Dagur - 23.03.1984, Side 13

Dagur - 23.03.1984, Side 13
23. mars 1984-DAGUR -13 Útvarp sunnudag kl. 20.00: Margrét Blöndal er umsjónar- maður Útvarps unga fólksins á sunnudagskvöldið og því var slegið á þráðinn til hennar og hún spurð hvað yrði í þættinum. Hún sagði að í tveim síðustu þáttum sínum hefði hún gefið krökkum kost á að senda inn spurningar í sambandi við kyn- fræðslu og það hefði komið hellingur af bréfum og yrði í þessum þætti tekinn fyrir um helmingurinn af bréfunum. Tveir krakkar þau Sigríður Valdimarsdóttir og Jón Haukur Ingvason hafa unnið úr bréfun- um með Margréti og þau verða einnig með henni við að spyrja þau Valgerði H. Bjarnadóttur Margrét Blöndal. félagsráðgjafa og forseta bæjar- stjórnar og Jónas Franklín sér- fræðing í kvensjúkdómum en þau svara, spurningunum sem bárust. Þættinum hefur borist skólablað Langholtsskóla og mun Svanur Valgeirsson lesa sögu úr því eftir Sigurð Óla Ólafsson. Framhaldssagan Punktur, punktur, komma, strik er á sínum stað, en Valdi- mar Gunnarsson sér um að lesa hana. Pátturinn er 40 mínútna langur og hefst kl. 20.00 á sunnudagskvöldið. A.M. Útvarp föstudag kl. 21.40: Kvennastörf „Hugmyndin varð til fyrr í vetur, spratt upp úr umræðum á milli okkar Maríönnu," sagði Aðalheiður Steingrímsdóttir en hún sér um þáttinn Störf kvenna við Eyjafjörð ásamt Maríönnu Traustadóttur. 1. hluti af fjórum er á dagskrá út- varpsins í kvöld kl. 21.40. Hún hefur orðið áfram: „Þátturinn er byggður upp á samtölum við konur hér á Eyja- fjarðarsvæðinu, bæði konur sem eru hættar störfum fyrir aldurs sakir og eins konur sem eru úti á vinnumarkaðinum. Samtölin eru aðallega byggð upp á fjórum atriðum þ.e. launakjör, vinnuaðstaða, vinnutími og heimilisaðstæður. Með því að velja þessi ákveðnu atriði viljum við láta það koma skýrt í ljós að konur eru sístarfandi en störf þeirra eru aldrei metin að verðleikum. Launamisréttið sem viðgengst sýnir best hve störf kvenna eru lítils metin. Þessi hugmynd okkar fékk byr undir báða vængi þegar þessi mál komu til umfjöllunar í kringum síðustu áramót og skýrslan um stöðu kvenna á vinnumarkaðinum leit dagsins ljós. Það var haldinn fundur um þessi mál í byrjun febrúar og á þann fund mættu rúmlega 300 konur og mun það einsdæmi hér í bæ að svona fjölmennur fund- ur sé haldinn um atvinnumál kvenna. Þetta sýnir áhuga kvenna á sínum málum. LFm- ræðan hefur samt dottið niður og er því full ástæða til að vekja hana aftur en allt frumkvæði hefur til þessa komið frá Reykjavík. Við förum í kauptún og kaupstaði við Eyjafjörð og ræðum við konur því við Eyja- fjörð má finna þverskurð af at- vinnulífi landsmanna. í litlum sjávarþorpum er atvinnulífið t.d. mjög einhæft og því brýnt að koma af stað umræðu um stöðu kvenna í þeim og kanna hvað hægt er að gera til að bæta stöðu þeirra í sambandi við launa- og bónusmál," sagði Aðalheiður að lokum. Á.M. Aðalheiður Steingrímsdóttir og Maríanna Traustadóttir. Útvarp laugardag kl. 14.00: LJstadagar MA í Listalífi RÚV „Ég œtla að fjalla um lista- dagana í Menntaskólanum á Akureyri í þessum þœtti, “ sagði Örn Ingi, aðspurður um innskot hans í Listalíf á laugardaginn. Þátturinn hefstkl. 14.00. Ég ræði við Þuríði Sólveigu Árnadóttur, sem er formaður skólafélagsins og mun hún vera fyrsti kvenmaðurinn sem gegnir því embætti. Við ræðum um hvernig svona uppákoma virki á skólalífið og ég ræði einnig við nokkra nemendur sem ég hitti á förnum vegi og kynnist við- horfum þeirra. Þar að auki skundaði ég á fund skólameistara til að forvitnast um hans af- stöðu; kynnast því hvernig lista- dagar sem þessir koma við þá sem bera hita og þunga skóla- haldsins. Nú, og fyrst ég var kominn til skólameistara, þá spurði ég hann um menningar- legt hlutverk íþróttahallarinnar okkar, en Tryggvi á sæti í bygg- ingarnefndinni. Það hafa margir haft orð á því að það menning- arlega hlutverk sem íþróttahöll- inni er ætlað að gegna, sé van- rækt svo ekki sé meira sagt, og hefur verið nokkur hiti í mönnum út af þessu. Ég tel að orð Tryggva séu líkleg til að lægja öldurnar og vona því að sem flestir menningarsinnar leggi við hlustirnar á laugardag- inn,“ sagði Örn Ingi. GS. Útboð Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í eftir- talin verk: SAUÐÁRKRÓKSBRAUT II Uppbygging hluta Sauðárkróksbrautar innan Sauðárkróks. Helstu magntölur: Lengd 1,4 km fylling 4500 m3 skering 1400 m3 burðarlag 6500 m3 Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júlí 1984. NORÐURLANDSVEGUR í LANGADAL Uppbygging hluta Norðurlandsvegar í Langadal. Helstu magntölur: Lengd 2,5 km fylling 44400 m3 skering 2800 m3 burðarlag 12000 m3 Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. ágúst 1984. EFNISVINNSLA I Á NORÐURLANDI VESTRA 1984 Mala skal burðarlagsefni í Reynistaðarnámu. Efnismagn er 7000 m3. Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júlí 1984. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 5, Reykjavík og á umdæmisskrifstofunni Sauðárkróki, frá og með mánudeginum 26. mars nk. gegn 1.000 kr. skila- tryggingu fyrir hver gögn. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar skulu berast Vegagerð ríkisins skrif- lega eigi síðar en 2. apríl. Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins, Borgarsíðu 8, Sauðárkróki fyrir kl. 14.00 mánudaginn 9. apríl 1984 og kl. 14.15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík í mars 1984. Vegamálastjóri. .t Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma GUNNUR JÚLÍUSDÓTTIR Grænugötu 12, Akureyri lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. þessa mánaðar. Jarðarförin ákveðin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 26. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á F.S.A. Árni Stefánsson, Július Kristjánsson, Stefán Árnason, Vaka Jónsdóttir. Gunnlaugur Árnason, Bergþóra Guðmundsdóttir og sonadætur. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ANGANTÝSJÓHANNSSONAR Hauganesi Sérstakar þakkir færum við starfsfólki B-deildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Þóra Angantýsdóttir, Árni Ólason, Arnþór Angantýsson, Kolbrún Ólafsdóttir, börn og barnabörn. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 28. mars nk. kl. 20-22 verða bæjarfulltrú- arnir Sigurður Jóhannesson og Jórunn Sæmundsdóttir til viðtals í fundarstofu bæjar- raðs, Geislagötu 8, 2. hæð. Bæjarstjóri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.