Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 2. desember 1983 2. desember 1983 - DAGUR - 9 Heímsókn í Skinnadelld Sambandsins * Heimsókn í Skinnadeild Sambandsins * Heimsókn Þeir eru fáir sem hefðu trúað því að óreyndu að skinnaiðnaðurinn á injóg mikið sameiginlegt með einni af stærstu útflutningsatvinnugrein landsmanna, saltfiskverkuninni. I báðum tilvikum er hráefnið saltað, því stailað upp í stæður ug síöan snyrt og metiö af sérstökum mats- mönnum. Aöstæöur á þessu stigi framleiðslunnar eru ótrúlega líkar en samlíkingunni er samt sem áður langt frá því að vera lokið. Bæði í skinnaiðnaðinum og sjávarútveginum cru gæðamálin í brennidepli. Skinnaiðnaðarmenn fylgjast með sínu hráefni frá sláturhúsi þangað til það kcmur á markað, nákvæmlega eins og aðilar í sjávarútvegi fylgj- ast með fískinum frá því að hann er veiddur í gegn um öll fram- leiðslustig, þangaö til hann fer í neytendaumbúðir og á markað. I háðum greinum eru lausnarorðin nú: Vöruvöndun, aukið eftirlit, auk- in gæði, meira kaup. Samsvörunin er ótrúleg og eins og tekið var fram í upphafí þá heföu fáir líklega trúað þessu að óreyndu. Blaðamaður Dags átti þess kost að fylgjast með framleiðslunni hjá Skinnadeild Sambandsins, frá því að gærur koma í hús og þar til þær lara út sem dýrindis pelsar, jakkar eða frakkar. Þetta feröalag með framliðnum kindum, líður undirrituðum seint úr minni. „Flestir sem koma hér inn í fyrsta sinn verða orðlausir,“ var sagt við undirritaöan í upphafí ferðalags og þessi fullyrðing er langt því frá að vera svo galin. Allt er stærra, magnaðra og öðru vísi en það lítur út að utan og auk þess mikið merkilegra. I»aö ætti að skylda þá sem eiga mokka- llíkur og pelsa að líta þarna inn, því að baki þessum fatnaði sem flest- um fínnst sjálfsagður liggur ótrúleg vinna, þekking og þolgæði. Myndirnar skýra hin ólíku framleiðslustig nánar en auk þess er rætt við Jón Siguröarson, framkvæmdastjóra, Örn Gústafsson, markaðs- stjóra og Bjarna Jónasson, framleiðslustjóra. Her eru skinnin vegin og metin á nýjan leik. Örn Gústafsson, mark- aðsstjóri spáir hér í mokkahlið skinnanna. Nu eru gærurnar klipptar niður í 17 mm þykkt. Gærurnar eru komnar í hús. Þeim er staflað upp líkt og saltfíski, þær saltaðar og í fyll- ingu tíinans metnar af matsmanni. Stöðug þróunar- og rannsóknarstarfsenu fer fram hjá skinnadeildinni. í því sambandi hafa erlendir fagmenn verið fengnir til starfa til lengri eða skemmri tíma og einn þeirra er Spánverjinn Jordi Macia sem hér sýnir Erni Gústafssyni réttu handtökin. Búið er að þvo gærurn ar í þvottakerum - sút unarkerin eru fjær. Niðurskurðurinn fer fram í hárbeittum hnífum. Fyrirtæki í örum vexti og: Við ætlum okkur að vaxa áfram — segir Jón Siguröarson, framkvænidarstjóri Skinnadeildar Það er ýmislegt í bígerð hjá Skinnaiðnaðardeild Sambandsins um þessar mundir og að sögn Jóns Sigurðarsonar, framkvæmdastjóra eru þær nýjungar helstar að verið er að undirbúa af- ullun á hrágærum með leðurvinnslu í huga og eins er í ráði að hefja vinnslu á því sem nefnt hefur verið „Lamb-nappa“ á sænsku, en þessi aðferð felur í sér að leðuráferð er sett á mokkahliðina á mokkaskinnum en útkoman er lík því sem gerist á gömlu flugmannajökk- unum sem eru í tísku um þessar mundir. - Við bindum miklar vonir við Verkun refaskinna á vegum Skinnadeildar. að þessar nýjungar í framleiðslu verði til þess að í framtíðinni verði hægt að fullvinna allar gær- ur hér heima. Fram til þessa hef- ur talsvert af hálfunnum gærum verið flutt út en ef okkur tekst að snúa þessari þróun við þá gætum við hugsanlega tvöfaldað verð- mæti framleiðslunnar, sagði Jón Sigurðarson. - Er þetta ekki kostnaðar- samt? - Við höfum keypt vélar og stofnkostnaður er talsverður en það liggur ekki síður mikill kostnaður í því rannsóknar- og þróunarstarfi sem stöðugt er í gangi hjá okkur. Við eruin að fjárfesta í þekkingu og það er fjárfesting sem borgar sig. - Hvað með afstöðu almenn- ings til íslenskrar framleiðslu? - Almennt séð þá þyrftu við- horfin að vera jákvæðari. Því miður þá eru þau sjónarmið of al- geng að íslenska framleiðslan sé ekki samkeppnishæf. Þetta er auðvitað rangt og hvað skinna- iðnaðinn varðar þá erum við meira en samkeppnishæfir. Því miður er innanlandsmarkaðurinn ekki stór en við erum fyrirtæki