Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 16

Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 2. desember 1983 * A Bauta og í Smiðju sunnudagimi 4. des- ember kl. 12-14. Frír hamborgarí með frönskum og sósu fyrir böm 11 ára ogyngrí sem borða með foreldrum sínum. - segir Valtýr Sigur- bjamarson bæjar- stjóri í Ólafsfirði „Já, þetta eru ijótar tölur, en bæjaryfirvöld búa ekki tO neina atvinnu með því að smella saman fingrum,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson bæjar- stjóri í Ólafsfirði er við rædd- um við hann í tUefni fréttarinn- ar um hið mikla atvinnuleysi í Ólafsfirði. „Atvinnumálanefnd kemur saman um helgina til að fjalla um þetta mál, en sú nefnd hefur heldur ekki á reiðum höndum nein galdrameðul í þessu efni, það eru engin galdrameðul til. Það var þó fyrir tilstilli nefnd- arinnar sem farið var í byggingu iðngarða á sínum tíma og bygg- ing þeirra hefur bjargað mjög miklu hvað varðar atvinnu hjá iðnaðarmönnum. Varðandi fisk- vinnsluna er það að segja að ég hef þegar talað við þá hjá Sjávar- útvegsráðuneytinu varðandi það að við fáum leyfi til rækjuveiða og rækjuvinnslu en tveir aðilar hafa sýnt því áhuga hér á staðnum. Við munum sækja það stíft til stjórnvalda að fá hingað rækju- vinnsluleyfi en mér skilst að það sé hart barist um þessi leyfi. Hraðfrystihús Ölafsfjarðar er búið að kaupa tæki í fiskimjöls- verksmiðju en við höfum t.d. alltaf verið afskiptir í sambandi við loðnubræðslu. Það var keypt tæki úr færeysku skipi á mjög góðum kjörum og ég vonast til að við verðum tilbúnir að fara út í bræðslu næsta haust. Þetta, ásamt hugmyndinni um rækju- vinnsluna eru áform sem uppi eru til þess að styrkja atvinnulífið hér og gera það öruggara,“sagði Valtýr. „Viljum komast hjá hækkunu - segir Hákon Hákonar- son formaður stjórnar Hitaveitu Akureyrar „Okkur vantar 12% hækkun á vatnið til þess að ná fullkomnu jafnvægi í þennan rekstur,“ segir Hákon Hákonarson formaður stjórnar Hitaveitu Akureyrar í samtali við Dag. „Það er hins vegar í gildi bann við hækkun á opinberri þjónustu til 1. febrúar og það hefur engin ákvörðun verið tekin hjá Hita- veitunni fremur en öðrum fyrir- tækjum hvað þá verður gert. Ég er því í sjálfu sér ekki til- búinn að segja neitt um þetta mál. Við þurfum að sjá hvernig ársreksturinn kemur út en það bendir ýmislegt til þess að um einhvern bata sé að ræða. Við viljum svo sannarlega komast hjá því að þurfa að hækka vatnið til viðskiptavina okkar,“ sagði Hákon. Fisklöndun í Olafsfirði. Ólafsfjörður: Nær allt verka- fólk án atvinnu! — og sáralítO atvinna fyrirsjáanleg í desember undanförnu. Ég held að atvinnu- leysisdagar í nóvember séu 800 til 900 og um 3500 atvinnuleysisdag- ar eru komnir hér frá áramótum. „Það má segja að það sé nær allt verkafólk í Ólafsfirði atvinnulaust í dag, það er ein- ungis unnið í tveimur salthús- um og þar vinna sárafáir,“ sagði Agúst Sigurlaugsson formaður Verkalýðsfélagsins Einingar í Ólafsfirði en hann sér einnig um atvinnumiðlun og atvinnuleysisskráningu á staðnum. „Bæði frystihúsin eru lokuð og hafa verið lokuð af og til að Það eru á skrá hjá mér í dag 130 manns. Útlitið er einnig vægast sagt dökkt. Það sigldi einn togari og mér skilst að Olafur Bekkur sem nú er á veiðum eigi einnig að sigla. Ég hafði hug á að stöðva það af en þá kom í.ljós að það er vegna skrapdagakerfisins. Ölafur Bekkur er að veiða kola og hér er ekki aðstaða til að vinna kola nema í öðru frystihúsinu og þar eru geymsluvandræði. Einnig hefur kolinn verið unninn þar í svo ódýrar pakkningar að það er ekki talið borga sig. Sigurbjörgin á að koma á mánudag en það sagði mér fólk á miðvikudag að hún væri ekki komin með nema á milli 20 og 30 tonn. Það er því ekki fyrirsjáanleg mikil vinna hér í desember því ef Ólafur Bekkur siglir kemur hann ekki hingað til að landa fyrr en rétt fyrir jólin.“ - Er eitthvað farið að bera á því að fólk sé farið að flýja staðinn? „Það er nú ekki ennþá, en ég óttast mjög að það fari að bera á því áður en langt um líöur. /\u vísu fór eitthvað af ungu fólki austur og suður á síld en það var ekki mikið. En þetta er ljótt ástand, hér er ekkert nema fiskur og það vantar sárlega léttan iðn- að til þess að stemma stigu við þessu,“ sagði Ágúst. Veður Útlit er fyrir þokkalegasta helgarveður, a.m.k. ef mið- að er við árstíma, sam- kvæmt upplýsingum veður- stofunnar í morgun. Reikna má með suð-austan skoti og rigningu eftir hádegið í dag, en ólíklegt er að það angri Akureyringa að ráði. Síðan á hann að snúast í suð-vest- anátt og hún á að haldast fram á sunnudag. Hugsan- lega verður nokkuð hvasst hér og þar á morgun. A sunnudaginn er síðan reikn- að með norðanátt og kóln- andi veðri með tilheyrandi éljagangi. Náttfatnaðurinn frá Schiesser^ er skrefí framar Glæsilegur fatnaður fyrir konur á öllum aldri. r

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.