Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 4
a .. fftOt- C 4 - DAGUR - 2. desember 1983 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Um innlendar skipasmíðar Fimm þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um viðhald og endurbætur á skipastólnum, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að viðhald og endurbætur á ís- lenska skipastólnum fari í ríkari mæli fram innanlands. Eins og nærri má geta er viðhald þessa mikla flota viðamikið viðfangsefni. Með viðhaldi er átt við allar viðgerðir, stórar og smáar, svo og endurnýjun skipa eða skips- hluta. Ljóst er að um gífurlega fjármuni er að tefla og þess vegna veltur á miklu að vel takist til og augljóst að hvert framfaraspor í þessum efnum hefur áhrif á þjóðarhag. Viðgerðir og viðhald flotans fara ýmist fram innanlands eða erlendis. Eðli málsins samkvæmt er og verður umtalsverður hluti þessara verkefna unninn hér innanlands. Á það einkum við um hin smærri verk og viðgerðir, sem framkvæma þarf fljótt. Engu að síður fer talsverður hluti viðhalds og viðgerða flotans fram erlendis. Með þingsályktunartillögunni er gengið út frá því að það sé þjóðhagslega hag- kvæmt að sem mest af viðgerðum og við- haldi skipaflotans fari fram innanlands, enda verði sú þjónusta samkeppnisfær við erlenda aðila bæði hvað varðar verð og gæði. Til þess að ná því markmiði að íslending- ar sjálfir annist viðhald og viðgerð á skipa- flotanum þurfa allir aðilar sem málið varðar að leggjast á eitt; útgerðir og skipafélög verða að undirbúa betur áætlanir um við- hald og stefna í auknum mæli að fyrir- byggjandi viðhaldi; smiðjur og skipasmíða- stöðvar verða að efla verk- og rekstrar- tæknilega getu og auka með því framleiðn- ina og veita betri þjónustu. Með samstilltu átaki þessara aðila er hægt að ná mun betri árangri. Á það er bent í greinargerð með þings- ályktunartillögunni að opinberir aðilar þurfi jafnframt að leggja sitt af mörkum, s.s. yfirvöld iðnaðar og sjávarútvegs, bank- ar og opinberir sjóðir, ekki síst með því móti að beita sér fyrir róttækum aðgerðum til að jafna þann mun sem er á fjármögnun viðgerða á verktímanum annars vegar hér á landi og hins vegar erlendis. Að þessu leyti sé um verulegan mun að ræða inn- lendum viðgerðarfyrirtækjum og útgerðum í óhag. Kristján frá Djúpalæk skrifar um nýjar bækur Bragi Sigurjónsson: Göngur og réttir Fyrsta bindi. Önnur prentun aukin og endurbætt. Það þarf ekki að skrifa langt mál um innihald þessa ritverks. Þar er bæði fróðleik og skemmtan að finna, allt upp í bókmenntaleg iistaverk, sbr. þátt Sigurðar á Kvískerjum, „Nótt undir jökli“. Þetta fyrsta bindi fjallar um Skaftafells- og Rangárvallasýslur og leiddi lestur þess mig til marg- víslegra hugleiðinga um orða- frjósemi íslenskrar tungu enda nefna þeir þar syðra flesta hluti er lúta að göngum og réttum öðr- um nöfnum en ég vandist. Það var lengi vel sveitasiður að ef maður kom úr fjarlægu héraði og nefndi hlutina öðrum nöfnum en heimamenn þá var hlegið að honum og sagt að hann talaði „vitlaust“. En hann notaði vita- skuld aðeins málfar sinna heima- haga og enginn kominn til að sanna að það væri nokkuð „vit- lausara" en hinna. Að lítt athuguðu máli teljum við íslenskt mál eitt og hið sama um allt