Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 5
BilBiiH 2. desember 1983 - DAGUR - 5 „göngur“. Það má aukinheldur kalla nokkurn mun á málfari sömu þjóðar ér fjöldi nafnorða er hafður í mismunandi kyni milli landshluta. í nefndum sýslum kemur í ljós, skv. Göngum og réttum, að sunnanmenn segja „afréttur“, við „afrétt", þeir „rákar“, við „rákir“, þeir „flái“, við „flá“, þeir „klifið" (á hesti), við „klif“. Þá segja þeir „óskil,“ við „úrtíningur“ og þeir tala um „eftirgöngu", við „eftirleit“. Þeir „sjóna“ kindur, við „sjáum“ þær og þeir tala um „trússar", við „föggur". Raunar ætti bókin Göngur og réttir að heita Fjall- ferðir og réttir á sunnlensku. Einhver munur er síðan á nafngiftunum milli sýslanna inn- byrðis. Gangnahugtakinu bregð- ur t.d. fremur fyrir hjá Skaftfell- ingum en Rangæingum. Landshlutamállýskur eiga sinn rétt og mega lifa. En hætt er við að fjölmiðla- og skólafarganið gangi af þessum sérkennum dauðum eins og öðru sem greinir einn frá öðrum. Múgmennskan og hjarðeðlið sækja á. Einstakl- ingurinn, hvort sem um er að ræða mann eða landshluta, skal rekinn með hundum í rétt - al- menning innan stálbentra stein- veggja þar sem ekki verður „sjónað“ sérkenni eða manna- munur í safni. Einn af mörgum kostum við þetta ritsafn Braga er að þar varpar skímu á þann mállýsku- mun sem enn er til staðar í ís- lenskum sveitum og mun þó bet- ur fram koma eftir því sem bind- unum fjölgar. Skjaldborg gefur ritsafnið út með myndarbrag. Furður og fyrirbæri Erlingur Davíðsson skráði. Útg. Skjaldborg Ég vil þakka skrásetjara fyrir þessa bók. Hér rær hann á feng- sæl mið og færir verðmætan hlut að landi, að mínu mati, þó siti muni þar sýnast hverjum. Þetta er viðtalsbók og þeir sem við er rætt eiga það allir sameigin- , legt að vera það sem kallað er „dulrænum" hæfileikum búnir. Fyrstur á mælendaskrá er undramaðurinn Einar á Einars- stöðum. Hann er flestum kunnur og um hann hafa verið ritaðar bækur. Hann opnar okkur nú enn frekar dyr að leyndardómum sínum - og eru þeir sannarlega „furður“. Kona hans, Ingileif, er næst og er hennar þáttur afbragð. Hún varpar ljósi á margt í starfi manns síns á glaðan og hógværan hátt. Þar sést hvað það kostar heimili þeirra að vera göngudeild sjúkra þar sem allir eiga ókeypis aðgang og engin sjúkrasamlög koma nærri. Hundruð manna hafa þeg- ar lýst og munu reiðubúin að votta að hafa sótt lækningu og andlegan styrk til miðilslæknisins hljóðláta á Einarsstöðum, mannsins sem lýsir því yfir að hann sé alls ekki læknir sjálfur heldur aðeins farvegur fyrir að- stoð frá æðri sviðum. Þá er langur þáttur merkiskon- unnar Guðrúnar Sigurðardóttur frá Torfufelli. Hún er einnig kunn að líknarstörfum með hjálp dulinna afla. Þessi þáttur er bæði vel ritaður og segir frá furðum miklum og fyrirbærum sem sann- arlega þyrfti að rannsaka vísinda- lega. Leó Guðmundsson segir einnig frá furðum. M.a. er þar óbeint varpað fram þeirri athyglisverðu spurningu hvort lifandi maður geti sótt sér líkamlegt afl til ann- ars lifandi manns - en sonur Leós, Reynir sterki, vann þau átakaafrek sem á einskis manns færi virtust vera. Hvaðan kom honum slíkt ofurmannlegt afl? Aðrir sem segja frá reynslu sinni eru Anna K. Karlsdóttir, Svanfríður Jónasdóttir, Frey- gerður Magnúsdóttir, Ásta Al- freðsdóttir og Sigríður Péturs- dóttir. Bók þessi er fengur fyrir alla þá sem ekki hafa dregið lokur efnishyggjunnar fyrir augu sér eða blindast af boðskap þeirra er eigi mega heyra annað nefnt en það sem þreifað verður á. íslend- ingar eru þó yfirleitt óháðir slíku, utan prestar. Og þessi bók færir þeim rök í hendur og stappar í þá stálinu sem á dulræn öfl trúa þó hún, því miður, opni tæpast þær dyr er menn læsa sjálfir vilj- andi. Dagmar Galin: ✓ Utigangsbörn Salóme Krístinsdóttir íslenskaði Útg. Skjaldborg. Þetta er sönn saga um indíána- börn frá Kólombíu sem lifa eins og dýr á útigangi í heimalandi sínu, yfirgefin af öllum. Sögu- hetjurnar hér eru þó heppnar því þær voru ættleiddar