Dagur - 17.02.1984, Síða 6
6 - D'AGUR - 17. febrúar 1984
VŒ) ERUM ISERELOKKI
- Það er leiðinlegt
hvað mórallinn er lé-
legur meðal hljóm-
sveitanna í bœnum.
Menn eru mjög hör-
undssárir og það má
vart orðinu halla að
ekki sé allt orðið vit-
laust. Þá er algengt að
menn séu með ýmiss
konar óyfirvegaðar
yfirlýsingar sem eiga
engan rétt á sér. Yfir-
lýsingar af þessu tagi
verða engum tilfram-
dráttar.
★ ★ ★
Þetta er sýnishorn efnislegra um-
mæla sem liðsmenn hljómsveitar-
innar DES létu falla í samtali við
undirritaðan í vikunni. Vett-
vangur umræðna var skrifstofa
undirritaðs í Dagshöllinni að
Strandgötu 31 og umræðuefnið var
DES vs. aðrar hljómsveitir í
bænum. Til að lesendur fái botn
í umræðuna þá eru DES: Eirfkur
Jóhannsson, gítar en hann einn
fékk að tylla sér niður í „sprengi-
stól“ á meðan umræðum stóð,
Jónas Þór Guðmundsson, bassi,
Gunnlaugur Stefánsson, tromm-
ur og Orri Árnason, söngur. Þá
vita allir haus og sporð á DES og
þá er það upphafið...
★ ★ ★
SKAK
- Hljómsveitin var stofnuð í
maí ’82, segir nafni og Jónas og
Gunnlaugur segjast einnig hafa
verið með frá upphafi.
Þessi vika
Þessi vika
1
H-100
Where Is My Man .......... Eartha Kitt
Here Comes the Rain Again .. Eurythmics
That’s All .................. Genesis
Owner of a Lonely Heart ......... Yes
Love Cats ...................... Cure
Running with the Night . Lionel Richie
Many Rivers to Cross .......... UB-40
Victorious Dub .. Linton Kwesi Johnson
CaUing Your Name ............ Marilyn
Shake It Up .................. Divine
DYNHEIMAR
Talking in Your Sleep ..... Romantics
Here Comes the Rain Again .. Eurythmics
Superman ...................... Laddi
Don’t Make Me Cry ............. UB-40
Piece of My Heart .... Bone Symphony
Tar .......................... Visage
Human Touch .......... Rick Springfield
TheLoveCats .................... Cure
Rat Rapping .............. Roland Rat
Undercover of the Night ... Rolling Stones
Síðasta vika
- Ég byrjaði í hljómsveitinni
um síðustu páska, segir Orri en
hann trúir því statt og stöðugt að
hann sé að kikna undan ábyrgð-
artilfinningu vegna aldursmunar
í hljómsveitinni.
- Það vill nefnilega þannig til
að ég er dálítið eldri en hinir og
satt að segja er ég töluvert eldri
en þeir.
- Þetta hefur reynst alveg
svakalega þroskandi fyrir okkur,
segir Jónas en Orri sussar á hann
og heldur áfram: - Þetta er auð-
vitað töluverð pressa fyrir mig
þar sem ég hef orðið að axla
ómælda ábyrgð, sérstaklega and-
lega. Ég hef gengið þessum
drengjum í föður stað og ég losna
aldrei við þessa föðurlegu tilfinn-
ingu.
★ ★ ★
Rætt við
DES
- Hvernig músík spilið þið?
Eiríkur: - Þetta er nýbylgja.
Jónas: - Einhvers konar ný-
bylgja. Orri: Það hafa allir getað
skilgreint okkur á einhvern hátt.
Gunnlaugur: Allt upp í sýru.
- Þú verður náttúrlega að
spyrja okkur hvort við séum ekki
góðir, segir Orri og það gengur
eftir. Ég spyr hvort þeir séu ekki
góðir?
- Ágætir, segir Gunnlaugur
sem sér urn gæðamatið innan
hljómsveitarinnar. - En í saman-
bprði við aðrar hljómsveitir á
Akureyri og líklega í heiminum
þá erum við í sérflokki - í skák,
segir Orri.
