Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 7
2'. 'ttesember -1983 - DAGUW- 7 Tll varnar KIZZ Varðandi grein ESE. í helgar- blaði DAGS 25. nóvember um þungarokkshljómsveitina Kiss, þar sem hún er niðurnídd í alla staði, vil ég eindregið mótmæla. Pað að hljómsveitin hermi eftir öðrum er della og viljum við í því sambandi benda á að KISS var stofnuð með það í huga að vera öðruvísi en aðrar hljóm- sveitir hvað varðaði klæðaburð og förðun. Árið 1973 komu þeir fram sem upphitunarhljómsveit fyrir Iggy Pop og Blue Oyster Cult í Palladium í New York, þar sem þeir stálu senunni alveg. Síð- an hafa þeir verið kosnir besta Heavy Metal hljómsveit í Banda- ríkjunum. Þá vil ég benda á að með plöt- unni Lick it up, þá komust KISS á top 100, top 10, í Bandaríkjun- um, Bretlandi og Ástralíu og eru þar að auki búnir að halda sig í hinum og þessum Heavy - Metal listum út um allan heim og er það vel. Þá vil ég benda á að í hljóm- sveitinni eru fleiri en Gene Simmons en það virðist vera aðal bitbein greinarhöfundar Dags og tilefni þess að þeir komu fram ómálaðir er að þetta er þeirra síðasta plata, því miður því Kiss hefur sjaldan verið betri en ein- mitt nú og ef greinarhöfundur DAGS hefur pælt í textanum við lagið Lick it up, að þá má þýða hann á annan hátt en sleikjuhátt en það er orðið sem á einmitt ekki við um KISS. Og að lokum þá héldum við að með því að kynna plötur þá væri það ekki takmarkið að níða niður verk viðkomandi hljómsveita heldur kynna verk þeirra. Með fyrirfram þökk Tóti, Gummi og Siggi. Athugasemd: Ég get ekki annað en þakkað þeim Tóta, Gumma og Sigga til- skrifið. Það er ekki nema rúm- lega hálft ár liðið síðan ég óskaði eftir því að lesendur létu í sér heyra varandi poppskrifin (sem því miður hafa verið alltof lítil) en betra er seint en aldrei. Varð- andi skrif þeirra piltanna, þá er rétt að eitt komi fram. Það sem undirritaður skrifar um plötur á síður Dags er síður en svo ein- hver Stórisannleikur. Hér er um gagnrýni að ræða (ekki kynn- ingu) sem hlýtur að taka mið af smekk undirritaðs. Séu plötur lélegar að mati undirritaðs þá kemur það skýrt fram (sbr. um- fjöllun um nýjustu plötu Paul McCartney 25.11). í öðru lagi er það alrangt að KIZZ sé „niðurnídd í alla staði“ í gagnrýni undirritaðs. Sé KIZZ hins vegar í niðurníðslu að dómi þeirra pilta, þá er það ekki sök undirritaðs. Lick it up fékk um- sögnina „Alveg þokkalegt“ og það mega Gene „títtnefndur" Simmons og Paul Stanley vera ánægðir með. Reyndar virðast piltarnir sem eftir bréfinu að dæma eru ýmist einn eða þrír, taka nokkuð skakkan pól í hæðina. Ef þéir skrúfa örlítið niður í KIZZ og lesa gagnrýnina í ró og næði þá kemur fram að hljómsveitinni er tekið af meira umburðarlyndi en gengur og gerist meðal „gagnrýn- enda“. Eg hef hvergi skrifað að < KIZZ séu að hætta eða að þetta sé þeirra síðasta plata. Pað gerði hins vegar Sigmundur Ernir Rún- arsson, Akureyringur í DV á dögunum og fór háðulegum orð- um um KIZZ. Þetta held ég að hafi æst ykkur KlZZ-pilta upp og ykkur væri því nær að senda DV línu en að skammast út í vinsam- leg skrif Dags. Með vinsamlegri kveðju að hætti Angusar - ESE Framsóknarmenn Akureyri Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur veröur haldinn í Strandgötu 31 mánudaginn 5. des. kl. 20.30. Fulltrúar í nefndum eru sérstaklega hvattir til aö mæta. FRAMSOKNARFELAG AKUREYRAR Mikið um að vera í SjaUanum „Það verður geysimargt um að vera hér í húsinu, alveg frá föstudagskvöldi og fram á sunnudagskvöld,“ sagði Sig- urður Þorberg Sigurðsson veit- ingamaður í Sjallanum á Akur- eyri í samtali við H-Dag. „Við byrjutn á föstudagskvöld í Mánasal og Sólarsal. í Sólarsal vepður hljómsveit Ingimars Ey- dal á fullri ferð en í Mánasal verður jazzkvöld frá kl. 22. Við fáum geysigóða færeyska hljóm- sveit, Hans Jansens Jazzkvartett til að skemmta og félagar úr Jazz- klúbbi Akureyrar taka einnig lag- ið með þeim. Á laugardag tökum við daginn snemma og byrjum með kraft- lyftingamót í Sólarsal kl. 14. Á sama tíma hefst í Mánasal sýning á verkum eftir Ragnar Lár og verða þau verk síðan á uppboði Listhússins Fróða sem hefst kl. 16. Um kvöldið verður svo opið eins og venjulega á laugardags- kvöldum. Sigrún Jónsdóttir listakona sem þekkt er fyrir batikverk sín opnar sýningu í Mánasal eftir hádegi á sunnudag og stendur sú sýning fram eftir vikunni. Þar verða léttar veitingar á boðstól- um og hádegisverður frá 150 krónum. í Sólarsal verður Harm- onikuklúbbur Akureyrar með fjölskylduskemmtun kl. 15-17 á sunnudag, fjölskyldukaffi á hlað- borði og fleira góðgæti á boðstól- um,“ sagði Sigurður. Að lokum má geta þess að á laugardagskvöld og sunnudags- kvöld munu þrjár ungar stúlkur flytja frumsaminn dans í Sólarsal sem þær hafa samið sérstaklega fyrir Sjallann. Það verður því ýmislegt um að vera í Sjallanum eins og sjá má. I Ostakynning Kjörmarkadi KEA, Hrísalundi Laugardaginn 3. desember frá kl. 2-4e.h. Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400 Hreinsitæki í allar stærðir fiskabúra Spillers dýrindis dósamatur - fyrir hunda og ketti Go-Cat þurrfóður f. ketti 5 bragðteg. Katlit kattarsandurinn sem virkar. 3kg kr. 85,- pk. @ kr. 28,33 pr. kg 6kg kr. 165,- pk. @ kr. 27,50 pr. kg 12 kg kr. 295,- pk. @ kr. 24,50 pr. kg 25 kg kr. 550,- pk. @ kr. 22,00 pr. kg Tetra® ”skj*“ður Bonnie úrvals fræblöndur m rnkScicx v*tam*n UlMrtl f. hunda og ketti. Vestur-Þýsk gæðavara. Gerið verð- og I Katiit Katm m Katlit Útsölustaöur: Verslun Sigurðar Guðmundssonar. (Leikfangamarkaðurinn) Hafnarstræti 96 Akureyri. Stmi 24423. jfifi X xi i KatíH . Fischersundi Reykjavík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.