Dagur - 18.12.1981, Page 30

Dagur - 18.12.1981, Page 30
MAÐUR OG UMHVERFI Helgi Hallgrímsson SAUNHANS JÓNS MÍNS - Hugleiðing um vandamálið Kona Flestir fslendingar munu kannast við þjóðsöguna af Sálinni hans Jóns mins, sem Davíð Stefánsson notaði sem þema í leikritinu Gullna hliðið. Inntak sögunnar er það, að kerling treystir því ekki að karl hennar Jón að nafni, komist fyrir eigin verð- leika í sælustaðinn, og gripur til sinna ráða að koma honum þangað. Þegar hann gefur upp andann nær hún sálinni í skjóðu og heldur af stað með hana til Himnaríkis, og tekst að smeygja henni þar inn með ýmsum kerlingabrögðum, þrátt fyrir að Jón geri sitt til að spilla fyrir sér hjá Lykla-Pétri. Kerlingin, Gréta og Sól- veig Þetta minni gengur aftur í ýms- um frægustu bókmenntaverkum heimsins, þótt nokkuð sé það í öðrum búningi. Nægir að minna á Pétur Gaut eftir Hinrik Ibsen, þar sem Sólveig bjargar Pétri frá því að vera bræddur upp eins og hnapp- silfur við dauða sinn, og í einu frægasta leikriti allra tíma, Fást eftir Goethe er það Margrét (Gréta) sem á mikinn þátt í að losa Fást undan samningi sem hann hafði gert við Djöfulinn, og gera hann sáluhólpinn. Kerlingin í íslenzku þjóðsögunni (eða leikriti Davíðs), hin norska Sólveig og hin þýzka Gréta eiga það sameiginlegt að vera ofur venjulegar konur. Engin þeirra er sérstaklega gáfuð, engin þeirra nein sérstök hetja, og því síður hefur nokkur þeirra hlotið neina sérstaka menntun fram yfir það sem venju- legt er um konur, og reyndar eru persónulýsingar þeirra fremur dauflegar (ef undanskilin er kerling Davíðs). Þær eru sýnilega miklu fremur dæmi eða tákn um eitthvað sem (að dómi höfundanna) er sameiginlegt einkenni í persónu- leika nær allra kvenna, og skilur þær grundvallarlega frá karlmönn- um, „das ewig Weibliche" eins og Göethe orðar það í lokaorðum leiksins, og kallast má niðurstaða þessa æviverks skáldsins, (sem reyndar er sagt að hafi orðið ást- fanginn af konum að meðaltali einu sinni á ári). Þetta má kannske orða svo, að konur séu í eðli sínu góðar, þær hafi fengið einhvern neista af guðseðlinu í vöggugjöf, og þurfa því ekkert fyrir því að hafa, né geta nokkuð að því gert. Jafnvel hinar svonefndu syndir bíta ekki á þeim, sá virðist jafnvel hafa verið skilningur sjálfs Krists, sem oft kemur fram í guðspjöllunum. Konan er eins og ströndin Því einkennilegra er það viðhorf sem hin kristna kirkja tók síðar upp gagnvart konum, og virðist mjög mótað af eldfornum viðhorfum gyðingaþjóðarinnar, og annarra austurlandabúa. Svo langt gat það gengið, að á síðmiðöldum virðast ýmsar kirkju- legar stofnanir hafa talið konuna upphaf alls hins illa. Þær áttu að ýmsra lærðra manna dómi, mjög auðvelt með að komast í beint samband við Djöfulinn, og áttu jafnvel til að samrekkja honum. Konur hafa verið kúgaðar (af karlmönnum) í ýmsum þjóðfélög- um og á ýmsum tímum, þótt þess sé sjaldan getið í mannkynssögubók- um, væri það mikil píslarsaga ef skráð væri. En konan er eins og ströndin, sem ólög sjávarins brjóta sífellt á, en stendur jafn keik eftir sem áður. Kannske brotnar úr henni steinn og steinn, en það breytir ekki heildarmyndinni. Þeg- ar allt kemur til alls er það hún sem er sterkara kynið. Hún vinnur með því að láta undan, sigrar með því að tapa. Ósjálfrátt fer hún þannig eftir kærleiksboði hins mikla höfundar Kristins siðar. Það sem hér hefur verið ritað á að sjálfsögðu ekki við um allar konur án undantekninga, því bæði eru konur misjafnar eins og aðrir menn, — hafa fengið mismunandi stóran skammt af guðsneistanum — og svo er tízkan breytileg. Komnar út á hálan ís En jafnframt telja þessar konur sig geta lagt fram mikilvæga reynslu og merkileg nýmæli í hinn sameiginlega forða siðmenningar vorrar, að vísu engin ný sánnindi beint — því ekkert er nýtt undir EjSSIalElilESEESEEHESESESSHEElslSEEBSEBHSSBSESESH sólinni _he]dur sannindi sem hafa S 0 S B H S S S S S s s s s s s s s s B s s s s s i s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s E S s s s s SBBSBBSBSBBBBSSBSSBBSBHSSBSSBBBSBBBfflSSHBBB 30 - DAGUR >18. desember í 981 ©öfeitm lanbðmönnum #leöilegra Jtöla oate*(s tomantitárs BLINAÐA RBANKI ÍSLANDS -■ r ’Akureyri < Útvegsbanki íslands . verið vanrækt, vanmetin