Iand. En það er nú síður en svo heldur eru málsvæðin mörg. Kannski er vestfirskan okkur minnisstæðust. Það er þó einnig ótrúlega mikill munur á sunnlensku og norðlensku og er þá ekki verið að tala um fram- burðarmun sérstaklega. Aust- firskan er þar mitt á milli og hef- ur blæ beggja málsvæða án þess að skil séu glögg. Ég er t.d. alinn upp í nyrsta hreppi Norður- Múlasýslu og hann er algjörlega á norðlensku málsvæði. Þegar sveit mín eyddist af hallærum og pestum, sem mun hafa gerst a.m.k. tvisvar, fylltu Þingeyingar í skörðin. Mér varð raunar fyrst ljós þessi mikli munur á málfari norðan- og sunnanmanna er ég sá í sjónvarpi heimildamynd um búskaparhætti á Suðurlandi. Ég skildi t.d. varlu hvað við var átt þegar fjallað var um torfristu, svo voru nöfn áhalda og efnis ólík. Bók þessi leiðir glögglega í ljós að munurinn er ekki minni þegar önnur sveitastörf ber á góma. Skaftfellingar tala um „fjöll“, við „heiðar“, þeir segja „fjalleðill“, „fjallferð,“ „fjallkóngur", „fjallmenn", „fjallpeli“, við „gangnaseðill", „gangnamenn", „gangnastjóri“, „gangnapeli“. Þeir tala um „safn“, við „Engin rós án þyma“ . r Séra Adam Þorgrímsson kvað: íslensk ljóð og listamál lýsa þjóðarsnilli sem í óði yngdu sál íss ogglóða milli. Þorgrímur bóndi í Nesi, Aðal- dal, faðir séra Adams, orti þessa vísu um sveitunga sinn. Mun hún vera svar við annarri engu mildari: Kraunastöðum Friðrik frá firða stingur hnýfli. Grátlegt er að gumi sá gerir sig að fífli. Björn S. Blöndal kvað eftir lest- ur ljóðabókar Konráðs Vil- hjálmssonar: Hreggi tengist sálarsvið. Svellum þrengist vökin. Samt má lengi vaka við vorsins Strengjatökin. Lúðvík R. Kemp orti um lysti- semdir lífsins: Lystisemda lífsins njótum, - liðna tíð er vert að muna, þó við stöku boðorð brjótum í bróðemi við samviskuna. Karl Friðriksson brúasmiður kvað: Oft ég hef við armlög hlý unað kvenna hylli. Skyldi það geta skeð á ný efskemmra væri á milli. Ingibjörg Björnsdóttir í Valadal orti: Úti á lífsins ölduglaum oft á bátinn gefur, freistinganna fyrir straum fallið margur hefur. Marta E. Sigurðardóttir kvað um mann sem mun hafa átt við sitt að stríða: Gengur slunginn, gæðasmár gimdum þrunginn púki. Spmndin ungu flekar flár flagarinn tungumjúki. Jóhannes í Engimýri orti þetta um vetrarrjúpuna: Kuldinn bítur ómjúkt á. Úti er lítill friður. Rjúpan hvíta fjöllum frá fljúga hlýtur niður. Allan daginn ill við kjör yfir snæinn þýtur. Heim að bæjum flýtir för er fjallahaginn þrýtur. Sér efhallar húsin á hún affalli lúa bið ég alla lið að ljá litlum fjallabúa. Arnór Sigmundsson kvað svo um rósirnar: Ekki gengur allt í hag afþví sem við kjósum. Fýsir mig hvem fagran dag að fá að baða í rósum. Sjái ég fagran rósarunn, ég reyni við að spyma því mér em orðin kunn: „Engin rós án þyrna“. Sigurbjörn K. Stefánsson ólst upp í Óslandshlíð í Skagafirði, en gerðist skósmiður í Reykja- vík. Hér birtast þrjár vísur eftir hann: Andans glóðin gjörist treg, gleymist óðarvinna. Stirða, hljóða hreyfi ég hörpu Ijóða minna. Skynja háttu lýðs og Ijóðs, lands er þrátt ég unni. Les ég þáttinn orðs og óðs úti í náttúrunni. Ástir braga, ættarmót, öll mín fagurvirði, yndi, saga og óðarbót, - allt úr Skagafirði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.