Dagur - 20.01.1984, Síða 10

Dagur - 20.01.1984, Síða 10
10 - DAGUR - 20. janúar 1984 „Hef ði viljað Framsóknarjlokkinn... “ margt glepur, svo miklu meira en var fyrir 25 árum, svo ég tali nú ekki um fyrir 50 árum. Þetta er annar heimur sem við lifum nú í. Margir hafa því minni tíma til að sinna náminu.“ - Hefur þetta orðið til þess að skólinn hefur sett ofan? „Nei, síður en svo, þvert á móti finnst mér vegur hans hafa aukist, því að góður skóli er sá sem kemur öllum til nokkurs þroska og gefur fleirum tækifæri. Þetta á við um alla framhaldsskóia landsins. Þeir gegna betur hlutverki sínu en þeir gerðu áður, þegar þeir voru fámennisskól- ar. Það samræmist ekki hugmyndum mínum um jafnrétti." 0 Akureyri hefur eflst sem skólabær - En er Akureyri sami skólabærinn og áður, stendur hann undir þeirri nafngift? „Já, það tel ég, því hér hafa skólar eflst að miklum mun, t.d. undanfarin 10 ár. Hér hafa verið stofnaðar fram- haldsdeildir við Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar; í vor tekur Verkmennta- skólinn til starfa, sem er stórt fram- faraspor; Tónlistarskólinn hefur stóreflst; hér er deild frá tækniskóla og vélskóla; hér er myndlistaskóli og verklegt iðnnám hefur vaxið. Skóla- bærinn Akureyri er því í stöðugum vexti.“ - Hvað með háskóla? „Margir gera sér vonir um, að innan tíðar geti hafist hér kennsla á háskólastigi í umboði Háskóla ís- lands og Kennaraháskóla íslands og það mál er í undirbúningi. Hins veg- ar vill það gleymast í þessu sam- bandi, að háskólar eru sífellt að breytast. Háskóli íslands hefur til dæmis gjörbreyst á undanförnum 50 árum, frá því að vera embættis- mannaskóli, þar sem menn lærðu læknisfræði, lögfræði og guðfræði, í það að verða fjölþætt og öflug rann- sóknarstofnun, sem í auknum mæli tengist atvinnulífi þjóðarinnar. Það er því eðlilegt að næsta skref verði að Háskóli íslands og Kennaraháskól- inn færi út kvíarnar og gefi fleirum kost á háskólanámi í tengslum við eflingu atvinnulífsins. Ég held raunar að þar sé að finna lausnarorðið í atvinnu- og efnahagslífi þjóuarinnar; að stórauka menntun í atvinnulífi þjóðarinnar á öllum sviðum.“ - Hvaða nám kemur þá helst til greina á háskólastigi hér á Akureyri? „Það er nám sem tengt er við- skiptafræði og verkfræði, jafnvel læknisfræði svo og kennaranám af ýmsu tagi. Síðan hafa verið uppi hug- myndir um að efla hér kennslu á háskólastigi í tengslum við atvinnu- vegina, til dæmis á sviði matvæla- fræði og fatahönnunar, svo dæmi séu tekin. 0 í bæjarstjórn eitt kjörtímabil Nú vendum við okkar kvæði í kross og spyrjum Tryggva um pólitíkina. Hann sat eitt kjörtímabil í bæjar- stjórn Akureyrar fyrir Framsóknar- flokkinn. Hvað kom til? „Ég átti þess kost að fara í fram- boð strax við kosningarnar 1974, en gaf þá ekki kost á mér, þar sem ég lít að sjálfsögðu á starf mitt við skólann sem aðalstarf mitt og það krafðist allra krafta minna þá, enda var ég ekki búinn að vera hér nema tvö ár. Hins vegar lét ég til leiðast 1978, einkum vegna þess að þá voru skóla- ræði, sem í eyrum margra íslendinga eru innantóm orð, eru mér mikils virði. Það þarf að dreifa valdinu til þeirra sem valdið eiga að hafa og hver starfandi maður þarf að hafa meiri rétt til að ráða málum sínum sjálfur. Þessi atriði eru mjög mikils- verð í mínum huga.“ - Viltu þá meina, að íslenskir atvinnupólitíkusar séu úr takt við þjóðlífið? „Nei, ég er nú ekki viss um það, ég held nú einmitt að þeir séu margir hverjir mjög vel að sér um þjóðfélag sitt, að minnsta kosti þekkir hver sinn „geira“. Aftur á móti held ég að þeir séu sífellt að ráðskast með hluti sem eiga að vera í höndum annarra. Sveitarstjórnir eiga til dæmis að hafa meiri völd og sömu sögu er að segja um vinnandi stéttir hvar sem er. Ég held að uppbygging stjórn- málaflokka á íslandi eins og hún er nú sé löngu úrelt, því miðstýring er gífurleg og fer vaxandi. Miklu eðli- legra er að byggja stjórnmálastarf upp neðan frá, eins og Alþýðubanda- lagið er nú að gera, úr flokksfélögum eða jafnvel annars konar félögum og starfi mínu þessi 4 ár. Mér fannst í rauninni eins og ég kæmist út úr „eld- húsinu“, ef ég má orða það svo. Ég var farinn að einangrast í skólanum, hann átti hug minn allan, en í bæjar- stjórn kynntist ég nýjum málefnum. Hins vegar sá ég það afar fljótt, að ég hafði ekki tíma til að sinna öllum þeim margþættu málum sem koma á borð bæjarstjórnar. Þar er allt of mikið starf lagt á herðar bæjarfull- trúum, með fullu starfi annars staðar, þannig að þeir geta naumast unnið þetta starf vel. Þessu þarf að breyta og jafnvel á mjög róttækan hátt.