eða játuð aðeins með vörunum, án þess að verkin fylgdu í „karláþjóðfélag- inu“. í þessum tilgangi hyggjast þær m.a. hasla sér völl á stjórnmála- sviðinu, og bjóða fram sérstakan kvennalista við næstu bæjarstjórn- arkosningar. Ætla má að þar séu konurnar etv. komnar út á nokkuð hálan ís, því að stjómmálin, eins og þau eru nú stunduð, eru vissulega búin til af karlmönnum og fyrir karlmenn fyrst og fremst. Þau eru raunar ein af þeim íþróttum eða „leikjum“ sem fundir voru upp þegar almennur vopnaburður lagðist niður, og karlmenn þurftu að fá einhverja „substitusjón" eða eftirlíkingu á elsta atvinnuvegi sín- um, stríðinu. Að því leyti má líkja stjórnmálum við fótboltaleik, og mun víst enn líða nokkur tími þar til konur teljast þar gjaldgengar. Við eigum víst öll harla bágt með að hugsa okkur þær ágætu sögu- hetjur, sem minnst var í upphafi þessa greinarkoms, þær Grétu, Sólveigu og kerlingu, allt í einu komnar á framboðslista. En þær voru líka búnar til af karlskáldum og því er auðvitað ekki á þeim að byggja. Samt læðist að manni sá grunur að konur muni ekki hafa erindi sem erfiði á vettvangi stjórnmálanna, fremur en ýmis göfugmenni af hinu kyninu, sem stundum hafa slæðst í valdastól- ana, og vissulega höfðu einlægan vilja að láta gott af sér leiða, en trénuðust fljótlega upp í kerfinu. Villuráfandi sauðir, ginn- ingarfífl karltískunnar Sú tízka er nú uppi á Vestur- löndum jarðar, að konum beri að öðlast sama rétt og (líklega) sömu skyldur eins og karlmenn hafa í þessum ríkjum. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt framhald þeirrar stéttabar- áttu, sem staðið hefur á Vestur- löndum undanfarna áratugi eða aldir. I fyrstu lagði þessi hreyfing megináherzlu á að sanna, að konur gætu staðið karlmönnum jafnfætis á hvaða sviði (eða starfi) sem er, þær áttu að vera „næstum eins“ og karlmenn. Þetta hefur að vonum reynzt erfið barátta, enda útlits- munurinn auðsær, í samræmi við ólík hlutverk sem kynjunum er ætlað af skaparanum, og mismun- urinn í sálarfari og skapgerð líklega engu minni þegar allt kemur til alls. Hvers vegna skyldu konur líka leggja kapp á að líkjast karl- mönnum? Eru þeir til fyrirmyndar? Eru þeir eitthvað fullkomnari en konur? Er þar ekki fremur leiðum að líkjast? Hvers vegna skyldu karlar ekki alveg eins keppa að því að líkjast konum? Þannig tóku ýmsar konur, sem stóðu framarlega í hreyfingunni að spyrja sig, og niðurstaðan varð sú að þetta væri röng stefna. Þannig yrðu konur aðeins villuráfandi sauðir, ginningarfífl karltízkunnar. Nú hafa margar góðar „jafnrétt- iskonur“ snúið við blaðinu, og leggja nú megináherslu á sérkenni konunnar og rækt hinna kvenlegu hefða, og hlutverks hennar. Jafn- réttisbaráttan er nú í því fólgin að afla þessum hefðum og þessu hlut- verki viðurkenningar þjóðfélags- ins, og fá það launað að verðleik- um, jafnvel peningalega. Hefðbundnir stjórnmála- flokkar óttast um sinn hag Ég held þó að tilraunin sé þess virði að gera hana og hún verður áreiðanlega lærdómsrík hvernig sem hún útleiðist. Kvennafram- boðið hefur reyndar þegar haft veruleg óbein áhrif, því hinir hefð- bundnu stjómmálaflokkar óttast nú þegar um hag sinn og brautar- gengi, og þeir munu án efa tileinka sér margt af ágætustu stefnumiðum kvennalistanna í komandi kosn- ingum, til að vera samkeppnis- fæari. Um framkvæmdirnar fer að visu eftir venjulegum diplomatísk- um leiðum. Eftir á geta konurnar þó a.m.k. hrósað sér af því að hafa skotið pólitíkusum dálítinn skelk í bringu. Hins má svo spyrja að lokum, hvernig sálinni hans Meðal-Jóns Jónssonar muni reiða af í framtíð- inni, ef konur eru önnum kafnar í pólitík og enginn er lengur til að umbera og fyrirgefa hans smáu og stóru syndir og hjálpa honum að loknu heimsbjástrinu inn í Himna- ríki. Verða karlmenn hér eftir að bjargast af eigin verðleikum eða hvað? , ÚTIBÚIÐ Á AKUREYRI þakkar viðskiptin á liðnu ári og óskar öilum GLEÐILEGRA JÓLA KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA SENDIR FÉLAGSMÖNNUM SÍNUM, STARFSFÓLKI, SVO OG ÖÐRUM VIÐSKIPTAVINUM, beztu óskir um gleðirík jól og farsœld á komandi ári SAUÐÁRKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHLÍÐ - FLJÓTUM

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.