Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 10

Dagur - 02.12.1983, Blaðsíða 10
1ÖD'ÁöU# - 2. déáéTfitiér 19Ö3 ....... . ■ ■ Gærur verða að góðum pelsi! Saumastofan. Þangað koma ýmiss skinn sem saumuð eru saman þannig að úr verða dvrindis flíkur. Heimsókn í SkinnadeUd Sambandsins Ingólfur Óskarsson, sniðmeistari á sínum stað. Kagnar Guðmunds- son, pakkar fram- leiðslunni inn. ,Við verðum að leggja áherslu á vöruvöndun og gædamálln — segir Bjami Jónasson, framleiðslustjóri - Það ríkir mjög góður starfsandi hér. Starfsfólkinu hafa ver- ið kynntar þær breytingar sem framundan eru og ég hef trú á því að allir munu vinna sem einn að því að auka vöruþróun og gæði framleiðslunnar. Starfsfólkið veit sem er að það er allra hagur að framleiða góða vöru, sagði Bjarni Jónasson, framleiðslustjóri er Dagur ræddi við hann. Bjarni sagði að nú ynnu alls arker og þær tilraunir lofa mjög 212 manns við skinnaiðnaðinn góðu. þar af 149 manns í þeirri verk- _ Mun þetta hafa mikil áhrif á smiðju sem hann hefði umsjón með. Að sögn Bjarna tekur fram- leiðslutíminn, eða sá tími sem líður frá því að hrágærurnar koma í hús þar til þær eru full- unnar, um sex vikur en vonir standa nú til að hægt verði að stytta þennan tíma. - Við vonumst til að geta stytt tímann um tvær vikur með þróun nýrra aðferða. Við höfum verið að gera tilraunir með nýtt sútun- afkastagetu verksmiðjunnar? - Verksmiðjan hefur verið keyrð með fullum afköstum seinni hluta þessa árs og reyndar rúmlega það þar sem við höfum oft unnið urri helgar en ég gæti trúað því að afkastagetan á árs- grundvelli gæti aukist um 100 þúsund skinn miðað við hinar nýju vinnsluaðferðir. - Verða þá ekki vandræði með að fá hráefni? - Eins og málin standa í dag þá reiknum við með að fá um 480 þúsund gærur eftir slátrunina í haust, þar af verða lambagærurn- ar um 430 þúsund. Þetta eru um 60% þess fjár sem slátrað var og það verður erfitt að auka þá hlut- deild frekar. Þá hefur sláturfé fækkað talsvert undanfarin ár og það sem við verðum því fyrst og fremst að leggja áherslu á er að bæta gæði framleiðslunnar. Við höfum í þessu sambandi aukið eftirlit allt frá sláturhúsi til síð- asta framleiðsluþáttar mjög mikið og eins höfum við farið út í það að borga bændum betur fyrir góðar gærur. - Þetta er e.t.v. ekki svo ólíkt því sem er að gerast í sjávar- útvegi. Minnkandi afli en áhersla lögð á aukin gæði? - Þetta er nákvæmlega það sama, sagði Bjarni Jónasson, framleiðslustjóri. Séð yfir pelS' deildina. Bjarni Jónasson, framleiðslustjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.