- Heyr, heyr, segja hinir og
lýsa sig fullbúna til þess að setjast
niður og heyja skákeinvígi við
allar hljómsveitir í bænum. Segj-
ast kannski ætla að ræða við Bún-
aðarbankann varðandi mótshald-
ið og eru þess fullvissir að gott
skákmót myndi hreinsa út skíta-
móralinn í andrúmslofti hljóm-
sveitabransans á Akureyri.
- Hvað er annars framundan
hjá DES?
- Feikimikið. Hljómleikar í
MA 23. febrúar, segir Eiríkur og
hinir bæta því við að þetta verði
uppákoma til styrktar Leikfélagi
Menntaskólans.
- Við vorum beðnir um þetta,
segir Jónas og Gunnlaugur segir
að þeir mæti ekki með hurð á
hljómleikana.
- Svo erum við að pæla í að
gera kvikmynd. Ódýrustu ís-
lensku kvikmyndina fram að
þessu. Þetta verður 8 mm filma í
litum af því við gátum ekki haft
hana í svart/hvítu. Dulúðleg
mynd, segja þeir leyndardóms-
fullir á svip.
- Um hvað fjallar myndin?
- Hún fjallar um afdrif manns
í ákveðnu umhverfi.
- Hvenær verður frumsýning-
in?
- Hún verður í maí en tökur
hefjast fljótlega. Við gerum allt
sjálfir enda treystum við engum
öðrum til þess að gera þetta al-
mennilega.
★ ★ ★
Til að gera einfalt mál flókið þá
birtist niðurlag samtalsins við
DES hér í stikkorðaformi.
Hljómsveitin ætlar í heimsókn til
Bimbó bráðlega - gera demó -
k"',.nski plata - gefa út sjálfir -
jafnvel - stefna á hljómleika í
\‘,‘ikhúsinu - örugglega - kannski
- vonandi - næsta víst að þeir
koma fram í mars.
- Feyrðu? Þetta bréf þarna í
Degi á dögunum um %1 og allt
það, var alls ekki frá okkur og við
höfum heyrt að ART hafi heldur
ekkert haft með það að gera,
segja þeir um leið og þeir hypja
sig út.
- Af hverju DES?
- Það er og verður stóra
spurningin, segja þeir og þegar
þeir hverfa fyrir hornið eru þeir
komnir í hrókasamræður, ekki
um skák, heldur hvort þeir eigi
að bæta spurningarmerki við
nafn hljómsveitarinnar - DES?
- ESE.
URFELUM!
Menn eru sammála um að það
ríki skítamórall innan hljóm-
sveitabransans á Akureyri. Þar
sé hver höndin upp á móti ann-
arri og baktjaldamakkið ríði
húsum. Engir eru hins vegar sam-
mála um það hvað valdi ágrein-
ingnum. Ér þetta heilbrigð sam-
keppni í anda markaðslögmál-
anna eða eru skemmd epli í tunn-
unni? Epli með kýlum sem þarf
að stinga á?
Akureyri er lítill markaður og
e.t.v. er ekki pláss fyrir alla
smákóngana í sömu tunnunni.
Kannski er hatrið líka orðum
aukið þó menn í góðmennsku
vegi hver annan. Hver veit?
Kannski standa allir upp að
kveldi í bróðerni, slíðra sverðin
en fela rýtingana uppi í erminni?
Á Akureyri er aðeins ein
hljómsveit poppkyns sem nýtur
viðurkenningar á landsmæli-
kvarða. Þetta er BARA-Flokk-
urinn en meðlimir hans hafa látið
þau orð falla í viðtali við Dag að
þeir kæri sig ekki um að búa fyrir
sunnan m.a. vegna þess skíta-
mórals sem þar svífur á milli
hljómsveita. BARA-Flokkurinn
býr á Akureyri en sennilega eru
þeir hafnir yfir skítamóralinn hér
þó nóg sé af fjandmönnum og
engir séu spámenn í föðurlandi.
Á þetta er minnst hér vegna
þess að undirritaður hefur orðið
var við umræddan skítamóral.
Vel má vera að umræður auki
bara enn á skítalyktina, en þá
verður bara að hafa það. Viðtal
við hljómsveitina lhl hér í blað-
inu var spor í áttina og í kjölfar
þess og nafnlauss lesendabréfs
hafa hljómsveitirnar DES og
ART gefið sig fram og fá að viðra
sínar skoðanir. Á sama hátt er
þessi síða lesendum opin til
skoðanaskipta, við bíðum eftir
bréfunum. - ESE.