Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 15

Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 15
2. desember 1983 - DAGUR - 15 Sérstæð uppákoma Um helgina, nánar tiltek-. ið á morgun, verður all- sérstæð uppákoma í Mánasal Sjallans. Þar verður nefnilega í senn listaverkauppboð og sýn- ing á verkum ýmissa myndlistarmanna. Aðal- uppistaðan í þessum verkum sem boðin verða upp eru 30 teikningar eftir Ragnar Lár, gerðar á árunum 1960 til 1983, m.a. margar skopmyndir úr blöðum og tímaritum. Auk uppboðsins verða á sýningunni sjö möppur eftir Ragnar Lár sem all- ar eru til sölu. - Ég hef aldrei tekið þátt í svona uppákomu áður og þetta mun einnig vera í fyrsta skipti sem Fróði/Listhúsið gangast fyrir uppboði og sýningu í senn, sagði Ragnar í samtali við Dag en hann er nú nýkominn norður eftir ákaflega vel heppnaða sýningu í Reykjavík. Meðal þeirra teikninga sem Ragnar Lár hefur valið í möppur sínar eru teikninar af fyrstu teikni- fígúrunni sem birtist í ís- lensku dagblaði. Er það heiðursmaðurinn Láki sem kom fram í mynda- sögunni „Láki og lífið“. Þetta er í fyrsta sinn sem Ragnar gefur al- menningi kost á að sjá þessar teikningar sínar og skyssur og eignast þær. í sýningarskrá segir Ragnar m.a.: „Eins og gefur að skilja liggja margs konar myndverk í handraðanum hjá þeim sem hefur fengist við myndlist í u.þ.b. 35 ár. Mörg verk hafa að sjálf- sögðu farið í súginn í gegnum tíðina. Sum hafa farist, en önnur hafa lent í rusladallinum við til- tektir, en sum hafa lifað af allar „hreinsanir“. Höfundar annarra myndverka sem verða á sýningunni og uppboðinu eru eftirtaldir: Alfreð Flóki, Bragi Hannesson, Elías B. Halldórsson, Eyjólfur J. Eyfells, Gunnlaugur Blöndal, Hringur Jóhannesson, Jónas Guðmundsson, Júlíana Sveinsdóttir, Kjarval, Kristján Guð- mundsson, Steingrímur Sigurðsson, Tryggvi Ólafsson og Valtýr Pét- ursson. Sýningin hefst í Sjall- anum kl. 14.00, en upp- boðið hefst kl. 16.00. „Trölla- mót66 í S j allanum Það verða „tröllagrip“ og „tonnatök" sem skipa heiðurssess á Grétars- mótinu í kraftlyftingum sem haldið verður í Sjall- anum á morgun. Flest all- ir sterkustu kraftlyftinga- menn landsins mæta til mótsins sem hefst kl. 14. Grétarsmótið er stærsti viðburður kraftlyftinga- manna á Akureyri á ári hverju en mótið er haldið til minningar um Bern- harð Grétar Kjartansson, TókT basar Zontaklúbbur Akureyrar gengst fyrir jólabasar í Nýja bíói á morgun kl. 15. Meðal muna er hand- unnið jólaskraut, skreyt- ingaefni, mosi, könglar og þurrkaðar jurtir. Auk þess grenikransar, laufa- brauð og kökur. lyftingamann sem lést í desember 1974. Grétar var einn af frumkvöðlum lyftingaíþróttarinnar á Akureyri og varð m.a. ís- landsmeistari í kraftlyft- ingum árið 1974, fyrstur Akureyringa. Allur ágóði af mótinu rennur í sér- stakan sjóð sem stofn- aður var í minningu Grétars heitins en sjóðn- um er ætlað það hlutverk að efla framgang lyftinga- íþróttarinnar á Akureyri. Það verða engir auk- visar sem mæta á Grét- arsmótið en auk akur- eysku kraftlyftingamann- anna mæta þeir Jón Páll Sigmarsson „næststerk- asti maður heims“, Torfi Ólafsson „Torfan" og Hjalti Úrsus Árnason sem gengur undir viður- nefninu „Dísel Power“. Mótsstjóri verður hin gamalreynda lyftinga- og vaxtarræktarkempa, Guðmundur Sigurðsson og yfirdómari verður Óskar Sigurpálsson. Kirkjudagur í Glerárprestakalli Á sunnudaginn 4. des- ember verður kirkjudag- ur í Glerárprestakalli. Allar athafnir dagsins fára fram í Glerárskóla. Um morguninn klukkan 11.00 verður barnasam- koma með hefðbundnum hætti og er foreldrum sér- staklega bent á að þau eru velkomin með börn- um