af góðu fólki í Frakklandi fyrir milli- göngu hjálparstofnunar. Þetta er merkisbók og mjög læsileg. Hún sýnir okkur í það eymdardjúp er ómannleg stjórn- völd varpa „óæðri kynflokkum“ í. Við getum vart hugsað okkur að slíkt volæði sé til, svo fjarlægt sem það er okkur. En hún sýnir einnig hvílíka örðugleika er við að etja, bæði fyrir þessi börn að samhæfast mennskri aðbúð og svo þeirra er taka þau að sér að venja þau við nýjar aðstæður. Kannski hafa menn gott af að lesa slíkar bækur þó við megnum lítils gegn öllu þessu voðalega böli þessa voðalega heims. En það eru þó til ljósir punktar, m.a. á síðum þessarar ágætu bókar. Þá má geta tveggja íslenskra barnabóka sem Skjaldborg hefur gefið *út: Óli og Geiri eftir Ind- riða Úlfsson og Loksins kom litli bróðir eftir Guðjón Sveinsson. Báðir hafa þessir höfundar þó betur gert áður. Nú er sá árstími að fólk leyfir sér að vera niðurdregið, skap- stirt og fúlt og fá þannig útrás fyrir alls kyns leiðindi sem síðan er skrifað hjá skammdegi, snjó, kulda og innilokun. Einhverj- um kann að þykja þetta kald- hæðnislega sagt, en það verður þá bara að hafa það. Vissulega er til fólk sem verð- ur þunglynt í skammdeginu en ég ætla mér ekki inn á svið sál- fræðinga heldur tala bara þessi venjulegu svartsýnisköst sem ég held að allir fái, sumar tengist vonleysi gjarnan pen- ingamálum: Reiknipgum rignir inn um lúguna, maður borðar of mikið, reykir of mikið, eyðir of miklu bensíni, skattarnir hlaða utan á sig, það þarf að borga af lánum og svo eru jólin framund- an. Hvers eðlis sem áhyggjuefnin kunna að vera þá er til gott ráð: sem vetur og standa kannski varla daglangt yfir. Hver kannast ekki við að sitja skyndilega og finnast allt ómögujegt, fyrst og fremst hann sjálfur, si'ðan allir aðrir, þá að- stæður, umhverfi, vinnan og hver veit hvað? Kveikjan að þessu getur verið svo smávægi- leg að maður tæki ekki eftir henni, en ef skilyrðin eru fyrir hendi, kannski höfuðverkur, eða lítill svefn nóttina áður, er vísast að neistinn verði að miklu báli. Allt fer að dökkna og því meira sem maður hugsar um þetta og útmálar það verður það svartara og vonlausara. Á þessum síðustu og langverstu Meðan þú ert að sökkva niður í svartasta hyldýpið, þá taktu með þér þangað allt sem þú get- ur hugsanlega þurft að fá útrás fyrir, þá losnarðu nefnilega við það. Til dæmis geturðu harmað snöggvast að Jón og Gunna fengu ekki að njótast í bókinni sem þú varst að lesa, bölvaðu bjórleysinu á íslandi, öfundaðu sjúklega alla sem komust til sól- arlanda þegar þú varðst að sitja heima, skammaðu í huganum alla sem borða kjúklinga þegar þú þarft að láta kjötfars nægja og ef þú getur, þá er ágætt að gráta smáskvett yfir öllu því ranglæti sem einmitt þú þarft að sæta í heiminum. Takist þér þetta sæmilega, skal ég lofa, að þér líður eins og nýhreinsuðum hundi í langan tíma á eftir. Heimurinn séður með augum svartsýnismanns. Einhvers staðar uppi á hillu á ég gamla bók eftir þann mæta mann Dale Carnegie, sem kennir fólki að lifa lífinu rétt. Hann segir þar meðal annars, að þegar svartsýnisköstin geri vart við sig, eigi maður að taka áhyggjuefnin hvert fyrir sig og ímynda sér allt það versta sem geti gerst. Síðan skuli maður gera ráð fyrir að þannig verði það. Margir verða svo uppteknir af þessu, að þeir hreinlega gleyma hvernig það byrjaði og áður en varir er farið að rofa til í sortanum og brátt birtir alveg. Eftir á er maður svo steinhissa á að hafa getað hugsað svona dökkt. Til gamans ætla ég að segja hvað gerðist nýlega þegar mér fannst allt ómögulegt. Ég var búin að nota fyrra ráðið og fár- ast yfir öllu neikvæðu, en þá birtist skyndilega á borðinu hjá mér húsfluga af algengustu gerð, skjögrandi og vanmáttug, enda þetta ekki hennar árstími. Ég varð svo upptekin af henni að ég gleymdi aflaleysi og kjarnorkusprengjum, bleytti sykurkorn handa dýrinu að sjúga og fagnaði eins og krakki þegar hún loks gat flogið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.