Dagur - 17.02.1984, Side 5

Dagur - 17.02.1984, Side 5
Hollenskur œvin týmheim ur Höllin hennar Þyrnirósar er umvafín gróðri, eins og vera ber. Holland nýtur sívaxandi vinsœlda meðal íslenskra ferðalanga, enda er landið um margt sérstakt og margt sem gleður þar auga gestsins. Ein af perlum Hollands er De Efteling garðurinn í Kaatsheuvel, sem er hreint œvintýri fyrir alla fjölskylduna. Og ævintýrinu lýkur ekki á einum degi; það getur enst í marga daga efþað endar þá nokkurn tíma. Frægastur er garðurinn fyrir ævintýrin sígildu, sem mæta manni ljóslifandi í garðinum. Þarna hittir maður Mjallhvíti og dvergana henn- ar sjö, Þyrnirósu, sem er óvenjulega ungleg enn, úlfurinn dormar í rúm- inu hennar ömmu og Rauðhetta er á næstu grösum. Margar fleiri ævin- týrapersónur mætti nefna og öllum er þeim komið fyrir í eðlilegu um- hverfi samkvæmt ævintýrunum. Auk þess má heyra ævintýrin lesin, en það eru ekki allir sem skilja tungumálið. Það er því eins og að ganga í gegnum opna ævintýrabók að skoða ævintýraskóginn í De Efteling. 0 Margt að skoða Margt fleira er að sjá í De Efteling þó ævintýrin hafi gert garðinn frægan. Fyrir það fyrsta er garður- inn einstaklega fallegur í sumar- skrúða, því gróður er fjölbreyti- legur og litskrúðugur. Auk þess vakti það athygli hvað snyrtilegt var í garðinum, enda greinilega lögð áhersla á að halda í horfinu í þeim efnum og vösk sveit við að hreinsa ruslið jafnharðan. En fleira kemur til. Þetta var vanda- mál í garðinum fyrir nokkrum árum, því hreinsunardeildin hafði ekki undan, enda heimsækja tæp- lega tvær milljónir gesta garðinn yfir sumarmánuðina. Einkum voru það börnin sem gættu ekki að sér í ævintýraheiminum. En Hollend- ingar fundu ráð við þessu. Settir voru upp munnstórir karlar hér og þar, sem voru sólgnir í alls konar rusl. Og þegar þeir hafa verið mataðir á einhverju slíku segja þeir vinalegri röddu: Þakka þér fyrir bamið gott. Þetta kunna börnin að meta og nú er ruslið ekki lengur vandamál í De Eftel- ing. Hluti af De Efteling er nokkurs konar tívolí. Þar eru leiktæki ýmiss konar, russibani einn heljarmikill, sem ekki er nema fyrir þá hugrökku og víkingaskip í fullri stærð rólar fram og aftur eins og í stórsjó og nýtur mikilla vinsælda. Margt fleira mætti nefna, svo sem hringekjur, draugahús, járnbrautarlest o.fl. o.fl. Nýjasta undrið í garðinum er eins konar vatnarall. Þar geta um 1800 gestir upplifað ævintýraferð niður eftir stórfljóti í Suður-Ameríku, með því að gefa hugmyndafluginu örlítið lausan tauminn. Þú stígur upp í bát, sem er að vísu dálítið sérkennilegur í laginu, en hann er traustvekjandi og tekur sex manns. Svo hefst ferðin niður eftir ánni og það gengur á ýmsu. Ferðalagið hefst með miklum hraða í gegnum löng göng. í miðjum göngunum blasir við ógnvekjandi foss - og það sem verra er - báturinn stefnir beint í fossinn og stórslys virðist óumflýjanlegt. En þá kippir einhver ósýnileg hönd fossinum í burtu og ferðin heldur áfram. Stundum hendist báturinn á milli kletta eða skoppar niður fliss- andi flúðir og það er nokkuð víst að þú heldur þér fast. Eftir sjö mínútna ferðalag er „rallið“ á enda. Þó ferðalagið hafi virst nokkuð glæfra- legt á köflum er fyllsta öryggis gætt, þannig að ekkert á að geta komið fyrir ferðalangana, nema hvað búast má við að þeir vökni aðeins, því frussugangur er talsverður. Og þeir sem treysta sér ekki í slíka ferð geta gengið með árbakkanum og skemmt sér með þátttakendum úr fjarlægð. Margt fleira mætti nefna sem fjöl- skyldugarðurinn De Efteling hefur upp á að bjóða. Þar eru veitinga- staðir og söluturnar og þar er einnig aðstaða til að snæða nesti. Og þeir sem vilja rólegheit geta farið í báts- ferð eftir síkjunum og notið um- hverfisins, sem er hrífandi. Hol- landsfarar ættu ekki að láta De Efteling framhjá sér fara. -GS Vatnarallið nýtur mikilla vinsælda meðal barna sem fullorðinna 17. febrúar 1984 - DAGUR - 5 Föstudagur 17. febrúar Mánasalur opnaður kl. 19. Fjölbreyttur matseöill. Sólarsalur opnaður kl. 23. Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi. Tískusýning: Vetrartískan frá versluninni Laugardagur 18. febrúar Uppselt Sunnudagur 19. febrúar 2. sýning Súkkulaði handa Silju Leikhússmatseðill í Mánasal. Matarpantanir teknar í leikhúsinu og í síma 22970. Alþýðuflokksfélögin Akureyri Fundur verður haldinn að Strandgötu 9 kl. 13.30 sunnudaginn 19. febrúar. Stjórnirnar. Aðalfundur Geðverndarfélags Akureyrar verður haldinn miðvikudaginn 22. febrúar kl. 20.00 í húsnæði Færeyingafélagsins við Ráðhústorg. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Aðalfundur Ferðamálafélags Akureyrar verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20.30 aö Hótel KEA Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Allir félagar hvattir til að mæta. Stjórnin. Skrifstofa Framsóknarflokksins Opið alla virka daga frá kl. 15.30-18.30. Starfsmenn skrifstofunnar verða Tryggvi Svein- björnsson á mánudögum og miðvikudögum og Bragi V. Bergmann á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Síminn er 21180. Heimasímar: Tryggvi Sveinbjörnsson, 26678. Bragi V. Bergmann, 26668.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.