sínum. Guðsþjónusta verður klukkan 14.00 og munu fermingarbörn að- stoða í messunni. Eftir messu verður Kvenfélag- ið Baldursbrá með kaffi- sölu til ágóða fyrir kirkju- byggingu, en Baldursbrá Skemmtun á Hótel KEA Á sunnudaginn verður haldin skemmtun í veit- ingasalnum á Hótel KEA. Er þetta skemmt- un fyrir alla fjölskylduna og meðal atriða eru tískusýning á vegum Vöruhúss KEA og kynn- ing á jólaplötum. Skemmtunin hefst kl. 12 og stendur hún til 15. Boðið verður upp á fjölda gómsætra rétta af hlaðborði. Til að minna á jólin verður borið fram jólaglögg með piparkök- um en matarverð er krónur 350. Hálft gjald er fyrir börn 6-12 ára. Yngri börn fá ókeypis veitingar. Á milli atriða mun Ingi- mar Eydal leika létt lög og sérstök videósýning, pylsur og gosdrykkir verður fyrir börnin. hefur nú ákveðið að helga sig málefnum kirkj- unnar og er gleðilegt að> slíkt samstarf skuli nú hafið. Um kvöldið verður að- ventukvöld klukkan 20.30 og er það orðinn fastur þáttur og verður með líkum hætti og undanfarin ár. Sverrir Pálsson skólastjóri mun flytja ræðu kvöldsins. Jóhann Sigurðsson les frumort ljóð en Jóhann er einn meðhjálpara í söfnuðinum. Kirkjukór- inn syngur vandaða söngskrá og Helga Al- freðsdóttir syngur ein- sön|. Stjórnandi kórsins er Áskell Jónsson. Söng- hópur skipaður ungu fólki syngur auk annarra liða í tali og tónum. Ein- leikur á fiðlu Ragnhildur Pétursdóttir og barnakór Glerárskóla syngur undir stjórn Ásrúnar Atladótt- ur. 'í lokin verða ljósin tendruð og sunginn jóla- sálmur. Félagar úr Gler- broti, æskulýðsfélaginu munu aðstoða. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í þessum kirkju- degi sem er hinn fyrsti sem haldinn er í presta- kallinu. Safnaðarstjórn. Færeyskur jazz í kvöld kl. 21 treður fær- eyska jazzhljómsveitin, Hans Jansens Jazzkvart- ett upp í Mánasal Sjallans. Hljómieikarnir verða til kl. Ol en félagar úr Jazzklúbbi Akureyrar munu „jamma“ með gestunum síðari hluta kvölds. Færeysku sveitina skipa tveir Færeyingar, Dani og einn íslendingur, Guðmundur Steinsson sem leikur á trommur. Hljómsveitin leikur í Fé- lagsheimilinu á Húsavík á laugardagskvöld og í MA seinni hluta sunnu- dags. Að sögn forráðamanna JA sem gangast fyrir Undanfarna föstudaga hef- ur verið ýmislegt til skemmtunar í Sunnuhlíð við mjög góðar undirtektir. Má þar til nefna tískusýn- ingar, Jóhann Már Jó- hannsson söng við undirleik Guðjóns Pálssonar, Hljóm- sveitin Art hefur leikið og Ingimar Eydal hefur leikið á orgel. f desember er fyrirhugað að á laugardögum verði ýmislegt til gamans gert. Á Nk. sunnudagskvöld kl. 8.30 verður aðventusam- koma í Akureyrarkirkju. Ræðumaður kvöldsins verður Jón Helgason dóms- og kirkjumálaráð- herra. Kirkjukór Akur- eyrarkirkju syngur nokk- ur jólalög, og auk þess verður almennur söngur. Æskulýðsfélag Akureyr- hljómleikunum þá leikur færeyska hljómsveitin aðallega bebop og swing. morgun mætir Ingimar Ey- dal á svæðið kl. 13 og tekur til við orgelið. Kl. 14 koma svo harmonikusnillingarnir Aðalsteinn ísfjörð frá Húsavík og Jón Hrólfsson frá Kópaskeri og þenja nikkurnar. Laugardaginn 10. des. er svo von á Geysiskvartettin- um í heimsókn og einnig mun þá Ingimar verða á staðnum. arkirkju flytur stuttan helgileik og annast ljósa- hátíð. Slík aðventukvöld eiga vaxandi vinsældum að mæta, og fólk finnur það æ betur að gott er að búa hugi sína undir komu jól- anna í helgidóminum. Fjölmennum því í kirkj- una á aðventusamkom- una. Uppákomur í Sunnuhlíð Aðventukvöld í kirkjunni Opið á laugardag til kl. 16.00 IJ *niT »TTn Norðurgötu 62, Akureyri ilAUliAU JT Sími 23999

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.