Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 11
2. desember 1983 - DAGUR - 1 4 <- L.esum Guðs orð: Malt. 25, -13. Jesús kemur - Ertþú viðbúinn? Guðspjallatextar annars sunnudags í aðventu eru allir um endurkomu Jesú. Hvenær Jesús kemur aftur vitum við ekki. Við vitum aðeins að hann kemur og kallar menn til dýrðarríkis síns. Það sem máli skiptir á þeim degi er að vera viðbúinn. Dæmisagan, sem Jesús sagði um hinar 10 meyjar, er mjög alvarlegs eðlis. Það er þv( nauðsynlegt að gefa gaum að henni. Fimm meyjar voru viðbúnar þegar brúðguminn kom. „í>ær gengu með honum inn til brúðkaupsins, og dyrum var lokað.“ Hinar fimm ætl- uðu sér líka í brúðkaupið, en voru ekki viðbúnar þegar brúðguminn kom. J>ær komu seinna og sögðu: „Herra, herra, ljúk upp fyrir oss.“ En hann svaraði: „Sannlega segi ég yður ég þekki yður ekki.“ Ert þú viðbúinn að mæta Kristi ef hann kæmi nú? Guðs orð segir, að sá sem lifir í trúnni og samfélaginu viö Jesúrn Krist, sé viðbúinn. „Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.“ (Róm. 8,1). Gef því Jesú lff þitt og vertu viðbúinn. Til umhugsunar: Aðventa Aðventa er undirbúningsttmi fyrir jólahátíðina. Hvað og hvernig undirbúutn við? Við undirbúum húsið okkar. Við undirbúum eitthvað gott að borða, kaupum gjafir til að gleðja hvert annað o.s.frv. Aðalundirbúningurinn er þó ekki þessi ytri undirbúningur. Hann er aðeins ramminn. Eitthvað verður að vera í rammanum. Þar á Jesús að vera. Hann sem fæddist á hin- um fyrstu jólum. Við skulum því undirbúa þannig, að hann fái að komast að f It'fi okkar og á heimili okkar. í stað þess að búa til gleði sjálf þá láturn boðskapinn um að „yður er í dag frelsari fæddur" skapa gleði hjá okkur. Umsjón: Skúli Svavarsson AKUREYRARBÆR Frá Strætisvögnum Akureyrar Ekið verður samkvæmt leiðabók eftirtalda daga. Innbær og Brekkur: Frá Ráðhústorgi á 30 mín. fresti. Laugard. 3. des. frá kl. 9.35 til kl. 16.35 Laugard. 10. des. frá kl. 9.35 til kl. 18.35 Laugard. 17. des. frá kl. 9.35 til kl. 22.35 Föstud. 23. des. frá kl. 7.00 til kl. 23.05 Oddeyri og Glerárhverfi: Frá Ráðhústorgi 5 og 35 mínútur yfir heila klukkustund fyrir hádegi en 5, 25 og 40 mínútur yfir heila klukkustund eftir hádegi. Laugardaginn 3. des. frá kl. 9.35 til 12.05 og 12.25 til 16.25 10. des. frá kl. 9.35 til 12.05 og 12.25 til 18.25 17. des. frá kl. 9.35 til 12.05 og 12.25 til 22.25 Föstudaqinn 23. des. frá kl. 7.00 til 12.05 og 12.25 til 23.05 Forstöðumaður I Opið til kl. 4 e.h. á laugardag * Tölvusamband Um áramót er heppilegast að tölvuvæðast. Tölvangur hf. Gránufélagsgötu 4, Akureyri, býður símasamband við öfluga tölvu (WANG). Fyrirtæki þurfa að eignast skjá, innfærsluborð og prentara, en Tölvangur hf. sér um allt annað, m.a. afnot af mjög fullkomnum forrit- um. Nú þegar eru mörg fyrirtæki í sambandi. Komið og sjáið tækin vinna. Nánari upplýsingar í síma 23404. TÖIVANGURhf. GRÁNUFÉLAGSGÖTU 4, AKUREYRI SlMI 23404 PÓSTHÚLF 804 602 AKUREYRI ORÐSENDING til Akureyringa og annarra Norðlendinga: Það tilkynnist hér með að frá og með 1. desember hefur Bílasalan hf. tekið að sér söluumboð fyrir MAZDA á Akureyri. Ennfremur mun Bílasalan hf. selja YAMAHA mótorhjól og annast söluþjónustu fyrir KOMATSU vinnuvélar og HINO og DAF vörubifreiðar. Við erum sannfærðir um að áratuga reynsla Bílasölunnar hf. mun tryggja MAZDA eigendum, bæði núverandi og tilvonandi, 1. flokks þjónustu. Við viljum nota tækifærið og þakka Bjarna Sigurjónssyni, sem verið hefur umboðsmadur okkar á Akureyri undanfarin ár góða samvinnu og samstarf á liðnum árum og óskum honum velfarnaðar. maæa BÍLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.