Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 2. desember 1983 Alþýðubandalag Akureyrar Opið hús verður haldið laug- ardaginn 3. des. kl. 15.00 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 Fundarefni: Sagt frá 6. landsfundi AB o.fl. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður mætir. Kaffiveitingar. Mætum vel. Stjórnin. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 96., 100. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Ytri-Másstöðum, Svarfaðardal, þingl. eign Jósavins Helgasonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Gunnars Sólnes hrl. og Búnaðarbanka islands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 7. desember 1983 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Dalvík. Nauðungaruppboð sem auglýst var ( 96., 100. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fiskverkunarhúsi v/Ránarbraut, Dalvík, þingl. eign Stórhóls sf., fer fram eftir kröfu Högna Jónssonar, lögmanns og Skúla J. Pálmasonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 7. desember 1983. kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Dalvik. Nauðungaruppboð Laugardaginn 10. desember 1983 kl. 14.00 verður selt á nauðungaruppboði við lögreglu- stöðina í Þórunnarstræti á Akureyri, eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, Gjald- heimtunnar í Reykjavík og ýmissa lögmanna, lausafé sem hér segir: Bifreiðarnar: A-2572, A-1955, A-4020, A-5742, A-5941, A-1093, A-4436, A-4543, A-4668, A-6973, A-1597, Ö-4179, A-4726, A-5659, A-8385, A-2120, A-1226, M-2674, A-5042, A-7145, A-8225, A-1958, A-4821, A-1547, A-8736, A-2183, A-6440, G-13352, A-6306, A-1309, A-7558, A-5434, A-5673, A-7570, A-8532, A-6574, A-3341, A-8281, A-3480, A-3991, A-2003, A-6196, A-6361, A-7069, A-4150, A-5361, A-440, A-5877, A-2006, A-945, A-3804, A-5715, A-5462, A-490, A-3313, A-8905, A-4994, A-7510, A-7478, A-6117, P-1641, A-8220, A-245, A-6621, A-6611, A-6045, A-5936, A-3576, A-7232, A-2995, A-3484, A-3537, A-1759, A-4438, A-4402, A-2345, A-2531, A-2598, A-3508, A-2624, A-2122, A-2002, A-611, A-5028, A-1873, A-6757, A-6392, A-2616. Þá verður selt: Vídeotæki Toshiba Beta, Hoffman blikkklippur, sambyggð trésmíðavél Sicma og borðsög Elu árg. 1975-76, staðsett að Gránufé- lagsgötu 47, ritsafn Halldórs Laxness 46 bækur, ritsafn Þorbergs Þórðarsonar 13 bækur, Öldin okkar 8 eða 9 bækur, sjónvarp Nordmende 26“, stereosamstæða þ.e. Pioneer plötuspilari og magnari, þvottavél Ignis, tölvuorgel „Coscoe", sjónvarp „Sharp Linition" og hljómflutningstæki Pioneer þ.e. kassettutæki ct. F600, tuner F-5L, magnari og equalizer SG-0 og tveir hátalarar af gerðinni HPM-700 og JVC plötuspilari, krafa Malar- og steypustöðvarinnar hf. á hendur Sölt- unarfélagi Dalvíkur hf. 30.000 krónur, hljómflutn- ingstæki Yamaha 2ja hátalara, tvær jarðýtur Int- ernational TD-8. Ávísanir ekki teknar gildar, sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara. Greiðsla fari fram við hamarhögg. Uppboðshaldarinn á Akureyri. Hcrmann Sigtryggsson ávarpar afmælisbarnið og færir því gjöf. 99 Hann á afmæli Hreiðar Jónsson, eða Johnson eins og margir kunningja hans kalla hann varð fimmtugur á dögunum og hélt þá hóf fyrir kunningja sína og veitti af rausn. Pað kom vel fram í hófinu að Hreiðar tengist mjög íþróttum og íþróttalífi á Akureyri. Hann starfar reyndar á íþróttavelli bæjarins á sumrin og í íþrótta- skemmunni á veturna, og hér á árum áður var hann mikill afreks- maður í frjálsum íþróttum. í ávarpi er Jón Arnþórsson formaður KA flutti í hófinu las hann upp úr afrekaskrá í frjálsum íþróttum frá árunum 1951-1952 og kemur þar fram að Hreiðar hefur verið ósigrandi á hlaupa- dag brautinni á þeim tíma þótt hann geti ekki að eigin sögn stungið alla af í dag. Hreiðari bárust gjafir frá KA, íþróttaráði Akureyrar og fleir- um. Mikla athygli vakti gjöf Her- manns Sigtryggssonar er hann færði Hreiðari en það var rennd- ur bikar sem Hermann hafði unn- ið sjálfur. Var þetta frumsmíði Hermanns í rennibekk er hann á sjálfur, en Hreiðar var einn þeirra er gáfu Hermanni rennibekkinn í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum. Við látum fljóta með nokkrar myndir úr afmælisveislunni og sést á þeim að flestir sem þar eru tengjast íþróttum á einn eða annan hátt í dag. Arnþórsson ávarpar Hreiðar. formaður KA Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar KA og Guðmundur Sig- urbjömsson fomaður knattspymudeildar Þórs. Þennan heiðursmann þarf varla að kynna. Hluti veislugesta. Þar má þekkja marga kunna menn úr íþróttalífi bæjarins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.