“ - Hvernig? „Þarna þarf lfka að dreifa valdinu. Það má fá fólkinu sem starfar við stofnanir bæjarins meira vald. Því á að vera treystandi til að stjórna og þessir daglegu eftirgangsmunir bæjarfulltrúa ættu að hverfa. Það á að leggja niður nefndir, ekki til að auka valdsvið annarra nefnda, held- ur til að færa völdin til starfsfólksins sjálfs. Auðyitað eiga kjörnir bæjar- fulltrúar áfram að hafa yfirsýn með rekstri bæjarins og þeir eiga að draga Jónas Jónasson útvarpsstjóri kom í heimsókn á skrifstofu skólamcistara... og þá var meistari tekinn á beinið marg- fræga. mál í deiglunni hér. Auk þess hef ég alltaf haft áhuga á stjórnmálum og þá ekki síst bæjarmálum." - Hefur þú alltaf verið framsókn- armaður? „Nei, síður en svo, það er langt því frá, og í rauninni veit ég varla hvort ég er nokkur framsóknarmað- ur. Ég hef að vísu nú um skeið verið flokksbundinn, sem kallað er, án þess að vera sáttur við þá starfshætti sem hér tíðkast í flokksstarfi, stjórn- málum og þjóðmálum og svo er ég haldinn þeirri áráttu að sjá tvær hlið- ar á hverju máli. Þarna held ég að sé mikil þörf á breytingum. Það þarf að auka þátttöku fólks, sem vinnur verkin. Dreifing valds og atvinnulýð- samtökum og án þess að ég sé að ját- ast Alþýðubandalaginu á nokkurn hátt, þá finnst mér það áhugavert sem þeir eru að gera á þessu sviði. Miðstýringin og valdboðið að ofan heyrir til liðnum tíma. En Reykja- víkurvaldið er enn við líði í Fram- sóknarflokknum, sem öðrum stjórn- málaflokkum. Fyrir það líða Akur- eyringar og landsmenn aðrir." 0 Komst út iír eldhúsinu - Hvernig féll þér setan i bæjar- stjórn? „Allvel. Ég hafði mikla ánægju af stóru línurnar. En þeir eiga ekki að vera að vasast í daglegri stjórn eins og nú er.“ - í sumum málum í bæjarstjórn virtist þú eiga meiri samleið með Al- þýðubandalaginu, t.d. hvað varðar atvinnumál og þá ekki hvað síst stór- iðju. Fyrir vikið virtist þú stundum vera eins og einangraður í þínum flokki. „Ég hefði viljað að Framsóknar- flokkurinn væri róttækari og skelegg- ari í atvinnu- og umbótamálum, sem ég tel brýnt að leysa. Framsóknar- flokkurinn var róttækur í upphafi og hafði hér mikilsverðu hlutverki að gegna. En nú held ég að sé kominn tími til fyrir flokkinn að huga að endurnýjun. Ég á þá ekki við að þörf sé á að skipta um menn, blóta mönn- um til árs og friðar, það skiptir ef til vill minna máli. Mestu máli skiptir að endurnýja hugmyndir og hugsjónir, undirstöðuna sem byggja skal á, svo menn viti hvert stefna skal við breytt- ar aðstæður. Það hefur orðið æði mikil breyting í þjóðfélaginu síðan Framsóknar- flokkurinn var stofnaður 1916. Þeir sem máttu sín minna þá eru stofnanir nú. Og stofnun sem farin er að lifa sínu eigin lífi er hættuleg. Það er því þörf á breytingum og ég veit að það er áhugi á því meðal forystumanna Framsóknarflokksins, þó þeir hafi nú lítinn tíma til að sinna innri mál- efnum flokksins vegna þess að ákveðið var að hlaupa undir bagga við að leysa aðsteðjandi vanda þjóð- arinnar. Raunar hefur flokkurinn verið of viljugur til slíkra verka og orðið óvinsæll fyrir vikið, jafnframt því að missa sjónar á markmiði sínu.“ - Þú talar um „stofnanir“. Viltu meina að Sambandið og kaupfélögin séu farin að ráða of miklu innan flokksins? „Stjórnmálaflokkur má ekki láta einstakar stofnanir eða félög eða starfsstéttir eða þröng hagsmuna- sjónarmið binda hendur sínar í málum. Flokkur má ekki verða hags- munafélag eða launþegasamtök, kaupfélagsflokkur eða bændaflokkur eða heildsalaflokkur. í húsi stjóm- málaflokks verða að vera margar v ist- arverur og félagsmenn verða að geta horft til margra átta, ef flokkurinn á að lifa, og íslenskur stjórnmálaflokk- ur verður að standa traustum fótum í íslenskri jörð, og það gerir Fram- sóknarflokkurinn að minnsta kosti." - Var þessi ágreiningur til þess að þú gafst ekki kost á þér í bæjarstjórn aftur? „Aðalástæðan til þess að ég hætti beinni þátttöku í bæjarstjórn árið 1982 voru annir mínar við aðalstarf mitt sem að sjálfsögðu er starf mitt sem skólameistari. Auk þess vildi ég geta sinnt heimili mínu og fjölskyldu, sem er stór. Jáfnframt taldi ég eðli- legt að skipta um fólk og mér þykir gott að vera aftur um stund áhorf- andi í stjórnmálum.“ - Má eiga von á þér aftur í framboð? „Nei, ekki að óbreyttu. Ég starfa hins vegar áfram að málefnum Akur- eyrar með ýmsum hætti og áhugi minn á stjórnmálum hefur ekki minnkað. En næstu misseri ætla ég að helga mig fræðum mínum í tóm- stundum." - GS.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.