í örum vexti og við ætlum okkur að vaxa áfram, sagði Jón Sigurð- arson, framkvæmdastjóri. „Stefhum að því að Island verði ekki hráefhisframleiðandi fyrír aðrar þjóðir' Jón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þreifar á framtíðarframleiðslu skinna deildarinnar. Innan tíðar munu húðastaflarnir breytast í leðurjakka. - Það er okkar stefna að ís- land verði ekki hráefnis- framleiðandi fyrir skinnaiðn- að annarra þjóða, sagði Örn Gústafsson, markaðsstjóri í viðtali við Dag. Að sögn Arnar þá hefur orðið talsverð söluaukning hjá skinna- deildinni frá síðasta ári og t.a.m. hefur sala á fullunnum mokka- skinnum aukist um liðlega 50%. Reyndar hefur salan verið það góð að vonir standa til að hægt verði að selja allar fullunnar mokkavörur sem framleiddar verða á næsta ári, nú fyrir ára- mót. Auk fullunninna mokka- skinna, selur skinnadeildin tilbú- inn mokkafatnað og það sem Örn nefnir önnur skinn, en það eru m.a. hálfunnar gærur, tryppa- húðir o.fl. Það er einmitt þessi liður framleiðslunnar sem kemur til með að breytast hvað mest í framtíðinni. - Þessar hálfunnu gærur hafa verið hálfgert vandræðabarn hjá okkur. Við höfum fiutt talsvert út en nú hyggjumst við einbeita okkur að því að fullvinna eins mikið og mögulegt er hér heima. Þetta skapar auðvitað aukin verðmæti en auk þess þá verðum við að taka tillit til þess að það hefur orðið verulegur samdráttur í sölu á þessum gærum erlendis. Viðskiptavinir sem áður tóku við 250 þúsund gærum eiga nú í vandræðum með að kaupa 100 þúsund gærur og í þokkabót þá lokaðist Póllandsmarkaðurinn sem hefur verið talsvert stór. Þetta olli okkur engum teljandi erfiðleikum en ég veit til þess að bæði Loðskinn á Sauðárkróki og Sláturfélag Suðurlands lentu i vandræðum vegna Póllandsmark- aðarins, sagði Örn Gústafsson. - Hvað með samningana við Sovétmenn? - Það voru gerðir stórir samn- ingar við Sovétmenn um sölu á tilbúnum fatnaði sl. ár. Við höf- um ekki haft undan að framleiða hér heima og þess vegna höfum við m.a. orðið að láta sauma fatnaðinn bæði í Noregi og Finn- landi. Það er auðvitað slæmt að geta ekki fullunnið vöruna hér, en þessir samningar við Sovétmenn eru það nýtilkomnir að við vitum enn ekkert um áreiðanleika þeirra þegar til lengri tíma er litið. M.a. þess vegna höfum við ekki viljað fjárfesta í dýrum tækjabúnaði og húsnæði hér heima en það verður sjálfsagt gert um leið og vissa fæst um að Sovétmenn vilji kaupa ákveðið vörumagn árlega. - Hvernig er staða ykkar á Evrópumarkaðnum nú? - Staðan í dag er þannig að allir bestu skinna- og kápufram- leiðendur í N.-Evrópu eru í við- skiptum við okkur. Markaðurinn hefur þó almennt séð verið á hraðri niðurleið undanfarin ár en okkur hefur reitt betur af en flestum. Við höfum komist í betri búðir og okkar vörur hafa selst best, þannig að á meðan heildar- samdrátturinn er nálægt 50%, þá hefur aðeins orðið um 15- 20% samdráttur hjá okkur. Þetta er t.d. mjög greinilegt í Svíþjóð. A nnorc Kpfiir xtprAift vprift nnlfk- Örn Gústafsson, markaðsstjóri virðir fyrir sér einn pelsanna. Til vinstri á myndinni er Steindór Kárason. Myndir og texti: ESE - Rætt við Öm Gústafsson markaðsstjóra uð stöðugt á markaðnum, þannig að sölusamdrátturinn hefur ekki haft nein áhrif á það, hvorki til hækkunar né lækkunar. - Hvað veldur því að sala hef- ur dregist saman? - Það eru margir samverkandi þættir sem þar hafa áhrif á en það sem mestu skiptir er hin almenna kreppa sem verið hefur í efna- hagslífinu í Vestur- og Norður- Evrópu, tískan hefur verið okkur andstæð og svo hefur veðurfar verið alltof gott. Það hefur verið hlýtt á þessu svæði undanfarna vetur og það hefur haft áhrif á söluna eins og nærri má geta. Þáð eina sem við getum gert er að biðja á hverjum degi að veður kólni og það er margt sem bendir til þess að okkur verði að þeirri ósk. Það var t.d. 25 gráðu frost í Helsinki í gær, þannig að þetta er allt á uppleið, segir Örn og hlær. - Hvað með innanlandsmark- að? - Innanlandsmarkaðurinn er að sönnu ekki stór en samt sem áður mjög mikilvægur. Ég gæti trúað því að um 20% af þeim mokkakápum og jökkum sem við framleiðum fari á markað hér heima en við stefnum auðvitað að því að bæta okkur á þessu sviði sem öðrum, sagði Örn Gústafsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.