverfinu. Þvert á móti. En það mé gefa rauðan þráð til að hafa að leiðarljósi.“ Samspil umferðar og íbúða „Mesti gallinn i sambandi við skipulagsmál hér á Akureyri, að mínu mati, er samspil utnferðar og íbúða Bílarnir hafa allan rétt, gangandi og hjólandi vegfarendur mun minni. Víða erlendis er farið að reyna að ná bílunum út úr íbúðahverfunum til að minnka hættu á slysum. Ég ætla mér ekki að halda því fram að bílana beri að fjarlægja með öllu — þvert á móti. Bíllinn er samgöngutæki í al- menningseign — nauðsynlegt sam- göngutæki. En ég vil „draga hann út úr“ íbúðahverfunum, gera þau þannig úr garði að íbúarnir skilji bíla sína eftir utan við íbúðahverf- ið, en gætu farið upp að dyrum ef sérstaklega stæði á. Með þessu vinnum við tvennt: öruggari um- ferðarleiðir fyrir þá sem keyra bíla og öruggara umhverfi fyrir bömin inn í íbúðahverfunum. Ef við tökum dæmi úr Glerár- hverfi þá eru til hús með götur á tvo Bjami Reykjalfn. til þrjá vegu. Slíkt fyrirkomulag er ekki nógu gott.“ — Þegar arkitekt sest niður og fer að skipuleggja ibúðahverfi, veg eða fólkvang verður hann ekki að taka mikið tillit til náttúrulegs um- hverfis? „Jú, þegar við erum að skipu- leggja verðum.við að bera virðingu fyrir umhverfinu. Við megum ekki hafa oftrú á tækninni og samtím- anum. Tæknin t.a.m. breytist, en umhverfið er alltaf til staðar. Það er ekki hægt að bæta fyrir stórfelld mistök á því sviði. Náttúran er hlutur sem næstu kynslóðir koma til að búa við.“ — Getur þú nefnt mér dæmi um að tæknimenn hafi gert stórvægileg mistök — hafi raskað umhverfi um of? „Mér finnst fyrirhugaður Leiru- vegur verða dæmi um framkvæmd sem skemmir náttúruna, umhverf- ið. íslensk náttúra er viðkvæm og það verður að taka tillit til hennar.“ Skipulagning Eyjafjarð- arsvæðisins — Við höfum rætt um skipulag í þéttbýli, en er hægt að gera það nógu gott nema að skipuleggja stærra svæði i einu. Er t.d. hægt að skipuleggja þéttbýli og strjálbýli við Eyjafjörð nógu vel ef samstaða allra er ekki fyrir hendi?“ „Að mínu mati þarf að líta á Eyjafjarðarsvæðið sem eina skipu- lagsheild til að ná sem bestu sam- ræmi og hagkvæmni, ná niður kostnaði, verða menn að hugsa lengra en um líðandi stund. Sem dæmi um skammsýni má nefna að um Kjama liggja þrjár háspennu- línur og þarna er útivistarsvæði Akureyringa. Þetta var mikið vandamál á skátamótinu í sumar því það mátti ekki tjalda undir eða í næsta nágrenni við línurnar. — Hvað telur þú að geti gerst ef ekki verður nægjanleg samvinna milli sveitarfélaga við Eyjafjörð i skipulagsmálum? „Ef sveitarfélögin í nágrenni við Akureyri skipuleggja íbúðarhverfi verða þau ekkert annað en „svefn- bæir“, ófærir um að veita þá þjón- ustu sem tíðkast í bæjum. Áuðvitað munu íbúamir leita eftir þessari þjónustu til Akureyrar um lengri veg en er nauðsynlegt. Á tímum hækkandi bensínverðs skipta vega- lengdir máli og útgjöld fjölskyldu sem býr langt frá vinnustað, sem eflaust yrði í þessu tilfelli á Akur- eyri, væru hærri en þeirra sem byggju nær þjónustumiðstöðvum, verslunum og vinnustað. Auk þess gæti það verið freistandi fyrir fólk með góðar tekjur að flytjast úr bænum út í sveit þar sem opinber útgjöld eru lægri, en njóta engu að síður alls þess sem er boðið upp á í þéttbýlinu. Oft koma upp vanda- mál varðandi skóla í „svefnbæj- um“. Þeir hafa sjaldnast slíkar stofnanir og því verður að aka börnunum langar vegalengdir eða koma þeim fyrir í næsta heimavist- arskóla.“ „Annað mál þarf líka að athuga vel. Sum svæði, t.d. hér við Eyja- fjörð, eru betur fallin til ræktunar en önnur. Það verður að sjá til þess að ekki séu byggð mannvirki á slíkum stöðum. Að mínu mati þarf að kortleggja Eyjafjarðarsvæðið út frá þessu sjónarmiði. Auk þess þarf að skipuleggja samgöngumál með þarfir heildarinnar í huga og sama máli gegnir með heilsugæslu.“ „í stuttu máli, þá er ljóst að ef ekki næst góð samvinna milli hreppanna leiðir það smám saman til þess að einsfök sveitarfélög bera þyngri bagga 6n ella. Þetta á bæði við um Akureyri og önnur sveitar- félög við Eyjafjör. íslenskir iðnaðarmenn fullfærir að byggja hús fyrir íslendinga. — Það fer nú að líða að lokurn þessa spjalls, en mig langaði til að fá álit þitt á húsagerð okkar íslend- inga. Undanfama áratugi höfum við nær eingöngu byggt úr steinsteypu, en nú er farið að smíða einingahús. Eru þau framtiðin? „Ég held að þau hús sem eru byggð á hefðbundinn hátt séu tæknilega of oft ekki nógu vel úr garði gerð, en miklum peningum eytt í innréttingar. Ég held hins vegar að steinsteypt hús séu fram- tíðin því steinsteypan er það efni sem við höfum í landinu og ég tel að það sé mjög varhugaverð þróun ef við förum að flytja inn tilbúin hús í auknum mæli. íslenskir iðn- aðarmenn eru alveg fullfærir um að byggja hús fyrir íslenska stað- hætti.“ — En steinsteypt hús era oft dýrari en innflutt einingahús. Er þá ekki eðlilegt að við snúum okkur frekar að þeim? „Nei, við þurfum atvinnu í land- inu og við getum þróað bygginga- tækni til muna og gert steinsteyptu húsin ódýrari en þau eru í dag. Því má bæta við að framleidd eru hús úr steyptum einingum á Akureyri og á Siglufirði, sem eru vel sam- keppnisfær við þau erlendu. Það er líka ýmislegt í sambandi við inn- fluttu húsin sem opinberir aðilar ættu að skoða. Ef þú kaupir eitt slíkt getur þú fengið öll heimilis- tæki um leið. Þegar þau koma til landsins á þennan hátt eru þau tollfrjáls eða með mjög lágum tolli. Ef þú kaupir þér heimilistækin i venjulegri verslun er búið að leggja á þau himinháa tolla. Þessu þarf að breyta." — Að lokum Bjarni. Ertu bjart- sýnn á að skipulagsmál Akureyrar séu á réttri leið? „Þau eru sjálfsagt á svipuðu róli og víða annarsstaðar á landinu, en ég geri mér vonir um að þetta standi allt til bóta með tilkomu embættis skipulagsstjóra á Akur- eyri. Nú á að vera hægt að gera stórátak í þá átt að bæta skipulag í bænum.“ #HITACHI . Útvarps- og kassettutæki Margar gerðir m TOímbúðin Gránufélagsgötu 4 Sími 22111 26 - DAGUR r 18. desember 1981

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.